Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 12
 12 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 Sveinn Benediktsson Fæddur 12. maí 1905. Dáinn 12. febrúar 1979. Að kvöldi hins 12. þ.m. barst mér andlátsfregn Sveins Bene- diktssonar. Ekki get ég sagt, að fregnin kæmi mér að óvörum, því ég vissi, að hann hafði veikst hastarlega fyrir fáum dögum og verið fluttur á sjúkrahús, en haf- andi það í huga, að hann hafði áður staðið af sér erfiðar og tvísýn- ar sjúkdómslegur, leyndist það í hugarfylgsnum mínum, að eins gæti farið nú. Slíkar hugrenningar eru raunar algengar undir svipuð- um kringumstæðum, þegar vinir og vandamenn eiga í hlut. En nú fór það svo, að sá hafði betur, sem að lokum leggur okkur alla að velli. Því er ég nú setztur niður til þess að skrifa nokkur fátækleg orð um góðan vin og mikinn mann. Það er ekki auðvelt að vita hvar fyrst skal bera niður, þegar skrif- að er um Svein Benediktsson. A meira en hálfri öld hafði hann komið svo víða við á mörgum sviðum þjóðlífsins, að ógerningur er að gera því öllu verðug skil í blaðagrein og verður því það, sem hér verður sagt ekki nema eins og stiklur í breiðu straumvatni og hætt við, að ýmislegt fljóti fram- hjá með straumnum. Bezt kynntist ég Sveini í sam- bandi við afskipti hans af atvinnu- málum enda var það fyrirferðar- mesti þátturinn í ævistarfi hans. Eins og títt var um námsmenn á þeim árum, og raunar lengi síðar, leitaði Sveinn sér sumaratvinnu á menntaskólaárum sínum, við síldarverkun á Siglufirði og mun þá fyrst hafa komist í kynni við síldveiðarnar og það sérstaka andrúmsloft, sem fylgdi þeim duttlungafulla fiski, bæði við veiðar og vinnslu. Eftir það var hann nátengdur þeim atvinnuvegi alla tíð, á meðan Norðurlandssíld- inni þóknaðist að heimsækja hafið við norður- og austurströnd Is- lands á sum*um. Árið 1911 mun fyrsta síldar- verksmiðjan hafa verið reist hér á landi og var það norskur maður, Bakkevig, sem það gerði, á Siglu- firði. Norðmenn og raunar aðrir útlendir menn voru fyrst framan af framtakssamastir í þessum nýja atvinnurekstri og var svo allt fram á þriðja áratuginn og t.d. 1925 voru af 7 síldarverksmiðjum 5 í eigu norskra aðila. Á þessum árum vaknar mikill áhugi manna á því, að íslendingar byggi sjálfir síldarverksmiðjur en láti það ekki útlendingum eftir. Árið 1927 gerði Jón Þorláksson, verkfræðingur, sem þá hafði nýlega látið af embætti forsætisráðherra, áætlun um byggingu og rekstur síldar- verksmiðju, sem hann taldi heppi- legast að byggð yrði á Siglufirði. Var hans hugmynd sú, að út- gerðarmenn og sjómenn ættu þessa verksmiðju. Voru þessi mál mjög til umræðu á Alþingi 1928 en þá voru samþykkt lög, sem heimil- uðu ríkisstjórninni að byggja síldarverksmiðju, en upp úr því urðu til Síldarverksmiðjur ríkis- ins, árið 1930, sem um meira en 40 ára skeið nær óslitið voru starfs- vettvangur Sveins Benediktssonar. Hann hafði þá þegar kynnst síld- veiðunum og þeim vandamálum, sem þar var við að glíma, bæði á sjó og landi. Eftir að hafa stundað sumaratvinnu á síldarstöð Óskars Halldórssonar um fjögurra ára skeið tók hann að sér að vera umboðsmaður sunnlenzkra síld- veiðiskipa Norðanlands árið 