Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 49 Hann er frjálslyndur í skoðunum... Honum finnst lífið hálf fáránlegt og gerir sér mat úr því (SJÁ: Svipur) síðkastið. En það kemur fyrir ekkn Romero og skoðanabræðr- um hans hefur vaxið svo fylsi, að yfirvöld munu líklega verða að fara að kröfum þeirra að ein- hverju leyti. Meðal annars hefur þess verið krafizt að farið verði að fram- fylgja dauðadómum á nýjan leik. I>að hefur staðið til um nokkurt skeið að afnema dauðarefsinjiu alveg en ekki orðið af því, m.a. vejfna Kamaljíróinnar andstöðu ýmissa hópa. D'Estainjf forseti o>? Feyrefitte dómsmálaráðherra eru háðir andvígir dauðarefsingu, en jafnframt þykir báðum sýnt að ekki sé enn kominn tími til að afnema hana formlega. Ekki alls fyrir löngu mælti franskur þing- maður fyrir tillögu um það að fjárveiting til viðhalds fallöxinn- ar og laun höðuls yrðu tekin af fjárlögum. Dómsmálaráðherra reyndi hvað hann gat að eyða málinu í bili með þvi að lofa umræðum um það að vori. Tillajr an hlaut ekki framgang, þótt tæpt stæði. En ráðherra kom síðan fram í útvarpi og lofaði áheyrendum því að dauðarefsing yrði aldrci afnumin nema „eitt- hvað ka'mi í staðinn". Glæpir eru enn ekki jafntíðir og í Bandaríkjunum og Vest- ur-Þýzkalandi, þar sem verst lætur. En rán og þjófnaðir færast alltaf í vöxt, og sums staðar þykir almennum borgurum líkast því sem þeir séu umsetnir ræningja- her. Til dæmis má nefna það. að í úthverfi einu í París, Pierrefitte, drap innbrotsþjófur dreng er ætlað hafði að koma foreldrum sínum til hjálpar í viðureign við hann. Einn þeirra er fylgdu drengnum til grafar komst þann- ig að orði við blaðamanni „I>að hefur verið brotizt 25 sinnum inn í búðina til mín á síðast liðnum sjö árum — og að öllu töldu er búið að ræna vörubirgðunum fimm sinnum". Það er varla undrunarcfni, að maðurinn fékk sér að lokum byssu til varnar. Elestir kaupmenn í hvcrfinu eru búnir að fá sér byssu. En nú eru tveir þeirra ákærðir fyrir það að hafa sært innbrotsþjófa, og er þess beðið með mikilli eftirvænt- ingu hverja dóma þeir fá. Þeir dómar geta valdið nokkru um framvindu réttarfars í landinu. - ROBIN SMYTII. IT ALIA/DYRTIÐ Jafnvel banka- stjórar mega verða sér úti um aukavinnu Það tíðkast yfirleitt ekki i svonefndum siðmenntuðum löndum að menn vinni eftirvinnu að ráði, hvað þá að þeir gegni tveim eða fleiri störfum. En svo getur þó farið að þeir neyðist til, einkum ef verðbólga magnast. Nú er verðbólgan á Ítalíu orðin 12% og þykir mikið. Hefur annar hver verkfær maður þótzt til- neyddur að fá sér aukavinnu, og sumir fleiri en eina. Tekjurnar af þessári aukavinnu eru oft ekki gefnar upp til skatts, og hafa því margir meira upp í henni en aðalstarfinu. Menn vinna aðal- starfið til þess að öðlast réttindi til lífeyris, atvinnuleysisstyrks og ýmissá trygginga annarra. Auka- vinnan tryggir þeim hins vegar óbreytt lífskjör þótt framfærslu- kostnaður aukist sífellt. Aukavinna er orðin mjög út- nælt sér í aukastarf breidd, og það í flestum starfs- stéttum. Það eru ekki verkamenn einir og iðnaðarmenn, sem vinna aukavinnu, heldur líka pappírs- vinnumenn