Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ1979 Múrning—Jóhann Pétur Magnússon frá Mœlifellsá Jóhann Pétur Magnússon, fyrr- um bóndi á Mælifellsá í Skaga- firði, lést á Sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki 8. maí síðastliðinn. Jóhann var fæddur 2. mars 1892 í Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann var sonur merk- ishjónanna Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga, sem bjuggu þar frá 1883 til 1905, að Helga drukknaði í Svartá er hún var að koma heim frá ljósmóðurstörfum 20. maí það ár. Vakti sá atburður sveitarsorg. Magnús heitinn og börnin stóðu á hlaðinu í Gilhaga og horfðu á er slysið varð, en gátu ekkert að gert. Hafði þessi atburður varanleg áhrif á systkinin og gleymdist aldrei. Fóstri minn sagði mér oft frá þessu slysi þegar ég var ungur að árum og eins því að Hjálmar faðir minn og Einar bróðir hans hefðu leitað að líkinu og flutt það heim að Gilhaga, en þess má geta að Helga og Hjálmar faðir minn voru systkinabörn. Eftir lát konu sinnar bjó Magnús áfram í Gilhaga til ársins 1911, en lét þá af búskap og var hjá börnum sínum í Gilhaga uns hann lést 22. júní 1915. Jóhann var sjötti í röðinni ellefu systkina sem ávallt hafa verið kennd við Gilhaga. Þau Gilhaga- systkinin voru mikið fyrirmyndar- fólk, þróttmikil og vel gefin. Nú eru átta þeirra horfin af sjónar- sviðinu, en hin sem eftir lifa háöldruð. Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum og stundaði öll algeng sveitastörf. Gilhagi er fjallajörð erfið og þurfti mikinn mannskap á stóru búi eins og þar var, fráfærur í seli á Gilhagadal og heyskapur upp til fjalla í grasgeirum milli grýttra rinda og í fúaflóum, þar sem binda varð votaband og flytja á hestum heim á tún í Gilhaga, nokkurra klukkutíma lestargang. Nefni ég þessa horfnu þjóðlífs- hætti hér tii þess að gefa fólki innsýn í hvað börn ólust upp við um og eftir aldamótin síðustu. Eins og að líkum lætur um þróttmikinn strák vandist Jóhann ungur að árum við smalamennsku, göngur og eftirleitir og varð er árin liðu allra manna kunnugast- ur á Haukagils- og Eyvindarstaða- heiðum, en það er ef að er gáð enginn smáblettur, nær allt frá Blöndu að vestan að vestri Jökulsá að austan og allt suður í Hofsjök- ul. Það var ekki einungis að Jóhann væri kunnugur á þessu svæði, heldur þekktti hann flestöll örnefni á svæðinu, enda munu fáir einstaklingar hafa farið jafn- margar ferðir þar um og ég held engir núlifandi menn nema ef vera kynni fjallkóngurinn Magnús frá Héraðsdal eða réttarstjórinn Guð- mundur frá Brandsstöðum. Jóhann þótti allra manna dug- legastur í fjallaferðum, hvort heldur var gangandi eða á hest- baki, en hann reið hratt og ég hefði ekki viljað vera hestur milli fóta hans þegar honum fannst mikið liggja við. Göngugarpur var hann svo mikill að fátítt var, enda þrekið mikið og heilsan góð, kjark- urinn óbilandi. Örgerður var hann og skapmikill. Þessir eiginleikar í fari hans og háttum urðu þess valdandi að telja verður hann afreksmann í öllum svaðilförum. Jóhann stundaði nám í Hvítár- bakkaskóla í einn vetur og taldi sig hafa hafa haft ómetanlegt gagn af þeim vetri, enda hefur hann efalítið verið opinn fyrir öllu námi, þó reikningur væri honum mest hugleikinn enda yfirburða- maður í því fagi, sérstaklega í hugarreikningi. Árið 1917 giftist Jóhann eftirlif- andi eiginkonu sinni Lovísu Sveinsdóttur Gunnarssonar frá Mælifellsá. Það var