Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 Eftir Don Oberdorfer í tilefni af Því, að nú er kjörtímabil Jimmy Carters Bandaríkjaforseta rétt hálfnað, hafa margir gert úttekt á stefnu hans í utanríkis- og innanlands- málum. Hér birtist grein um utanríkisstefnu forsetans eftir fréttaritara Washington Post. Greinin er rituð eftir að höfundurinn hafði átt viðtal við forsetann og er vitnað til bess í henni. Kínverjar höfðu ekki ráðist inn í Víetnam, begar viðtalið var tekið og greinin rituð. Klukkan 5.30 á hverjum morgni þegar myrkrið hvílir enn yfir garði Hvíta hússins og flestir í Washington sofa sest Jimmy Cart- er við lítið borð í skrifstofu sinni og tekur ákvarðanir við snarkandi arineld. I tvo tíma, áður en form- legi vinnudagurinn hefst, fer hann í gegnum skjalabunka og krotar á blöðin með tússpenna eða kúlu- penna stórum ákveðnum stöfum. Hann fer yfir ákvarðanareitina og skoðar þær leiðir sem kynntar eru á hverju skjali, skrifar minnisblöð til helstu samstarfsmanna sinna og krotar á spássíu skjalanna athugasemdir sínar og fyrirmæli „sýnið hörku", „samþykkur", „látum til skarar skríða" og stundum „vitleysa". Carter fylgir þeirri starfsreglu að sinna öllum erindum, sem við Persaflóa og í Afríku hafa sett svip sinn á þróun heimsmála. Hann -var valdalaus þegar innri sprenging varð í íran, og forsend- ur langra samskipta þess hern- aðarlega mikilvæga lands við Bandaríkin brustu. Fyrr var hann neyddur til þess að horfa aðgerðarlaus á, þegar sovésk tæki og ráðgjafar og kúbanskar her- sveitir streymdu inn í Eþíópíu og Angóla. Kjarninn í svari Carters við tillögum þeirra, er telja, að hann hefði átt að beita bandarísku afli á þessum stöðum er: „Við getum ekki ákveðið, hvers konar ríkis- stjórn á að sitja í Eþíópíu eða hvers konar ríkisstjórn á að sitja í Suður-Jemen (þar hafa Sovétmenn nú fótfestu á Arabíuskaga) eða hvers konar ríkisstjórn á að sitja í Eftir tveggja ira aetu i Hvíta húainu er foraetinn oróinn „mun eililegri“ að mati niinna aamatarfamanna hana. Þeaai mynd er tekin í hinni höróu og tvíaýnu barittu um foraetaembættið. á þriðja ári sínu undirriti hann nýjan samning um takmörkun gjöreyðingarvopna, sem er ekki í samræmi við allar óskir hans en er liður í áframhaldandi viðleitni Bandaríkjanna og Sovétríkjanna til að halda aftur af vexti ógnar- vopna sinna. Sá atburður, sem komist hefur næst því að veita honum sigur- verðlaun á alþjóðavettvangi, topp- fundurinn í Camp David, sem lyfti honum upp í almenningsálitinu og bjargaði ef til vill forsetaferli hans, hefur ekki enn verið til lykta leiddur með fyrirhuguðum friðar- samningi milli Egypta og Israels- manna. Unnið er að undirbúningi annars toppfundar, þar sem ætlunin er að reka smiðshöggið á málið. Hann er í senn sá forystumaður, sem mest starfar fyrir opnum tjöldum og minnst. Carter notar opinberar yfirlýsingar sem þátt í stefnumótun — og starfar þannig algerlega andstætt Henry Kissing- er, sem notaði leyndina til að komast í kringum andstöðu skrif- finnskunnar, og hann kynnir af- stöðu sýna og viðbrögð á tíðum blaðamannafundum, í viðtölum og ræðum. Hann settist í forsetastólinn með fastmótuð siðferðileg viðhorf til þess, hvað er „rétt“ en litla þekkingu á því, hvernig alþjóða- kerfið eða stjórnkerfi Bandaríkj- anna starfar. Hann sökkti sér í athugun á allri veröldinni og tók fyrir hvert málið á fætur öðru, „eins og verkfræðistúdent, sem tefur best að lesa sem mest rétt fyrir próf og fá síðan A,“ eins og embættismaður lýsti starfsaðferð forsetans. Þverstæðurnar í utan- ríkisstefnu Carters honum berast, innan sólarhrings frá því þau koma í hendur hans. Hann er framkvæmdasamur, setur sér háleit markmið, hefur fjölbreytt áhugasvið, ræður ekki við þá áráttu sína að skipta sér af eða gefa fyrirmæli um öll mál, hvort sem þau eru stór eða smá. Hann er á sífelldu iði og ann sér sjaldan hvíldar. Við mat á stöðu 39. forsetans og stefnu á sviði utanríkismála, þegar hálft kjörtímabil hans er liðið, er nauðsynlegt að takast á við tvær þverstæður samtímis, sem keppa hvor við aðra. Sú fyrri er, að forsetinn fylgist einstaklega vel með smæstu atriðum í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna — þó virðist stefnumótun hans oft óljós, óákveðin, óráðin. Sú síðari er, að Carter hefur haldið þjóðinni utan styrjalda, komist hjá þeim árekstrum á alþjóðavettvangi, sem settu svip sinn á stjórnartímabil fyrirrennara hans. Þó er hæðst að forystu