Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 27 Qlafsfjörður: Stórtjón í eldsvoða ólafsfirði, 2. marz. UM KLUKKAN tvö í nótt var slökkviliðið kallað út, en þá var eldur laus í bflageymslu við húsið að Brimnesvegi 18 í Ólafs- firði. Var bflageymslan þá alelda og brann með öllu sem í henni var, bifreið, hjólhýsi og töluverðu af öðrum varningi. Hefur eig- andinn. Guðni Aðalsteins- son. orðið fyrir miklu tjóni, þar sem húsið, ásamt því sem í því var, var óvátryggt, en bifreiðin var eign föður Guðna. Var það Volkswagen bifreið, nýleg. Eldsupptök eru ókunn en unnið er að rannsókn málsins. Meðal annars voru kallaðir til þrír rann- sóknarlögreglumenn úr Reykjavík og komu þeir síðdegis. Ólíklegt er talið að eldur hafi kviknað út frá rafmagni og er nú sérstaklega athugað hvort um íkveikju kunni að vera að ræða. — Jakob Hefur landað 800 tonnum á 2 mánuðum Ólafsíirði, 2. marz SKUTTOGARINN Sólberg landaði hér í dag 140 tonnum af góðum fiski. Ilefur Sólbergið aflað mjög vel og hefur fengið um 800 tonn frá áramótum. Skip- stjórar á togaranum eru Björn Kjartansson og Gunnar R. Kristinsson. Afli netabáta hefur glæðst og hafa þeir fengið allt að 10 smálestir í róðri. — Jakob. 230 þús- undum stolið INNBROT var framið í íbúð við Miklubraut í fyrrakvöld og þaðan stolið 230 þúsund krónum í peningum. í gær hafðist upp á pilti, sem viðurkenndi að hafa framið innbrotið ásamt öðrum pilti. Fundust 75 þúsund krónur á piltinum. Leitað var að hinum piltinum í gær. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI SKIPULAGSNEFND um raforkuöflun, skipuð af iðnaðarráðherra 6. október 1978. Talið frá vinstri: Jóhannes Nordai. stjórnarformaður Landsvirkjunar; Magnús E. Guðjónsson. framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfélaga; Egill Skúli Ingibergsson. borgarstjóri; Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, formaður nefndarinnar; Iljörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra; Helgi Bergs. bankastjóri. varaformaður nefndarinnar; Jakob Björnsson, orkumálastjóri; Kristján Jónsson, rafmagnsvcitustjóri; og Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Laxárvirkjunar. Með nefndinni starfaði einnig Páll Flygenring ráðuneytisstjóri. Landsvirkjun verði LANDSVIRKJUN HÉR fara á eftir tillögur nefndar þeirrar er iðnaðarráð- herra skipaði hinn G. október síðast liðinn til að gera tillögur um stofnun landsfyrirtækis um meginaforkuvinnslu á íslandi og raforkuflutning um landið: Tillögur um landsfyrirtæki um meginraforkuvinnslu ok raforkuflutning Landsfyrirtæki um megin- raforkuvinnslu og raforkuflutning Eitt fyrirtæki, LANDS- VIRKJUN (hér ritað svo til aðgreiningar frá núverandi Landsvirkjun) annist meginraf- orkuvinnslu og raforkuflutning eftir aðalstofnlínum. Fyrirtækið verði til á þann hátt, að Laxárvirkjun sameinist Landsvirkjun, sem yfirtaki síðan þær 132 kV Byggðalínur, sem lagðar hafa verið, þ.e. Norðurlínu og Austurlínu, svo og Vesturlínu, sem er í bygg- ingu. Fyrirtækið heiti áfram LANDSVIRKJUN. Gerður verði sameignarsamningur milli eignaraðila og núgildandi lög- um, sem varða þessi mál, verði breytt til að taka mið af hinum nýju viðhorfum. Skil