Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 53 CZ Z3 Umsjón: Séro J&n Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siyurbjöi-nsson Siyuröur Pdlsson AuDRöraNSDEGI Fréttamolar Drottinn kallar 26. sunnudayur eftir trinitatis VA Ævafom tákn fyrir jörd og eld. Mennirnir rannsaka löymál jarðar og alheims, en sjálfur grundvöllur sköpunarinnar og höfundur hennar er hulinn. Það er í leyndardómi trúarinnar sem við náum samfélagi við hið eilífa. Pistill 2. Pét. 3,3-lí: Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið... heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar. Guðspjall Matt. 11, 25-30: Komið tU mín, allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Iljónabandid í brcniiidcpli Y 111 ASTIN Síðasti þátturinn sem ég fjalla um varðandi heilbrigði hjónabandsins er einfaldlega ástin eða kærleikurinn. Flestir hefðu búist við að það væri liðurinn sem ætti að byrja á í svona umfjöllun og ef hann væri í lagi kæmi hitt allt af sjálfu sér. En þessi þáttur er geymdur þangað til siðast af mörgum ástæðum. Ekki síst vegna þess hvað orðin kærleikur, ást, elska hafa glatað merkingu sinni og eru notuð af miklu kæruleysi. Verst er ástandið ef til vill í Ameríku, þar sem orðin eru notuð undir öllum kringum- stæðum. Þar er varla hægt að panta sér einn kaffibolla á veitingahúsi öðru vísi en stúlkan í afgreiðslunni eða sú sem gengur um beina heyri svo og svo mikið um ást. Við Norðurlandabúar erum ef til vill svo hlédrægir að við skiljum þetta ekki, en samt er orðið kærleikur líka að missa fegurð sína hjá okkur. En það er líka önnur ástæða til þess að ég geymi þetta efni þar til síðast. Við göngum oftast út frá því að hjónabandið byrji með mik- illi ást. En reynslaan sýnir að ástin er nokkuð sem vex. Það er fyrst þegar vandamál lífsins fara að segja til sín að þáttur ástarinnar verður sterkari og sterkari. Tvær manneskjur sem ganga í hjónaband gera það oftast með svo mikilli sjálfselsku og eigin- girni, með svo óslípuðum per- sónuleika sem krefst svo og svo mikils, að sönn ást fær varla rúm. — Þau geta elskast, kynlífið getur verið í lagi. Sálufélagið getur verið í lagi, jafnvel getur verið jafnvægi í lífsskoðun viðkomandi, þau geta glaðst yfir því hvað þau er ólík, eru sammála um fjármálin og húsnæðið. En þegar kemur að því að gefa eitthvað af sjálfum sér, sleppa einhverju vegna hins aðilans, þola áföll, þá reynir á ástina. Libanski rithöfundurinn Kahlil Gibran talar um sárs- auka í ástinni. Hann segir eftirfarandi: „Þegar ástin gefur þér merki, skaltu fylgja henni þótt svo vegir hennar séu brattir og erfiðir. Þegar vængir ástar- innar þenjast út yfir þér, skaltu hjúfra þig upp að henni þótt svo kunni að vera að sverðið sem hún felur milli fjáðranna meiði þig. Þegar ástin talar við þig, trúðu henni, þótt svo rödd hennar knúsi drauma þína eins En kærleikurinn er ekki blindur, hann sér vel, finnur til, en hann hefur lært að lífið dafnar við þjáningu og sársauka. Hann hefur lært að ekkert bindur eins sterkum böndum og samfélag í þjáningu og niðurlægingu. Kærleikurinn verður aldrei að engu, en hann getur fórnað sér í dauðann. En eru þetta ekki tóm orð og óraunhæfar hugsanir? Ég svara því afdráttarlaust neitandi. Sem betur fer sér maður þetta aftur og norðanvindurinn leggur hafið undir þig.