Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 VER BRIDGET HITLER í upphafi aíöari heima atyrjaldar. Þaö er fjölskrúðugt trúarlífið í Bandaríkjunum. Nú er það nýjast að fjórir ofsatrúarmenn, úr söfnuði er kallar sig „Guðslömb" og ástundar fjölkvæni m.a., voru leiddir fyrir rétt í Salt Lake City í Utah um daginn og eru sakaðir um morð. Er talið að söfnuður þessi hafi myrt eina 22 manns á undan- förnum sex árum, en erfitt hefur reynzt að koma lögum yfir hann. Er safnaðarmanna leitað ákaft vítt og breitt um suðvesturríkin, og einkum þó safnaðarleiðtogans, Ervil LeBaron að nafni. Safnaðarmennirnir fjórir sem eru fyrir rétti í Salt Lake City eru sakaöir um það að hafa myrt leiðtoga annars ofsatrúarsafnaðar. Bulon Allred hét leiðtoginn og söfnuður hans fjölkvænissöfnuður eins og hinn. Allred var myrtur í skrifstofu sinni, skotinn sex skot- um að hópi manns ásjáandi. Vitað er að Ervil LeBaron hafði oftlega hótað honum dauða. Kallar Le- Baron sig enda „Böðul guðs“ í ritum sínum, kveðst hafa verið útvalinn til þess að stjórna heim- inum og „refsa með dauða“ þeim er ögruðu valdi hans. LeBaron stofnaði söfnuð sinn í Los Molinos í Mexíkó árið 1970 eða um það bil, og var eldri bróðir hans Joel með honum. 1972 voru safnaðarmenn orðnir einir 200 talsins; voru þeir komnir úr mor- mónakirkjunni mestan part. Þar kom að þeir bræður Ervil og Joel urðu ósáttir af einhverju tilefni og skildu að skiptum. Stofnaði Ervil þá söfnuð sinn „Guðslömbin". Skömmu síðar var Joel myrtur og um sama leyti fóru „Guðslömbin" um götur Los Molinos að nætur- Engin lömb að leika við, guðslömbin lagi, skutu inn um glugga en fleygðu eldsprengjum inn sums staðar. Féllu tveir í þessari morð- árás en tugir manna særðust og bærinn brann að miklu leyti til grunna. Ervil var handtekinn og dæmdur í 12 ára fangelsi. En háttsettir embættismenn mexí- kanskir skárust í leikinn. Lauk svo að Ervil var látinn laus að fáum mánuðum liðnum og slapp hann með fjögur þúsund dollara sekt. Hann fór þá á flakk með söfnuð sinn og hefur verið á ferð um vesturríkin síðan. Hafa menn ver- ið að hverfa sporlaust þar sem söfnuðurinn fór yfir og eru þeir taldir nálægt tuttugu en tuttugu og tveir þeir sem myrtir hafa verið leynt eða ljóst, eins og fyrr sagði. Leyniþjónustan fór að eltast við „Guðslömbin" þegar árið 1976, og hefur verið leitað stöðugt en geng- ið erfiðlega. Hins vegar er búið að safna nægum sönnunargögnum til þess að dæma mætti LeBaron og safnaðarmenn hans ýmsa fyrir margföld morð og um þessar mundir eru fjórir fyrir rétti eins og sagði. Ervil LeBaron verður hins vegar varla sóttur til saka í bráð; hann heldur til í Mexíkó ásamt með konum sínum og læri- sveinum og þykir víst að áhrifa- miklir embættismenn þar haldi hlífiskildi yfir honum fyrir hæfi- lega þóknun... - WILLIAM SCOBIE Það var um sumarið 1909 að sautján ára gömul stúlka í Dublin, Bridget Dowling að nafni, fór á útihátíð í borginni. Þetta varð afdrifarík skemmtun; hún hitti þarna ungan mann og varð ástfangin af honum þegar í stað. Það var Austurríkismaður og reyndist heita Alois Hitler, hálfbróðir Adólfs. Höfðu þau Bridget þekkzt skamma hríð þeg- ar hún hljópst á brott með honum til Englands. Gengu þau svo í hjónaband í London en settust að í Liverpool og eignuð- ust þar son sem skírður var William Patrick. Þrjátíu árum síðar fluttust Bridget og William