Morgunblaðið - 25.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1979, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1979 ííOÐIR GESTIR — Grindvíkingar hafa haft þessa góðu gesti í heimsókn hjá sér í vetur. Nokkrir selir hafa haldið til í höfninni þar og spóka þeir sig gjarnan á smáskerjum rétt við flæðarmálið og láta sér ekki bregða þó að hamagangur sé oft mikill í höfninni og hávaði talsverður. Ljóam- Mbi. Guðfinnur Bergsson. Siglufjörður: Mikið tjón af völdum tæringar í ofnum „ÞAÐ eru talsverð brögð að því og nokkuð algengt að komið hefur fram tæring í ofnum hér í bænum,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson vcrk- fræðingur í Siglufirði í samtali við Morgunblaðið í gær, „og það hefur orðið mikið tjón af þessu, því jafnvel hefur orðið að skipta um ofan í heilu húsunum og það nýjum húsum, en þessi tæring kemur ekki síður fram í eldri ofnum.“ Ástæðuna fyrir tæringunni sagði Þorsteinn vera of mikið súrefni í vatni hitaveitunnar, en s.l. haust var tekið til þess ráðs að blanda súrefniseyði í vatnið. Ekki er tíma- bært að draga ályktanir af þeirri tilraun til gagnráðstafana. Sagði Þorsteinn að tæringin kæmi fram í ákveðinni tegund ofna, þ.e. ofnum sem væru úr lágkolstáli. Rjúpan friðuð næstu þrjú ár? Á BÚNAÐARÞINGI hefur verið lögð fram tillaga um að þingið beiti sér fyrir því, að rjúpnastofninn í iandinu verði alfriðaður næstu þrjú árin. Flutningsmaður tillögunnar Óhætt að veiða 450 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni Fiskifræðingar hækka kvótann um 100 þús. tonn á grundvelli nýrra gagna HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN ritaði sjávarútvegsráðuneytinu brcf á föstudaginn og skýrði frá því að fiskifræðingar teldu óhætt á grundvelli nýrra gagna að veiða 100 þúsund tonnum meira af loðnu á vetrarvertíðinni en þeir töldu áður, eða 450 þúsund tonn í stað 350 þúsund tonna. Þórður Ásgeirsson skrifstofu- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Þórður sagði að mælingar fiski- fræðinganna á loðnugöngunum útaf Vestfjörðum hefðu leitt í ljós, að þar var mun meira af loðnu en þeir reiknuðu með og á grundvelli þess hefðu þeir hækkað töluna. Hann sagði ennfremur að sjómenn teldu óhemju loðnu vera útaf suðurströndinni. Fiskifræðingar myndu eftir helgina halda þangað til mælinga og ef niðurstöður þeirra reyndust hagstæðar kynni Megn óánægja með ASI FÉLAGSFUNDUR í Trésmíðafé- lagi Reykjavíkur, sem haldinn var 21. febrúar, 'ýsir yfir megnri óánægju með framtaks- og skipu- lagsleysi miðstjórnar Alþýðusam- bands íslands við að koma á umræðu og stefnumótun í verka- lýðsfélögunum sjálfum, varðandi aðgerðir og áform ríkisstjórnar- innar — segir í fréttatilkynn ingu, sem Mbl. hefur borizt. I fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Upplýsingastreymi milli miðstjórnar og verkalýðsfé- iaganna hefur skort, og krefst fundurinn þess að ný vinnubrögð verði tekin upp af hálfu miðstjórn- ar ASÍ, þannig að verkalýðsfélögin geti orðið virk í samstarfi ríkis- stjórnarinnar og miðstjórnar ASÍ. Fundurinn lítur svo á, að verði ekki breyting á núverandi ástandi, sé þess ekki að vænta að umtals- verður árangur náist af marg- nefndu samráði launþegasamtak- anna og ríkisstjórnarinnar." I fréttatilkynningunni er vitnað til samstarfsyfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar, þar sem segir: „Rík- isstjórnin leggur áherzlu á að komið verði á traustu samstarfi fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds." Síðan segir: „Á þessa yfirlýsingu litu félagar Tré- smíðafélags Reykjavíkur sem viljayfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að hún væri reiðubúin að taka mið af óskum verkalýðshreyf- ingarinnar. — í þeirri trú að viðbrögð miðstjórnar ASI yrðu jákvæð og hún tæki upp og hefði forgöngu um að koma á umræðu í verkalýðsfélögunum, samþykkti félagsfundur TR, haldinn 