mikið gæfu- spor fyrir hann, því Lovísa hefur reynst honum frábær lífsföru- nautur. Eins og að líkum lætur varð hún langtímum saman að stjórna búi á Mælifellsá í löngum fjarvistum bónda síns og vera honum skjöldur og skjól í marg- breytilegu veraldarvolki. Þau byrjuðu búskap í Breiðagerði 1917 og voru þr í 4 ár eða þar til þau keypti Mælifellsá árið 1921, og þar bjuggu þau til ársins 1944. Árin sem þau bjuggu á Mæli- fellsá eru eflaust hápunkturinn í þeirra lífi. Þar eignuðust þau börnin sín og þar fékk athafna- þráin fyrst útrás. Þau byrjuðu að bylta þúfunum og slétta túnið og byggja upp bæjar- og peningahús eftir þeirra tíma mælikvarða. Á Mælifellsá höfðu þau alltaf nokk- uð stórt bú. Þó voru kýr alltaf fáar, en margt fé og hross með því flesta sem þekktist á einum bæ í Skagafirði. Þrátt fyrir stórt bú og miklar annir voru þau hjónin annáluð fyrir gestrisni og greiðasemi allt til hinstu stundar. Jóhann var snjall hagyrðingur og orti mikið, og urðu sumar vísur hans lands- fleygar, en fátt hefur birst á prenti nema sýnishorn í Skag- firskum ljóðum 1957. Þekktastur mun Jóhann fyrir þá umfangsmiklu hrossaverslun sem hann rak um áratugaskeið, er hann keypti afsláttarhross í Húnaþingi og Skagafirði og rak til Fæddur 21. ágúst 1895. Dáinn 12. aprfl 1979. Nú finnst mér tómlegt að fara Hringbrautina. Hringbrautin missti mikið af sínum fyrri sjarma þegar hún Lovísa amma dó fyrir 6 árum, og nú þegar afi er fallinn frá líka finnst mér lítið sem ekkert eftir. Afi fæddist á Móum á Kjalar- nesi, en ólst upp í Hausthúsum hjá Jóni og Sigríði stjúpforeldrum sínum. Hann byrjaði að vinna fyrir sér strax og aldur og geta leyfðu eins og tíðkaðist á þessum hörðu árum. Afi var harðduglegur maður og Akureyrar til slátrunar ár eftir ár. Keypti hann þá frá 300 og allt upp í 600 hross, slátraði þeim á Akureyri og annaðist sjálfur bæði sölu og dreifingu. Bókhaldið hafði hann í kollinum, svo ekki þurfti hann að eyða tíma við skrifborðið. Þetta virtist ekki koma að sök, því hann hafði frábært minni. Störfin voru mörg. Um langt árabil stundaði Jóhann jarðbóta- vinnu fyrir Lýtinga og eitt sumar austur í Kelduhverfi. Þá var hann mörg ár vörður við Blöndu þegar sauðfjárvarnirnar voru mestar. Eftir 1950 vann hann á Keflavík- urflugvelli fjölda ára, uns leiðin lá til Reykjavíkur þar sem hann stundaði verslunarstörf um skeið, en hin síðari ár var hann fastur starfsmaður hjá Sláturfélagi Suð- urlands. Vorið 1971 fluttist Jóhann svo að Varmalæk og dvaldist þar uns hann fór á sjúkrahús fyrir fáum vikum. Öll störf sem Jóhann vann fyrir aðra vann hann af trúmennsku og dugnaði. Vinnuglaður var hann og vinsæll meðal starfsfélaga. Jóhann var í raun maður einka- framtaksins og þekkja það allir sem honum kynntust hvað hann var einbeittur og áræðinn í öllum athöfnum, hvort sem það var verslun eða annar rekstur sem hann hafði með höndum. En þrátt fyrir mikinn einkarekstur og um- svif þar að Iútandi, var hann mikill félagshyggjumaður, eld- heitur framsóknarmaður alla tíð og trúði á samvinnuhreyfinguna til að leysa hin margvíslegustu vandamál sem dreifbýlið á við að búa nær endalaust og ekkert einkaframtak fær við ráðið. Enda er það nú svo að við erum margir framsóknarmenn fyrir það að Framsóknarflokkurinn er eina stjórnmálaaflið í landinu sem hefur verndað og varið samvinnu- hreyfinguna og hefur skilning á því að nyti hennar ekki við, væri landauðn víða í hinum