Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 Eiginmaöur minn, SVEINN BENEDIKTSSON, Miklubraut 52, lézt á Landakotsspítala 12. febrúar. Helga Ingimundardóttir. + Móöirsystir mín, GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Stangarholti 12, lézt 12. febrúar aö Hátúni 10 B, sjúkradeild. Ingibjörg Siguröardóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir KRISTINN PÁLSSON, Njarðvíkurbraut 32, Innri Njaróvík lést aö heimili sínu aö kvöldi 11. febrúar. Vilhelmina Baldvinadóttir, Páll Kriatinaaon, Sigrún Óladóttir. t Bróöir okkar og mágur HAUKUR HJARTARSON, lézt á heimili sínu, Njálsgötu 110. Kristján Hjartarson, Þórunn Siguröardóttir, Kolbrún Hjartardóttir, James Dunshee. t Útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu HULDU S. EYJÓLFSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. febrúar kl. 11.30 f.h. Brynjar Leifaaon, Jaan Leifaaon, Bryndís Brynjaradóttir, Bjarki Brynjarsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HALLGEIR EGGERTSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 3. Hildur Arndís Kjartanadóttir, bðrn, tengdabðrn og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma MAGDA E. KRISTJÁNSSON, Laugaráavegi 1, hjúkrunarkona, veröur jarósungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. febr. kl. 1.30. Bðrn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarþel viö fráfall ástkærrar dóttur okkar og systur ÓLAFAR GUNNARSDÓTTIR Gunnar Helgason Halldóra Kristjánadóttir Kríatján Tómas Gunnarsson Hallgrímur Helgi Gunnarsson Gunnar Gunnarsson Guójón Halldór Gunnarason Margrét Gunnaradóttir t Alúöarþakkir fyrir samúö viö andlát og útför INGVARS G. BRYNJÓLFSSONAR, menntaakólakennara. Sigríöur Hallgrímadóttir, Hallgrímur Ingvarsson, Gunnilla Ingvaraaon, Brynjólfur Ingvarsson, Róaa Aöalsteinsdóttir, Páll Ingvarsson, Anna Guðmundsdóttir, Guðrún María Ingvarsdóttir, Páll Jóhannsson. Minning: Magnúsína Guðrún Magnúsdóttir Kveöja frá börnum Sigrúnar Sigurjónsdóttur og ísaks Jóns- sonar skólastjóra. Magnúsína Guðrún Magnúsdótt- ir var fædd 15. mars 1897 í Miðvogi í Innri Akraneshreppi. Hún lést í Reykjavík 5. febrúar 1979. Arið 1942 tók Magnúsína við húsvarðarstarfi í barnaskóla ísaks Jónssonar sem þá var til húsa í Grænuborg á Landspítalatúni. Gegndi hún starfinu til 1971, síðustu 16 árin í nýbyggingu skól- ans við Bólstaðarhlíð. Hún og Hjörleifur Guðmundsson, maður hennar, bjuggu jafnan í húsi skólans allan þann tíma sem hún gegndi starfinu. Milli heimilis þeirra og okkar ríkti frá öndverðu vinátta og virðing sem aldrei bar skugga á. Magnúsína gegndi húsvarðar- starfi sínu af mikilli trúmennsku. En fyrir skólann, starfsmenn hans og börnin var hún miklu meira en húsvörður. Hún lagði sál sína í starfið. Gestrisni hennar var ein- stök og það var einhvern veginn svo notalegt að koma til hennar eins og gesturinn væri alltaf að koma heim. Magnúsína var hluti af skólanum. Skólinn var ekki samur án hennar. Magnúsína var myndarkona, bein í baki, bar höfuðið hátt og var reisn yfir framkomunni. Okkur börnunum fannst hún eins og drottning í ríki sínu. Hún var spaugsöm og glettin. í augum hennar brá oft fyrir smitandi kímniglampa. Það