Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 5 Rætur kl. 20.50: Hana-George snýr aftur Tíundi þáttur sjónvarps- myndaflokksins Rætur er á dag- skránni í kvöld klukkan 20.50. Það sem helzt ber til tiðinda í þessum þætti er að Hana-George kemur heim frá Englandi, en Moore húsbóndi hans varð að lána George þang- að í nokkur ár til að greiða skuld sína eftir tap í veðmáli. Hana-George kemur frjáls maður og er honum tekið með kostum, en nú er sonur hans orðinn fjölskyldumaður og virt- ur járnsmiður. En hana-George á ekki um annað að velja en að halda á brott, því að hann missir frelsið verði hann lengur en 60 daga í sveitinni. Þar er og komið við sögu í þessum þætti að borgara- styrjöld skellur á í landinu og eiga Suðurríkin erfitt um vik. Ungur hvítur bóndi mun eiga sitt allt undir svertingjunum á Harvey-býlinu komið. Meðfylgjandi mynd sýnir hana-George í essinu sínu. Utvarp kl. 19.25: Beinagrind í þióðgarðinum í dag kl. 19.25 verður fluttur í útvarpi 5. þáttur af fram- haldsleikritinu „Svartur markaður". Nefnist hann „Beinagrind í þjóðgarðin- um“. í stærstu hlutverkum eru Erlingur Gíslason, Kristín Ólafsdóttir og Sigurður Skúlason. Leik- stjóri er Þráinn Bertelsson. í síðasta þætti kom fram, að Margrét tengdamóðir Olgu hafði náin kynni af Arnþóri Finnssyni, sem var einn þriggja manna sem hvarf sumarið 1944. Nú er rannsókn málsins haldið áfram og ýmislegt nýtt kemur fram. Kaffiboð fyrir Iðjufélaga 65 ára og eldri veröur haldið í Víkingasal Hótels Loftleiöa sunnudaginn 18. marz kl. 3 síödegis. Miöar veröa afhentir á skrifstofu félagsins. Stjórn löju. Tillitssemi kostar ekkert páskaferðir ® til ÍRLANDS þessum vinsælu og ódýru ferdum hef ur verid bediö eftir med óþreyju Brottfarardagar: 12/4 - 16/4 - 5 dagar - 0 vinnudagartapast - kr 98.000 11/4 - 17/4 - 7 - - 1 - 113.000 11/4 - 25/4 - 14 - 6 - -- 185.000 Nú er um aó gera aó panta strax, því þessar feróir seljast á ótrúlega skömmum tíma. TSamvirmuferðir9 LANDSYH AUSTURSTRÆTI 12-SÍMI 27077 heimilistæki sf Sætúni 8 — Sími 13869

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.