Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 21 Hið nýja fiskvinnsluhús ísbjarnarins séð úr lofti Menning og kenning Ingólf s sjálfur. Munurinn liggur í stjórn- unaraðferðum og ábyrgð. Fyrir- tæki sem hefur yfir sér margfalda pólitíska stjórn, fyrst í útgerðar- ráði, síðan í borgarráði og loks í borgarstjórn, býr ekki yfir þeirri sömu snerpu, því sama áræði og þeirri sömu útsjónarsemi, sem einkennir vel rekið einkafyrir- tæki. Víst fékk ísbjörninn góöa fyrir- greiðslu hjá Reykjavíkurborg, þegar samþykkt var að úthluta fyrirtækinu lóð á Norðurgarði á hafnarbakka, þar sem unnt væri að landa beint í hús og skipa út úr því aftur fullunnum afurðum. Forráðamenn borgarinnar mega hinsvegar nú vera stoltir yfir því að hafa tekið þessa ákvörðun og stuðlað þar með að því, að þetta glæsilega fyrirtæki skuli hafa komist á legg hér í borginni. I rauninni eiga borgaryfirvöld engar þakkir silið fyrir þá ákvörðun. Frekar ber að þakka þeim, sem um lóðina sóttu og aðstöðuna nýttu, því að allt atvinnulíf borgarinnar á eftir að njóta góðs af framtaki þeirra. í gegnum þetta fyrirtæki eiga hundruð milljóna eftir að streyma til heimilanna í borginni og til ýmissa þjónustufyrirtækja og borgarsjóður á eftir að fá drjúgan skerf. Ingvar Vilhjálmsson Hinn aldni heiðursmaður Ingvar Vilhjálmsson getur nú með stolti litið yfir farinn veg. Af eigin raun hefur hann kynnst sjósókn, fiskveiðum og fiskvinnslu frá blautu barnsbeini. Sem háseti, stýrimaður, skipstjóri og forstjóri hefur hann gengið í gegnum öll framleiðslustigin, nýtt lífsreynslu sína betur en flestir aðrir og fellt hana í þann farveg, sem nú hefur skilað fullkomnasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. Gæfa hans er og fólgin í því, að dugmiklir synir hans, Jón og Vilhjálmur, hafa samhentir geng- ið til starfa með honum og í samstarfi þeirra hafa samtvinnast eldmóður hinna ungu og reynsla hins aldna. Ég óska þeim ísbjarnar-feðgum til hamingju með þennan áfanga og Reykvíkingar allir hljóta að gleðjast yfir þessu framtaki og fagna þessu glæsilega fyrirtæki. Ingólfur Guðbrandsson, 'ferða- skrifstofueigandi, gerir mér upp „kenningu" í þriggja dálka fyrir- sögn í Mbl.: „Að vera sigldur. Menning og kenning Elínar." Kenningin sú í greininni er Ingólfs sjálfs. Menningin sjálfsagt líka. Ég hefi aldrei lagt hald á menninguna. Viðm?elandi minn í nefndu viðtali ekki heldur. Hjá báðum stendur það þó til bóta, ef menningin verður höndluð á þann hátt sem Ingólfur lýsir í meiri hluta greinarinnar, með því að leggjast í ferðalög, því við erum báðar að reyna að sjá sem mest af heiminum — hvor á sinn hátt. En að það skipti sköpum hvort það er gert siglandi á skipi í heimsborg- irnar eða þangað komið með leigu- flugi fæ ég ekki skilið. Veldur hver á heldur. Viðtalinu við Sigrúnu Eddu Aðalsteinsdóttur sóttist ég eftir, af því einu að hún fór ekki troðnar slóðir og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja, svo sem lesendur kunnu að meta. I því felst engin kenning um að svo eigi allir að gera, fremur en í því þegar ferðaskrifstofa er getið í öðrum viðtölum mínum. Lít bara ekki á það frá auglýsingasjónarmiði. ar spyrm EINS OG kunnugt er hefur Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráðherra haft frammi ráðagerðir um, að ríkið yfirtaki nokkuð af eignarhluta Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, en borgin á þar nú 50% á móti ríkinu. Alþýðubandalagsráðherrann hefur m.a. sett á laggirnar nefnd til að kanna málin. Sjöfn Sigurbjörns- dóttir borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins vék að þessu atriði í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi og sagði m.a. „Við