Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 10
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 TbI sölu A? sérstökum ástæöum er barnafata- og smávöruverslun í verslunarsamstæöu í góöu íbúöarhverfi til sölu. Tilboo sendist afgr. Mbl. fyrir 30. október n.k. merkt: „LT — 3821“. Ja Útskurðarjárn Vorum aö fá sendingu af hinum velþekktu útskuröarjárnum frá Henry Taylor. Höfum einnig rafmagnstæki til aö grafa í tr&, járn, gler, leöur og margt fleira. HANDID Tómstundavörur fyrir heimili og skóla^ \ Laugavegi 168, sími 29595. y ISHIDO #ISHIDH erST4R.5T/vosflRrRfiMLE/ÐflND/ r JflPflN *ISHIDR EK JRPÖNSK GttÐHFflflMLE/ÐSLfl EINS DQ HÚN SERIST BEST AISW/QR SRMEINflR flLLfl BESTU VaGRREIBINLE/Nfl I £IN/V/ VZ7ZJ D8/ WP D 82 KS ISHÍDR PYRJR # VERS/.HN//1/K3DRBUÐIR. » Kl'tiTVINNSLUSTÓÐVRR. • -FISKVINNSLUSTObVRR * TLUGSTDÐVfíR * VÓRURFGREIÐSLUfí ALSTflÐflR SEM VEG/Ð £fl MEfl NflKVSNNl/ÓRYSGI 0G HRRtffl LP-SOS DX MEÐ SRHMGBÐUM PRENmRR - UTVEGUM EINV/G TDLVLIVOGflR KERTI Tflfl IBHIDR AIEfl TflER/aÖ/VDUM 0G flLSTÁLT V/RKRI VGRUMERKINGU flLLHR. UPPLÝS/IVGflR H3Á PLDST D S h.f. EINMRUMBDBSMENN ISHIDfl 'R ISLflNDI Þegarviö VEGUM kostina, þá veróur svarið ^sUSHIDAjI^ lll.*ISl.OS llf Ql# GRENSÁSVEGI 7 • SfMI: 82655 7BPML EIDUM ENN SEM TY RR' PLRSTPDKfl 'fl PLHST05 VERÐ/ Næsta frímerkja- uppboð 18. nóv. nk. Uppboðsnefnd Félags frí- merkjasafnara hefur fyrir nokkrum vikum sent út upp- boðsskrá fyrir næsta uppboð félagsins, sem verður haldið 18. nóv. í ráðstefnusal Hótels Loft- leiða. Hefst það kl. 14, en áður verður uppboðsefnið til sýnis í sai 1 á Hótel Esju laugardaginn 11. nóv. milli kl. 14 til 17 og svo að venju á uppboðsstað á auglýstum uppboðsdegi kl. 10—12. Tekið er fram í uppboðs- skrá, að skrifleg boð þurfi að hafa borizt nefndinni fyrir 13. nóv. Uppboðsskráin er send öllum félagsmönnum í F.F., en aðrir geta fengið hana annað- hvort hjá nefndinni eða frí- merkjaverzlunum fyrir kr. 300. Um nokkurt skeið hafa upp- boð F.F. einvörðungu verið bundin við félagsmenn og gesti þeirra. Só framkvæmd sætti víst einhverri gagnrýni utanfé- lagsmanna og gaf auk þess ekki nógu góða raun. Þetta sá uppboðsnefnd mætavel, og því hefur nó verið breytt aftur í hið fyrra horf og öllum áhugamönn- um um frímerki gefinn kostur á að sækja uppboðið. Um leið hefur nefndin breytt broti upp- boðsskrárinnar og öllu ótliti. Hefur hón hér fariö sömu leið og Hlekkur sf. með sína skrá, og er það vel, því að skrá þess félags hefur verið mjög til fyrirmyndar. Nokkrar mynda- síður eru- í skránni, og hefur prentun þeirra sem og allrar skrárinnar tekizt sérlega vel. Nó skal sagt nokkuð frá því efni, sem á boðstólum verður 18. nóv., en eðlilega stiklað á hinu veigamesta. Við fljótlega athugun er svo að sjá sem hér geti verið eitthvað fyrir alla, eins og sagt er, og lágmarksboð- um yfirleitt stillt í hóf eins og jafnan áður. Hins vegar mætti segja mér, að fjör kæmist í sum boðin á uppboðinu, því að hér verður bojjjð upp margvísiegt* efni, sem sést ekki á hverjum degi, hvorki á uppboðum né í frímerkjaverzlunum. Hér er átt við nokkur umslög frá því fyrir og um aldamót síðustu. Tvö þeirra eru frá 1896 með 20 aura og 40 aura merkj- um á. Þetta eru ekta hversdags- bréf (brugsbrev), og er lág- marksverð þeirra 89 og 92 þós. kr. Þá verður enn eitt aura-bréf boðið upp. Er það frá 1902 og á því 10 stk. af 4 aura frímerki. Lágmarksverð þess eru 105 þós., enda má fullyrða að 4 aura merki sé næsta fáséð á heilu umslagi. í ljósi þess, sem gerðist á síðasta frímerkjauppboði og ég sagði frá í þætti fyrir viku í sambandi við umslag frá svipuð- um tíma verður afar fróðlegt að fylgjast með boðum í þessi umslög. Þá verður boðið upp hið alkunna