“ Hér erum við komin að því sem ástin í dýpstu merkingu sinni er. Kærleikurinn hefur alltaf þjáningu í sér fólgna, það er sverð falið í vængjum hans. Hjónin eru ólík, það er alltaf eitthvað hjá öðru sem særir hitt. Það er ýmislegt sem getur sært, en enginn særir eins djúpu sári og tvær manneskjur sem standa eins þétt saman og hjón geta gert. Vissulega á ég ekki við að aðilar hjónabandsins eigi að njóta píslarvættisins í hjóna- bandinu, það er allt annað en ást. „Kærleikurinn hylur fjölda synda“, segir í Biblíunni, en það gerir hann ekki án þess að líða og finna til. „Kærleikurinn fyrirgefur allt“, en fyrirgefning- in krefst þess að maður taki þátt í veikleika hins og niðurlægingu. „Kærleikurinn þolir allt, vonar allt, trúir öllu“, — það er eðli hans, hann getur ekki annað. og aftur. Sá sem daglega mætir hjónaböndum sem eru mettuð af þjáningu og sársauka, sá hinn sami sér líka fjölda manns sem taka þátt í þjáningunni, líða hvort með öðru, h.vlja galla hins aðilans. Ef spurt er, hvernig næst slík samstaða? Þá held ég að í fyrsta sæti verði skilningurinn að koma og skilningurinn kemur aðeins þar sem er opið samfélag, en þess verður ekki krafist af neinum, það verður að gefa. Erfiðast er að hjálpa brostn- um hjónaböndum þar sem við- komandi ætlar sér að breyta hinum aðilanum. Hinn á að breyta sér, verða öðruvísi. En kærleikurinn horfir í eigin barm og spyr: Hverju get ég breytt hjá mér? „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi", segir í kærleiksóðnum hjá Páli postula. Þetta gerir það að verkum, að kærleikurinn þarf að verða sífellt stærri þáttur í 10 milljón áheyrendur Fullyrt er að um það bil 10 rnillj. manna hlusti á útvarps- trúboðann Earl Poysti, sem flytur trúboðsdagskrá sína á rússnesku. Poysti segir frá því að trúar fólk í Sovétríkjunum hafi nú sameinast í bæn og fös.tu, og biðji nú fyrir því að sendingarnar komi jafn skýrt fram í Sovétríkjunum og áður. Undarlegur atburður átti sér nýlega stað í bænum Kazan, að sögn Poystis. Lögreglustjórinn í bænum sýndi kristnum mönn- um mikinn fjandskap og ofsótti þá miskunnarlaust. Dag nokk- urn vildi svo til að hann heyrði eina af sendingum Poystis í útvarpinu. Þetta varð upphafið að afturhvarfi hans. Hann fór á fund manna í söfnuði þeim, sem hann hafði ofsótt hvað ákafast, bað um fyrirgefningu og sagðist vilja verða kristinn. Það fylgir sögunni, að honum hafi þegar í hjónabandinu eftir því sem tíminn líður. Oft verð ég undrandi þegar ég sé heimili þar sem annar aðili hjónabandsins hefur svikið og sýnir af sér augljósa bresti, og maður skyldi ætla að börnin gætu ekki elskað pabba eða mömmu, hvort sem það nú er, en allt annað er uppi á teningnum. Það er sem sagt hægt að finna börn sem sýna mikinn skilning á ástandinu og maður getur spurt: Hvers vegna? Eitt af því sem kemur ljóslega fram í þessu sambandi er hvernig hjónin tala um hvort annað í áheyrn barnanna. Börn- in skynja fljótt hvort kærleikur- inn er til staðar. Hvernig geta börn alist upp á heimili áfengis- sjúklings og komið heil frá því? Vegna þess að mitt í veikleikan- um