Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAI 1979 15 „Flugdeilan,, og samningar BSR6 í kvöldfréttatíma Ríkisútvarps- ins h. 8. maí s.l. var greint frá úrslitum atkvæöagreiðslu félags- manna BSRB varðandi samning stjórnar BSRB og fjármálaráð- herra. í fréttaauka birtust viðtöl við þrjá ráðherra. Töldu þeir allir, að flugmenn hefðu að nokkru valdið því, hvernig úrslit réðust hjá BSRB. Þó tók enginn jafn djúpt í árinni og Tómas Arnason fjármálaráðherra, sem sagði bein- línis, að flugmenn hefðu „knúið fram“ vísitöluþaklyftingu launa sinna. Víst mun fjármálaráðherra vita betur, en „árinni kennir illur ræðari". Fjarri sanni er, að flugmenn hafi knúið fram, eða farið fram á, nefnda vísitölulyftingu. Hafi nokkur knúið fram „lausn" svo- nefndrar flugdeilu, þá var það stjórn Flugleiða, í samráði við sáttanefnd og með fullri vitund ríkisstjórnar. Tilboð um lyftingu vísitöluþaks kom fyrst fram á sáttafundi 4. apríl s.l. af hálfu Flugleiða, með milligöngu sáttanefndar, sem skipuð var af hálfu félagsmálaráð- herra. I tilboðinu var ekki gert ráð fyrir, að vísitöluþaki væri lyft frá 1. jan., líkt og BHM og borgar- starfsmenn höfðu þegar fengið, heldur frá 1. apríl. Tilboðið gerði einnig ráð fyrir, að gerðardómur fjallaði um jafnlaunakröfu flug- manna. Einnig fylgdu tvær yfir- lýsingar tilboði Flugleiða, önnur varðandi svonefnt Arnarflugsmál, hin varðandi stöðuskipan væntan- Iegrar B-727-200 flugvélar, sem mun koma næsta ár. Samningar skyldu að öðru leyti framlengjast til 1.2.1980. Eins og áður sagði, höfðu flug- menn aldrei gert kröfu um afnám vísitöluþaks launa sinna. Þvert á móti höfðu þeir samþykkt h. 7. marz s.l. tillögu sáttanefndar, en í henni var gert ráð fyrir, að launa- jöfnuður næðist í tveimur áföng- um, ásamt tryggingu fyrir stöðu- veitingum á hina væntanlegu B-727-200 flugvél. Þetta hefði haft í för með sér sáralítinn kostnaðar- auka fyrir Flugleiðir, en samt hafnaði stjórn Flugleiða þessari sáttatillögu og bar við m.a. slæm- um fjárhag fyrirtækisins. Ríkis- stjórnin aðhafðist ekkert í málinu, nema biðja flugmenn um enn einn frest á aðgerðum sínum, en veita í miðjum þeim fresti Flugleiðum 20% hækkun á innanlandsfar- gjöldum. Hinn 5. apríl boðaði ríkisstjórn- in þá ætlun sína, að leggja fram næsta dag frumvarp til laga, sem bannaði verkföll flugmanna til 1. okt. n.k. Hvers vegna að setja lög, myndi margur spyrja? Jú, samn- inganefnd flugmanna hafði hafn- að því þaklyftingartilboði, sem fram kom hinn 4. apríl. Upp úr viðræðum slitnaði að kveldi hins sama dags. Hins vegar gerðist það næsta dag, 5. apríl, að stjórn Flugleiða boðsendir fornianni F.Í.A. svo til hið sama tilboð og fram var lagt að morgni 4. apríl. Tilboðið gilti til miðnættis. Lagði hann það fyrir félagsfund hið sama kvöld. í til- boði Flugleiða kom fram, að engar breytingar kæmu til greina á tilboði þeirra. Ef t.d. F.I.A. hefði neitað að taka vísitöluþaklyftingu, þá hefði tilboðið verið úr gildi fallið. Það má hver, sem er, lá flug- mönnum að ganga að slíkum kostum, en margur mætti spyrja sjálfan sig, hvorn kostinn hann hefði valið í sömu sporum, algjört bann við verkföllum og öðrum aðgerðum til framgangs krafna sinna varðandi launajöfnuð og starfsöryggi, hafandi ekki neitt uppskorið að lokinni þriggja mán- aða baráttu eða taka það, sem að þeim var rétt. Því fór svo, að tilboðið var samþykkt á fundi F.Í.A. að kveldi 5. apríl. Þó var hluti stjórnar F.Í.A. andvígur tilboðinu, ásamt ýmsum þeim, er málið varðaði mest, og tilbúinn að taka fremur á sig lögþvinganir. Víst ætti nú mönnum ljóst að vera, hverjir „knúðu fram" og hverjir voru þvingaðir. Stjórn F.f.A. Sýnir í Suðurgötu 7 ÞRIÐJUDAGINN 15. maí kl. 20.00 opnaði Mary Beth Edelson sýningu á verkum sínum í Gallerí Suðurgötu 7. Mary Beth Edelson er bandarísk myndlistar- kona. búsett í New York, og hefur verið þar mjög virk á myndlistarsviðinu. Hún hefur tekið þátt í rekstri gallerís sem nefnist A.I.R. Þetta gallerí er rekið af 17 konum og er rekstrin- um þannig háttað að hver þeirra sýnir annað hvert ár en að auki standa þær fyrir sýningum á verkum annarra bandarískra kvenna svo og alþjóðlegri kvennalist. Mary Beth Edelson hefur einnig starfað með hópi kvenna sem gefur út tímaritið Herisis, en það er mjög vandað tímarit sem kemur út fjórum sinnum á ári og fjallar hvert blað um ákveðið þema. Verkin sem Mary Beth Edelson sýnir í Gallerí Suðurgötu 7 eru aðallega ljósmyndir af helgiat- höfnum sem hún hefur framkvæmt víðsvegar um heimsbyggðina, t.d. í Bandaríjunum, Júgó- slavíu og víðar. í þessum verkum er hún fyrst og fremst að fjalla um konur og notar til þess ljós- myndir af sjálfri sér án þess þó að hún sé þekkjanleg á þeim og ger- ir sig þannig að eins konar samnefnara fyrir allar konur. VÖRUMARKAÐUR í Iðnaðarmannahúsinu v. Hallveigarstíg. C40% -80% afsláttur^ (Næst síðasti dagurj '\ tráKr-2koOO ' \ ^KAr 000.' 4900 ' .. \ »®\ öWjgfwfc Vw- 4Á °00 ' \ p®Vrnaó\Pu,f; Vá *r• A 3 900 \ ea^aS V - / k?kfön9 (2Í)i Kkabuxur O.fl. j^SSSStSr^ °9 )0M Hljomplötur! Buxur á alla fjölskylduna. Vörumarkaðurinn Iðnaðarhúsinu v. Hallveigarstíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.