dreifðu byggðum landsins. Þetta vissi fóstri minn vel og var trúr sinni pólitísku hugsjón til dauðadags. Jóhann vann mikið að félags- málum Lýtinga, þótt hann væri sjaldan á oddinum. Hann var þó formaður fóðurbirgðafélagsins um árabil og nokkur ár í hreppsnefnd. Annars var hans félagsmálabar- átta ekki bundin við það að hann næði einhverri virðingarstöðu í stjórnum eða nefndum, en hitt vita allir sem hann þekktu hvað drjúgur hann var að koma þeim mönnum á framfæri og til met- gerðist fljótlega togarasjómaður, sem ekki var fyrir neina aukvisa á þeim árum. Sjómennskuna stund- aði afi í tæp 40 ár og það sést best á þvi hversu afi hefur verið vel liðinn að hann var aðeins með þrem skipstjórum í öll þessi ár. Það voru hann og hans líkar, sem gerðu sjómennskuna að því sem hún er í dag, ekki bara þrældómur mykranna á milli árið út, heldur mannsæmandi starf. Sigurður afi var félagslyndur og skemmtilegur maður, virkur félagi í Sjómanna- félagi Reykjavíkur um áratuga skeið og vildi sjómennskunni allt það besta. Afi var lánsamur maður. Hann hélt heilsu fram á síðasta dag, og gat séð um sig sjálfur, lesið blöðin og fylgst með þjóðmálum og öllu því sem honum fannst áhugavert. orða sem hann hafði trú á til starfa í þágu heildarinnar. Ég held eftir þau kynni sem ég hafði af félagsmálastörfum Jóhanns að hann hafi verið sá snjallasti áróð- ursmeistari sem Lýtingar hafa átt á síðustu áratugum, og engum hef ég kynnst sem verið hefur annar eins snillingur að koma sínum málum fram. Sparaði hann þá hvorki tíma né fyrirhöfn, enda eru til margar skrýtlur og brandarar frá hans manndómsárum, sem ekki verða skráð hér. Jóhann var með hærri mönnum á vöxt, allþrekinn og vörpulegur á velli allt til dauðadags. Enginn skartmaður var hann í klæðaburði eða yfirleitt í sínum athöfnum, enda oft þungt hugsandi. Ef um verslun var að ræða, skáldskap eða önnur áhugamál, var hugur- inn bundinn svo föstum böndum að hann vissi lítið hvað fram fór í kringum hann. Gekk hann þá oft um gólf eða hallaði sér afturábak upp í rúm, fékk sér kaffi og drakk það útafliggjandi af undirskál og hirti þá lítt hvað marga bolla hann drakk, hvort þeir voru þrír eða fimm. Hann gekk aldrei á öðru skótaui en gúmmístígvélum og notaði þau jafnt úti og inni, en öðrum þræði gekk hann á sokka- leistum neðanísaumuðum með skinni á hælum, því konu hans fannst sokkaslitið óbærilegt, enda voru þeir mikið notaðir. Er hann var á Akureyri í verslunarferðum hélt hann jafnan til hjá Rut Ólafsdóttur og Eiríki Einarssyni, en þau voru mikið vinafólk hans. Kom þá stundum fyrir að Rut sá hann kominn út á götu á sokka- Afi fékk vinnu í Áburðarverk- smiðjunni þegar Helgafellið var selt til Akureyrar, og þar vann hann í 17 ár, en varð að láta af störfum 74 ára, eldhress og reifur, og hefði margur fimmtugur maðurinn mátt vera ánægður með þá heiisu sem afi hafði þá. Það finnst mér mikið óréttlæti þegar þessum öldnu kempum, sem búið hafa þessari kynslóð betri og þægilegri lífsskilyrði er launað með svona framkomu. Eftir eða rétt um það bil sem afi kom í land gekk hann í Oddfellowregluna og var þar til dauðadags. Honum þótti vænt um þá reglu. Mesta gæfa afa held ég að hafi verið þegar hann giftist Lovísu ömmu 17. nóvember 1917, stór- brotinni dugnaðar- og mannkær- leikskonu, sem gerði alla betri, sem voru svo lánsámir að kynnast henni. Þau eignuðust átta börn, sem öil eru á lífi nema eitt (Sigurður Einar dó 8 