1927 og var það í 22 ár en þ. á m. voru seinustu árin hin mestu erfiðleika- ár, sem dunið höfðu yfir þessa útgerð allt frá byrjun þegar hvert síldarleysisárið rak annað. Trúnaðarmaður útgerðarinnar í landi hafði á hendi mikilvægt starf og mikið gat oltið á því fyrir afkomu skipsins, hvernig honum tækist að leysa úr hinum ólíkustu vandamálum. Hann varð að fylgjast vel með öllu, sem var að gerast á sjó og landi, vera úrræða- góður og skjótráður. Þessa kosti hafði Sveinn til að bera. Frá stofnun Síldarverksmiðja ríkisins var Sveinn í stjórn fyrir- tækisins og óslitið frá 1938 og frá 1944 var hann formaður verk- smiðjustjórnarinnar, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1976. Mun þar á engan hallað þó sagt sé, að enginn maður hafi haft meiri áhrif á framgang þessa stórfyrirtækis á þessu tímabili en Sveinn Benediktsson. Oft stóð mikill styrr um þetta fyrirtæki, einkum fyrstu áratugina, á meðan það var í uppbyggingu, enda voru miklir hagsmunir margra aðila við það tengdir og þýðing þess fyrir þjóðarbúið í heildvar oftmikil.Það var deilt um uppbygginguna, hvar skyldi byggja verksmiðjur, um tæknileg málefni og um rekstur- inn. Fyrirtækið var mest undir smásjá helztu viðskiptavinanna, þ.e. útgerðarmanna og sjómanna, sem seldu því hráefnið og vildu af skiljanlegum ástæðum fá sem hæst verð fyrir. Deilurnár um SR hjöðnuðu þegar frá leið og tvo síðustu áratugina í formennskutíð Sveins bar lítið á slíku, enda var Sveini það vel ljóst, að mikils var um vert fyrir farsæla þróun fyrir- tækisins, að góð samvinna tækist milli þeirra ólíku hagsmunaaðila, sem SR átti að þjóna og átti hann mikinn þátt í því að það tókst. Deilurnar um staðsetningu nýrra verksmiðja voru fyrr á árum oft æði hatramar. Sérstaklega minnist ég verksmiðjunnar á Raufarhöfn í því sambandi. Eins og síldin hafði fram að þeim tíma hagað göngum sínum sýndist mörgum lítið vit í því, að byggja þar verksmiðju. Þó voru síldar- skipstjórar af Austurlandi þar á annarri skoðun því þeir þekktu af eigin reynslu síldargöngurnar við Norðausturland, en hagsmunirnir, sem tengdir voru uppbyggingu síldariðnaðarins á miðju Norður- landi voru sterkir og var skiljan- legt, að þeir litu það ekki hýru auga að dreifa síldarverksmiðjun- um um of. Þar kom þó, að Sveinn tók að berjast fyrir byggingu verksmiðjunnar og átti harðfylgi hans ekki lítinn þátt í að tókst að koma verksmiðjunni upp rétt í þann mund, er heimsstyrjöldin síðari var að loka öllum sam- gönguleiðum til meginlands Evrópu þaðan sem vélar, tæki og byggingarefni átti að koma. Á vertíðinni 1940 var verksmiðjan tilbúin til að taka á móti síld en einmitt þá var mikil síld á svæðinu út af Norðausturlandi, svo að menn mundu vart annað eins. Er mér minnisstætt er ég þá um sumarið fór með Sveini í síldar- leitarflugvél frá Siglufirði til Raufarhafnar og hann sýndi mér hina nýju verksmiðju og staðinn. Var það mín fyrsta flugferð og er því einnig minnisstæð fyrir það. Styrjaldarárin ýttu mjög undir áframhaldandi uppbyggingu S.R. Saltsíldarmarkaðirnir lokuðust nær alveg, síldveiði var nóg en afkastageta verksmiðjanna tak- markaði mjög það sem veiða mátti. Það var hins vegar ekki