Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 5 Sýningar að hefj- ast á Rótum II í Bandaríkjunum Sjónvarpsáhorfendur hérlendís hafa vasntanlega fylgzt með framhaldsmyndaflokknum „Rótum“ af ámóta mikilli áfergju og víða annars staöar. Og nú hefur vitanlega verið gert fram- haldið „Rætur 11“ og pá er eftir aö vita hvort jafn vel tekst til. „Rætur" reyndust sá páttur, sem bandarískir sjónvarpsáhorf- endur horfðu meira á en nokkuð annað í sögu sjónvarpsins í Bandaríkjunum fram til pessa. Þegar „Rætur" voru á skerminum hjá ABC-sjónvarpsstöðinni hirtu fáir um dagskrá á öðrum stöðum. Athugun leiddi í Ijós að um pað bil 66% sjónvarpsáhorfenda í Bandaríkjunum horfðu á páttinn að staðaldri. Þó haföi ekki verið spáð ýkja glæsilega fyrir myndaflokknum. ABC átti meira að segja í nokkru baxi með að selja auglýsingar í þættina og gagnrýni fyrir sýningu þeirra var ekki sérstaklega lof- samleg. En síðan snerist dæmið fljótlega gersamlega við þar sem annars staðar þar sem Rætur hafa verið á dagskránni. Það kom fljótlega til umræðu að gera fram- hald af myndaflokknum. Á því var 0 Brando í hlutverki nazista- foringjans. 0 Leikararnir Dorian Hare- wood og Irene Cara í hlutverk- um loreldra Alex Haleys. sá hængur að „Rætur 1“ spannaði alla bók Alex Haleys að undan- teknum 35 síðustu blaðsíðunum. Tók nú Haley til óspilltra mál- anna að búa til framhaldsatburða- rás og fjórir kvikmyndahandrits- höfundar voru honum síðar til aðstoðar. Nú segja menn, að þessi síðari „Rótaflokkur" sé langtum betri en hinn fyrri, þótt ekki sé enn ljóst um undirtektir almenn- ings. Rætur II hefjast árið 1882, tólf árum eftir að fyrri flokknum lýkur. Og þeim lýkur í Afríku árið 1967 þegar Alex Haley kemur til Afríku að leita að uppruna sínum, finna slóð forföðurins Kunta Kinte. í þessum nýja Rótarflokki leik- ur mikill fjöldi frægra kvik- myndastjarna. Meðal þeirra er Marlon Brando, sem hefur ekki áður farið með hlutverk í sjón- varpi. Einnig má nefna Henry Fonda, Oliviu de Havilland, Diahann Carroll og James Earl Jones sem fer með hlutverk Haleys. Brando kemur fram í síðasta þættinum og leikur George Lincoln Rockwell, fyrrverandi for- ystumann bandarískra nazista. Haley hafði viðtal við Rockwell, þegar hann var blaðamaður. Seríu þessari lýkur eins og fyrr segir á því að Haley kemur til Gambiu og fær þar staðfest að forfaðir hans Kunta Kinte hafi á átjándu öld verið gripinn af • Við komuna til Gambiu: Jones í hlutverki Haleys. 0 Fjölskyldusiður: nufngiftin. þrælaveiðurum og seldur mannsali. Sjónvarpsstöðin bindur augljós- lega miklar vonir við vinsældir „Róta 11“ því að auglýsingamínút- an í fyrsta þáttinn var seld á 230 þúsund dollara, 210 þúsund í næstu þætti og í lokaþættinum kostar hún 260 þús. dollara. Það er aðeins í meiri háttar íþróttavið- burðum sem auglýsingamínútan í bandarískum sjónvarpsstöðvum hefur verið dýrar seld. Auglýsendur tefla þó vissulega djart en skili sér vinsældir fyrri flokksins fá þeir einnig töluvert fyrir sinn snúð. Talsmenn ABC segja, að þeir geri sig ánægða með að Rætur II nái tveimur þriðju af vinsældum fyrri flokksins. Verði svo er ekki útilokað að reynt verði að skjóta þriðju halastjörnu Haleys upp á sjónvarpshimininn. sirni: 27211 Austurstræti 10 r iTlTy flauelisbuxur á börn flauelisbuxur med axlaböndum ★ allar barnastæröir ★ allir tískulitir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.