dreifibréf til Ólafs Hjaltesteðs (í Hafnarfirði) frá 1897 með yfirprentuninni þrír. Frá þessu bréfi segir nákvæm- lega í bók minni Islenzk frí- merki í hundrað ár 1873 — 1973 í kafla um þessa fyrstu yfir- prentun íslenzkra frímerkja. Þessi dreifibréf hafa alla tíð verið eftirsótt, enda upplag þeirra lítið. Lágmarksverð þessa bréfs eru 50 þós. kr. og má telja lágt. En þetta eintak mun ekki heldur vera fyrsta flokks. Þá er á uppboðinu framhlið af bréfi með tveimur merkjum yfirprentuðum í GILDI ’02—’03 og svo með 4 aura merki með mynd Kristjáns konungs IX. Þessi blöndun, ef svo má orða það, er sjaldgæf. Hér við bætist Frímerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON svo, að þetta er skipsbréf, sem hefur verið stimplað í Edinborg á Skotlandi með tölustimpli 131. Er hann mjög greinilegur og situr óvenjuvel á sjálfum merkj- unum. Þessi framhlið er metin á 70 þós. kr., en hætt er við, að lágmarkið hefði orðið mun hærra, ef bakhliðin hefði fylgt, því að þar hefur vafalítið verið komustimpill Kaupmannahafn- ar, því að þangað var bréfið sent frá Reykjavík. Öll framangreind umslög eru vissulega sjaldgæf og dýr, en þó er enn ótalið dýrasta umslagið, sem upp verður boðið. Er það eitt af svonefndum Balbó-bréf- um frá 1933 með Hóp- flugs-merkjunum á. Voru send héðan frá Rvík 298 ábyrgðarbréf með ítalska flugflotanum, sem þá var í hnattflugi og tók póst, þar sem hann kom við. All verulegur hluti þessara bréfa héðan virðist hafa glatazt á liðnum áratugum, svo að þau, sem eftir eru, eru eftirsótt og dýr. Þetta bréf er verðlagt á 300 þós. til byrjunarboðs og er lágt metið, þótt mörgun þyki upp- hæðin samt vafalaust há. En só skýring er hér á, að tvö merkjanna eru ekki alveg heil, og það hefur vitaskuld sín áhrif. Verður gaman að fylgjast með, hvernig þessu bréfi reiðir af á uppboðinu. Mörg önnur áhugaverð um- slög verða einnig boðin upp og svo bréfspjöld. Eitt slíkt er metið á 60 þús., enda er það með kórónustimplum, frá Eyrar- bakka og Grindavík. Er hinn síðarnefndi sjaldgæfur og verð- lagður á 1200 sænskar krónur í nýjasta Facit-listanum. Það er því hann, sem hleypir verði bréfspjaldsins upp. Fjórblokkir eru að vanda allmargar á uppboðinu, m.a. ein af 2 sk. merki ótökkuðu. Er hón metin á 250 þós. Önnur blokk með yfirprentuninni Kr. 10/1 kr., óstimpluð og óhengsluð, er virt á 130 þós. Þá verða frímerki með mynd Friðriks VIII. frá 1912 boðin upp í ónotuðum fjórblokkum, og er lágmarks- verð þeirra 116 þós. kr. Af einstökum merkjum eru skildingamerkin að sjálfsögðu einna dýrust, en þau eru ekki mörg að þessu sinni. 2 sk. frímerki, (eftir)stimplað á Grenjaðarstað er boðið á 40 þós. og 16 sk. merki (gróftakkað) með sama stimpli á 16 þós. Boðnir verða upp allmargir kórónu- og tölustimplar, en markaður fyrir þá fer stöðugt vaxandi, svo sem ég greindi frá í síðasta þætti. Nokkuð er af erlendu efni á uppböðinu, og verður vissulega fróðlegt að sjá, hvort boðið verður betur í þau en á síðasta uppboði. Alls verða boðin upp 260 nómer — eða helmingi færri en á uppboðinu 7. okt. Tel ég hyggilegt að hafa ekki öllu fleiri nómer eða boð, því að þá er síðiír hætta á, að menn þreytist um of. Á þann hátt næst áreiðanlega beztur árangur fyr- ir alla aðila. Hér verður numið staðar að sinni, en í næsta þætti, senni- lega eftir hálfan mánuð, verður m.a. minnzt á nýútkomið hefti af Grúskinu. Eins verður sagt frá næstu frímerkjaútgáfu 16. nóv. Þá vonast ég til að geta komið á framfæri fréttum af Degi frímerkisins, en hann hefur verið ákveðinn 14. nóv. og sérstimpill gerður. Af þessu sjá lesendur þáttarins, að í mörgu verður að snúast hjá frímerkja- söfnurum í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.