auðvelt að fá efni og vélar á þeim árum og það varð því að bíða þess, að hildarleik styrjaldarinnar lyki áð- ur en hafist yrði handa um bygg- ingar. Það kom því að mestu í hlut Sveins, eftir að hann varð stjórnarformaður, að hafa forystu um uppbygginguna. Henni mátti heita lokið 1947 og voru heildaraf- köst verksmiðja S.R. þá komin í 4700 lestir á sólarhring, en það var nær helmingur afkasta allra síldarverksmiðja í landinu. Öll styrjaldarárin var fram- kvæmdastjóri S.R. Jón Gunnars- son, verkfræðingur. Jón var orð- lagður dugnaðarmaður og tókst hin ágætasta samvinna með hon- um og Sveini. Fór ekki hjá því, að mikið mundi undan ganga þegar tveir slíkir dugnaðarmenn lögðu saman og varð sú raunin á. Jón hvarf frá verksmiðjunni árið 1945 og tókst á hendur það hlutverk á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna að vinna markað fyrir íslenzkan frystan fisk í Banda- ríkjunum. Er sú saga öll hin merkilegasta og verður ekki rakin hér, en árangur þeirrar starfsemi hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir sjávarútveginn og þjóðar- búskapinn allan. Stopulleikinn I fiskveiðunum átti eftir að koma harkalega niður á síldariðnaðinum, því áður en lokið var byggingu hinna nýju verksmiðja tóku síldveiðarnar að bregðast en með því, að fyrir því var reynsla að aflaleysisár kæmu inn á milli var það ekki litið mjög alvarlegum augum fyrst í stað. En svo fór, að frá því upp úr miðjum fimmta áratugnum og út allan sjötta áratuginn var síldveiðin afar stopul. Einmitt á því tímabili, einkum síðari hluta þess, var að þróast ný tækni í síldarleit og henni fylgdi einnig breytt veiði- tækni í nótaveiðinni. Má raunar segja, að alla tíð síðan hafi sú þróun haldið áfram með þeim árangri, að fátt mun nú talið sameiginlegt með nótaveiðum eins og þær eru nú stundaðar og eins og þær voru við upphaf þessa tíma- bils. Erfiðleikarnir við síld- veiðarnar fram undir lok sjötta áratugsins voru mönnum að vísu harður skóli, en það er einmitt oft undir slíkum kringumstæðum, að framfarir verða. Engan mann þekkti ég, sem fylgdist með þessari þróun af þvílíkum áhuga og Sveinn og hann var raunar alltaf sannfærður um, að ný tækni mundi færa nýja möguleika til veiða. Þetta kom vel fram í erindi, sem hann flutti á 25 ára afmæli Síldarverksmiðja ríkisins og birtist síðar í 21. tbl. Ægis árið 1955. Um þetta segir svo í erindinu og er rétt að hafa það í huga, að þegar það var sagt, þá sáu menn hilla undir hina nýju tækni: „Það liðu 45 ár frá því að Norðmennirnir, sem fyrstir komu hingað til lands með landnætur til síldveiða, sáu síldartorfurnar vaða á rúmsjó fyrir Norðurlandi og gátu ekkert aðhafzt, þar til landar þeirra komu með herpinótina og jusu síldinni upp með henni, þar sem hún óð í torfum á yfirborði sjávar. Nú sjá frændur vorir og vér sjálfir til síldarinnar oft á tíðum undir yfirborði, en getum að jafnaði ekki náð til hennar, því að oss skortir til þess veiðitækni. Á 20. öldinni gerist það á mánuðum eða vikum, sem gerðist á árum eða áratugum á 19. öld eða aldrei varð. Spá mín og von er því sú, að áður en langt um líður muni takast að veiða síldina með nýjum aðferðum og hún fylli þrær og söltunarpalla eins og forðum, hvort sem hún leggur leið sína inn í firði og flóa landsins, eða sækja verður hana á yztu vastir. Jafnan skiptast á skin og skuggar og þótt síldveiðin hafi brugðist undanfarin ár, mun aftur rætast úr og síldveiðin verða íslendingum til ómetanlegra hags- bóta.