Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla AAalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuðí innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Öðru vísi mér áður brá Eins og menn rekur minni til stóð kosningabaráttan sl. vor kannski fyrst og fremst um það, hvort þjóðarbúið gæti risið undir því verðbótakerfi á laun, sem um var samið í sólstöðusamningunum. Bæði Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag höfðu að kjörorði „samningana í gildi“ og því var á loft haldið, að breytingar á vísitölukerfinu væru svik við verkalýðshreyfinguna. Eðvarð Sigurðsson, alþing- ismaður og formaður Dagsbrúnar, hafði m.a. við orð, að það allra mikilvægasta væri verðbótaákvæðið. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ný ríkisstjórn setzt að völdum með þátttöku Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. A samri stundu var svikamylla vísitöl- unnar sett í gang með stórauknum niðurgreiðslum og laun lækkuð bótalaust með því að nema burt 5 vísitölustig. Nú fer 1. marz að nálgast og nýjar efnahagsráðstafanir eru óhjákvæmilegar. Alþýðuflokkurinn hefur lýst yfir stuðningi við frumvarp Olafs Jóhannessonar. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að taka út úr verðbótavísitölunni breytingar á óbeinum sköttum og gjöldum og á niðurgreiðslu vöruverðs. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að versnandi viðskiptakjara gæti í verðbóta- vísitölunni til lækkunar. Það ákvæði er sett til bráða- birgða, að fari verðbætur 1. júní, 1. september og 1. desember fram úr 5%, skuli sá hluti verðbótahækkunar- innar, sem umfram er, frestast í 9 mánuði. Alþýðubandalagið er ekki eins afgerandi í yfirlýsingum sínum varðandi breytingar á verðbótavísitölunni. Ályktun verkalýðsmálaráðs þess sl. sunnudag er þó athyglisverð að þessu leyti og felur raunar í sér, að breytingar á verðbótavísitölunni séu óhjákvæmilegar, ef jafnvægi eigi að nást í efnahagsmálum. Þannig segir m.a. í ályktuninni: „Meðal breytinga, sem ræddar hafa verið á vísitölukerfinu, má nefna tengingu kaupgjaldsvísitölu við viðskiptakjör... Taka verður til athugunar hvernig óviðráðanleg ytri vandamál eins og skyndileg stórhækkun á olíuvörum megi leysa á sanngjarnan hátt án þess að slík áföll raski öllu efnahagskerfi landsins. Verkalýðsmálaráðið telur hins vegar að samkomulag um breytingar á kaupgreiðslureglum og verðtryggingu launa verði að tengjast öðrum aðgerðum í efnahagsmálum og afstaðan til slíkra breytinga hlýtur að mótast fyrst og fremst í ljósi þeirra markmiða sem stjórnvöld vilja setja á oddinn á öðrum sviðum, einkum atvinnumálum og fj árfestingarmálum.“ Þessi ályktun verkalýðsmálaráðstefnu Alþýðubanda- lagsins er alveg skýr. Hún felur í sér afdráttarlausa viðurkenningu á því, að verðtrygging launa sé með þeim hætti, að ekki verði við ráðið. Breyting á verðbótavísitöl- unni sé óhjákvæmileg, ef þess eigi að vera nokkur kostur að draga úr verðbólgunni. Með þessum hætti hafa mestu kosningasvik í sögu lýðveldisins afhjúpazt. Full viðurkenning er fengin fyrir því, að sólstöðusamningarnir fengu ekki staðizt og að slagorðið um „samningana í gildi“ var sett fram gegn betri vitund og eingöngu til þess að rugla menn í ríminu Þannig var verkalýðshreyfingunni misbeitt í flokkspólitísku skyni og voru fjármunir hennar hvergi sparaðir við þessa þokkalegu iðju. Það kemur líka fram í ályktun verkalýðs- málaráðstefnu Alþýðubandalagsins að stuðningur þess við breytingar á verðbótavísitölunni er háður því skilyrði, að rétt stjórn sitji við völd, ef grannt er skoðað. Á þeim bæ helgar tilgangurinn meðalið eins og endranær. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar: Fulltrúar meirihlut- ans í ráðum mótmæla ýmsum spamaðarlið- um áætlunarinnar ÝSMAR sparnaðartillögur í fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa vakið litla hrifningu í ráðum borgarinnar og hafa sum þeirra bókað mótmæli við þeim og að þeim bókunum hafa staðið jafnt fulltrúar vinstri meirihlutans og minnihlutans. Á fundi æskulýðsráðs á þriðju- daginn fiuttu þrír fulltrúar meiri- hiutans, þau Kristján Valdimars- son, Margrét S. Björnsdóttir og STJÓRN Félags einstæðra for- eldra hefur nýlega sent borgar- ráði Reykjavíkur bréf, þar sem félagið býðst til að taka að sér rekstur Mæðraheimilisins til reynslu í eitt ár, sem bráða- birgða- og neyðarhúsnæðis. Segir svo í bréfi stjórnar FEF: „Stjórn FEF harmar þau mála- lok að tillögu um breyttan rekstur Mæðraheimilisins við Sólvalla- götu, sem var samþykkt einróma í félagsmálaráði, skyldi hafnað í borgarráði. Eins og flestum er kunnugt er húsnæðisvandi og þau margþættu vandamál, sem þeim fylgja oft erfiðari einstæðum foreldrum og börnum þeirra en flestum öðrum þjóðfélagsþegnum. Stjórn FEF hefur samþykkt að bjóðast til þess að félagið taki að sér rekstur Mæðraheimilisins sem neyðar- og bráðabirgðahúsnæðis til reynslu í eitt ár. Oskar stjórn FEF eftir því að viðræður verði hið fyrsta hafnar um málið, ef borgarráð sér ástæðu til að sinna þessu. Myndum við þá gera grein fyrir hugmyndum okkar ef óskað væri eftir. Húsnæði FEF í Skelja- nesi er ekki tilbúið og vegna tafa sem hafa orðið af ýmsum ófyrir- sjáanlegum ástæðum er sýnt, að nokkrir mánuðir munu líða unz Kristinn Ág. Friðfinnsson, tillög- ur, þar sem því var harðlega mótmælt að svokölluð útideild yrði lögð niður. Hlaut tillagan atkvæði flutningsmanna og fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, þeirra Davíðs Oddssonar og Skúla Möllers. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir formaður ráðs- ins sat hins vegar hjá og lét bóka sérstaklega að þar sem 8 borgar- fulltrúar mcirihlutans hefðu sam- þykkt að leggja deildina niður verki þar lýkur. Við þurfum ugg- laust ekki að lýsa því fyrir borgar- ráðsmönnum, hversu brýn mál ýmissa skjólstæðinga okkar eru og kalla á nauðsyn skjótrar úrlausnar og á það ekki hvað sízt við um húsnæðismál. Því teljum við að með þessu sé hægt að bæta lítil- lega úr þeim mikla vanda sem fyrir er. Við leyfum okkur að vænta jákvæðra undirtekta borg- arráðs." STJÓRN Félags ungra framsókn- armanna hefur gert svofellda samþykkt sem borizt hefur Mbl., en þar er mótmælt hugmyndum um að lögð verði niður útideild unglinga. „Með því að leggja niður starf- semi útideildar félagsmálastofn- unar er verið að koma í veg fyrir að unnið sé að fyrirbyggjandi mannræktarstarfi, samfélagi og einstaklingum til heilla. Ef af ákvörðun þessari verður telur stjórnin að verið sé að spara teldi hún eðlilegt að málinu yrði vísað til endanlegrar afgreiðslu á íundi borgarstjórnar. Sama dag var haldinn fundur í fræðsluráði og þar var samþykkt bókun þess efnis, að efla bæri starf Meðferðarheimilisins en ekki lækka framlög til heimilisins eins og gert væri ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Undir þessa bókun rituðu nöfn sín fulltrúar bæði úr meirihluta og minnihluta, þau Hörður Bergmann, Þór Vigfússon, Helga Kr. Möller, Elín Pálmadóttir, Sigurjón Fjeld- sted, Elín G. Ólafsdóttir, Sigurður