var létt og gaman að hlæja með henni. Á húsvarðarheimilinu ríkti hóf- semi um eigin þarfir. Þeim mun meiri rausnar nutu gestir. heimilisins. Og gestirnir voru margir. Skólastjóri og kennarar skólans drukku kaffi hjá Magnús- ínu öll árin og var ævinlega veisluborð uppi. Börn leituðu oft athvarfs hjá henni, bæði glöð börn og kát og eins hnípin börn í vanda. Faðmur hennar var opinn og allt á heimilinu gert af miklum kær- leika. Þetta var líkast því að koma heim til ömmu og afa. Málleysingjum var ekki heldur gleymt. Neðan við húsvarðar- íbúðina í Grænuborg stóð aflangt tréborð. Þar var svöngum smáfuglum gefið í vetrarhörkum. Þeir vöndust viðurgerningnum og urðu stundum óþolinmóðir og höfðu hátt ef húsvarðarhjónin leyfðu sér að blunda fram eftir á sunnudagsmorgnum. Það var mikið lán fyrir Skóla Isaks Jónssonar að fá þessi góðu og samhentu hjón til að gæta skólans. Og nú er Magnúsína öll, „Magga í Grænuborg" eins og við kölluðum hana lengi. Við systkinin þökkum henni störf hennar og hlýleika, tryggð og vináttu. Við biðjum henni bestu bæna. Hjörleifi og öðrum ástvinum vottum við dýpstu samúð. í dag, miðvikudaginn 14. febrúar, verður Magnúsína Magnúsdóttir kvödd hinstu kveðju. Hún var fædd 15. mars 1897 að Miðvogi í Innra-Akranes- hreppi og andaðist að heimili sínu, Austurbrún 6, mánudaginn 5. febrúar eftir erfið veikindi. Árið 1942 var Magnúsína ráðin húsvörður við Skóla ísaks Jóns- sonar, sem þá var til húsa í Grænuborg. Rækti hún störf sín þar af frábærri alúð og trúmennsku ásamt eiginmanni sínum, Hjörleifi Guðmundssyni. Þau hjónin störfuðu við skólann í tæp 30 ár, fyrst í Grænuborg og síðan í Bólstaðahlíð 20, eftir að hann fluttist þangað. En árið 1971 létu þau af störfum við skólann vegna heilsubrests. - Með gestrisni sinni og höfðings- lund sköpuðu þau hjónin skemmti- legan heimilisanda og áttu þannig drjúgan þátt í að gera skólann að aðlaðandi vinnustað. Kennararnir og hinir ungu nemendur nutu hjartahlýju þeirra og örlætis. Magnúsína Magnúsdóttir varð minnisstæð þeim, sem kynntust henni. Yfir henni var sérstæð reisn og virðuleiki. Hún var við- kvæm í lund og næm á líðan annarra. Milli hennar og kennaranna myndaðist gagnkvæm vinátta, og umhyggja hennar brást þeim aldrei. Alltaf var hægt að leita til hennar, þegar eitthvað bjátaði á. Henni var lagið að rétta hjálpar- hönd, þar sem hún vissi þess þörf og sparaði þá hvorki fé né fyrir- höfn. Hún naut þess í ríkum mæli að gefa og gleðja. Oft var glatt á hjalla að loknum vinnudagi við hlaðið veisluborð í húsvarðaríbúð- inni. Með glettni sinni og gaman- semi jók húsfreyjan á glaðværð- ina. Síðustu árin átti Magnúsína við heilsuleysi að stríða. I sjúkdóms- legu hennar annaðist Hjörleifur konu sína af einstakri nærfærni og umhyggjusemi til hinstu stundar. Við kveðjum Magnúsínu með virðingu og þökk og vottum eigin- manni hennar og ættingjum inni- lega samúð. Kennarar við Skóla ísaks Jónssonar. Jón H. Þorbergs- son—Minningarorð Þegar ég heyrði að Jón H. Þorbergsson væri látinn komu mér í hug orð heilagrar ritningar: „Sælir eru dánir, þeir sem Drottni deyja" (Ob. 14:13) og einnig orð Hallgríms Péturssonar: „I Drottni ef viltu deyja. Drottni þá