milli LANDS- VIRKJUNAR, að gerðum ofan- greindum breytingum, og ann- arra orkufyrirtækja verði núverandi skil Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar við aðra og í spennistöðvum tengdum Byggðalínum um 132 kV spennisrofa. Stjórn LANDSVIRKJUNAR er heimilt að kaupa og/eða yfirtaka orkuver og aðalorku- veitur frá öðrum aðilum og starfrækja þau mannvirki. Sérstaklega er gert ráð fyrir því, að LANDSVIRKJUN sé heimilt að yfirtaka Kröflu- virkjun síðar, að undangengnum samningum. Verkcfni LANDSVIRKJUNAR Aðalverkefni LANDSVIRKJUNAR verði að vinna, flytja og selja í heildsölu raforku til dreifiveitna til al- menningsnota og samkvæmt sérsamningum við einstaka notendur. LANDSVIRKJUN skal hafa með viðunandi öryggi tiltæka nægilega raforku til að anna þörfum viðskiptaaðila sinna, eftir því sem við verður komið. LANDSVIRKJUN skal stefna að því að tryggja sem hagkvæm- ast raforkuverð, eftir því sem samrýmanlegt er fjárhagslega heilbrigðum rekstri og uppbygg- ingu fyrirtækisins. LANDSVIRKJUN skal fá einkarétt til að reisa hvers konar raforkuver að afli 5 MW eða meir, sem ætluð eru til raforkuvinnslu til sölu, eftir því sem stjórn LANDS- VIRKJUNAR telur hagkvæmt á hverjum tíma. LANDSVIRKJUN skal heimilt að leggja aðalorkuveit- ur, eftir því sem þörf gerist og stjórn þess ákveður. LANDS- VIRKJUN tekur að sér það verkefni að ljúka framkvæmd- um við Byggðalínur, sem ákveðnar hafa verið. LANDSVIRKJUN skal gera langtímaáætlanir um allar meiriháttar framkvæmdir og skal leggja þær fyrir Alþingi, eigi sjaldnar en annað hvert ár. Orkuveitusvæði Orkuveitusvæði LANDS- VIRKJUNAR eru þau svæði, sem orkuver og flutningslínur hennar spanna. Þar sem svo hagar til, að dreifiaðilar, sem kaupa raforku af LANDSVIRKJUN, hafa jafn- framt með höndum eigin raforkuvinnslu, skal gera samrekstrarsamning milli aðila. Eignaraðild Eigendur LANDSVIRKJUNAR verða í upphafi þrír: Ríkissjóður, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær. Eignaraðild fer eftir framlögðum verðmætum samkvæmt samkomulagi milli aðila eða mati. Eignaraðild ríkisins skal þó vera 50%. Vanti uppá, að svo sé við mat fram- lagðra eigna, skal ríkið leggja fram fjármuni, svo að það hlut- fall náist. Gera skal sameignar- samning milli aðila og þar gerð grein fyrir framlögðum verð- mætum og eignarhlutföllum. í sameignarsamningi skal kveða á um arðgreiöslur. Heimilt skal sveitarfélögum eða sameignarfélögum þeirra að gerast eignaraðilar að LANDSVIRKJUN. Þeir, sem óska eftir að gerast eignaraðilar, skulu tilkynna stjórn LANDSVIRKJUNAR það með árs fyrirvara og leggja jafnframt fram fjármuni, sem nema 2% af höfuðstól LANDS- VIRKJUNAR á hverjum tíma eða meir. Eignast þeir þá hlut í fyrirtækinu, sem því nemur, en ríkið skal leggja fram jafnmikið á móti, þannig að ríkið haldi sínum 50% eignarhluta. Eignaraðilar LANDSVIRKJUNAR eru hver um sig í einfaldri ábyrgð fyrir öllum skuldbindingum fyrir- tækisins, en um innbyrðis ábyrgð þeirra fer eftir eignar- hlutföllum. Stjórn og innra skipulag Stjórn LANDSVIRKJUNAR verði skipuð sjö mönnum þann- ig, að þrír verði kjörnir af Alþingi, tveir tilnefndir af borgarstjórn Reykjavíkurborgar og