Reykvíkingar höfum Viðtalið fjallaði einfaldlega ekki um það sama og grein Ingólfs, aðbúnað ferðamanna, menningu sem ferðaskrifstofur bjóða upp á og ódýr fargjöld þeirra. Ódýrasti ferðamátinn er að sjálfsögðu, utan það að vinna sér fyrir ferðinni,— - hópferðir eða „pakkar" ferðaskrif- stofanna. Það er rétt. Fjarri mér að halda öðru fram. Hvað þá að sólarlandaferð kosti 11 mánaða laun. Varla mælir þó neinn á móti því, að láglaunafólk a.m.k., hvað þá stúlka nýkomin út úr skóla eins og viðmælandi minn, þurfa að halda vel á spöðunum og vinna vel í 11 mánuði til að eiga afgang af kaupinu sínu í þeirri dýrtíð sem er, eigi það að duga til að veita sér gott sumarleyfi í útlöndum sum- arleyfismánuðinn. Megnið af kaupinu fer nefnilega hjá flestum í það eitt að lifa. Allar aðrar útleggingar á textanum í viðtali mínu eru annarra hugarfóstur. Að lítið sé gert úr þjónustu ferða- skrifstofa er eigin ímyndun Ingólfs. Ég veit ekki nema við- mælandi minn nýti þjónustu ferðaskrifstofa í því ferðalagi, sem hún er nú lögð upp í — til Nýja Sjálands, og er kannski ekki alveg töpuð þeirri atvinnugrein. Og kannski hvorug okkar. við fótum” neð ærnum kostnaði og mikilli fyrirhöfn og fyrirhyggju orðið okk- ur úti um ódýrt rafmagn og þá kemur síhækkandi verðjöfnunar- gjald á raforku. Hugmyndir eru meira að segja á lofti um að gera ríkinu kleift að gleypa Landsvirkjun í einum bita, en Landsvirkjun fram- leiðir ódýrt rafmagn fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið eins og kunnugt er. Finnst mér tími til kominn að ábyrgir borgarfulltrúar reyni nú að spyrna við fótum.“ Yfirtaka ríkis á Landsvirkjun: „Ábyrgir borgarfulltrú Jónatan Þórmundsson prófessor: Líknardráp Athugasemd við grein Þorsteins Gylfasonar \ í sunnudagsblaði J*i" Aqjn.« Morgun- ingu fyrir manndráp af ásetn- ingi og fremur væri þar um I refsiþyngingarástæður að ræða en málsbætur. Líknardráp er að vísu einnig refsiverður verknað- I ur, er varðar við sama mann- I drápsákvæði, en þar eru hins | vegar slíkar réttlætingarástæð- ur fyrir hendi, að hei.nilt mundi að dæma vægari refsingu en fyrir venjulegt manndráp, t.d. | varðhald með eða án skilorðs. Ritgerð mín um líknardráp er I lögfræðileg úttekt á efninu mið- | uð við íslenzkan rétt. íslenzkum rétti verður með engu móti um kennt, þótt stjórnvöld nazista I hafi lagzt á svo lágt siðferðisstig að „löghelga” útrýmingu fólks. Slik löghelgun í einu ríki getur ekki kjarni málsins, heldur hitt að jafnvel þar sem líknarhvatir eru ótvíræðar og einlægni hafin yfir allan vafa, þar getur hæglega verið um morð eða manndráp að ræða en ekki líknardráp. í þessu viðfangi er kannski hollt að minnast þeirra almennu sanninda að menn eiga til að vinna hin verstu verk af góðum hvötum. Heinrich Himmler hét maður og stjórnaði starfi þýzkra valdhafa að „endanlegri lausn Gyðinga- vandamálsins" í Evrópu á sínum tíma. Himmler var sjálfur svo viðkvæm sál að hann mátti ekkert aumt sjá. Hann var að ævilokum þungt haldinn af ógleði, maga- krampa og taugaveiklun sem • læknir hans rakti til vitundar hans um starfshætti í útrýmingarbúðunum sem hann stjórnaði. En hann var líka hinn skylduræknasti og samvizkusam- asti embættismaður. Hann gætti þess vandlega að til útrýmingar- starfsins veldust aðeins hinir beztu menn; þar mátti enginn vera sem ekki fylltist óhug og jafnvel skelfingu við verkin sem vinna skyldi, en hefði samt viljastyrk til að gera óhugnanlega skyldu sína. í ræðum sínum brýndi hann fyrir þessu einvalaliði skyldu þess við nýtt og fegra líf á þessari jörð og líkti henni við köllun píslarvotta. Og hann varaði menn sína við hættunni á því að verkin sem biðu þeirra gerðu þá að tilfinningalaus- um