Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 r Börn og ungl- ingar á barna- ári IUNIIl íiillordnu hnfa verid ósparir á ai) svfíja mcininf'u sína um barnaárii) á þcssu yfirstandandi ári hansins. scm svo hcitir samkvæmt tilskipan hinna Samcinudu þjóda. Vissulcfta cr þai) vcl að þcir scm slitió hafa harns- skónum lciði huftann að kjiirum harna oft unfrfintfa. cn cinnift ffctur vcrið fróð- lcftt að kynnast viðhorfum þcirra scm cnn ttantta á harnsskónum. hvað finnst þcim um þcssa a thytfli scm þcim cr nú vcitt. cnr hún til ttóðs cða ills. var þörf á að cfna til þcssa harnaárs. hvar krcppir skórinn hclst að. við hvaða vandamál cru hörn ott untflinffur (að ciitin dómi) að ttlíma við nú um þcssar miindir.' Til þcss að lcita svara við þcssum spurninttum laifði hlaðamaður Morttunblaðsins lcið sína i cinn ttrunnskóla llcykjavíkur fyrir skömmu. oft raddi þar við ncmcndur t vctittja hck k ja rdci Ida. fjórða hckk oft áttunda hckk. i Lantfholtsskóla. ískólan um cru hörn ott unttlinttar á öllum árum skyídunámsins. allt frá fyrsta hckk til þcss níunda. cða hiirn ott untflinttar á aldrinum sjö ára til scxtán. Arantfurinn af viðræðum blaðamanns ott ncmcnda I.anifholtsskóla fcr hcr á cftir. - ah. Grein; r Anders Hansen ndir: ilía Björnsdóttir iiiiiiiiin „I>að ríkir jafnrétti milli stráka og stelpna í skólanum, svo því skyldi það ekki verða þegar við erum orðin stór?“ „Það er óréttlátt að sýna bannaðar myndir í sjónvarpinu á og laugardagskvöldum.u „Þeir fullorðnu eiga að taka tiUit til krakkarma ” — spjallað við nemendur í 4. bekk Langholtsskóla „Okkur finnst það ekkert asna- legt að hafa sérstakt barnaár, það er bara ágætt," sögðu krakkarnir í 4. bekk 1.0. í Langholtsskóla þegar blaðamaður ræddi við þau um barnaárið. Þau eru flest tíu ára, og virtist þeim koma saman um það að þótt börn á Islandi hefðu það í raun og veru ágætt, þá væri samt ástæða til að vekja athygli á ýmsum málum er vörðuðu börn sérstaklega. Foreldrarnir vinna oí mikið úti — En hver eru þá vandamál íslenskra barna á því herrans ári 1979? Börnunum kom saman um að íslensk börn skorti ekki fæði eða klæði, að því leyti hefðu þau það ágætt, þó að vissulega væri efna- hagur fjölskyldna mjög misjafn. En alla vega vissu þau ekki til að nein börn hefðu ekki nóg að borða og föt til að klæðast, svo mikið væri víst. Þau sögðu hins vegar að til væru mörg heimili sem ekki væru eins góð og skyldi, vegna of mikillar vinnu foreldranna. Pabbi og mamma vinna of mikið, og það er slæmt sögðu þau, þó sá varnagli væri jafnan sleginn að það væri ekki heima hjá þeim, heldur hjá „strák eða steípu sem ég þekki". En afleiðingu þessarar miklu vinnu sögðu þau vera að börnin væru óánægð, þau vildu vera meira með pabba og mömmu, og heimilislífið væri verra á þeim heimilum þar sem foreldrarnir þyrftu að vinna mikið. Sundurleitar óskir barnanna — Talið barst að því hvaða breytingar krakkarnir viídu gera á þjóðfélaginu ef þau fengju ein- hverju að ráða, og var ekki laust við að þar kenndi margra grasa, og flestar voru óskirnar talsvert ævintýrakenndar, eins og senni- lega tilheyrir tíu ára aldrinum. Þau nánast hrópuðu hvert í kapp við annað: sirkus, tívolí, hestaleigu, mótorhjól og fleira og fleira. Eftir þessi köll varð dálítið skrýtin þögn, og síðan fóru þau að tala um að bæta þyrfti sjónvarpið og útvarpið. Sérstaklega fannst þeim það óréttlátt að hafa „bann- aðar“ myndir á laugardags- og föstudagskvöldum, því að þá væri fjölskyldan öll heima og ætti að geta setið saman við sjónvarpið og horft á mynd fyrir alla fjölskyld- una. Af góðu sjónvarpsefni nefndu þau sérstaklega framhaldsmynda- flokkinn „Húsið á sléttunni", „Rætur" og svo þáttinn „Skon- rok(k)“, og barnatímann sem oft væri ágætur. Travolta og Olivia eru æði! Ahugamálin reyndust mjög fjöl- breytileg, skíðaiðkun, fótbolti (öll héldu þau að sjálfsögðu með Þrótti), dans, fimleikar og hesta- mennska svo að eitthvað sé nefnt. Mikið gleðiöskur brauzt út þegar bíómyndir voru nefndar: „Grease, Grease, John Travolta og Olivia eru algjört æði, þau eru langsæt- ustu og skemmtilegustu leikararn- ir!