Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 59 , ,Fólk heldur að ég sé bara teiknari’ ’ Rætt við fjóra myndlistarmenn sem sýna í FÍM- salnum Samsýning fjögurra mynd- listarmanna, Gunnars Arnar Gunnarssonar, Elíasar Hjör- leifssonar, Bjarna Ragnars og Sverris Ólafssonar. í FÍM-saln- um lýkur í dag. Á sýningunni er 41 verk en hún hefur staðið í tvær vikur. „Viö íslendingar höfum sérkenni í litum“ Gunnar Örn Gunnarsson sýn- ir 10 fígúratívar olíumyndir á þessari samsýningu. „Ég er sjálfmenntaður að öllu leyti," sagði Gunnar. „Fyrir 12—13 árum byrjaði ég að mála og hélt mína fyrstu einkasýningu árið 1970. Síðan hef ég haldið 9 einkasýningar, þar af 2 í Kaupmannahöfn. Ég hef einnig tekið þátt í samsýn- ingum í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Það er alltaf munur á því að sýna í hinum ýmsu löndum. Við Islendingar höfum sérkenni í litum og það er áberandi munur á okkur og Dönum.“ Gunnar sagði að sýningunni hefði verið vel tekið. „Ég stefni að því að hafa einkasýningu í vor hér á sama stað,“ sagði Gunnar. Gunnarer sjálfmenntaður og sagði hann að slíkt væri mjög algengt meðal myndlistar- manna erlendis. „Það er gamall draumur ís- lendinga um konunglegu aka- demíuna sem veldur því að sjálfsmenntun er ekki eins algeng hér á landi sem annars staðar. Að lokum spurðum við Gunn- ar um innihald verka hans. „Ég er að túlka sjálfan mig. Það upplifir hver og einn hvert verk fyrir sig. Þessar myndir sem ég sýni núna eru hreinni en þær sem ég hef áður gert en ég málaði myndirnar sem eru á sýningunni allar í sumar. Ég nota færri liti núna og byggi meira á teikningunni sjálfri." „Reyni aö hafa verkin eins einföld og unnt er„ Elías Hjörleifsson sýnir 12 úrklippumyndir í FÍM-salnum og eru þær allar gerðar á einu ári. “Síðastliðin 15 ár hef ég málað með olíulitum en hætti við það fyrir einu ári síðan og hef snúið mér að úrklippumynd- um. Myndirnar sem eru á sýning- unni eru flestar afstrakt. Lit- aður pappír er rifinn niður í vissar mismunandi stærðir. Ég reyni síðan að setja hreina lita saman og skapa jafnvægi þann- ig að myndirnar eru nokkuð einfaldar í sniðum. Það hefur verið svo mikið um marga liti í hinum ýmsu verkum en ég er að reyna að hafa hvert verk eins einfalt og hægt er.“ Elías er sjálfmenntaður eins og Gunnar og hefur haldið eina einkasýningu í Danmörku árið 1974. Elías sagði að fólk hefði tekið úrklippumyndum hans mjög vel. „Ég hef fengið mjög gott orð fyrir þær og einnig góða dóma í blöðunum," sagði Elías. „Súrrealismi viröist vera viökvæmnismál." Bjarni Ragnar sýnir 10 teikn- ingar á sýningunni eru þær allar súrrealiskar, hans eigin hugarfóstur að sögn. Bjarni hefur áður tekið þátt í tveimur samsýningum í FÍM-salnum og 4 sinnum haldið einkasýningar á Mokka. „Fólk heldur að ég sé bara teiknari," sagði Bjarni. „Ég mála líka olíumyndir. Það var ekki fyrr en á síðustu stundu að ég ákvað að vera aðeins með teikningar á þessari sýningu. Myndirnar sem ég mála eru í svipuðum dúr og teikningarnar. Súrrealismi virðist fera við- kvæmnismál hjá fólki, sérstak- lega myndlistarmönnum. Ef fólk hefur þetta vissa nákvæmnishandbragð er því bent á að nota það á annan veg, fara heldur út í realisma. Flestir listamenn byrja í