Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 39 Frétta- molar Múhameðstrúarmenn hvetja til baráttu gegn kristnu trúboði Það er kominn tími til að múhameðstrúarmenn setji kristn- um trúboðum stólinn fyrir dyrnar. Við hvetjum öll ríki múhameðs- trúarmanna til að taka þátt í baráttunni gegn hinu kristna trúboði með því að hefja öfluga trúboðsherferð múhameðstrúar- manna um allan heim. — Þessi áskorun er tekin úr tímaritinu „Bangladesh Illustrated Weekly". Kveikjan að þessu herópi er grein í „Presbyterian Life“, þar sem sagt er frá vakningunum í Indónesíu þar sem tala kristinna manna á Java hefur tvöfaldast á einu ári. VARÚÐ, HÆTTA, ENN SKAL ORT, ALLT SKAL FÆRT ÚR SKORÐUM! VÍMceujunvuut Þórarinn U Eldjárn í Disneyrímum er fjallaö um Walt Disney (1901 - 1966), líf hans og störf fyrir og eftir dauöann. Myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 HM Rúmenía Eftir fjögurra ára hlé hafa hvítasunnumenn í Rúmeníu fengið heimild yfirvalda til að ljúka við kirkjubyggingu sína í höfuðborg- inni Búkarest. Smíði byggingarinnar hófst árið 1972 að frumkvæði hvítasunnu- manna í Noregi og hefur hlotið heitið Vináttukirkjan. Þetta er fyrsta evangeliska kirkjubygging- in í Búkarest eftir síðari heims- styrjöldina. Dæmdír fyrir prentun á Biblíunni Þrír baptistar í Kant í Sovét- ríkjunum hafa verið dæmdir í eins til þriggja ára fangelsi fyrir ólöglega prentun á Biblíunni. Skip miskunnseminnar Kristin hjálparstofnun í Amer- íku, World Visior., hefur hleypt af stokkunum sérstöku skipi, sem hlotið hefur heitið Skip miskunn- seminnar. Skipið, sem er 345 tonn, er notað til siglinga á Kínahafi til aðstoðar flóttamönnum frá Viet- nam. Tilgangurinn er að aðstoða flóttamennina með matargjöfum, vatni, lyfjum, fatnaði og hreinlæt- isvörum. Um borð í skipinu er einnig læknir, hjúkrunarfólk og vélvirkjar. Aðstoðin er til komin vegna mikils fjölda flóttamanna sem streymir frá Vietnam og leggur oft á flótta í smábátum sem hrekjast síðan um bjargarlausir. Neitaði pátttöku í fóstureyðingum Nýlega varð stórt sjúkrahús í Minneapolis að hætta frjálsum fóstureyðingum vegna kristinnar sannfæringar og kjarks hjúkrun- arkonu sem þar starfaði. Julie Turnquist starfar við Deaconess Hospita! og afhenti yfirmönnum sínum yfirlýsingu þess efnis að hún neitaði að aðstoða við fóstureyðingar. Tólf hjúkrunarkonur á sjúkrahúsinu fylgdu fordæmi henriar. Af þess- um sökum getur sjúkrahúsið ekki haldið áfram þessum aðgerðum sínum. Julie Turnquist var kölluð fyrir og henni gefið í skyn að henni yrði sagt upp starfi ef hún héldi þessu til streitu. Hún svaraði lækninum sem við hana talaði: „Ég dæmi þig ekki, en virði þig og sjónarmið þín. En sannfæring mín er óhagganleg og er grundvölluð á Biblíunni. Ritningin kennir að Guð hafi ákvarðað líf okkar, jafnvel áður en við vorum getin í móður- lífi. Og sú stund kemur að við munum öll beygja okkur og yiðurkenna að Jesús er Drottinn. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin, þá hef ég áhyggjur af þér.“ Læknirinn leit undan og muldraði: „Ég veit það,“ og gekk burtu. Fréttin er komin frá EP News Service. r Einkaumboð VELAVERKSTÆÐIÐ VELTAK H/F Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði Sölusími 54315 VÉLTAKi • • ' ■> " .*! .• ' .V GRL F n ISSI I) J IDRAULICHE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.