Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 MORödK/ KAvpinú GRANI GÖSLARI «amall til að vinna mér inn fyrir vasapeningum en þegar ekkert fóður er f vösunum, þá hvað? Þú cr snöggur að vanda, en þetta er nú ekki blæjan sem þú ert að það cr sko töggur í forstjóran- rífa ofan af bflnum hcldur toppurinn. hann var bara f öðrum lit! um, þ(', að hann sé tekinn að eldast! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Vissulega voru sagnir austurs og vesturs eðlilegar og sjálfsagð- ar í spilinu hér að ncðan. En þeir voru óheppnir í þetta sinn af því af þcim voru tckin öll völd og vopn þeirra notuð gegn þeim. Suður gaf o(? austur-vestur voru á hættu. Norður S. 75 H. G742 T. Á1085 L. 1074 Vestur S. K10843 H. KD T. 3 L. ÁKG83 Austur S. 96 H. 10 T. KD9762 L. 9652 COSPER COSPER. Aldrei gagnrýni ég vinkonur þínar, þótt þú gagnrýnir mínar vinkonur stöðugt. Joan Baez Rússar hræddir við Joan Baez Mikið hefur að undanförnu verið skrifað í íslenskum blöðum um að poppsöngvarinn Elton John sé að fara að spila í Rússlandi. Þá er alltaf tekið fram um leið, að söngkonan Joan Baez hafi ekki fengið leyfi til að halda hljómleika í Rússlandi. Þetta er alveg rétt. En ástæðan fyrir því að ég geri þetta að umtalsefni er að öll þessi skrif eru lítilsvirði lesandanum ef ekki er gerð nein grein fyrir málavöxtum. Hvers vegna fékk Joan Baez ekki leyfi til að spila í Rússlandi? Og hver bannaði henni það? Voru það ekki bandarísk yfirvöld eða rússnesk? Blöðin hafa alveg svikist um að svara þessum spurn- ingum. Eg vil þá svara þessu lauslega. Eins og örlítið var komið inn á í sjónvarpsþættinum Alþýðutón- listin er Joan Baez mikill mann- vinur og hefur starfað mikið fyrir Amnesty International. Hún hefur dyggilega stutt rússneska andófsmenn. Hún hefur m.a. heimsótt þá til Rússlands, fært þeim gjafir og fréttir af stuðningsstarfi við þá fyrir utan járntjaldið. Einnig hefur Joan Baez oft vakið máls á innrás Rússa í Tékkóslóvakíu. Á s.l. ári fór hún m.a. í sérstaka hljóm- leikaferð í tilefni þess að 10 ár voru liðin frá innrásinni. í þessari hljómleikaferð hélt hún uppi sam- felldri gagnrýni á rússnesku heimsvaldastefnuna og mannrétt- indabrotin víðfrægu. Þetta er ástæðan fyrir því að Rússar neituðu henni um hljóm- leikaleyfi í Rússlandi. Þeir voru hræddir um að kúgaðir þegnar landsins yrðu vaktir til um: hugsunar um raunveruleikann. í Rússlandi má enginn opna munn- inn nema hann sé svo vitlaus að af honum stafi engin hætta. Það væri áreiðanlega holl lexía fyrir íslenska kjósendur að fá Joan Baez hingað til hljómleika- halds. Friðrik Gunnarsson. • Molbúaleg dreifing símaskrár- innar Símnotandi skrifar: „Um þessar mundir er nýrri símaskrá dreift til símnotenda og Suður S. ÁDG2 H. Á98653 T. G4 L. D Suður Ventur NurAur Auntur 1 II Dubl 2II 3T t Iljörtu Duhl allir pass. Gegn þessari hæpnu lokasögn tók vestur fyrsta slaginn á laufás og skipti síðan í tigulþrist. Útlitið var ekki sem best en sagnhafi kom auga á örlítinn möguleika og ef marka mátti sagnirnar virtist hann vera fyrir hendi. Tíglarnir urðu að skiptast 1—6 og ýmislegt fleira varð að gerast. Vestur að eiga tvíspilið í hjartanu auk háspilanna í svörtu litunum. Sagnhafi tók því á tígulásinn, trompaði lauf heima, tók á hjarta- ás og vestur fékk næsta slag á hjartakóng. Hann spilaði laufkóng en losnaði ekki úr spilinu þegar suður lét tígulinn. Þar með var vestur í alvarlegri klemmu en gerði sitt besta þegar hann spilaði laufi í tvöfaldri eyðu. Sagnhafi lét þá spaða frá borði, trompaði heima, tók á spaðaás og spilaði drottningunni. Sama hvað vestur gerði en í reynd lagði hann kóng- inn á og siðasta trompið í borðinu sá seinna um spaðatvistinn. Tíu slagir teknir með krókaleiðum. Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. 47 ig af sér, getur maður kannski ekki beinlínis álasað varð- mönnunum fyrir að þeir hófu að elta rithöfundinn sem hlýtur eftir öllum sólarmerkjum að dæma að hafa verið mjög skammt frá húsi Solvej Lange. Það er nærtækt að gera sér í hugarlund að Elmer hafi verið valdur að hræðslu ungu stúlk- unnar og að hann hafi ruðzt inn í hús Solvej Lange, jafnskjótt og hún var farin þaðan og myrt hana með köldu blóði. Það rennir enn frekari stoðum undur þetta vegna þess að Elmer hefur gripið til þess að leggja á flótta og styrkir það gruninn vissulega. Þó skal það haft í huga að það eitt að hann hverfur héðan gerir hann ekki að morðingja. Það getur vel verið að upphaflega hafi verið um það að ræða að hann hafi verið gripinn skelfingu um að varðmennirnir herskáu myndu hreinlega ganga af honum dauðum. Við megum nefnilega ekki gleyma að annar aðili hefur einnig haft tök á því að vera á ferli fyrir utan hús frú Lange og drepa hana eftir að Caja var flúin af hólmi og er þar enginn annar, á ferðinni annar en forystusauður eftir- litsmannanna, Steen Torp. Hann virðist eftir því sem hann segir sjálfur — hafa notað hvorki meira né minna en tfu mfnútur til að fara frá horninu á Bakkabæjarvegi að Primula- vegi — en þessi spotti er ekki nema í hæsta lagi þrjú hundruð metrar. Loks verður að taka það með f reikninginn að hugsanlegt er, að báðir þessir karlar séu saklausir og það sé unga stúlkan Caja sem er morð- inginn. — En hvað áttuð þér við með að við forðuðumst að láta teyma okkur á villigötur?, spurði aðstoðarmaður hans. — Við konyim að því núna. Það er sem sagt nokkuð freist- andi að ganga út frá þvf að Solvej Lange hafi verið myrt áður en Torp og Rasmussen hófu að eltast við Bo Elmer. Það er freistandi vegna þess að þar með fæst rökvfsi í atburðarás- inna. í samhengi myndi málið því líta þannig út: Solvej og Caja fyllast skelfingu vegna þess að einhver er að snuðra kringum húsið. Caja lætur hræðsluna hlaupa með sig f gönur og leggur á flótta, ókunni maðurinn ryðst inn f húsið og drepur Solvej: verðmennirnir koma auga á Elmer f grenndinni og taka að eltast við hann en hann kemst undan. Þetta hljómar ljómandi vel, ekki satt? En svo má gera á þessari útgáfu allar hugsanleg- ar breytingar eftir því hvaða forsendur við gefum okkur og hvern við teljum lfklegastan morðingja þessara þriggja. Meðal annars má þá benda á, að morðinginn sé Caja eða Torp og eltingaleikurinn á eftir Elmer gerist meira og minna vegna tiiviljána. Við verðum að muna að lfk Solvej Lange fannst ekki fyrr en klukkan hálf eitt. Fram að þeim tíma var enginn — nema morðingi Solvej — sem vissi að konan hafði verið myrt. Við vissum það eitt að einhver hafði verið að snuðra og liggja á gluggum f hverfinu. Kannski morðið hafi ekki verið framið fyrr en eftir að Torp og félagi hans hefja að eltast við Elmer, það er að segja eftir klukkan tíu mfnútur yfir tólf. Sam- kvæmt þvf sem læknirinn telur getur verið að hún hafi dáið f sfðasta lagi klukkan tuttugu mfnútur yfir tólf. Þarna er um að ræða að minnsta kosti tfu mfnútur sem verður að rann- saka út f yztu æsar. Á þelm tfma sem þar kemur til góða verður og að hafa f huga, að fleiri koma nú til greina sem Ifklegir: morðið hefði þá getað verið framið — ef við teygjum það um tíu mfnútur — af Peter- sen kaupmanni, af Christensen kennara, annarri Lesbessystr- anna eða báðum eða af Stefen Torp meðan félagi hans var á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.