Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjóð: Samkvæmt sovézkum upplýs- ingum lézt Svíinn Raoul Wallenberg sem hvarf í Búda- pest árið 1945 í Lju- bljanka-fangelsinu í Moskvu fyrir 32 árum. Þó heyrast ávallt af ok til fullyrðingar um að hann lifi og sé enn fangi í Sovétríkjunum. í janúarmán- uði síðastliðnum þótti sænsku rikisstjórninni rétt að fara þess á leit við sovézk yfirvöld að ný könnun yrði gerð á afdrifum Wallenbcrgs. Svar yfirvald- anna var á þá leið að ekkert nýtt væri vitað um afdrif hans síðan 1957 þegar sovézka ríkis- stjórnin tilkynnti sænsku stjórninni formlega að Raou) Wallenberg hefði látizt í júlí 1947. f yfirlýsingu sem sænska utanrikisráðuneytið sendi ný- lega frá sér scgir að sænska ríkisstjórnin telji svar sovézkra yfirvalda ekki full- nægjandi og að hún muni því halda áfram að reyna að kom- ast fyrir um örlög Raoul Wallenbergs. Veitti Gyðingum í Búdapest aðstoð Raoul Wallenberg fæddist 1912 en faðir hans og Marcus Wallenberg, einn helzti iðnjöfur Svía, voru bræðrasynir. Hann var sendur til Búdapest árið 1944 til að bjarga ungverskum Gyðingum undan útrýmingar- herferð nazista. Honum tókst sem starfsmanni sænska sendi- ráðsins að bjarga um 100 000 Gyðingum með því að útvega þeim sænsk vegabréf fyrir út- lendinga eða taka þá undir verndarvær.g sendiráðsins. Sovézk yfirvöld í Búdapest handtóku Wallenberg í janúar 1945. Mánuði seinna var sænska sendiráðinu tilkynnt að hann væri í rússneskri vörzlu en síðan heyrðist ekkert af honum í langan tíma og sovézk yfirvöld neituðu nokkurri vitneskju um Raoul Wallenberg. Það var ekki fyrr en árið 1957 að formleg viðurkenning kom frá Sovétríkj- unum sem í stóð að Wallenberg hefði setið í sovézkum fangels- um en hefði látizt af hjartaveilu í júlí 1947 í Ljublanka-fangels- inu í Moskvu. Lifir hann enn r- l Njósnara- kenning Bandaríkjamenn sýndu strax eftir hvarf Wallenbergs mikinn áhuga á að grennslazt yrði fyrir um afdrif hans. Sendiherra þeirra í Stokkhólmi á stríðsár- unum, Hershel Johnson, hafði átt hugmyndina að því að Wallenberg færi til starfa við sænska sendiráðið í Búdapest og bandaríska stríðsflóttamanna- ráðið (WRB, War Refugee Board) sem sá um styrkveiting- ar úr sameiginlegum sjóði ým- issa Gyðingasamtaka bar hluta af kostnaði við aðstoð hans við ungverska Gyðinga. Johnson fékk Edward Stettinius, þ.v. utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, til að bjóða Svíum aðstoð bandaríska sendiráðsins í Moskvu við að fá upplýsingar frá Rússum um Wallenberg. Aðstoð Bandaríkjanna var af- þökkuð í skeyti frá sænska sendiráðinu í Moskvu í apríl 1945 og ekkert nýtt kom fram í málinu í 12 ár. Áhugi háttsettra Bandaríkja- manna á hvarfi Wallenbergs og sú staðreynd að hann hafði verið við háskólanám í Bandaríkjun- um kom kenningum af stað um að hann hefði verið njósnari bandarísku leyniþjónustunnar í Búdapest. I blaðagreinum sem sænski fréttamaðurinn Sven Strömberg skrifaði nýlega í Dagens Nyheter eru þessar kenningar taldar trúanlegar. Strömberg hefur farið í gegnum mikinn fjölda skjala sem eru varðveitt í Bandaríkjunum um Wallenberg. Skjölin eru aðal- lega bréf, skeyti og skýrslur um hvarf Wallenbergs frá stríðsár- unum fram til ársins 1974. Þau eru öll merkt „Trúnaðarmál" og lengri eða skemmri kaflar voru felldir úr þeim áður en Ström- berg fékk að skoða þau. í skjölunum kemur fram að bandaríska utanríkisráðuneytið var tilbúið að fara fram á upplýsingar um Wallenberg frá Rússum síðast árið 