Morgunblaðið - 20.05.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.05.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ1979 19 Sovéttog- ari stakk strand- gæzluna af Juneau. Alaska. 18. maf. AP. SKIP bandarísku strand- gæzlunnar reyndi í dag með aðstoð þyrlu að taka rússneskt selveiðiskip og af þessu leiddi spennandi eltingarleikur, en skipstjórinn á skipi strand- gæzlunnar hætti við eftirförina þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að það yrði of hættu- legt að setja menn um borð í togarann að sögn talsmanns strandgæzlunnar. Engu skoti var hleypt af að sögn strandgæzlunnar. En hún hefur farið þess á leit að reynt verði að komast að raun um eftir diplómatískum leiðum hvort rússneska skipið hafi verið að selveiðum í bandarískri lögsögu eða aðeins legið við akkeri. Talsmaður strandgæzlunnar sagði að eftirlitsflugvél gæzlunnar af gerðinni C-130 með bækistöð í Kodiak, Alaska, hefði -orðið skips- ins vör í fyrradag. Skipið virtist vera skuttogarinn Zereche sem er gerður út á selveiðar og var við akkeri fimm og hálfa mílu innan við 200 mílna lögsögu Banda- ríkjanna. Innyfli og húðir af selum voru á dekki, en selveiðar eru bannaðar í bandarískri lögsögu. Standgæzluskipið Midgett fór á vettvang, en rússneska skipið setti á fulla ferð þegar gæzluskipið reyndi að setja menn um borð. PLO til Brazilíu? Brasilia. 18. maí. AP. BRAZILÍUSTJÓRN hefur til athugunar beiðni um að Frelsis- samtök Palestínu (PLO) komi á fót skrifstofu f Brasilia, höfuð borg Brazilfu að sögn talsmanns Brazilíska utanríkisráðuneytis- ins í dag. Brazilíumenn hafa í þrjú ár hafnað tilmælum PLO um að opna skrifstofu. Talsmaðurinn sagði að varafor- seti íraks, Taha Maarouf, sem er í opinberri heimsókn hefði lýst sérstökum áhuga íraks og annarra Arabaríkja á því að PLO fengi að opna skrifstofu í Brazilíu. Mótefnamæl- ing gegn rauð- um hundum , Mótefnamæling gegn rauðum hundum fyrir barnshafandi konur fer fram á mæðradeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. Þær konur sem ekki hafa komið til skoðunar eru hvattar til að koma hið fyrsta, segir í tilkynningu frá þorgarlækni. Tímapantanir eru í síma 22400 kl. 18.30-11.00. LEGSTEINAR JU- S. HELGASON H/F, STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48, KÓPAVOGI, SÍMI 76677. + KRISTÍN M. JÓNSDÓTTIR, kaupkona lózt föstudaginn 18. maí. Fyrir hönd aöstandenda. Einar Eyfells. f Móöursystir mín, HELGA SIGURDARDÓTTIR, Njálsgötu 72, sem andaöist 13. maí, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. maí kl. 3. Siguróur Helgi Sigurlaugsson. + Móöir mín, amma okkar og systir STEFANIA JÓNSDÓTTIR andaöist á Landspítalanum þann 15. þ.m. Kveöjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 21. maí kl. 10:30. Jarðsett veröur við Dalvíkurkirkju miövikudaginn 23. maí kl. 14:00. Örn Baldvinsson, barnabörn og systkini. + Hugheilar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, fööur, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa. EIRÍKS KRISTJÁNSSONAR, vélstjóra, Stigahlfö 18. Sérstakt þakklæti til starfsfólks gervinýrans og deildar 3-D Landspítalans. Hulda Þorbjörnsdóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir alla hjálþ, hlýhug og samúö viö andlát og útför mannsins míns fööur, og tengdafööur og afa SIGURÐAR SIGURBJÖRNSSONAR frá Gilsárteigi Hringbraut 92 A, Keflavík Þórleif Steinunn Magnúsdóttir Ásta Siguróardóttir Guömundur Guölaugsson Sigurbjörn Sigurösson Sigrún Helgadóttir Þorsteinn Sigurösson Anna Marfa Eyjólfsdóttir Margrét Siguröardóttir Stefán Bjarnason Sigrfóur Siguróardóttir Helga Siguröardóttir Þórhalla Siguröardóttir og barnabörnin + Dóttir mín, stjúpdóttir, móöir, systir og mágkona JARDÞRÚDUR GUÐNÝ KRISTJANSDÓTTIR, Hjaltabakka 18, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Félag einstæöra foreldra. Krístján Sigurjónsson, Arndís Markúsdóttir, Kristján Arnar Guöjónsson, Atli Már Kristjánsson, Kristjana E. Kristjánsdóttir, Ingi G. Ingason, Sesselja H. Kristjánsdóttir, Sigurjón Kristjánsson, Conny Kristjánsson, Þorvaldur Dan Petersen, Ólöf Björnsdóttír. + Útför JÓNU GUÐMUNDSDÓTTUR Langholtsvegi 131, fyrrum húsfreyju aö Álfadal á Ingjaldssandi, veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 22. þ.m. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Fósturmóðir mín JÓHANNA KETILSDÓTTIR frá Hellissandi, verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 22. maí, kl. 10:30. Þeir er vildu minnast hennar er bent á Slysavarnarfélag íslands og Breiöholtskirkju. F.h. systkina hennar og annarra vandamanna. Kristinn Breiöfjörö. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, GUOMUNDAR Þ. MAGNÚSSONAR, kaupmanns, Hellisgötu 16, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir skulu færöar læknum og starfsfólki St. Jósefsspítala Hafnarfiröi. Börnin. Vegna jaröarfarar JÓHÖNNU KETILSDÓTTUR veröur verslunin lokuö þriöjudaginn 22. maí. Ðurstafell, byggingavöruverslun, Réttarholtsvegi 3. þíð fljúgið í vcstur til New York Svosudur á sólarstrendur Florida. Flatmagið á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslið í tandurhreinum sjónum. Búiðá lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, eða í hótelíbúð. Ci < r 2 30 + O sx I co u Snæðið safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi). íslenskur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts. Næstu 3ja vikna ferðir verða: 31. maí (fullbókað), 21. júní, 19. júlí, 9. ágúst og 30. ágúst. Búið er á Konover hóteli og í Flamingo Club íbúðum. Um margs konar verð er að ræða. T.d. getum við boðið gistingu í tvíbýlisherbergi á hótelinu í 3 vikur og ferðir fyrir kr. 316.800.- en ódýrari gisting er einnig fáanleg, búi t.d. 4 saman í íbúð. Fyrir börn er verðið rúmlega helmingi lægra. FLUGLEIÐIR Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. hbhhmhbhí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.