ómennum. Það gerist ekki oft að stjórnmálaforingjar og hátt- settir embættismenn höfði svo eindregið til hinna æðstu og göfugustu hvata í ræðum sínum. Svo var klappað og tekið til starfa við svívirðilegustu glæpaverk sem sögur fara af. Loks segir Jónatan um skil- greiningu mína á líknardrápi — þá að það sé líknardráp ef maður stuðlar beint eða óbeint að dauða annars vegna þess og þess eins að dauðinn er hinum deyjandi manni fyrir beztu — að hún sé ótæk frá lögfræðilegu sjónarmiði. Nefnir hann þar tvennt til. Annars vegar segir hann að það „sýnist nær ógerningur í mörgum tilvikum að sanna að manni sé dauðinn fyrir beztu“. Þetta er auðvitað rétt, en er ekki meiri aðfinnsla við skil- greiningu mína en hitt er að- finnsla við skilgreiningu hans að oftast er ógerningur að sanna nákvæmlega hvað manni gengur til í gerðum sínum. Jónatan spyr líka: „Og hver á mælikvarðinn að vera á það, hvað sé manni fyrir beztu?" Ég rakti í löngu máli í grein minni hversu erfið viðfangs þessi spurning er. En þar með er auðvitað ekki sagt að við henni sé ekkert svar. Að minnsta kosti virðumst við geta svarað því nokkurn veginn skilmálalaust í sumum einstökum tilfellum, eins og í dæminu af hermanninum í bílnum, hvort manni sé betra að lifa en deyja. Hins vegar finnur Jónatan það að skilgreiningu minni að „huglæg afstaða geranda (sé) grundvallar- þáttur ábyrgðar að lögum, bæði skaðabótaábyrgðar og þó einkum refsiábyrgðar." Hér á hann væntanlega við það að maður ber ekki ábyrgð á verknaði sínum að lögum, nema hann hafi unnið verkið af ásetningi, vitandi vits eða af gáleysi. Og hér hygg ég sé komið að mikilsverðasta ágrein- ingi okkar. Enn sem fyrr hefur Jónatan á réttu að standa svo langt sem orð hans ná, en kemur þó ekki að kjarna málsins eins og hann horfir við mér. Hvatir manns til verka skipta vitaskuld miklu máli þegar ákvarða þarf ábyrgð hans á þessum verkum, til dæmis fyrir dómi. En ég var ekki að fjalla um ábyrgð líknardrápara, manndrápara eða morðingja á gerðum sínum, heldur um þessar gerðir sjálfar. Refsiábyrgð og skaðabótaskylda hvers konar manndrápara eru auðvitað hin örðugustu mál úr- lausnar, og um þau efni þyrfti ég að læra mikið af Jónatan í refsi- rétti og annarri lögfræði til að vera til þess bær að ræða þau við hann af viti. En ég get ekki annað séð en að áður en spurningar um ábyrgð eða bótaskyidu vakni, þurfum við að hafa sæmilega skýra hugmynd um hverjar at- hafnirnar eru sem ábyrgð er borin eða ekki borin á. Hér einfalda ég að vísu flókið mál, kannski óhæfi- lega; og um þetta er nokkur ágreiningur meðal réttarheim- spekinga. En hvað sem því líður var það spurningin um athöfnina en ekki um ábyrgðina sem ég var að reyna að svara. Að lokum vildi ég mega brýna fyrir lesendum okkar Jónatans að ágreiningur okkar snertir næsta tæknileg atriði í siðfræði og lög- fræði. Okkur tveimur þykir hann nokkru skipta, því slík fræði- mennska er nú einu sinni köllun okkar. Frá almennu sjónarmiði skiptir hitt ugglaust miklu meira máli að um meginefnið — afstöðuna til líknardrápa — erum við öldungis á einu máli: við teljum báðir fráleitt að heimild til líknardrápa sé í lög ieidd, og höf'im reynt að rekja eftir megni margvísleg rök fyrir þeirri skoðun okkar. Eftir að grein mín birtist hafa fjölmargir komið að máli við mig, og flestir haft þá sögu að segja, hvað sem marka má, að við Jónatan munum vera í töluverðum minnihluta meðal Íslendinga með þessa skoðun. Því hlýtur ósk okkar beggja að vera sú að lesendur taki rök okkar til góðfúslegrar athugunar og geri síðan upp hug sinn um málefnið í ljósi þeirra, eða þá annarra raka betri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.