Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 Gætuð þér ekki hugsað yður að koma hingað yfir til mín og kæra hávaðann frá þessum gleðskap? Ég fór að rökræða við hann! Ég ætla ekki að tala meira um skemmdirnar á frambrettinu hjá þér um daginn! „Hræsni, eða hvað?” í 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, B.S.R.B og Iðnnemasambandsins er mótmælt harðlega áformum stjórnvalda um að ganga á gerða samninga um Vísitölukerfið og skerða almenn vinnulaun á sama tíma og tekjuhæstu einstaklingar þjóðfélagsins fá meira en mánað- arlaun verkamanns í kauphækk- un. Lýst er yfir að gegn þessum áformum muni alþýða manna berjast af fullum þunga, þvílík hræsni. Eru þetta ekki sömu mennirnir sem lagt hafa blessun sína yfir hvers konar aðgerðir hinnar vinsælu vinstri stjórnar launþegans? Þetta kalla ég að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, því ef hugur fylgdi máli þá stæðu í deilu í dag ekki eingöngu farmenn heldur og öll launþegafé- lög í landinu og reyndu að knýja fram réttlátar launabætur þar sem forsendan fyrir eftirgjöf þeirra lægstlaunuðu eru runnar út í sandinn. Allar ríkisstjórnir aðr- ar en sú sem nú situr, myndu segja af sér nú þegar þar sem augljóst er að hún er ekki vandan- um vaxin. Auk þess sem hátekju- menn hafa fengið enn hærri laun og vísitöluþakið er fokið þá dynja daglega á okkur hvers konar hækkanir, t.d. hækkun bensín- verðs í 256 krónur lítrinn. Það er kannski skiljanlegt þegar þess er gætt að ríkiskassinn fær rúmar 140 krónur af hverjum lítra (því ekki veitir af spilapeningum í þeim herbúðum). Þá hefur rafmagn einnig hækk- að um 30%, heita vatnið um 20—30%. Kalt vatn þyrfti og að skattleggja því það hlýtur að vera óþarfa munaður fyrir þá lægst- launuðu að geta fengið ókeypis vatn á vatnsgrautinn sinn sem þeir verða að neyta annað slagið til þess að endar nái saman af því háa kaupi sem þeir hafa sam- kvæmt áliti ríkisstjórnarinnar og öllum þeim eftirgjöfum sem ríkis- stjórnin veitir þeim lægstlaunuðu. Þá má og nefna að sement hækkar um 23%, strætisvagna- gjöld um 25%, dagheimili um 27%, leikskólar um 14,3% og póstur og sími um 20%. Á sama tíma eru laun ýmissa stétta lækk- uð um 3%. Er þetta það sem heitir að breyta eftir hagsmunum þess lægst launaða? Er nokkur furða þó að mönnum sárni þegar þannig BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Mjög skemmtilegt keppnisform, útsláttarkeppni í rúbertubridge í heimahúsum, er nýlega fram kom- ið í Englandi og er iðkað þar af miklum áhuga. Á skipulegan hátt eru pörum útvegaðir andstæðing- ar. Síðan ráða pörin sjálf hvenær þau heyja viðureign sína, fimm rúbertur eða þrjá klukkustundir. Spilamennska, sem mörgum þykir einmitt mátuleg spilamennska á einu kvöldi. Spilið eða frásögnin hér á eftir er um lok slíkrar kvöldstundar. Hvert spil gat ráðið úrslitum. í lok fimmtu rúbertunnar áttu báðir gameið sitt en andstæðingarnir 100 í saldo og sögumaðurinn fékk þessi spil: S. ÁGÍ08743 H. D754 T - L 53 Andstæðingur á hægri hönd gaf og sagði pass. Okkar maður var nokkuð viss um að ekki stæði slemma í spilinu nema makker hans gæti opnað. Og í von um, að tímans vegna væri hægt að spila annað spil sagði hann pass. En þá sagði annar andstæðinganna tímann vera búinn svo þetta yrði síðasta spilið. Næsti sagði pass en makker opnaði á einu hjarta og eftir einn spaða í svar sagði hann tvö lauf. Þetta var afskaplegá hagstætt upphaf sagna hjá makker og þó svo, að gameið og rúbertan væru nokkuð örugg var ekki um annað