einn af bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Eignaraðilar skipa sameigin- lega sjöunda manninn og skal hann vera formaður stjórnar. Ef ekki næst samkomulag, nefnir Hæstiréttur oddamann. Kjör- tímabil stjórnar skal vera sex ár. Verði um fjölgun eignaraðila að ræða, skal auk stjórnar mynda fulltrúaráð, þar sem allir eignaraðilar eiga fulltrúa. Fulltrúaráðið skal koma saman svo oft sem þurfa þykir, en eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Kjörtímabil fulltrúaráðs- manna skal vera hið sama og stjórnar. Verði um fjölgun eignaraðila að ræða og eignist einhver nýr eignaraðili jafnan eða stærri hlut en sá aðili, sem minnstan hlut á fyrir, skal taka skipan stjórnar til endurskoðunar í þá átt að fjölga stjórnarmönnum. Innra skipulag LANDS- VIRKJUNAR verði byggt á þeim grunni, sem þegar er fyrir í Landsvirkjun með þeim breytingum til dæmis, að mynduð verði framkvæmda- stjórn, sem skipuð væri for- stjóra og 2—4 öðrum æðstu starfsmönnum fyrirtækisins. Lögheimili og varnarþing LANDSVIRKJUNAR verði í Reykjavík, en stofnsett verði svæðisskrifstofa LANDS- VIRKJUNAR á Akureyri og hafi sú skrifstofa umsjón með rekstri LANDSVIRKJUNAR norðan heiða. Frámkvæmda- stjóri þeirrar svæðisskrifstofu eigi sæti í framkvæmdastjórn LANDSVIRKJUNAR. Starfslið núverandi Lands- virkjunar, Laxárvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins vegna Byggðalína eigi þess kost að verða starfsmenn LANDS- VIRKJUNAR. Gjaldskrá Stjórn LANDSVIRKJUNAR ákveður heildsöluverð á raforku til almennra notenda og al- menna samningsskilmála fyrir fyrirtækið. Skal sama gjaldskrá gilda á öllum sölustöðum. Raforkuverð skal við það miðað, að eðlilegur afrakstur fáist af því fjármagni, sem á hverjum tíma er bundið í rekstri fyrir- tækisins. Einnig skal að því stefnt, að fyrirtækið skili nægi- legum greiðstuafgangi, til þess að það geti jafnan með eigin fjármagni og hæfilegum lán- tökum tryggt notendum sínum næga raforku. LANDSVIRKJUN skal gera rafmagnssamninga við við- skiptavini sína í samræmi við lög, reglugerð og almenna samningsskilmála. LANDSVIRKJUN yfirtekur sérsamninga þá, er Lands- virkjun og Laxárvirkjun hafa gert við fyrirtæki, sem reka orkufrekan iðnað, eða aðra ein- staka kaupendur. Til að gera frekari rafmagnssamninga við stórnotendur þarf leyfi ráðherra þess, er fer með orkumál. Lagaleg og samnings- hundin atriði Landsfyrirtæki verði komið á fót með þeim hætti, að væntan- legir eignaraðilar geri með sér sameignarsamning. Jafnframt gerð sameignarsamnings þarf að endurskoða lög nr. 59/1965 um Landsvirkjun, sbr. lög nr. 36/1969, og lög nr. 60/1965 um Laxárvirkjun, svo og að því leyti, sem við á Orkulög nr. 58/1967, sbr. lög nr. 84/1972 og lög nr. 51/1972, og lög nr. 55/1976 um Orkubú Vestfjarða, til að taka mið af hinum nýju viðhorfum. LANDSVIRKJUN yfirtaki allar skuldbindingar lagalegar og samningslegar, svo og ábyrgðir, sem hvíla á Lands- virkjun og Laxárvirkjun, og eftir því sem við á, á ríkinu vegna Byggðalína. LANDSVIRKJUN yfirtaki þær heimildir og einkaleyfi til virkjana 5 MW og stærri, sem Alþingi hefur þegar samþykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.