Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 41 Konan tók frí til að sinna uppeldi hundanna „I því sambandi get ég nefnt að ég ól upp níu Labrador-hvolpa í fyrra og tók konan sér frí frá störfum í einn mánuð til að sinna verkinu. Mér reiknast til að beinn kostnaður við að ala þessa níu hvolpa upp í tvo mánuði hafi verið um 300 þúsund krónur, en gefa þarf hundunum úrvalsfæði og víta- mín. A móti kemur að ánægjan af uppeldinu er mjög mikil. Og það er mikilvægt fyrir börnin að þau fái að alast upp með hundum, eða dýrum yfirleitt." Sagði Matthías að sýna þyrfti meðalstórum hundi eins mikla umönnun og þriggja ára barni. Labradorinn mikill heimilishundur l>ar sem Matthías er eigandi Labrador-hunds báðum við hann að segja nokkuð af þeirri tegund. „Labrador-hundurinn er mikill heimilishundur," sagði Matthías. „Hann er mikill barnahundur og það er ákaflega gott að hafa hann á heimili, því þrátt fyrir stærðina fer lítið fyrir honum. Labradorinn er mjög harður og duglegur og hefur mikið þefskyn. Hann er svo þefnæmur að hann getuf fundið lykt af hlut sem var þremur dögum áður á staðnum. Hann er, eins og nafnið bendir til, ættaður frá Nýfundnalandi. Víða erlendis er Labradorinn mikið notaður sem blindrahund- ur, þá er hann góður veiðihund- ur og hérlendis hefur hann verið notaður sem hasshundur í rúm- an áratug. Loks hefur Labrador- inn verið notaður við að leggja net, því hann er duglegur á sundi, hefur sundfit og getur synt í alltý að 20 gráðu frosti." Matthías sagði að hasshundur- inn svonefndi hefði verið mikið notaður til undaneldis hér á landi. Að lokum var Matthías spurður álits á hundahaldi í þéttbýli, og sagði hann þá: „Mér finnst hundahald í þéttbýli sjálfsagt, en er þó fylgjandi ströngum reglum þar að lútandi. I Reykja- vík er hundahald t.d. bannað, en nikið er um hunda í höfuðborg- iniTi og eftirli. eftir þeim lítið eða ekkert vegna bannsins. Þar sem hundahald er hins vegar leyft gilda strangar reglur fyrir hundaeigendur, og ég reikna með að allir hundaeigendur séu þeim mjög fylgjandi. Við ieggjum einmitt áherzlu á að gott samstarf sé á milli yfir- valda og hundaeigenda. Þá er ég þeirrar skoðunar að bann við hundahaldi sé skerðing á frelsi einstaklingsins. Enn- fremur hafa börn mjög gott af því að alast upp með hundum." Loks sagði Matthías að fram- kvæmdanefnd sýningarinnar í Ásgarði fagnaði því að bæjar- stjórn Eskifjarðar hefði leyft hundahald á Eskifiröi. Hann sagði þó að ómögulegt væri að skilja hvað lægi að baki mjög háum hundaskatti á Eskifirði. „Þar er skatturinn 75 þúsund krónur, en í öðrum bæjar- félögum er skatturinn fimm til sex sinnum lægri. Ég held að hundaskatturinn hafi upphaf- lega verið settur á til að standa straum af kostnaði bæjar- félagsins vegna hundahaldsins. Á Eskifirði verða menn auk þessa skatts að greiða hreinsun og tryggingu, en þau gjöld eru innifalin í sköttum annarra bæjarfélaga. Þýðir þetta að verið er að hygla þeim efnuðu á Eskifirði, og skorar fram- kvæmdanefnd sýningarinnar á bæjarstjórn Eskifjarðar að encjurskoða afstöðu sína til hundaskattsins og jafnframt rökstyðja ástæðuna fyrir svo háum skatti.“ _ ágás. rXTk Bókabúð IS^Braga Við erum Lækjargötu 2, Reykjavík Sími 15597, Pósthólf 765 FLUTT að Lækjargötu 2 — Orð Krossins Fagnaöarerindi verður boöað á íslensku frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverju mánudags- kvöldi kl. 23.15—23.30. Sent veröur á miðbylgju 205 metra (1466 KHz) Ath: Breyttur tími og bylgjulengd. Orö krossins, Pósth. 4187, Reykjavík. Valur • Refstad Evrópukeppni meistaraliða f handknattleik í dag sunnudag fer fram í Laugardalshöll kl. 3 seinni leikur Vals og norsku meistaranna Refstad. Fyrri leikur liöanna sem fór fram í Noregi endaöi meö sigri Refstad 16:14 jafnvel þó aö Valsmenn hafi leikiö án 3ja sterkra leikmanna. Allar líkur benda til þess aö Valur komist áfram í aöra umferö meö dyggri aöstoö áhorfenda. Við hvetjum því alla til að mæta í Höllina og hrópa Áfram Valur H0LLUW00D Ármúla 5 fOnn LanghoEísvegi 113 " ■ Fitilux 1 FEROASKRIFSTOFAN SJONVARPSBUÐIN Borgartúni 18 uRVALnMr Emskipafétegshusmu svrv 26900 Skatfaþjónustan sf. Langholtsvegi 115. Sími 82023. TRÉSMIDJA JÓNS GÍSLAS0NAR Skemmuvegi 38, sími 75910. TEPPfíLfíND Grensásvegi 13, Símar 83577 og 83430. Valhúsgögn h.f. Ármúla 4, sími 82275. Verzlunin VALGARDUR Leirubakka 36. Sími 71290. Biðskýlið v/Sunnutorg Langholtsvegi. Verzlunin ÞVERHOLT Mosfellssveit. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.