að ræða fyrir sögumann okkar en að segja slemmuna til að saldóin lenti réttu metin. Eftir vafasama ásaspurningu sagði hann sex hjörtu, sem auðvit- að voru dobluð. Út kom tígull og makker átti: S. 62 H. ÁK983 T. 75 L. ÁDG6 Báðir hálitirnir skiptust 2—2 svo að vinningurinn var öruggur og okkar maður komst áfram í næstu umferð keppninnar. Hverfi skelfingarinnar 40 — sömu megin á gangstéttinni og ég og stefndi í átt til skógar. Ég reiknaði með því að þetta væri Rasmussen en í sömu mund heyrði ég að hann kom hlaupandi neðan frá íkorna- vegi. — Hvað sagði Rasmussen við yður þegar hann kom til yðar? — Hann var í hinu mesta uppnámi — móður og másandi — og fór að tala um Caju og Bo Eimer. — Hvað sagði hann orðrétt? Reynið að fara sem nákvæmast með. Torp hikaði við og hristi höfuðið. — Nei, orðrétt get ég ekki endurtekið það, en ég fékk sterklega á tilfinninguna að eitthvað afdrifarfkt hefði gerzt. Eitthvað sem stóð í sambandi við Eimer og Caju. — Af hverju báðuð þér ekki Rasmussen að skýra nánar hvað... — Hver sekúnda var dýr- mæt. kæri* herra iögreglufor- ingi. Þér hljótið að kannast við það úr yðar eigin störfum. Þau augnablik renna upp þegar ekki gefst tími tii málaleng- inga. Ég hafði komið auga á Elmer á leið inn í skóginn og... — Það sögðuð þér ekki áðan, greip lögregiumaðurinn fram í. Þá voruð þér að tala um ein- hvcrja veru. — Já. ég veit það. sagði Torp fýldur, — en það þuríti ekki ýkja mikið hugmyndafiug til þcss að reikna út að þar væri Elmer á ferðinni. — Og hvað gerðuð þér svo? — Hrópaði til hans. Og hann tók tii fótanna. Rasmussen og ég hófum eítirförina umsvifa- laust en ég tapa sem sagt af honum inni f skóginum. — Hversu iengi voruð þér á hiaupum þar? — í hæsta iagi fimm mínút- ur. Þá urðum við sammála um að kveðja Viliumsen og hund hans okkur til liðs. — Og á ný skildu leiðir ykkar Rasmussens? — Já, við komum okkur sam- an um að ég hlypi rakleitt til heimilis Villumsens ef hann væri kominn heim. Rasmussen hljóp eftir Beykivegi niður til heimilis míns. Og það kom í Ijós að Villumsen sat þar enn. — Hvað gerðuð þér þegar þér höfðuð gengið úr skugga um það að Villumsen var enn ekki kominn til síns heima? — Þá gekk ég út og beið í nokkrar minútur og þegar eng- inn birtist gekk ég aftur í átt til skógar. — Og rákust þá á hina? — Já, en þegar hér var komið sögu höfðum við eigin- lega gefið eftirförina upp á bátinn. Við fórum þess í stað og börðum upp á hjá frú Elmer. — Og þar tókuð þið ykkur bessaleyfi að framkvæma hús- rannsókn í blóra við allt sem löglegt er, sagði Jacobsen illskulega — það gæti haft Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. óþægilegar afleiðingar fyrir ykkur, ef hún heldur fast við að kæra ykkur. — Þér getið bókað að það gerir hún ekki, sagði Torp sigurviss. 10. kaíli Klukkan var orðin háif þrjú um nóttina þegar kaupmanns- dóttirin var loksins leidd inn tii lögreglustjórans til yfirheyrslu. Paaske og Villumsen höíðu verið málgíaðir í meira lagi og virtust aldrei ætla að ljúka lýsingum sínum og á meðan sátu Caja og faðir hennar og biðu ásamt með Lesbesystrun- um. Rannsóknarmenn voru á hverju strái og unnu hratt og hljóðlítið og án margra orða. Vitnin fjögur sem biðu sögðu fátt. David Petersen hafði lagt stafinn yfir hnén og sat og sneri honum hægt hring eftir hring. Augnaráð hans var eins og slokknað og hann hafði poka undir augunum og hann var allur að þynnast upp með ferlegum tilheyrandi óþægind-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.