Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ1979 Smjörlíkisgerð Akureyrar flytur tilHafnarfjarðar SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyrar hynKst í sumar ílytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar, en að sögn Ágústs Berjj forstjóra fyrirtækis- ins er þessi ákvörðun tekin m.a. vegna rekstrareríiðleika og talið er hagkvæmara að reka hana syðra. — Allar smjörlíkisgerðir á landinu eru reknar með tapi og við teijum að kílóið af smjörlíki þurfi að hækka úr 480 kr. í kringum 600 í heildsölu til þess að hafa eitt- hvað upp í tapið, sagði Ágúst, og iiggur beiðni fyrir verðlagsyfir- völdum um þessa hækkun og bíður samþykkis ráðherra. Við teljum að með því að flytja fyrirtækið suður sé hægt að ná niður rekstr- arkostnaði þar sem auðveldara verður um alla aðdrætti og dreif- ingu, en við höfum selt mjög mikið syðra. Ráðgert er að flytja allar vélarnar og setja þær upp í Hafn- arfirði í júlí. Ágúst sagði að með flutningun- um yrði nafni fyrirtækisins lík- lega breytt og það myndi fram- leiða smjörlíki, en sælgætisfram- leiðslunni var hætt í febrúarmán- uði sl. Höldum að vorið sé komið og sumarið lika - segir landgrædslustjóri — VIÐ höldum að vorið sé komið og jafnvel sumarið líka og höfum því byrjað vorverkin, sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri í samtali við Mbl. í gær, en nýlega var hafið að dreifa áburði úr lofti með flug- vélum Landgræðslunnar, Douglas DC-2 vélinni, Páli Sveinssyni og minni vélinni TF-TÚN. — Páll Sveinsson hefur að undanförnu verið við störf á Reykjanesskaga, sagði Sveinn ennfremur, en lögð hefur verið áherzla á að græða upp svæði í nánd við þéttbýliskjarna og lauk vélin starfi sínu þár á föstudag. Sveitarfélögin á Reykjanesi, Landvernd og Landgræðslan starfa saman að þessu verkefni. Sveinn sagði að Páll Sveinsson yrði siðan við áburðardreifingu út frá Gunnarsholti næstu vikurnar, m.a. í Vestur-Skafta- fellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýlu og TF-TÚN væri við störf austur af Kirkjubæjar- klaustri. — Þar er um 500 hekt- ara svæði sem er eingöngu svart- ur sandur, en verið er að græða upp. Hafa heimamenn unnið mikið uppgræðslustarf þar með áveitum, sagði landgræðslu- stjóri, og síðan kemur Land- græðslan til og dreifir fræi og áburði. Vélarnar verða síðar í sumar við störf víða um land, Páll Sveinsson í Þingeyjar- sýslum og TÚN í Borgarfirði, Vestfjörðum og Austfjörðum eða á öllum aðaluppblásturs- og uppgræðslusvæðum landsins, en alls er ráðgert að dreift verði úr lofti kringum 3.000 tonnum af áburði og fræjum. Tveir flugmenn starfa við áburðardreifingu á TÚN, en flugmenn Flugleiða, þ.e. flug- menn frá F.Í.A. og Félagi Loft- leiðaflugmannna fljúga Páli Sveinssyni. Láglaunaf ólkið hefur sýnt ótrúlega biðlund — segir Bjarni Jakobsson, formaður Iðju — EFTIR að opinberir starfs- mcnn fengu 3% grunnkaups- hækkun með því að fella sam- komulagið við ríkisstjórnina. er ekki stætt á því að halda grunn- kaupshækkunum niðri hjá hin- um almennu verkalýðsfélögum. Láglaunafólkið getur ekki og mun ekki sætta sig við að sitja eftir á botninum einu sinni enn. Ég vcit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því, að það er hægt að boða til aðgerða með viku fyrirvara, þar sem kaupgjalds- Hðir verkalýðsfélaganna eru almennt lausir, sagði Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, f viðtali við Morgunblaðið f gær og minnti á ályktun sfðasta aðalfundar, 4. maf, f þvf sam- bandi. Ilann bætti við, að stjórnarflokkarnir hver um sig heíðu allir talið eðlilegt, að 3% gengju til allra launþega, en nú hefði Alþingi verið slitið án þess að á þessu máli væri tekið. — Láglaunafólkið hefur sýnt ótrúlega biðlund í sambandi við launamálin, sagði