“ Sveini varð að ósk sinni. En duttlungar síldarinnar eru ekki alltaf á einn veg. Eftir á að hyggja er síldarævintýrið í Kolla- firði og Hvalfirði á árunum 1947 og 1948 eitt skemmtilegasta dæm- ið um það. Slík kynstur, sem veiddust þá af síld, einkum seinna árið, hafði aldrei þekkst áður utan Norðurlands og viðbúnaður til að nýta þann afla nánast enginn. Það þurfti því skjótra viðbragða við til þess að verðmæti töpuðust ekki. Verksmiðjukostur var nægur á Siglufirði en þar sem veiðin var um miðjan vetur var ógerningur fyrir veiðiskipin að sigla þá leið. Sveinn beitti sér þá mjög fyrir því, að fengin voru til stór flutninga- skip til að flytja síldina norður. Það fylgdi þessu að vísu mikil áhætta, um miðjan vetur þegar allra veðra gat verið von á þessari löngu leið, en allt tókst þetta vel og óhemju miklum verðmætum var bjargað. Þegar Norðuriandssíldin fór að veiðast aftur í stórum stíl þegar kom fram á sjöunda áratuginn var það ekki við Norðurland heldur hafði hún þá fært sig austur fyrir land. S.R. byggðu þá verksmiðjur á Seyðisfirði og Reyðarfirði en þess- ar verksmiðjur, ásamt Raufar- hafnarverksmiðjunni, urðu síðar þýðingarmiklar fyrir loðnu- veiðarnar eftir að síldin hvarf með öllu einnig frá Austurlandi. En tengsl Sveins við síldveiðarn- ar voru víðar en hér hefur verið getið. Um 17 ára skeið, frá 1947 til 1964 starfrækti hann síldar- söltunarfyrirtæki fyrst á Raufar- höfn en síðan á Seyðisfirði. Þar eins og í öðru, sem hann tók sér fyrir hendur, var hann sama ham- hleypan enda held ég, að engum nema miklum dugnaðarmönnum hafi tekizt að komast klakklaust út úr þeim áhætturekstri. Á þess- um árum hafði hann forgöngu um, að síldarsaltendur á Norður- og Austurlandi stofnuðu með sér félag og var hann formaður félags- ins lengst af meðan hann stundaði þennan atvinnurekstur. Einnig átti hann sæti í Síldarútvegsnefnd, sem fulltrúi félagsins, á árunum 1961-1967. Árið 1961 stofnuðu eigendur síldar- og fiskimjölsverksmiðja með sér Félag íslenzkra fiskmjöls- framleiðenda. Var Sveinn kjörinn formaður þess félags í upphafi og gegndi því starfi þar til 1977. Dr. Þórður Þorbjarnason, forstjóri Rannsóknarstofnunnar fisk- iðnaðarins, sem var mikill áhuga- maður um framgang mjöl- og lýsisiðnaðarins, var jafnframt framkvæmdastjóri félagsins og tókst hin ágætasta samvinna með þeim Sveini. Hefur margt gagnlegt leitt af starfsemi félagsins fyrir þennan iðnað. Um árabil lagði Sveinn í það mikla vinnu að gefa út nokkurs konar félagsrit fyrir þetta félag, þar sem var að finna hinar margvíslegustu upplýsingar viðskiptalegs og tæknilegs eðlis og fróðleik um fiskmjölsiðnað ann- arra landa, sem þýðingu hefur fyrir iðnaðinn hér á landi að fylgjast með. Þá gerðist félagið aðili að alþjóðasamtökum fisk- mjölsframleiðenda, sem beitir sér fyrir viðskiptalegu og tæknilegu samstarfi meðlimanna með því að skiptast á upplýsingum um þau