20. september s.l., að afturkalla upp- sögn samninga. svo að fara að þeir hækkuðu þessa tölu ennþá meira. Sáralítil veiði var í fyrrinótt á miðunum undan Suðurlandi vegna þess hve fáir bátar voru á miðun- um og veður vont. Heildarloðnu- aflinn á vertíðinni er nú um 307 þúsund tonn. Allar þrær eru fullar á svæðinu frá Seyðisfirði suður um að Þorlákshöfn og bræðsla í full- um gangi. Loðnufrysting hefur gengið mjög vel og eftir helgina mun hrognavinnsla væntanlega hefjast af fullum krafti. Eftirtaldir bátar tilkynntu loðnunefnd afla eftir klukkan 22,30 í fyrrakvöld: Þórshamar 500, Pétur Jónsson 630, Húnaröst 570, Súlan 650, Skírnir 380, Hákon 140 og Arney 130. er Þórarinn Kristjánsson, bóndi í Hoiti, Svalbarðshreppi, Norð- ur-Þingeyjasýslu og búnaðarþings- fulltrúi. í tillögu sinni segir Þórarinn að í stórum landshlutum hafi rjúpunni fækkað mjög á síðustu árum. Viðburður sé, ef rjúpa finnist á eggjum, gangnamenn sjái mjög fátt af rjúpu í leitum, og vegfarendur fari landshorna á milli án þess að sjá rjúpur, þar sem þær fóru áður í flokkum. Þórarinn segir að nútíma aðstaða og veiðitækni bjóði upp á fjöldamorð og hóflausa rányrkju, sem verði að koma í veg fyrir. Það sé vart sæm- andi fyrir velmegandi þjóð, sem situr við hlaðin borð af ágætum kjötvör- um og gnótt matfanga, að elta uppi rjúpur um fjöll og firnindi, stefna rjúpnastofninum í hættu og skerða fegurð og unaðssemdir íslenskrar náttúru. Góður afli hjá Vestfirðingum: Togaramir með fullfermi og netabátar með upp í 40 lestir AFLABRÖGÐ í Vestfirðingafjórðungi hafa verið með bezta móti síðustu daga. Að þvi er Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri á ísafirði, tjáði Mbl. var afli ísafjarðartogaranna í síðustu viku mjög góður. Júlíus Geirmundsson landaði á föstudag en Guöbjörg og Páll Pálsson áttu að landa 1 dag og voru öll skipin með fullfermi. Togararnir hafa verið í kantinum norður af Víkuráln- um og er þar greinilega mikill fiskur í kjölfar loðnunnar fyrir Vestfjörðum. Allir togararnir fcngu þennan afla í botnvörpu. Línubátarnir frá ísafirði hafa einnig verið að fá sæmilega góðan afla eða 7—9 lestir í róðri en þeir hafa verið norðar og haldið sig grynnra. Mikil vinna er nú á Isafirði i frystihúsunum og sagði Jón, að aflinn, sem nú væri kominn á land frá því um áramót, væri nokkru meiri en á sama tíma í fyrra. Togaramir hefðu fiskað betur en þá var en hins vegar hefði nú verið treg- ara hjá linubátunum. Hjá Jóni Bjarnasyni á Tálknafirði fékk Mbl. þær upp- lýsingar að ágætisafli hefði verið hjá netabátunum, sem gerðir eru út frá suðurfjörðun- um, Tálknafirði og Patreksfirði. A* vísu er útgerðin frá Tálkna- firði með minnsta móti nú því að þangað er von á nýjum togara í lok marz og þess vegna hefur annar netabáta Tálknfirð- inga verið seldur til Þorláks- hafnar og stefnt að því að selja hinn úr landi en sá hefur aflað ágætlega að undanförnu. Annað fyrirtæki á staðnum er nú að láta smíða nótaskip á Akranesi. Jón sagði, að á Patreksfirði hefðu netabátar einnig verið að fá ágætan afla, t.d. hefði einn bátur í vikunni landað þar um 40 tonnum af 2ja nátta fiski. Þar væru annálaðir aflamenn í net, reyndar bræður, og kvaðst hann vita til að bátar þeirra hefðu verið að fá 30—40 tonn. Einnig hefði verið dágott fiskirí hjá línubátum frá Patreksfirði að undanförnu, en Jón sagði með ólíkindum hverju Patreksfirð- ingar afköstuðu þrátt fyrir tvö frystihús, því að þeir gerðu nú út 11 stóra báta auk skuttogar- ans. Jón Bjarnason sagði fyrirsjá- anlegt að koma skuttogarans til Tálknafjarðar ylli þar miklum breytingum. Ráðist hefði verið í miklar byggingarframkvæmdir í plássinu í fyrra en gert væri ráð fyrir að um 20 manns flytt- ust í þorpið samfara komu skut- togarans, svo sem netamenn en þjónusta af því tagi hefði ekki veriö þar fyrir hendi til þessa,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.