getur eldur kærleikans verið til staðar. Hvers vegna geta heimili sem eru innrömmuð gulli brostið? Einmitt vegna þess að kröfurnar verða svo miklar. Hjónabandið er stórkostleg uppgötvun. „Hús“ hjónabands- ins getúr fengið á sig harðan „jarðskjálfta", en ef aðilar hjónabandsins finna uppsprettu kærleikans, ná að skilja og fyrirgefa, þá stendur húsið og þroskaferillinn verður ríkuleg- ur. Þegar allt kemur til alls, þá verður kærleikurinn eða ástin sú undirstaða sem bjargar húsinu og það er líka það sem getur bjargað sjúkum heimi. Þar sem kærleikurinn fær að móta og ráða á heimilunum og verða sterkari með hverju árinu, hjálpa yfir öll erfiðleikatímabil til gullbrúðkaupsins og gráu háranna, getur heimurinn mót- ast í rétta átt. (Þessar greinar eru úr greina- flokk eftir norska geðlækninn Gordon Johnsen.) stað verið sagt upp lögreglu- stjórastöðunni. 150.000 Biblíur í Uganda Pólitískt ástand veldur víða erfiðleikum varðandi dreifingu Biblíunnar. Úganda er eitt þessara landa. Fram til þessa hefur dreifing Biblíunnar getað átt sér stað án erfiðleika — að því tilskildu að Biblíur væru fyrir hendi. Fyrir skömmu voru send til Uganda 150.000 eintök af hinni nýju ensku þýðingu Biblíunnar til Uganda. Þetta átak var samvinna margra biblíufélaga. Saga hlustanda Árið 1970 kom ungur stúdent frá Ghana til Þýskalands. Hann ráðgerði að leggja stund á verslunarfræði og ætlaði síðan til framhaldsnáms í USA áður en hann færi heim til Ghana. Af „tilviljun'* heyrði hann útsend- ingar Evangeliums Rundfunk’s og fékk áhuga á því að heyra meira. Hann skrifaði til út- varpsstöðvarinnar og ei.nn starfsmannanna leitaði hann uppi og bauð honum heim til sín. Eftir nokkurn tíma varð þessi maður kristinn og gekk í þjón- ustu Enangeliums Rundfunk’s. Nú er hann forstöðumaður TWR-studio í Nairobi. Hve gömul eru olífutrén í Getsemane? Pílagrímar sem heimsækja Getsemane velta því oft fyrir sér hvort verið geti að trén í hlíðum Olíufjallsins geti verið allt frá dögum Jesú. Israelskir sérfræðingar álíta að þau geti verið 1600—1800 ára gömul, en með hinni þekktu Carbon 14-að- ferð hefur komið í ljós, að þau geta verið allt að 2300 ára gömul. Það var rót af dauðu tré, sem var rannsökuð með þessum hætti. Trúboðsskip við Grænland Það er ekki aðeins við strend- ur Afríku og Asíu að trúboðs- skip eru á ferðinni. Við Græn- land er ein slík fljótandi kristni- boðsstöð, sem ber heitið „Evangelisten". Allt sumarið 1977 þræddi hún strendur Grænlands, m.a. með 650 kíló af kristilegu lesefni. Heimsóttir. voru fjölmargir staðir, stórir og smáir, haldnar samkomur og seldar bækur. o Skipstjóri var Svíinn Runa Alblom. Sérstök stofnun rekur þetta fyrirtæki og í ráði er að setja á stofn verkstæði þar sem grænlenskir alkóhólistar geta fengið tæki- færi til endurhæfingar og að- stoð við að byrja nýtt líf. Biblíulestur BIBLIULESTUR vikuna 19.—25. nóvember. Sunnud. Mánud. Þribjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. 19. nóv.Matt. 20. nóv.Opinb. 21. nóv.Opinb. 22. nóv.Opinb. 23. nóv.Opinb. 21+. nóv.Opinb. 25. nóv.Opinb. 11:25 — 30 18:1 — 10 19:5 — 16 20:11 — 21:8 21:9 — 27 22:1 — 15 22:16 — 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.