mál. Ekki má gleyma að geta eins þáttar í starfi Sveins á sviði síldveiðanna, sem fáir þekkja nú orðið. Á meðan veiðiskipin voru enn ekki útbúin talstöðvum var erfitt að koma skilaboðum milli skipa eða milli lands og skipa. Fátt er þó þýðingarmeira á síldveiðum en að geta komið fréttum um síldargöngur fljótt áleiðis til veiði- skipanna. Á þessum árum var heldur ekki haldið úti sérstökum skipum til síldarleitar eins og síðar varð. Fljótlega eftir að farið var að nota flugvélar hér á landi komu menn auga á þann mögu- leika, að þær gætu verið gagnlegar til að leita uppi síldartofur, sem væru í yfirborði sjávarins og leiðbeina flotanum um staðsetn- ingu síldargangnanna. Einn helzti forgöngumaður um flug hér á landi á þriðja áratugnum, dr. Alexander Jóhannesson; varð aðal- hvatamaður að þessu. Ymsir erfið- leikar urðu þó á vegi fyrstu til- rauna í þessa átt og það var ekki fyrr en 1939, að regluleg síldarleit úr lofti hófst. Fyrstu fimm árin stjórnaði Sveinn síldarleitarflug- inu en formaður síldarleitarnefnd- ar var hann þar til síldarleit úr flugvélum lagðist niður þegar hún var orðin tilgangslaus eftir að síldin hætti að sjást í torfum í yfirborðinu. í síldarleitinni, eins og oft ella, var Sveini oft mikill vandi á höndum, því skoðanir voru æði skiptar hvar helzt skyldi leita og margir kölluðu í senn úr ýms- um áttum eftir flugvél. Var það þó samdóma álit, að mikið gagn hefði oft orðið að síldarleitarfluginu ekki aðeins í því að finna síld heldur einnig að forða skipunum frá að eyða tíma og olíu í tilgangs- lausa siglingu þangað, sem enga síld var að finna. Meðeigandi og skipstjóri á fyrsta togaranum, sem byggður var fyrir íslendinga, var Halldór Kr. Þorsteinsson í Háteigi. Hann var alla tíða síðan viðriðinn togaraútgerð og rak sjálfur útgerð um langt árabil. Kona Halldórs var Ragnhildur systir Guðrúnar móður Sveins. Áður en Sveinn gaf sig svo mjög að síldveiðunum, sem síðar varð, vann hann einnig hjá Halldóri við togaraútgerðina og hefur það vafalaust verið honum gagnlegur skóli síðar meir. Þegar Bæjarútgerð Reykjavíkur hóf starfsemi sína með fyrsta nýsköpunartogaranum Ingólfi Arnarsyni á árinu 1947 var Sveinn annar framkvæmdastjór- inn fyrsta árið en í útgerðarráði frá byrjun og formaður þess frá 1963 til 1975. í þeim miklu erfið- leikum, sem togaraútgerðin lengst af átti í allan þennan tíma lagði Sveinn sig mjög fram til að gæta hags Bæjarútgerðarinnar, en það munu þeir vita, sem bezt þekkja, að mikill vandi fylgir því að vera í fyrirsvari fyrir opinberum rekstri á þeim sviðum, þar sem einka- rekstur er annars aðalreglan. En einmitt þessa reynslu hafði Sveinn fengið einnig í starfi sínu fyrir S.R. Starfi Sveins að sjálfum at- vinnurekstrinum fylgdu óhjákvæmilega margvísleg störf á sviði félagsmála sjávarútvegsins og hefur sumt af því þegar verið talið. í stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna átti hann sæti 1944 til 1972 og starfaði mikið í þeim samtökum. Hann átti sæti á Fiskiþingum lengst af frá 1944 en í sambandi við störf mín á vegum Fiskifélagsins lágu leiðir okkar fyrst saman. Fulltrúi Félags fisk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.