Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979 Auðvitaö i J ' ‘ J Benidorm oo rlliflli m 3jl Ferðamiðstöðin hf. AÐALSTRÆTI 9 — SIMI 28133 Seljum farseöla um allan heim á lægsta verði. Jón G. Sólnes: Stöðugleiki í efnahagsmál- um forsenda myntbreytingar Myntbreytingunni slegið á frest til 1. janúar 1981 Á fundi efri deildar sl. miövikudag var frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytt verðgildi íslenzks gjaldmiðils tekið til 2. um- ræðu og samþykkt með þeirri breytingu, að það skyldi ganga í gildi 1. janúar 1981 í stað 1980. Jón Helgason (F) gerði grein fyrir áliti meirihluta fjárhags- nefndar, sem lagði til að frum- varpið yrði samþykkt með þeirri breytingu, að gildistakan yrði miðuð við 1. janúar 1981 í stað 1980. Jón G. Sólnes (S) gerði grein fyrir áliti minnihluta fjárhags- nefndar. Hann sagði, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri út af fyrir sig fylgjandi því að nákvæm at- hugun færi fram á því, hvort ekki væri æskilegt að auka verðgildi krónunnar. — Nægir í því sam- bandi að benda á, tillöguflutning þar að lútandi, þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist Stjórnarfrumvarp: Aðbúnaður, hollustuhætt- ir og öryggi á vinnustöðum FRAM HEFUR verið lagt á Al- þingi frumvarp til laga um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Frumvarpið er í 16 köflum, sem fjalla um: 1) tilgang og gildissvið, 2) öryggis- og heil- brigðisstarfsemi innan fyrirtækja (samskipti vinnuveitenda og starfsmanna), 3) öryggisnefndir sérgreina, 4) almennar skyldur (vinnuveitenda, verkstjóra og starfsmanna), 5) framkvæmd vinnu, 6) vinnustaði, 7) vélar, tækjabúnað o.fl., 8) hættuleg efni og vörur, 9) hvílartíma og frídaga, 10) vinnu barna og unglinga, 11) heilsuvernd, læknisskoðanir og aðrar rannsóknir., 12) vinnueftirlit ríkisins, 13) tilkynningarskyldu fyrirtækja, vietingu starfsleyfa o.f!., 14) afrýjun úrskurða, 15) refsiákvæði, 16) gildistöku og loks brábirgðaákvæði. Samhliða kjarasamningum 1977 var m.a. ákveðið, að stjórnvöld semdu frumvarp til laga af þessu tagi. Skipuð var nefnd fulltrúa frá ASÍ, VSI og VMS og sérfróðra aðila til að vinna verkið. Frumvarp þetta er viðamikið. Það, hve seint það er lagt fram á Alþingi, gerir ólíklegt að frv. verði afgreitt á þessu þingi, enda e.t.v. lagt fram til kynningar. Það er og oft gert um frv., sem snerta flesta aðila í þjóðfélaginu, til að ná fram nauðsynlegri almennri umræðu, áður en endanlega er afgreitt. verið flutningsmenn eða stutt. En í sambandi við þessi mál hefur það ávallt verið svo, að lögð hefur verið mjög rík áherzla á það af hálfu Sjálfstæðisflokksins, að til þess að hagnaður náist af slíkri verðgildisbreytingu gjaldmiðils þurfi að vera fyrir hendi stöðug- leiki í efnahagsmálum þjóðarinn- ar almennt eða þá í sambandi við slíkar breytingar yrðu gerðar ráðstafanir í meðferð efnahags- mála, sem tryggðu, að jákvæður árangur af gjaldmiðilsbreyting- unni næðist. Öllum er ljóst, að sjaldan eða aldrei hefu ríkt meiri óvissa eða óstöðugleiki í efnahagsmálum þjóðarinnar en einmitt nú. Er því alveg óhætt að staðhæfa að allar aðstæður eru mjög óhagstæðar að ekki sé meira sagt til þess að stíga jafn örlagaríkt skref og frumvarp- ið felur í sér. Við teljum því mjög hæpið, sjálfstæðismenn, að ákvörðun nú um jafn þýðingar- mikið málefni og breytt verðgildi íslenzks gjaldmiðils sé tímabært og treystum okkur því ekki til að mæla með samþykki frumvarps- ins. A hinn bóginn sagði þingmaður- inn, að meirihlutinn hefði komið til móts við sjónarmið sjálfstæðis- manna með því að fresta gildis- tökunni um eitt ár og með tilliti til þess myndu sjálfstæðismenn sitja hjá við afgreiðslu málsins. Bragi Sigurjónsson (A) tók undir það, að illa horfði í efna- hagsmálunum og sagði, að sér fyndist þetta frumvarp í raun ekki tímabært af þeim sökum, þar sem myntbreytingin hefði verið hugs- uð eins og punkturinn yfir i-ið, en eigi að’ síður myndi hann greiða frumvarpinu atkvæði í von um að málin færðust í betra horf. Það er mikið um að vera í þingflokkum og þing- deildum þessa dagana, enda stutt til