hvers kyns, jafnvel háskólakennarar. Mest er þó um aukavinnuna meðal iðnverka- manna. Þar er hún orðin svo almenn, að félagsvísindadeildir í sjö háskólum hafa tekið hana til rannsóknar! Hefur margt at- hyglisvert komið á daginn í þeim athugunum. Til að mynda það, að mikill hluti eiginmanna á Italíu vildi heldur vinna tvö störf en hleypa konunum út að vinna ... í Torino reyndust 20% fastráð- inna iðnverkamanna (vinna flestir hjá FIAT) vinna aukavinnu. Þó var hlutfallið þar í borg miklu hærra meðal arkítekta, 50% og hjúkrunarkvenna 80%. í Reggio Emilia reyndust starfsmenn almenningsvagnanna þess utan legfóa jyörva hönd á flest hugsan- leg störf: sumir gerðu við skó, aðrir tömdu hunda, bökuðu pizzur, vísuðu til sætis í kvikmynda- húsum, seldu tryggingar ellegar léku í hljómsveit. Ennfremur kom í ljós, að kennarar eru manna harðastir í aukavinnunni. Þeir eru enda lágt launaðir, og lakar en í meðallagi, en hafa hins vegar rýmri frítíma en gengur og gerist um aðrar starfsstéttir. Það kom á óvart, að mikið er um það að hálaunamenn vinni auka- vinnu. Eru mörg dæmi til þess, að bankastjórar taka að sér fjárhags- ráðgjöf eftir fastan vinnutíma sinn, skrifstofustjórar og aðrir yfirmenn opinberra stofnana annast ýmiskonar fyrirgreiðslu gegn þóknun, læknar vinna þre- falda vinnu — í sjúkrahúsi, á stofu og kenna loks í háskóla, o.s.frv. Það vekur athygli, að konur koma harla lítt við sögu í könnun- um þessum. U.þ.b. 90% auka- vinnumanna á Italíu eru karl- menn. Eru eflaust ýmsar ástæður til þess, en líklega veldur það mestu, að flestir ítalskir eigin- menn eru mjög mótfallnir því að konur þeirra vinni úti. Það er helzt í sveitum, að þær vinna utan heimilis, þar hafa karlarnir minni möguleika til aukavinnu en í borgunum. - NORRIS WILLATT vinnu“, blaðamennskan reyndist ekki liggja fyrir honum. Hann fékk vinnu við íþróttaleikvang, og upp úr því fór hann að skemmta í smáum stíl. Hann segir, að brandararnir sínir hafi ekki verið fyndnir þá og hafi ekki batnað neitt með árunum og neitar að segja þá. En hann skemmti sér sjálfur, og seinna komu honum í hug betri brandarar. Er fram liðu stundir komst hann í það að segja brandara milli höfuðatriða á strípisýningum. Áheyrendur þar munu ekki hafa verið sérlega uppörvandi. Um leið og striplinu lauk og Allen kom fram sökktu þeir sér niður í úrslit fótboltaleikjanna í kvöldblöðunum. Áheyrendur veita honum heldur betri athygli nú orðið, enda er hann búinn að losa sig við magadans- meyjarnar. Allen hefur ákaflega næmt auga fyrir fáránleika. Allt í einu fitjaði hann upp á því við mig, að ,4imferðarljósin í New York skipa manni fyrir. Hefurðu tekið eftir því? Gangið! segja þau, og Gangið ekki! Og þau eru svo myndugleg, að maður gengur jafnvel yfir götuna af tómri hræðslu þótt mann langi fjandann ekkert yfir. En mergur- inn málsins er sá, að þau „umgang- ast“ mann eins og hálfvita. Mér finnst að vélar og tæki eigi að ávarpa menn kurteislega: Ég ráð- legg yður að ganga ekki yfir... o.s.frv.. .