hann, þar sem litiar efndir hafa orðið á fögrum loforðum og fyrirheitum fyrir kosningar, en launþegar byrjuðu á því að gefa eftir 3% af launum sínum, strax eftir að þessi ríkis- stjórn var mynduð. En það er ekki von, að stjórnarflokkarnir geti orðið sammála um launa- Bjarni Jakobsson stefnuna í meginefnum, þar sem mikið sundurlyndi >er ríkjandi innan þeirra og úlfúð og tor- tryggni. Það er því varla við því að búast, að þeir geti náð raun- hæfum árangri. — Launajöfnunarstefnan, sem samþykkt var og mótuð á síðasta Álþýðusambandsþingi, hefur verið sniðgengin að miklu leyti af núverandi stjórnvöldum og reið hinn nýi meirihluti borg- arstjórnar þar á vaðið. Síðan hafa málin verið að þróast í öfuga átt. Laun þeirra hærra launuðu hafa rokið upp, en lág- launafólkið er látið taka á sig auknar byrðar, m.a. vegna þess að hátekjuhópum líðst að fara sínu fram án tillits til heildar- hagsmuna. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson lestuð til áburðardreifingar. Aburðardreifing úr lofti hafin: SÖNGFLOKKURINN HLH hélt vel heppnaða rokktónleika í Laugardalshöllinni s.l. föstudagskvöld. Að lokinni rokkhátíðinni í Laugardalshöll munu skemmtikraftarnir leggja land undir fót og fara um Suðurland, Norðurland og Vesturland. Þegar hafa verið skipulagðar skemmtanir á Flúðum, Akureyri, Húsavfk, í Skagafirði, Keflavík, Hvoli, Stykkishólmi, Aratungu, í Eyjafirði, ólafsfirði og Vestmannaeyjum á þjóðhátíð í ágúst. Ljósm. Guðjón Birgisson. Misritun leiðrétt NAFN og heimilisfang fermingardrengsins Halldórs Björnssonar, Sunnuvegi 5 á Selfossi, hefur misritast í blaðinu í gær. — Halldór verður fermdur kl. 10.30 árd. í dag í Selfoss- kirkju. Elsa Sig- fúss látin LÁTIN er í Reykjavík Elsa Síkíúss söngkona. Elsa Síkíúss var fædd 19. nóvember 1908 í Reykja- vík ok voru foreldrar hennar Sigfús Einarsson tónskáld og Valborg I. Elisabeth, fædd Hellemann. Elsa Sifúss dvaldi lengi erlendis við söngnám og starf og braut- skráðist hún frá Det kongelige danske musikkonservatorium árið 1932. Einnig dvaldi hún í Þýzka- landi og Englandi við nám. Elsa Sigfúss var ein kunnasta söng- kona landsins og eftir starf í Kaupmannahöfn um árabil flutt- ist hún til íslands. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu árið 1960. Svæðamótið i Luzern: Komast Guðmundur Keppendur eru 22 í svæða- mótinu og er þeim skipt í tvo riðla eins og fram hefur komið og verða tefldar 11 umferðir. Fjórir efstu í hvorum riðli komast áfram í sérstaka úrslitakeppni og þrír efstu menn í henni komast áfram á millisvæða- mót og keppa því áfram um réttinn til þess að skora á Karpov heimsmeistara í ein- vígi 1981. I 6. umferð urðu úrslit þau í skákum íslendinganna, að Guðmundur gerði jafntefli við Danann Hamann, Mar- geir tapaði fyrir Kagan frá Israel en Helgi vann Lobron frá Vestur-Þýzkalandi. Staðan í riðlunum er sú, að í A-riðli er Húbner efstur með 4,5 vinninga, Guðmundur er í öðru sæti með 4 vinninga og Kagan þriðji með 3,5 vinninga. I B-riðli hefur Svíinn Lars Karlsson óvænta forystu, hefur 4 vinninga, Helgi er annar með 3,5 vinninga og Grúnfeld þriðji með 3 vinn- inga og tvær þiðskákir. Margeir Pétursson á bið- skák við Norðmanninn Hoen og hefur hún tvívegis farið í bið. Margeir ætlar að reyna að knýja fram vinning en hann sagði sjálfur, að það yrði ekki létt verk og óvíst hvort það tækist. Stöðu- mynd í biðskákinni fylgir hér með, Margeir hefur hvítt. og Helgi í úrslit? — ÉG tel að bæði Guðmundur og Helgi eigi mikla möguleika á að komast í úrslit í þessu millisvæðamóti en mér þarf að ganga mjög vel seinni hiuta mótsins ef ég á að komast í úrslitin, sagði Margeir Pétursson skák- maður, þegar Mbl. ræddi við hann í Luzern í Sviss í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.