“ Aðra söngvara eða kvik- myndaleikara bar ekki á góma. — En hvað ætla þau að verða þegar þau verða stór? Algengustu svörin voru hár- greiðsludömur, knapar og tamn- ingamenn og ein ætlaði að verða vísindamaður. Stelpurnar sögðust ekki hafa áhuga á flugfreyjustarf- inu, það væri of hættulegt og svo væri fólk þá líka of mikið að heiman. Strákarnir fussuðu og sveiuðu þegar minnst var á störf eins og lögregluþjóns, strætis- vagnabílstjóra eða slökkviliðs- manns sem margir fullorðnir virð- ast halda að sé draumastarf flestra barna. Þá voru margar stúlknanna sem sögðust gjarna vilja verða hús- mæður, og sögðu það síður en svo vera lítilsvirðandi að vera „bara“ húsmóðir. Jafnrétti Ekki var annað að heyra en þeim þætti jafnrétti kynjanna sjálfsagt, og þyrfti lítið að ræða það mál. Þó að það væri ekki núna hjá fullorðnu fólki, þá yrði það áreiðanlega komið þegar þær yrðu fullorðnar sögðu stúlkurnar, enda væri ekkert misrétti hjá börnum, og því skyldi það þá verða þegar þau stækkuðu? — Hér er þó rétt að skjóta því að, að nokkrir strák- anna sögðust eiga að hafa meiri rétt en stelpurnar, því að þeir væru sterkari. — Þessu var svarað með miklum mótmælahrópum, og jafnvel var þessum herramönnum bent á að ein stelpan í bekknum væri sterkari en allir strákarnir, en það væri bara ekki það sem gilti, það kæmu til allt aðrir hæfileikar en kraftar í kögglum. En þegar rætt var um jafnrétti, þá fannst þeim flestum sem full- orðna fólkið væri oft frekt og dónalegt, og tæki ekkert tillit til barna, þeir fullorðnu troða sér framfyrir í verslunum og í biðröð- um og svo framvegis. — Slíkt fannst þeim greinilega mjög for- kastanleg framkoma, og ættu þeir fullorðnu að virða rétt barna alveg eins og annarra. Skemmtanir — Hvernig skemmta krakkar í 4. bekk sér? I þessum umrædda bekk sögðu þau vera haldin partý svona tvisv- ar í mánuði, heima hjá einhverjum í bekknum til skiptis. Þau byrjuðu svona um áttaleytið og væru fram til klukkan ellefu. Þar væri dans- að, farið í leiki og drukkið kók og borðaðar kökur eða eitthvað gotterí hjá foreldrunum. Þá nefndu þau áhugagreinar sínar að framan, bíóferðir og eitt og annað. Trúa á guð og ætla að fermast Talið barst einnig að trúmálum, og öll virtust börnin trúa á Guð, og sögðust staðráðin í því að láta ferma sig þegar þar að kæmi, til þess að staðfesta skírnina eins og þau sögðu. Sögðust þau varla þekkja neitt fólk sem ekki tryði á Guð, og alla vega væri enginn vafi í þeirra huga. En rétt í byrjun þessara um- ræðna gall bjallan við og gaf til kynna að kennslustundinni væri lokið, og þar með þeim tíma sem blaðamaðurinn hafði til umráða, svo að slá varð botninn í þessar líflegu hópumræður. Var þó margt órætt sem brydd- að hafði verið á, svo sem kvartanir um of mikinn heimalærdóm, frekj- an í krökkunum í eldri bekkjunum, uppáhaldsnámsgreinarnar, sam- skipti kennara og nemenda sem að þeirra dómi á að byggjast á gagn- kvæmu trausti og tillitssemi og margt fleira sem verður að bíða betri tíma. — „En barnaárið er ágætt, — hvenær koma myndirnar í blað- inu?“ - AH „Ég ætla að verða knapi og ég ætla að verða knapi líka og ég ætia að „John Travolta og Olivia eru algjört æði!“ verða . . .“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.