“. „... Við írar höfum alla tíð verið gefnir fyrir samræður, og fyrir sögur. Og sögurnar okkar eru alltaf svolítið órökrænar. En þær eru ekki heimskulegar fyrir það. Ég get sagt þér eina til dæmis: maður nokkur er staddur á brautarstöð, lestin orðin allt of sein og farið að síga í manninn. Hann sér þá hvar stöðvarstjórinn, íri að sjálfsögðu, situr og les í skránni yfir komu- og brottfarartíma lestanna. Maðurinn víkur sér að honum og spyr sem svo: til hvers fjandans er að hafa tímatöflur þegar lestirnar eru alltaf á eftir áætlun? Irinn lítur á hann og svarar með hægð: Nú, hvernig ættum við annars að sjá hvað þær eru langt á eftir áætlun? ...“. ... Hann virðist hæglátur maður og hugsandi, jafnvel þunglyndur, sem er furðu algengt um atvinnu- grínkalla, þótt ekki eigi það við um hann. „Mönnum finnst ég stundum fullalvarlegur og eru að ráðleggja mér að hressa mig við, reyna að vera ofurlítið glaðlegri. En þeir vita ekki hvað þeir eru að fara fram á, aumingja mennirnir, enda er þeim stundum nóg boðið nokkr- um mínútum síðar og biðja mig í öllum bænum að hætta að glotta áður en ég gleypi á mér eyrun ...“. Hann líkist lítið þeim skemmti- kröftum sem mest eru í fréttunum. „Flestir hafa víst þá hugmynd um þekkta skemmtikrafta“, segir hann, „að þeir fái aldrei nóg af athygli og aðdáun, og þeir lifi æsilegu lífi. Ég fyrir mitt leyti kæri mig ekkert um slíkt. Ég vinn bara mitt verk, og reyni að gera það eins vel og mér er unnt, og síðan fer ég heim í matinn; fjölskyldan, vinir mínir og vinnan nægja mér ...“. Hann býr á sveitasetri í Berkshire, með konu sinni og fjórum börnum. Judith Stott heitir konan hans, var forðum leikkona, og þau hafa verið gift í 14 ár. Þarna unir Allen sér milli þess sem hann skemmtir alþjóð, og þjóðum. Hann hlustar þarna á óperutónlist, málar og fer, í langar gönguferðir með börnunum. Þetta er kyrrlátt líf, enda kærir hann sig ekkert um það líf sem lifað er í fréttunum. - JOIIN HEILPERN. I>etta gerðist líka ... Fangavíti aftur í fréttum Talsmenn franska dómsmálaráðuneytisins sverja og sárt við leggja að Það sé eintómur hugarburöur, en ekki ómerkara blað en La Figaro fullyrti engu aö síður nú fyrir skemmstu aö frönsk stjórnvöld vaeru að íhuga að taka fanganýlendur sínar í notkun á nýjan leik. Þær höfðu hið versta orð á sér, samanber nafnið á Þeirri illræmdustu, Djöflaey, og Frakkar hættu aö senda fanga Þangað fyrir rúmlega Þrjátíu árum. En heimildarmenn La Figaro halda Því fram að Þessar fangageymslur hafi komist aftur á dagskrá í sambandi viö Þann möguleika sem menn Þykjast nú eygja að dauðarefsing verði lögð niöur í Frakklandi. (Sjá: „Rán & Gripdeildir“ hér í opnunni). Upptekið Bretinn Lennart Persson var fljótur aö hífa upp um sig Þegar hann brá sér inn í baöherbergíð sitt á dögunum og lyfti lokinu á salernisskálinni. Hann stóð allt í einu augliti til auglitis við fjögurra feta langa kyrkislöngu sem hafði hreiðrað Þar um sigl Sérfróöir menn ætla aö dýriö hafi hlykkjað sig gegnum skolpræsakerfiö og rambað að lokum á líklega leið úr prísundinni upp um salernið hjá aumingja Persson, en hvernig kvikindið komst á Þessar slóðir til að byrja með og hvar ferðalagið hófst er mönnum aftur á móti hulin ráögáta. Þrælahald Thailenska lögreglan hefur handtekið