Morgunblaðið - 25.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRUAR 1979 13 amalt og ott... Úr þjóðsögum: Agara gagara nízkunös, nú er hann kominn á heljarsnös, heiminn kvaddi, hamarinn sprakk, hylurinn tók viö bagga af klakk. Straumurinn bar hann eyrina á, agara gagara jagar á, skrokkurinn gat ei skriöið pá, skjótt leiö sálin honum frá, hún kvaö i bergi nurtara kreistum nagar á. Veit ég víst hvar vaðið er, vil ég ekki segja pér. Fram af eyraroddanum undan svarta bakkanum. Æri-Tobbi. Skvaldrið í kórnum Karl einn, sem bæði var ólæs og mjög fákunnandi, hafði sóknaskipti og var ekki sinnt um að setja hann í kórinn þar hann kom að kirkju. Hann kvartar um þetta fyrir meðhjálparanum, sem spyr hann því hann vilji sitja í kór, þegar hann ekki geti sungið. „Það er af því,“ mælti karlinn, „að mér þykir gaman að vera við skvaldrið." Kímilegt orðalag Karl nokkur var á Vesturlandi. Hann var óðamála mjög og mismælahætt. Jakob hét bóndi og bjó í Ögri. Hann var stórauðugur og bjó ríkmannlega. Þegar lát hans fréttist sagði karl: „Jakob í Ögri er dauður! Ja, mikill andskoti, skyldi honum ekki bregða við! Sá lifði ekki langt fram eftir ævinni! Það er munur eða gamalmennin, sem lifa rétt fram í andlátið. En blessuð börnin geta ekki dáið, því að þau getur maður bætt sér upp, þegar maður vill.“ Sami karl frétti, að stúlka, sem hann var trúlofaður, væri orðin vanfær af hans völdum. „Grunaði mig lengi,“ sagði karl, „að ekki mundi ríða við einteyming að trúlofast henni Ingibjörgu." Úr fornritum: Hér er lítið brot úr Gísla sögu Súrssonar og þar er hér komið sögu, að Berki hinum digra heíur borizt njósn um, að Gísli muni vera í Hergilsey með Ingjaldi og hyggst nú sækja að honum, en Gísli hafði vegið Þorgrím bróður Barkar. Ingjaldur, sem var landseti Barkar, brást ekki Gísla og eru tilsvör hans með þeim eftir- minnilegri f íslendingasögum. Nú sér Ingjaldur, að skip- iö siglir sunnan, og mælti: „Skip siglir þarna og hygg ég, að þar muni vera Börkur hinn digri." „Hvað er þá til ráðs takandi?" sagði Gísli; ég vil vita, hvort þú ert svo hygg- inn sem þú ert drengurinn góður." „Skjótt er til ráða að taka,“ sagði Ingjaldur, „þó að ég sé enginn viturleiksmaður: Róum sem ákafast að eyjunni og göngum síðan upp á Vaðsteina- berg og verjumst, meðan vér megum upp standa." „Nú fór Beinagríndin í Hólakirkiu Svo bar við eitt kvöld um vökuna að Jón biskup Arason á Hólum þurfti að fá bók nokkra sem lá úti í kirkju á altarinu. Hann spurði þá heimafólk sitt hvert nokkur vildi fara út í kirkjuna fyrir sig og sækja bókina. En þeim leizt ei á ferðina og varð lengi til. Þá gekk fram vinnukona ein og sagðist skyldi fara. Hún tók nú við kirkjulyklinum og fór. En svo var til háttað að biskup hafði látið gera göng undir jörðunni úr húsi því er hann var oftast í og „slot“ var kallað og út í kirkjuna. Það gerði hann til þess ef óvinir kæmu að sér þá gæti hann komizt í kirkjuna því þar var helzt griðastaður. Vinnukonan fór nú og gekk eftir undirganginum. Hún kom í kirkjuna, gekk að altarinu, fann bókina