lifðu hér“. Hér var sannur verkamaður Drottins genginn heim til dýrðar Herra síns. Otrauður hafði hann troðið hinar gömlu götur og borið Jesú Kristi vitni sem Frelsara sínum og eingetnum syni Guðs eins og Biblían boðar hann, og tekið hefir verið upp í trúarjátn- ingu hinnar evangelisk-lúthersku kirkju, sem hann unni svo mjög. Hann gjörði líka glögga grein á því hvað það var sem hinir ýmsu þjónar kirkjunnar boðuðu, hvort það var rétt eða rangt, og sam- kvæmt vígsluheiti. Lét hann það oft í ljós á opinberum vettvangi. Ég hygg að Jón hafi elskað alla og getað glaðst með þeim, sem hann vissi að áttu sömu frelsisvissuna í trúnni á Jesú og hann hafði öðlast, eins þó þeir stæðu utan þjóðkirkj- unnar. Mér verður ávallt minnisstætt þegar ég fyrir mörgum árum var á ferð með fleira hvítasunnufólki og höfðum víða kristilegar samkomur m.a. í hinni fögru og sérkennilegu kirkju á Húsavík. Þá var það eitt sérstaklega, sem greip huga minn þegar ég gekk inn eftir kirkjugólf- inu. Það var tafla, sem hékk hægra megin við kórinn. Á þessari töflu stóð með fögru letri bæn Hall- gríms Péturssonar: Gefðu að móðurmálið mitt. minn Jesú þess ég beiði. Frá aiiri viliu klárt og kvitt, krosNÍns orð þitt út breiði. Um landið hér, tii heiðurs þér, helst mun það blessun valda. Meðan þfn náð lætur vort láð Ivði ok byggðum halda. Þau Laxamýrar-hjónin Jón og Elín höfðu gefið kirkju sinni þessa veglegu gjöf, og held ég að það sýni vel huga þeirra til þessara mála. Það er orð krossins, sem varir. Þau hjónin voru bæði á þessari samkomu og var auðséð að þau nutu sín hið besta. Á eftir var okkur öllum boðið heim að Laxa- mýri, þar sem beið okkar veislu- borð og hinar elskulegustu viðtök- ur á allan hátt, og lofsöngsandinn var áframhaldandi í hjörtum okk- ar og alls heimilisfólksins. Það var sungið og talað um Drottin og gleðin var augljós. Rödd Jóns H. Þorbergssonar er þögnuð á meðal vor, en söngur hans mun hljóma frammi fyrir „Guði vorum, sem í hásætinu situr, og lambinu," meðal þeirra „sem þvegið hafa skikkjur sínar Ég votta eftirlifandi eiginkonu, Elínu Vigfúsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð, og minni á orð skáldsins: „Aldrei mætt í síðsta sinni, sannir Jesú vinir fá.“ Sigfús B. Valdimarsson. Vinarkveðja: PÁLlNA KREIS Pálina Kreis er látin svo ung að árum. Okkur, sem eftir lifum finnst þetta ótrúlegt. En um leið og barn fæðist er því sennilega ætlað visst skapadægur hér á jörð. Pöllu, eins og hún var jafnan nefnd af kunningjum, munum við minnast með þakklæti fyrir gleði hennar og hjartahlýju. Þótt hún væri stór í lund, var hún alltaf hún sjálf. Ég kynntist henni fyrst eftir að hún giftist eftirlifandi manni sínum, Skúla Þorleifssyni. Voru þau hjón mér bæði sem þestu vinir og hjálpuðu mér þegar ég átti erfiðast. Fyrir allt þetta og mikið meira færi ég hennar mínar bestu þakkir að leiðarlokum. Hún var hrein og bein, og hrósyrði væru henni ekki að skapi. Hjartans þakkir fyrir órofatryggð, sem aldr- ei bar skugga á. Bið ég guð að blessa minningu s ríáí ' ' dfci hennar, eftirlifandi mann, móður og móðursystur. Blessuð sé minning Pálínu Kreis. Silla Levy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.