hans og hún talin veik og andlaus og ekki sýna fastmótað hver séu markmið Bandaríkjanna í heiminum. Hernum haldið heima Carter hefur ekki orðið að ganga í gegnum þá erfiðleika í alþjóða- samskiptum, sem leiða af því að standa andspænis vopnuðum átökum við annað ríki. Hann hefur ekki sent bandaríska hermenn til neinna átakasvæða á hnettinum, né hefur hann svo vitað sé gefið fyrirmæli um undirróðursaðgerðir gegn nokkurri erlendri ríkisstjórn. Hann hefur sætt stöðugum inn- rá'sum fyrir máttlausa afstöðu, opinbert sundurlyndi innan stjórnar sinnar og hafa um hvar hann stæði sjalfur þegar atburðir íran. „í samtali benti hann á, að því sé oft haldið fram, að þegar forystuskipti verða eða breyting á stjórnarháttum eftir stjórnmála- kerfum í öðrum löndum, þá hafi Bandaríkin tapað og þau heföu átt að koma í veg fyrir breytingarnar. Hann sagði, að þrátt fyrir þessa stöðugu gagnrýni yrði almenningur að skilja, að „við hefðum ekki getu til að ryðjast inn í innra stjórnmálakerfi nokkurs ríkis á jörðunni og stjórna póli- tískri framvindu nema við vildum hefja nýtt Víetnam." Skoöanir eiginkonunnar Árásirnar og gagnrýnin virðast ekki hafa nein áhrif á hann, enda þótt sumir af nánustu samstarfs- mönnum hans kjósi að hann léti þær meira til sín taka og svaraði þeim. Kona hans, Rosalynn, sem getur lesið hugsanir hahs betur en nokkur annar, sagði: „Hann hefur ekki áhyggjur af málum. Ég er viss um, að hann mundi játa, að honum hefðu orðið á ýmis mistök, en sé svo, þá það, og menn verða að sætts sig við það ... Menn gera sitt besta. Gagnrýnin er svo marg- vísleg, að það er sama hvaða ákvörðun er tekin, þú færð orð í eyra úr öllum áttum. Brátt kemur að því, að gagnrýnin tapar miklu af gildi sínu.“ Næmleiki hans fyrir tak- markaðri þýðingu þess að beita líkamlegu valdi er í andstöðu við öll þau markmið, sem hann hélt á loft, þegar hann tók við embætti: stórkostlegur samdráttur í kjarn- orkuherafla Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sem liður í því að útrýma öllum slíkum vopnum; friðarsamningar milli Israels- manna og allra nágranna þeirra í Arabaríkjunum; eðlileg samskipti við Kína um leið og staða Taiwan yrði tryggð; efling á bandalags- tengslunum við Vestur-Evrópu og Japani; friðsamleg lausn kyn- þáttadeilna í suðurhluta Afríku; samdráttur í vopnasölu í heimin- um; stöðvun á útbreiðslu atómvopna; staðfesting á virðingunni fyrir mannréttindum; brottkvaðning bandarísks land- herafla frá Suður-Kóreu o.s.frv. Þar sem markmið hans og hug- myndir hafa rekist á raunveru- legar staðreyndir í veröldinni um- hverfis hann, hefur Carter lækkað róminn, fallist á stutt skref í stað gjörbreytinga, breytt aðferðum síku ákvarðana og þrengt þann litla hóp ráðgjafa, þar sem hann lætur skoðanir sínar í ljós, þegar málin eru til umræðu. Fyrsta árið Á fyrsta ári sínu lauk hann nýjum Panama-samningi. Á öðru ári sínu viðurkenndi hann Rauða-Kína og rauf formleg tengsl við Taiwan. Líklegt er, að snemma Carter heillast af öllum vanda- málum, hvort sem þau snerta kjálkann á Brezhnev eða Belize-skurðinn, og hæfni hans til að læra, taka ákvarðanir og senda boð bréflega gerir honum kleift að koma víða við tafarlaust. Pappírs- vinnan felur hann fyrir augum og rökum annarra en nánustu aðstoðawnanna á æðstu stöðum. Embættismaður hefur lýst því, hvað gerðist í eitt af þeim fáu skiptum, sem Carter hefur sótt fund sérstakrar samræmingar- nefndar á vegum öryggisráðs- stjórnar sinnar, þar sem em- bættismenn létu gamminn geysa og voru ekki sammála. Þegar Carter gekk allt í einu inn á fundinn, breyttu menn um svip og umræðurnar urðu ens og á virðu- legri háskólaráðstefnu. Carter heyrði ekki málflutninginn eins og hann var fluttur af mestri festu og tíðar tók hann ákvörðun sína á grundvelli stuttaralegs og þurrlegs minnisblaðs, þar sem reitum til að velja á milli ákvarðana, hefði verið komið fyrir á milli samandreginna raka. Skortur á heildarsýn? Carter hneigist að því að glíma við sérhvert vandamál á alþjóða- vettvangi út af fyrir sig, og hann hefur virst einlægur í undrun sinni yfir því, ef ákvörðun á einu sviði hefur valdið vandkvæðum á öðru. Ymsir embættismenn eru þeirrar skoðunar, að hann skorti heildarsýn yfir valdahlutföllum og tilfinningu fyrir pólitísku sam- hengi. „Þetta kemur fram í því, að hann getur ekki -munað atburöi í sögulegu samhengi, eða skortir hæfileikann til að átta sig á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.