1973 þó að af því hafi ekki orðið. Strömberg kennir mótmælum Svía á þátt- töku Bandaríkjanna í Víet-Nam stríðinu þar um. Móðir Raoul Wallenbergs, Maj von Dardel, sem lézt fyrir skömmu fór oft fram á í bréfum til bandarískra ráðamanna að þeir leituðu upp- lýsinga um afdrif sonar hennar. í bréfi frá Henry Kissinger til Stig Ramel, formanns Nóbel-stofnunarinnar, frá 1974 segir að frú von Dardel eigi fulla samúð Kissingers og að hann skilji óskir hennar um einhverja vitneskju um örlög sonar henn- ar vel en að því miður sé ekkert í fórum bandarísku ríkisstjórnar- innar sem geti varpað ljósi á hvarf hans. Sá Wallenberg 1959 Ástæðan fyrir endurvöktum áhuga Svía á Wallenbergmálinu nú er sú að í nóvember s.l. hafði ísraelinn Abraham Kalinski samband við sænska sendiráðið í Tel Aviv og sagðist hafa séð Wallenberg í Vladimirfangels- inu í Sovétríkjunum á árunum 1955—1959 þegar hann var þar sjálfur pólitískur fangi. Sam- fangi hans hafði sagt honum að Wallenberg væri í klefa 23 í sömu álmu og þeir og síðar sá Kalinski Wallenberg ganga um í hvíldargarðinum. Þegar Kalinski slapp úr fang- elsinu árið 1959 sótti hann strax um leyfi til að flytjast til ísrael sem hann fékk 1976. Það var þó ekki fyrr en nú í haust sem hann mundi eftir Wallenberg. Þá heyrði hann að Simon Wiesen- thal teldi að ekki ætti að verða af Ólympíuleikunum í Moskvu nema Rússar slepptu Raoul Wallenberg úr haldi. Kalinski snéri sér til sænskra yfirvalda og gat sagt þeim að auk þess að hafa séð Wallenberg sjálfan þá hefði hann heyrt að faðir ná- granna hans í Israel væri ný- kominn úr rússnesku fangelsi en sá sagðist hafa hitt Svía á sjúkradeild Butyrkifangelsisins árið 1975 sem hafði þá setið inni í 30 ár. Sænskum stjórnvöldum fannst nóg til upplýsinga Kalinskis koma til að fara fram á nýja rannsókn á afdrifum Wallenbergs í Sovétríkjunum. Ekkert nýtt kom fram við þá rannsókn. Það kom Svíunum Elsu og Hans Villius ekki á óvart en þau skrifuðu bók um Wallenbergmálið 1966. Þau telja það rétt að Wallenberg hafi látizt í júlí 1947 og að allar fullyrðingar um annað sé hægt að rekja til sama fangans, Simons Gogoberidze frá Georg- íu, sem hafði eitt sinn heyrt sagt að Wallenberg lifði. Reyndar var það hann sem var samfangi Kaiinskis og benti honum á Raoul Wallenberg níu árum eftir að hann á að hafa látizt. ab sovézk• Sænska stjórnin var ekki ánægð með upplýsingar þessar og sagðist halda rétti sínum til að fara fram á nýja eftir- grennslan ef eitthvað nýtt kæmi fram í málinu. Síðan hefur utanríkisráðuneytið fengið fjöldann allan af ábendingum um Wallenberg en flestar hafa reynzt rangar. Þ& álíta margir að ábending sem prófessor nokkur er Nannasvarz hét fékk þegar hann var í Moskvu árið 1961 hafi átt við rök að styðjast. Við Nannasvarz var fullyrt að Wallenberg væri á geðveikra- hæli í Sovétríkjunum Sænsk yfirvöld fóru ekki fram á við sovézka ráða- menn að rannsókn yrði gerð á afdrifum Wallenbergs fyrr en árið 1957. Utanríkisráðu- neytið hefur oft verið gagnrýnt fyrir að bregðast svo seint við. Margir telja að hefði verið gengið ákveðnar til verks strax árið 1945 hefði gátan um Wallenberg verið leyst og sænska stjórnin komizt hjá því að krefjast athugunar á afdrif hans árin 1957,1959,1965 og enn á ný árið 1979. Maj von Dardel beið ávallt eftir áreiöanlegum upplýsingum um örlög sonarins. Abraham Kalinski er viss um aö hafa séö Raoul Wallenberg í Vladimirfangelsinu áriö 1959.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.