mánaða). Frá þeim eru nú komnar miklar ættir og munu afkomendur þeirra vera á milli 70—80. Afi og amma voru bæði á meðan heilsa hélst + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, við andlát og jaröarför, ÁRNAJÓNSSONAR, Byggðarenda 22. Sérstakar þakkir til Verkstjórafélagsins Þórs. Soffía Magnea Jóhannesdóitir, Ólafur Árnason, Eyrún Jóhannesdóttir, Sólveíg Árnadóttir, Jón Árnason, Ragnheiður Benediktsdóttir, Margrét Árnadóttir, Gísli Guðmundsson, Örn Árnason, Margaret Hattrick, Ragna Rósantsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning — Sigurður Einar Ingimundarson + Eiginmaöur minn, PÁLL GEIR ÞORBERGSSON, fyrrverandi verkstjóri, Mánagötu 16, lézt að kvöldi 17. maí. Anna Árnadóttir. leistunum og var hann þá jafnan að fara í hús eða hitta viðskipta- vini eða bregða sér í bankann. En þrátt fyrir að hann hegðaði sér ekki alltaf eins og fjöldinn, kom það honum ekki að sök. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, hver sem í hlut átti. Menn þekktu hann ekki öðru- vísi og vildu hafa hann svona. Þetta var hann sjálfur og varð ekki breytt. Hann var sterkur persónuleiki með stóra sál. Hann skar sig að vísu úr fjöldanum, en dauft væri mannlífið ef allir væru steyptir í sama mótinu. Þau Lovísa og Jóhann áttu saman fjögur börn, tvær stúlkur sem létust ungar, Gunnar, bónda og verslunarmann á Varmalæk, síðar verslunarmann í Reykjavík, dáinn 9. janúar 1979, og Svein, núverandi bónda og kaupmann á Varmalæk. Fóstursonur þeirra er undirritaður og kom til þeirra 3ja ára árið 1923, þegar faðir minn dó. Á Mælifellsá var ég til ársins 1942 eða í 19 ár. Ég á margar hugljúfar minningar um pabba minn (en svo kallaði ég hann alla tíð) bæði fyrr og síðar. Þær verða ekki skráðar hér, en víst er að ég á honum mikið að þakka. Með honum var gott að vera, meðal annars vegna þess hversu hreinskilinn hann var og hjartahlýr. Eitt vil ég þakka sérstaklega, en það eru öll þau ógrynni af vísum og ljóðum sem ég lærði af pabba og hans vísna- vinum.Þegar þeir komu t.d. Þor- steinn bróðir hans og Sigurður „varðstjóri" þá upphófst nokkurs- konar ljóðavaka, og margt af þessu lærði ég og nýt þess enn. Ég veit ekki til þess að Jóhann ætti sér nokkurn óvildarmann, þrátt fyrir umfangsmikil og marg- breytileg störf. Þótt hann hefði ákveðnar skoðanir bæði í pólitík og öðrum málum, var hann alltaf vinsæll. Að lokum þakka ég samveru- stundirnar margar og góðar. Guði og góðum vættum þakka ég heils- hugar fyrir að gefa fótlúnum ferðamanni fararleyfi óbuguðum af elli kerlingu. Hinumegin landamæranna bíða vinir í varpa og fagna gesti sínum. Mömmu, sem liggur veik á Sjúkra- húsinu á Sauðárkróki, fjölskyld- unum á Varmalæk og öðrum vin- um og vandamönnum pabba sendi ég og kona mín samúðarkveðjur. Jóhann Hjálmarsson frá Ljósalandi. miklir ættfeður saman, og þegar amma lést árið 1973 og afi var einn síðustu sex árin, tók hann við skýrslugerðum ömmu um afmæli og fleira viðkomandi hópnum og hélt sínu striki og ömmu fram á síðustu stundu. Nú veit ég að afi minn og amma mín elskuleg eru búin að ná saman aftur eftir sex ára aðskilnað og í hjarta minu er ég glaður, þó að söknuður sé sár. Nú veit ég að báðum líður vel og þau geta fylgst með sínum stóra afkomendahópi, sem verður í minningu um mikil heiðurshjón og ættfeður að halda tengslum sínum og samkomulagi eins og afi og amma hefðu best kosið. Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.