og tók hana. Gengur hún nú fram gólfið og ætlar út um dyrnar, en vill ei fara eftir göngunum inn aftur því henni þótt þar dimmt og draugalegt. En er hún kemur fram í kirkjuna verður henni litið yfir í bekkina kvennmannamegin. Hún sér þá að þar liggur manns- Annálar: mynd og sýnist vera eins og skinin beinagrind með ljósgult hár á höfði. Hún vill vita hvað þetta sé, gengur að myndinni og spyr hver þar væri. Myndin segist vera kvenmaður, „og er ég nú dáin, en móðir mín lagði það á mig að ég skyldi ekki geta rotnað. Nú er ég hér komin til þess þú hjálpir mér ef þú getur." Vinnukonan segist ei vita hvert hún geti það og spyr hvernig hún eigi að fara að því. Myndin segir að hún skuli reyna að biðja móður sína að fyrirgefa sér brot sitt og taka af sér álögin, „því vera má að hún geri það fyrir lifandi mann sem hún gerir ei fyrir dauða; því það er sjaldgæft að lifandi menn biðji dauða menn nokkurs." „Hvar er móðir þín?“ segir vinnukonan. „Hún er nú hingað og þangað,“segir myndin; „núna er hún til að mynda þarna inni í kórnum." Vinnukonan gegnur þá inn í kórdyrnar og sér hún þá að þar situr kona ein gömul og heldur ófrýnileg með rauðan hött á höfði. Hún talar þá til hennar og biður hana að fyrirgefa dóttur sinni og taka af henni álög sín. Kerling tók því seint, en sagði þó að ei væri það oft að lifandi menn bæðu sig bónar og lét hún þá til leiðast. Vinnukonan þakkar henni fyrir það og fer nú fram aftur. En er hún kom fram aftur sá hún þar duft nokkurt eftir í bekknum sem áður var beinagrindin. Vinnukonan heldur nú áfram og í því hún fer út úr innri dyrunum á kirkjunni heyrir hún að sagt er inni í kirkjunni: „Líttu í rauð augu mín hversu rauð þau eru.“ Þá segir hún, en lítur þó ei við: „Sjáðu í svartan rass minn hversu svartur hann er.“ Kemst hún nú út úr kirkjunni, en þá sýnist henni allur kirkjugarður- inn fullur af fólki og heyrði hún þar mikið öskur og ólæti. Hún gaf sig ekki að því, en þá fór nú þó að fara um hana. Samt komst hún inn aftur í bæinn og fékk biskupi bókina. Þá kvað hún vísu þessa: „Svo var röddin drauga dimm að dunaði í fjallaskarði; heyrt hef ég þá hljóða fimm í Hólakirkjugarði.“ Hvort pú hggur étofoáa la*t, láttu Oaö vera ( hótí Betni er brjóatvit en bókvit baö or mkki allt bezt sam barninu bykir. Aumur mr agalaus maöur. Eitt barn mr amm akkt naitt, tvö aam tíu. Eigi kayna augu mt anr» kona mmnni Setberg við Hafnarljörð á otanverðri 18. öld. Þar bjó Gísli Þorkelsson, f. 1676, sem skrifaði Setbergsannál. UR SETBERGSANNÁL sem mig varði,“ sagði Gísli, „að þú myndir hitta það ráðið, að þú mættir drengurinn af verða sem beztur; en verri laun sel ég þér þá fyrir liðveizluna en ég hafði ætlað, ef þú skalt fyrir mínar sakir lífið láta. Nú skal það vera aldrei, og skal annað ráð taka. -4 f\ /í Vetur misjafn, / I 1/1 snjósamur og -Æ C V/ A vindasamur allt að góu, en frostalítill. Fennti víða fé. Á þessum vetri var um vertíð fiskiafli meiri en á hversu hátta skal: „Þú skalt segja“ segir hann, „að hér sé fíflið innan borðs, en ég mun sitja í stafni og