Patrick til Bandaríkjanna og var þá Alois úr sögunni fyrir all- löngu. En Bridget ritaði endur- minningar sínar. Fundust þær seinna í plöggum umboðsmanns nokkurs, lentu þaðan í skjala- safni í New York og voru loks að koma fyrir almenningssjónir á dögunum. Endurminningar Bridget Hitler eru athyglisverðar fyrir ýmsar sakir. Höfundur er aðal- persónan í bókinni og ber ofurliði allar aðrar sem til eru nefndar; eiginmaðurinn, sonur og mágur, stofnandi Þriðja ríkisins, eru allir aukapersónur og fer furðu lítið fyrir þeim í frásögninni. En það stóðu svo sem ekki efni til þess að bókin yrði öðruvísi, höf- undurinn hvorki sagnfræðingur né stjórnmálamaður og út í hött að ætlast til einhvers konar sögulegrar úttektar; þetta er bara óbrotin alþýðukona að rifja upp liðna daga. Það varð ekki langt hjónaband þeirra Bridget og Alois, og var það að vonum því þau voru næsta ólík. Það var langtum meiri mannskapur í henni, hún var ákveðin og úrræðagóð og metnað- argjörn ekki sízt. Hann var hins vegar mikill á lofti en reyndist draumóramaður og ístöðulítill. Hann var þjónn að iðn en ól stöðugt með sér stórfenglegar fyrirætlanir um betri tíð. Um eitt skeið taldi hann sér trú um það að rakvélaframleiðsla væri tilval- inn gróðavegur. Rakvélar voru þá nýuppfundnar og óðum að ryðja Adögunum barst til Vesturlanda merkilegt plagg komið austan undan járntjaldi, frá Tékkó- slóvakíu. Þetta er „umsögn sérfróðra manna“ um skáldsöguna „Spurningalistann“ eftir Jiri Grusa, þekktan rithöfund tékkneskan. Umsögnin er eftir tvo nafnkennda ritskoðara, landa hans, dr. Jaroslav Nussberger og Miloslav Hoferek sem „sérfróðir eru um „niðurrifsbókmenntir““. Grusa var handtekinn í fyrrasumar eftir að yfirvöld komust yfir eintak af „Spurningalistanum“. Var honum gefið að sök að „rægja gróflega bæði sósíalism- ann yfirleitt og samfélagsskipanina f Tékkóslóvakíu" í sögunni. Að auki var hann sakaður um að hafa fjölritað 19 eintök af henni og léð kunningjum sínum og smyglað þremur til Sviss. Hann var látinn laus um haustið, en sakargiftirnar vofa enn yfir, og ekki að vita hve lengi hann gengur frjáls. Grusa er talinn með fremstu rithöfundum tékknesk- um af yngri kynslóðinni. Þó hefur hann ekki fengið neitt gefið út á opinbert forlag í full 10 ár; og hefur hann ekki getað komið verkum sínum á framfæri nema neðanjarðar, þ.e. í „samizdat“-útgáfum. Það þarf tæpast að taka fram að Grusa lifir ekki af skáldskapnum; hann framfleytir sér með bygginga- vinnu. Spurningalistinn „Spurningalistinn“ er helzta verk Grusa til þessa. Hefur sagan hlotið mikið lof málsmetandi manna á borð við Pavel Kohout og Ludvik Vaculik. Hún snýst um það að maður nokkur er að sækja um vinnu og þarf þá að svara spurningalista um fortfð sfna. Hann er siðan að svara þessum spurningum bókina á enda og rifjast þá upp mörg umhugsunar- og frásöguefni úr lífi hans, lifi fjölskyldunnar og sögu landsins. „Umsögn“ ritskoðaranna, Nussbergers og nofereks er all-rækileg. Bókin er vegin og metin og fundin léttvæg i flestum greinum. í fyrsta lagi er metið „bókmenntagildi“ hennar. Segja ritskoðararnir að það verði ekki mælt á fagurfræðilegan kvarða eingöngu, — það sé líka siðfræðilegs eðlis. Nú „neitar Grusa alveg að tjá sig eftir þeim siðgæðisreglum sem almennt eru viðurkenndar í þjóðfélaginu. í bókinni er hæðzt að, jafnvel gert lítið úr, samfélaginu í