Morgunblaðið - 20.05.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.05.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1979 31 gjafavorur studio-line A. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 ICELAND Lamy penni Stúdentagjöf fyrir skóla lífsins IAMY meira úrval en þér haldiö Almenna bókafélaginu: Almenna bókafélagiö hefur sent frá sér mikla búk um ísland — 74 litmyndir á 84 bls. og texti á 50 bls. Myndirnar hefur tekið Kóreu- maðurinn John Chang McCurdy, formála fyrir bókinni ritar Halldór Laxness og greinargerð um landið og þjóðina ritar Magnús Magnús- son í Edinborg. John Chang McCurdy er ungur maður, lærður í listasögu og list- fræði í háskólum í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Hann hefur einbeitt sér mjög að gerð listrænna ljósmynda og er orðinn víðkunnur fyrir sínar sérstæðu og fögru myndir. Hanh starfar nú í Bandaríkjunum ein- göngu að gerð slíkra mynda. McCurdy hreifst mjög af íslandi við fyrstu sýn og einsetti sér að lýsa þessu einkennilega landi — að honum framandi — í ljósmynda- bók. Ferðaðist hann síðan víðsveg- ar um landið til ljósmyndatöku — og er bókin árangur af þeim ferða- lögum. Þessar ljósmyndir eru vissulega frábrugðnar því sem við höfum áður séð í myndabókum um ísland, fyrirmyndirnar öðruvísi valdar og séðar frá öðrum sjónarhornum en við höfum átt að venjast. Og þetta eru fjölbreytilegar myndir, meiri- hlutinn af landslagi og náttúru- fyrirbrigðum, en svo eru hér einnig margar myndir af mannlífi og dýralífi — bóndi að slá með orfi og ljá í grænni túnbrekkunni, Ás- mundi Sveinssyni bandandi hendi við umheiminum, kríu fljúgandi beint upp í loftið, hesti snapandi eftir beit í rökkvaðri fjallaauðninni — svo að eitthvað sé nefnt. Formáli Halldórs Laxness fjallar eingöngu um hina sérstæðu myndagerðarlist McCurdys, en Magnús Magnússon gerir í ítarleg- um inngangi sínum grein fyrir jarðfræðilegri sögu landsins og Rosenthal vörur - gullfallegar — gulltryggðar Ný landkynningarbók frá sambúð lands og lífs þær 11 aldir sem menn hafa átt hér heima. Titill bókarinnar er ICELAND. Hún er alls 140 bls. að stærð í stóru broti (26x26). Bókin er prentuð af Arnoldo Mondadori í Verona á Ítalíu, en setningu textans annað- ist Prentsmiðjan Oddi. Bókin er komin í flestar eða allar bóka- verzlanir. Rosenthal býður yður ýmislegt fleira en postulín og platta. Komið í verzlun okkar og skoðið hinar frábæru gjafavörur, — glervöru, postulín og borðbúnað í ýmsum verðflokkum. Rosenthal merkið tryggir frábæra hönnun fyrir heimilið. CHEEO- HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGI 84 HALLARMÚLA 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.