þinglausna — tæpar tvær vikur. Þeir eru þungt hugsandi á þessari mynd ráðherrar sjávarútvegsmála og viðskiptamála, Kjartan Jóhannsson og Svavar Gestsson, enda í miðjum vorverkum á stjórnar- heimilinu. Gaman væri að geta lesið í svip þeirra heimilishagina í stjórnar- ráðinu. Þingfréttir í stuttu máli „Dregið úr nýbyggingu vega og sumarviðhaldi”: Langtímastefna um rann- sóknír og þróunarstarfsemi Friðrik Sopusson (S) mælti í gær fyrir tillögu til þingsálykt- unar, sem hann flytur ásamt 5 öðrum þingmönnum, úr öllum flokkum, um langtímastefnu í rannsókna- og þróunarstarfsemi í þágu íslenzkra atvinnuvega. Fyrsti flutningsmaður er Stefán Jónsson (Abl). Tillagan beinir því til ríkisstjórnar að mörkuð verði langtímaáætlun Rann- sóknarráðs ríkisins um það efni. Verði langtímaáætlunin síðan endurskoðuð reglulega og höfð til hliðsjónar við ákvarðanir um fjárveitingar og önnur málefni er varða rannsóknastarfsemi í landinu. Mikill fróðleikur kom fram í ræðu FrS, sem nánar verður vikið að á þingsíðu Mbl. síðar. Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra, Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra og Stein- grímur Hermannsson land- búnaðarráðherra lýstu allir yfir stuðningi við tillöguna, sem þeir töldu hina merkustu. Framkvæmd vega- áætlunar 1978. Ragnar Arnalds samgönguráðherra mælti í gær S.þ. fyrir skýrslu um fram- kvæmd vegaáætlunar 1978. Hann gat þess m.a. að vega- áætlun 1978 hefði verið byggð á 30% verðlagshækkun, sem varð milli áranna 1977 og 1978, að því er varðar fjárveitingar. Verð- lagsþróunin hafi hins vegar breytzt mjög til hins verra er leið á árið 1978 og kosnaðar- hækkanir orðið meiri en fjár- veitingarammi áætlunarinnar spannaði. Til að mæta þessum verðhækkunum hafi verið dregið úr nýbyggingum vega og sumar- viðhaldi. Óhjákvæmilega hafi og orðið nokkur halli á öðrum bundnum liðum. Snjómokstur varð 225 m.kr. umfram áætlun og 20 m.kr. halli á liðum stjórn- unar og undirbúnings. I sept- ember ákvað svo ríkisstjórnin frestun fjárveitinga skv. vega- áætlun að upphæð 100 m.kr. Helztu verkefni nýfram- kvæmda voru:, 1) Haldið var áfram að leggja slitlag á Suður- landsveg, austan Þjórsár og á Eyrarbakkaveg. Byggður var vegur milli Garðs og Sandgerðis. Lagt var slitlag á hluta Akranes- vegar og haldið áfram framkv. við Borgarfjarðarbrú. Vest- fjarðavegur um Hörgsnes var tekinn til umferðar, svo og Djúp- vegur við Isafjörð. Á Holta- vörðuheiði, Hrútafjarðarhálsi og Öxnadalsheiði voru teknir í notkun alllangir kaflar, sem eru mikilvægir fyrir vetrarsamgöng- ur. Haldið var áfram vegagerð með bundnu slitlagi norðan Akureyrar og uppbyggingu veg- ar á Melrakkasléttu. Lagt var bundið slitlag á Austurlandsveg við Egilsstaði og Norðfjarðarveg í Reyðarfirði. Á Breiðamerkur- sandi var lokið við þýðingarmik- inn áfanga. Af brúargerðum má nefna brýr yfir Eldvatn í Meðallandi, Víðidalsá í Hún., Búðarárgil í Húsavík og Njörvadalsá í Reyðarfirði. — Loks voru gerðar tilraunir með ódýrt bundið slit- lag, að norskri fyrirmynd. Full reynsla af því er ekki til staðar, sagði ráðherra. Könnun á þáttum heil- brigðisþjónustu I gær var samþykkt þings- ályktun um könnun á vissum þáttum heilbrigðisþjónustu og vísað til framkvæmda hjá ríkis- stjórn. Tillagan var flutt af Oddi óíafssyni (S) og Braga Níels- syni (Á), sem báðir eru læknar, og rannsóknin skal ná til 5 þátta: heimilislækninga og heilsu- verndar, 2) sérfræðiþjónustu, 3) þjónustu við sérstaka sjúklinga- hópa, 4) rekstur sjúkrahúsa og 5) öldrunarþjónustu og endurhæf- ingar. Flutningsmenn leggja þunga áherzlu á fyrirbyggjandi aðgerðir. Skal könnunin fram- kvæmd af sérfræðingum og fyrstu niðurstöður lagðar fyrir næsta Alþingi. Sending matvæla til þróunarlanda Þá var samþykkt þingsályktun frá Friðjóni Þórðarsyni (S) og fl. þingmönnum Sjálfstæðis- flokks þess efnis, að kannað skuli til hlítar, hvort unnt sé að auka stuðning við þróunarlönd á þann veg, að íslenzka ríkið kaupi búsafurðir af framleiðendum, s.s. mjólkurduft, og sendi þangað sem þörf er brýnust fyrir mat- væli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.