Tékkóslóvakíu“. Það er ósiðlegt að hæðast að sósfalfsku samfélagi, ósiðlegar bókmenntir eru lélegar bókmenntir. í öðru lagi spyrja ritskoðararnir þess hvort segja mcgi að Grusa veitist að þjóðfélagsskipaninni og rfkinu í Tékkóslóvakíu, og lætur að þeim lfkum sem þegar eru fram komnar að þeir geta svarað sér játandi. Eru rök þeirra til þess mjög á sömu leið og umsögnin um „bókmenntagildið". „Efnismeðferð höfundar er ekki aðeins gagnrýnin“ segja þeir „heldur hreinlega sakfellandi (stíllinn á umsögninni og málnotkun öll eru klaufaleg og gætu þeir félagar þar margt lært af Grusa þvf hann er bráðhagur á mál og stíl þrátt fyrir ósiðlegheitin og aðra lesti), þ.e. fjandsamlegur alþýðulýðræði. Frásögnin er neikvæð og einhliða, háðsleg og fordæmandi. Hún er gegnsýrð af efahyggju...“. í þriðja lagi er það tekið til athugunar hvort ráðizt sé í bókinni á önnur sósíalísk ríki og þau rægð, og stendur ekki á svarinu við þeirri spurningu fremur en Svona má ekki skrifa — sko! hinum: bókin er full með andstyggilegan rógburð um sósíalísk ríki. „Bókin storkar alþjóðahyggju lands- manna og hæðist að vináttu okkar og samvinnu við sovézku þjóðirnar“. Höfundurinn varpar rýrð á þátt sovézka hersins f frelsun landsins, lítilsvirðir hina ómetanlegu hjálp sem hann veitti landi voru 1968“ (vorið sem sovézki herinn greip í taumana í Tékkósló- vakíu og Alexander Dubcek var steypt af stóli). Þá er fjallað um þær aðferðir sem Gruse beitir í frásögninni til þess að snúa lesendum á sitt mál. Ritskoðararnir kvarta enn sem fyrr um það að Grusa „leggi alltaf áherzlu á hinar neikvaeðu hliðar á samskiptum manna" og neikvæða eðlisþætti. Honum verði t.a.m. mjög rætt um metorðagirnd, valdasýki. Hann hagi frásögninni þannig „að hún gefi til kynna að menn spillist af valdi, valdið geri menn að samvizkulausum, hégómagjörnum framagosum" og sé þarna „vegið hvað eftir annað og gróflega að mætum mönnum, þ.e. félögum," og þjóðfélaginu í heild. „Óvinafagnaður" Að endingu er svo reifuð sú spurning hvort hugsanlet sé að gefa bókina út f Tékkóslóvakfu þrátt fyrir allt og hvort það kynni að verða rfkinu til hnekkis ef hún kæmi út erlendis. Svörin koma tæpast á óvart: Nei, það er óhugsandi að bókin verði gefin út í Tékkóslóvakfu og Já, hún getur spillt fyrir rfkinu ef hún kemur út erlendis. Hún er sem sé hinn mesti „óvinafagnaður, kærkomin öllum þeim mörgu sem eru á móti kommúnismanum og hatast við hann og nota hvert tækifæri til að níða þjóð skipulag vort og rfkisvaldið fyrir meint mannréttindabrot...“. Jiri Grusa var sáralítt þekktur á Vesturlöndum áður en hann samdi „Spurningalistann“ en það er nú breytt svo er tékkneskum yfirvöldum fyrir að þakka. Heima fyrir var hann hins vegar þekktari enda þótt ekkert hefði komið út eftir hann opinberlega f áratug. Hann reit þó ekki undir Mannréttindaskrá 77 eins og flestir þeir rithöfundar sem nokkuð kvað að í hópi andófsmanna. Mun Grusa hafa verið þeirrar skoðun- ar, að bókmenntir og stjórnmál væru óskyld efni og ætti ekki að hlanda þeim saman. Sú saga gengur hins vegar, að þegar hann var handtekinn og færður í fangelsið kallaði hann til nærstaddra hvort þar væri nokkur þeirra sem ritað höfðu undir Mannréttinda- skrá 77. Þegar einhver kvað svo vera kallaði Grusa aftur að nú vildi hann mega skrifa undir lfka... - MARK FRANKLAND.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.