súrrealisma en síðan þrýtur það hugmyndir. Það þarf ótakmarkað hug- myndaflug í súrrealismann." Bjarni er að mestu sjálf- menntaður. „Ég fór að vísu í Myndlista- og handíðaskólann fyrir 15-16 árum en ég hætti þar fljótt. Ég vár ekki nógu ánægður með kennsluna," sagði Bjarni. Gunnar Örn Gunnarsson hjá einu olíumálverka sinna. Bjarni Ragnar við tvö verka sinna, „Vegið og metið“ og „HeiIabrot“. Sverrir Ólafsson við verk sitt „Eitt eilífðar smáblóm“. Myndir Kristján. „Fólk er óvant að sjá skúlptúr" 9 skúlptúrverk eftir Sverri Ólafsson eru á sýningunni. Verkin eru unnin í stál og kopar. Sverrir er menntaður úr mynd- lista- og handíðaskólanum og handíðadeild kennaraskólans. „Ég kenndi svolítið fyrst en er hættur því núna,“ sagði Sverrir. Á sýningunni er bæði „fúnk- sjónel" verk og skreytilist. Sverrir segir að það sem heilli hann mest séu verk sem spila á náttúruna eins og „fúnksjónel,, verkin. Ég hef einnig unnið svólítið með lágmyndir, þrívíðar veggmyndir, en ég sýni ekkert af þeim hér.“ Sverrir sagði að fólk hefði tekið þessari sýningu mun betur en hann hefði þorað að vona. „Fólk er orðið svo óvant að sjá skúlptúr nema af gamla skólan- um, þungar og viðamiklar högg- myndir. Það eru sárafáir mynd- listarmenn sem leggja þessa tegund listar fyrir sig og þar af leiðir að fólk hefur vanist af því að sjá skúlptúr-verk.“ Sverrir kvað sig langa mikið til þess að vinna meira að stórum útimyndum. Hann sagði að það væri mjög dýrt að vinna að þeim og því þyrfti að taka það fyrir eins og efni og ástæður leyfðu. Að lokum vildi Sverrir færa fram þakkir fyrir móttökurnar sem sýningin hefur fengið en Sverrir hefur áður tekið þátt í sýningum Myndhöggvarafélags- ins á listahátíðum. Austurlandsumdæmi: Fræðsluráð fjallar um alþjóðaár barnsins Á FUNDI í fræðsluráði Austur- landsumdæmis, sem haldinn var 4. þ.m. á Reyðarfirði, var allmik- ið rætt um væntanlegt alþjóðaár barnsins 1979. IVa'ðsluráðið bendir á eftir- farandi atriði sem verðug fram- tíðarverkefni í tilefni þessa tíma- mótaársi 1. Rækileg könnun fari fram á • því, hvort íslensk börn búi við óhóflegt vinnuálag t.d. í verk- smiðjum. Var jafnvel minnst á barnaþrælkun í því sambandi. 2. „Að gefa börnunum foreldra sína aftur.“ 3. Staða móðurmálsins verði könnuð í skólum landsins með sérstöku tilliti til hins talaða orðs, þ.e. lestrar, framburðar og fram- sagnar. I sambandi við 3. lið var eftirfarandi tillaga frá fræðslu- stjóra samþykkt samhljóða: Fundur haldinn í fræðsluráði Austurlands á Reyðarfirði 4. 11. 1978 vekur athygli skóla í Austur- landsumdæmi og annarra þeirra stofnana, er uppeldismálum sinna, á alþjóðaári barnsins 1979 og hvetur hlutaðeigandi aðila til að minnast þess með sem fjölbreyti- legustum hætti. Fræðsluráðið leggur til í tilefni þessa árs, að í íslenskum skólum fari fram athugun á stöðu móður- málsins með sérstöku tilliti til kennslu og kunnáttu í lestri, framburði og framsögn. Fundur- inn felur fræðslustjóra að kynna þennan vilja sinn í skólum um- dæmisins og ræða við mennta- málaráðherra og fulltrúa hans þá hugmynd að alþjóðaárs barnsins verði að verulegu leyti minnst í skólum landsins með þeim hætti, sem að framan greinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.