Úlfarsson og Haraldur Finnsson en hjá sátu Kristján Benediktsson formaður ráðsins og Ragnar Júlíus- son. Þá var haldinn fundur í íþrótta- ráði í gærmorgun og þar rituðu allir viðstaddir fulltrúar undir bókanir, þar sem mótmælt var niðurskurði framlaga til íþróttamannvirkja. Þeir fulltrúar meirihlutans, sem skrifuðu undir, voru Eiríkur Tómas- son, formaður, Gísli Þ. Sigurðsson og Sigurður Jónsson og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sveinn Björnsson. aurinn, en kasta krónunni, því í framtíðinni mun það sýna sig að meiri kostnaður mun af hljótast en fyrir vinnast. Stjórnin telur að hægt sé að finna aðrar leiðir til sparnaðar en ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og telur í því sambandi sé happasælast að hafa samráð við þær stofnanir sem málinu eru kunnugar. Útideild hefur nú þegar sannað giidi sitt og tilverurétt og verður því að telja það mótsögn að leggja starfsemina niður í stað þess að viðhalda henni af alúð. FEF býðst til að taka við rekstri Mæðraheimilis Mótmæla að útideild- in verði lögð niður Hæpinn spamaður að leggja Uti- deild niður — segir Æskulýðsráð Á FUNDI æskuiýðsráðs sl. mánu- dag komu til umræðu mótmæli um að starfsemi útideildar verði lögð niður og lögðu þar fram eftirfarandi tillögu þau Kristján Valdimarsson, Margrét S. Björns- dóttir og Kristinn Ág. Friðfinns- son, fulltrúar meirihlutans. Með vísan til áður yfirlýstrar stefnu fulltrúa í Æskulýðsráði Reykjavíkur mótmælir ráðið harð- lega þeim fyrirætlunum að leggja Útideild niður. Vill ráðið leggja áherslu á að öll sú starfsemi sem leitast við að leysa þau félagslegu vandamál, sem unglingar í borginni standa frammi fyrir, sé það, sem síst skyldi sparað til í fjárveitingum til æskulýðsmála. Enda hæpinn sparnaður fyrir samfélagið séu málin skoðuð í víðara samhengi, að framlengja og þar með jafnvel auka félagsleg vandamál ung- menna. Beinir ráðið því þeirri eindregnu áskorun til borgarstjórnar, að hún tryggi við lokaafgreiðslu fjárhags- áætlunar áframhaldandi starf- semi Útideildar. TiIIaga þessi hlaut samþykki með atkvæðum flutningsmanna auk atkvæða Davíðs Oddssonar og Skúla Möllers úr minnihlutanum, en Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sat hjá og óskaði þess að bókað yrði: Á fundi, sem 8 borgarfulltrúar meirihlutans héldu fyrir viku, var samþykkt samhljóða m.a. með atkvæðum Alþýðubandalags- manna að leggja niður starf Úti- deildar mestan hluta árs 1979. Tel ég því eðlilegt að þessu máli sé vísað til endanlegrar afgreiðslu á fundi borgarstjórnar næstkom- andi fimmtudag. Þá óskuðu flutningsmenn fyrr- greindrar tillögu þess að eftirfar- andi yrði bókað til frekari skýring- ar afstöðu sinni: Með því að leggja Útideild niður teljum; við að verið sé að koma í veg fyrir áframhaldandi fyrir- byggjandi starf meðal unglinga — samfélaginu og einstaklingnum til heilla. Ef af ákvörðun þessari verður teljum við að verið sé að spara aurinn en kasta krónunni, því að í framtíðinni mun það sýna sig að meiri kostnaður mun af hljótast en fyrir vinnast. Við teljum að finna megi aðrar leiðir til sparnaðar en að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, og að í þessu sambandi hefði verið happasælla að hafa samráð við þær stofnanir sem málinu eru kunnugastar. Útideild hefur nú þegar sannað gildi sitt og tilveru- rétt, og verður því að telja það mótsögn að leggja starfsemina niður í stað þess að viðhalda henni af alúð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.