herma eftir því og vefja mig í vaðnum og vera stundum utan borðs og láta sem ég má ærilegast, og ef nokkur ber þá um fram, mun ég róa sem fyrirfarandi árum. Vorið var gott. Gott haust allt til Marteins- messu. Fannst bóndinn Sæmundur frá Árbæ í Mosfellsveit dauður í Elliðaám í Skötufossi um haustið. Hann var deyddur af sínum sambýlismanni, er Sigurður hét, með ráði og eggj- an konu Sæmundar, Steinunnar Guðmundsdóttur Péturssonar. ... Þessi Sigurður og hún voru réttuð síðar á Kópavogi og þar dysjuð. Hans höfuð á stjaka sett hjá þeirra dysjum. hann til eyjarinnar," sagði hún, „og þræll hans með honum, að því er ég hugði.“ Það mun þó eigi verið hafa,“ sagði Börkur, „og mun Gísli það verið hafa, og róum eftir þeim sem ákafast." Þeir svöruðu: „Gaman þykir oss að fíflinu" — og horfa á það — Úr Gísla sögu Súrssonar Þú skalt róa að eyjunni og þrællinn og ganga upp á bergið, og búizt að verjast, og munu þeir ætla mig annan manninn, er sigla sunnan fyrir nesið. En ég mun skipta klæðum við þræl- inn sem eitt sinn fyrr, og mun ég fara á bátinn með Bóthildi." Ingjaldur gerði sem Gísli ráð- lagði; fannst það eitt á, að hann var hinn reiðasti Nú róa þau suður í móti þeim Berki og láta sem ekki væri til vandræða. Þá segir Gísli fyrir, ég má og leita þess á, að sem skjótast skilji með oss.“ Óg nú rær hún á móti þeim og þó eigi allnærri þeim Berki og lætur sem hún bregði til miða. Nú kallar Börkur á hana og spyr, ef Gísli væri í eyjunni. „Eigi veit ég það,“ segir hún, en hitt veit ég, að er þar sá maður, er mjög bar af öðrum mönnum, þeim sem í eyjunni eru, bæði að vexti og hagleik." „Já,“ segir Börkur. „en hvort er Ingjaldur bóndi heima?" „Löngu áðan reri „svo sem það getur ærilega látið." Þeir sögðu, að hfrn væri hörmulega stödd, er hún skyldi fylgja fóla þessum. „Svo þykir mér og,“ segir hún; „en hitt finn ég á, að yður þykir hlægilegt og harmið mig alllítt." „Förum ekki að heimsku þessari," sagði Börkur, „og víkjum áleiðis:" Skiljast þau nú og róa þeir til eyjarinnar og ganga á land og sjá nú mennina á Vaðsteina- bergi og snúa þangað og hyggja allgott til sín; en þeir eru uppi á berginu, Ingjaldur og þrællinn. Börkur kennir brátt mennina og mælti til Ingjalds: „Hitt er nú ráð, að selja fram Gísla eða segja til hans ella, og ertu mannhundur mikill, er þú hefir leynt bróðurbana mínum og ert þó minn landseti, og værir þú ills verður frá þér, og væri það sannara, að þú værir drepinn." Ingjaldur svarar: „Ég hefi vond klæði, og hryggir mig ekki, þó að ég slíti þeim eigi gerr; og fyrr mun ég láta lífið en ég geri eigi Gísla það gott, sem ég má, og firra hann vandræðum." Og það hafa menn mælt, að Ingjaldur hafi Gísla mest veitt og það að mestu gagni orðið; og það er sagt, að þá er Þorgrímur nef gerði seiðinn, að hann mælti svo fyrir, að Gísla skyldi ekkert að gagni verða, þó að menn byrgi honum hér á landi; en það kom honum eigi í hug að skilja til um úteyjar, og entist því þetta hóti lengst, þótt eigi yrði þess álengdar auðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.