Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979 13 Kvæði Þórarins Eld- jáms í nýrri útgáfu Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér nýja útgáfu af Kvæðum Þórarins Eldjárns með nýjum teikningum eftir Sigrúnu Eldjárn. Kvæðabók Þórarins kom fyrst út í ágúst 1974 og áður en árið var á enda höfðu birzt þrjár prentanir af bókinni sem allar seldust upp á skömmum tíma. Þessar viðtökur lesenda munu eiga sér fáar hlið- stæður þegar um er að ræða fyrstu ljóðabók ungs skálds. Gagnrýnendur tóku bókinni einn- ig mjög lofsamlega. Bar þeim saman um að ljóð Þórarins væru skemmtileg og einnig að þau væru „ný, gagngert öðruvísi en allir aðrir yrkja“, eins og einn ritdóm- ari komst að orði. Annar tók svo djúpt í árinni að hann teldi bókina helztu nýjung í íslenzkri ljóðagerð síðustu tuttugu árin eða svo. Hin nýja útgáfa á Kvæðum Þórarins Eldjárns er til komin vegna óska fjölmargra lesenda um að bókin mætti aftur verða að- gengileg á markaði. Snið útgáf- unnar er með sama hætti og á Disncyrímum Þórarins sem út kom í fyrra og mikla eftirtekt vöktu. Sigrún Eldjárn hefur teikn- að bókarkápu. Bókin er 56 bls., prentuð í Odda. (Fréttatilkynning fr-' forlaginu). Einar Júlíusson eðlisfræðingur: Um líknardráp Þorsteinn Gylfason hefur ritað skilmerka grein um líknardráp í Morgunblaðið. Hef ég nokkuð við hana að athuga frá heimspekilegu sjónarmiði. Þorsteinn segir að í fyrsta lagi virðumst við ekki geta sagt að lífið sé gott sem slíkt og tekur dæmi um hermann fastan í brennandi bíl sem biður félaga sinn um að skjóta sig sem hann gerir. Þessa setningu Þorsteins get ég engan veginn fallist á. Að sjálfsögðu er lífið gott sem slíkt. Það er sjálft markgildi hins góða eins og sannl úkurinn er markgildi hins rétta. Það er ekkert sem gerir lífið að gæðum, hvorki hamingja, ánægja, auðæfi eða önnur svoköll- uð lífsgæði. Líf í fátækt, sársauka og óhamingju verður að teljast betra en ekkert líf, og því er óhjákvæmilegt að telja mannlífið gott sem slíkt á sömu forsendum og við teljum sannleikann réttan sem slíkan. Ég get í raun ekki rökstutt þetta betur. Þetta er í sjálfu sér erfið spurning en ég held að flestir hljóti að komast að sömu niðurstöðu ef þeir íhuga málið af gaumgæfni. Dæmi Þorsteins um hermann- inn er marklaust. Það er erfitt að segja hvaða hugsanir og til- finningar bærast í heila manns við þessar kringumstæður en það er alls ekki.hægt að fullyrða að þær séu honum minna virði en ekki neitt og að honum sé fyrir bestu að þær séu eyðilagðar. Ég hef þá trú að þessar síðustu hugsanir hafi sem aðrar sitt gildi, og jafnvel meira gildi en flestar aðrar. Það má vera að Þorsteinn eða aðrir séu ósammála því, en ég er ekki einn um þessa skoðun. Kristin kirkja kennir til dæmis að það sé aldrei of seint að iðrast. Samkvæmt þeirri kenningu er aldrei að vita nema byssumaður hafi sent félaga sinn til eilífra kvala í Helvíti, þegar hann átti möguleika á að komast til Himna- ríkis eftir fáein augnablik? Þessi athugasemd mín um það á hvaða forsendu beri að líta á lífið sem gæði, veikir að sjálfsögðu ekki heldur styrkir niðurstöðu Þorsteins að heimild til líknar- drápa megi aldrei í lög leiða. Einar Júlíusson. Nýtt símanúmer á afgreiöslu blaösins 83033 fltofgtiiililafrift Halldór I. Eliasson: Athugun á athugasemd Þrír áhrifamenn í sjávarút- vegi birtu grein í Mbl. 8. maí s.l., þar sem þeir gagnrýna ýmis atriði úr erindi eftir dr. Jóhann- es Nordal. Án þess að fjalla almennt um þá gagnrýni vil ég benda á ákveðið atriði hennar, þar sem viðhöfð er hugsun eða afstaða, sem reyridir stjórnend- ur ættu að vera vaxnir upp úr. Þetta atriði kemur fram í um- mælunum: „Hann fullyrðir að fræðilega hafi verið sýnt fram á, að skynsamlegt sé að leggja auðlindaskatt á útgerðina með sölu veiðileyfa, en þau fræði eru okkur ókunn“. Jafnvel þótt höf- undarnir hafi ekki lesið þær vísindagreinar, sem hér um ræðir, eða telji sér ekki skylt að skilja slíkar greinar, þá ætti þeim að vera í lófa lagið að fá útskýringar hjá þar til hæfum mönnum. Það hefur hingað til ekki verið talið athafnamönn- urn til hnjóðs að notfæra sér vísindalega þekkingu, jafnvel þótt þeir hafi ekki skilið inntak hennar til fulls. Við gerum þetta nú öll í okkar daglega lífi Ilalldór I. Eiíasson meir eða minna og sjómenn hafa ekki verið eftirbátar ann- arra í því efni, nema síður sé. Höfundarnir þrír halda áfram: „Við höfum velt því fyrir okkur, hvernig slíkt kerfi yrði í framkvæmd, en án niðurstöðu.“ Varla er nú von að þeir komist að niðurstöðu meðan fræðin eru þeim ókunn, enda benda þær spurningar sem fylgja ekki til þess, að þremenningarnir hafi lagt mikla vinnu í að kynna sér málið. Auðvitað lagfærir sala veiðileyfa ein sér ekki okkar sjúka efnahagskerfi og það mætti vissulega hugsa sér framkvæmdina þannig, að ver væri af stað farið en heima setið. Að þremenningarnir ótt- uðust klúðurslega framkvæmd gæti ég vissulega skilið, en þá er að ræða málið útfrá því sjónar- miði. Vonandi festast sjómenn ekki lengi í þeim sama vanda og bændur hafa veriö, að vera allt of margir með of mikinn við- búnað til að ná fyrirfram tak- mörkuðum afköstum. Satt er, að vegna yfirburða sjávarút- vegsins geta útvegsmenn leyft sér verulega meiri sóun verð- mæta en bændurnir, án þess að það bitni eins á tekjunum, en að því gæti þó komið. Seltjn., 10. maí - Ferðakynning ■» HÓTEL SÖGU FÖSTUDAGINN 18. MAÍ Kynntar nýjar . feröaslóöir JAMAICA og MALTA Borðhald hefst kl. 19.30 stundvíslega MATSEÐILL Aöalréttur: Kebab Créole. Eftirréttur: Coupe Conchita. FERÐAKYNNING Verö aöemS kr 4°°°' TIZKUSYNING LIMBODANSKEPPNI íslandsmetstilraun. BINGÓ 3 utanlandsferðir. * ASADANS Síðasta pariö á gólfinu hlýtur ferðavinning. DANSAÐ Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, TIL KL. 02.00 leikur fyrir dansi. Borðapantanir í dag eftir kl. 16.00 í síma 20221. KYNNIR: Magnús Axelsson. Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12, sími 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.