eiganda sælgætisverk- smiöju í Bangkok og frelsað úr klóm hans 56 börn á aldrinum tíu til fimmtán ára sem hann hafði nánast hneppt í Þræidóm að sögn yfirvalda. Lögreglan upplýsti að flest barnanna væru lítið annað en skinn og bein, tvö væru lömuð af meðferðinni og mörg Þjáðust af næringarskorti á hæsta stigi. Barnaskapur? Gadi Markovitz, tíu ára strákur í ísrael, hefur tilkynnt opinberlega að hann hafi afráðiö aö verða í framboöi í næstu Þingkosningum, sem verða að öllu óbreyttu innan tveggja ára. Hinn upprennandi stjórnmálamaður, sem virðist pegar orðinn nokkuð séður, lýsti samtímis yfir að hann hefði kunngert framboð sitt svona snemma til Þess aö geta notað hiö „alÞjóðlega barnaár“ Sameinuðu Þjóðanna sér til framdráttar. Gadi er leiðtogi „barnaflokks ísraels“ og berst fyrir auknum réttindum barna. Varðliðunum vikið úr leik Það hefur ekki farið mikið fyrir Því í fréttum, en samtök Rauöu varðliðanna, sem Mao formaður beitti fyrir sig í „menningarbylting- um“ sínum á síðastliönum áratug, hafa verið leyst upp. Japönsk blöð sögðu frá Þessu í síðastliðinni viku og gátu upplýst að opinber tilkynning í pessa veru hefði Þá nýlega verið birt í Dagblaði albýöunnar í Peking. Samtímis Þessu hafa kínversk stjórnvöld tekið að boða nýja línu í fræðslumálum, sem felur í sér strangari námskröfur meðal annars og svo aukna líkamsrækt „til Þess að búa æskuna undir að taka við stjórntaumum kommúnistaflokksins“, eins og Þaö er orðað núna. — Eins og menn rekur væntanlega minni til höfðu Rauðu varðliðarnir sig mjög í frammi í hinum tíðu „menningarbyltingum“ Maos og Þóttu Þá vægast sagt haröir í horn að taka. Stjórnendur mennta- og vísindastofnana urðu fremur öðrum fyrir baröinu á Þeim, og svo hart var gengið til verks að starfsemi háskólanna til dæmis lagöist að heita má niður frá 1966 til 1971. Ein afleiðingin sem nú er aö koma í Ijós: tilfinnanlegur skortur á Þjálfuðum vísinda- og tæknimönnum. Lengi getur vont versnoð Fyrirtæki í London, sem hefur gengíö bölvanlega að innheimta skuldir hjá viðskiptavinum sínum, hefur nú fundið upp á Þeim lúalega mótleik að láta rukkara sína af báöum kynjum klæða sig eins og verstu umrenninga og senda Þá Þannig útrústaða — og helst löörandi af óÞverra — ýmist heim til hinna skuldseigu söku- dólga eða á vinnustaö Þeirra. Forstöðumenn fyrirtækisins reikna fastlega meö Því að menn rjúki til í ofboði og greiði skuldir sínar fremur en að eiga yfir höfði sér I fleiri heimsóknir af Þessu tagi. — Nú upplýsir The Guardian, aö auki, að hugvitsamur náungi í Bandaríkj- (unum sé byrjaður að framleiða sérstaka gerö af reikningseyðu- blööum sem ýmis raforkuver Þar vestra hafi augastaö á. Þessi eyðublöð eru gædd Þeim eiginleika að Þegar Þau hafa verið í vörslu móttakenda í um Það bil viku, Þá byrja Þau að gefa frá sér svo magnaðan fnyk að varla er Ifft í návist Þeirra. Hugsunin á bakvið er auðvitað sú aö allur Þorri manna vilji fremur vera sæmilega skilvís en sitja uppi með fýluna. The Guardian botnar samt frétt sína með peim orðum að Því finnist hinn megnasti ópefur af tiltækinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.