Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 Ræða um norra bók Ara hundrað árum eftir að hún var skráð, og tvö hundruð árum eftir orustuna á Stiklarstöðum, er Ólafur helgi raunar fallinn í gleymsku á íslandi, einkum þó sem dírlingur, og fyrir bragðið er hægt að hafa um píslarvætti hans orðin sem Ari notar „þegar Ólafur féll hinn digri". Þetta mætti einnig orða svo, að konúngur þessi með norska dírlíngsnafnbót hafi átt við ramman reip að draga hjá íslendíngum frá upphafi, þó ekki færum við með öllu varhluta af áróðri norsku kirkjunnar fyrir þessum einkennilega helgimanni; og er þá meðal annars átt við múnklegar mærðar- og lánglokubókmentir sem upphefjast í klaustrum fyrir norðan á Islandi, nær hálfri öld eftir að Ari samdi Íslendínga- bók; má segja að í þeim bókmentum sé aftur upptekinn þráðurinn af hendi norsku kirkjunnar sem 160 árum áður, skömmu eftir fall Ólafs, hafði lýst hann perpetuum regem Norvegiae. En um sama leyti og þíngeyramúnkar verða tilbúnir að skrifa lánglokur sínar um Ólaf helga kríngum 1180 eru norskar dírlíngabókmentir um Ólaf hættar, og norðmenn lángt komnir að gleyma þeim. Nær 1230, um svipað leyti og Snorri er að skrifa Ólafs sögu helga, eru í Noregi skrifaðar konúngaævir í bók sem laungu síðar var kölluð Fagurskinna og er ágætt sagnfræðirit. í þessari bók sem kynni að vera skrifuð samtímis Ólafs sögu Snorra, er talað svo dauflega um Ólaf konúng helga, að ekki verður betur séð en hann hafi þá mist kraft sinn með norð- mönnum. Af latínubréfum páfanna til norsku kirkjunnar fram til 1204 (útgefn- um af Eirik Vandvik, Oslo, 1959) má sjá hvurnin páfarnir klappa aðeins góðlátlega á þessa norrænu glókolla í hvert skifti sem þeir ýa að helgi Ólafs Haraldssonar í bréfum sínum. Ludvig Holm-Olsen pró- fessor, merkur norskur fornritafræðíngur, kemst svo að orði um stöðu Ólafs sem dírlíngs á skriftíma Fagurskinnu: „av Fagrskinnas beretning kunne ingen ane at Olav skulle bli helgen". Semsé, svipað ástand ríkir umhverfis ólaf helga í norskum fræðum kríngum 1230 einsog bersýnilega ríkti á Islandi hundrað árum á undan, þegar Íslendíngabók er skrifuð og Ólafur er hvorki titlaður kóngur né rex, því síður hinn helgi, heldur aðeins hinn digri. ____ Hjá Ara hlotnast Ólafi Tryggvasjni sá heiður að hafa komið kristni á Island; afturámóti hefur Ari ekki nema hálfa línu um fall Ólafs Haraldssonar, og ekki orð um upphafníngu hans til dírlíngs. Það ér merkilegt séráparti, sem lesið verður hjá Ara, að Ólafur Tryggvason hafi kristnað íslendínga, „komið kristni á ísland" — þó það þurfi ekki að vera satt. Og ekki er síður athyglisvert að Íslendíngabók sjálf nefnir nafn Ólafs Tryggvasonar ævinlega með jákvæðri rödd. Nú mundi margur segja að ástæðulaust væri fyrir aðra að minka hlut Ólafs konúngs Haraldssonar þó Ari virðist gera það; en þá má ekki heldur gleyma því hver stendur á bak við Ara, og hverjum Ari þjónar með riti sínu: hann þjónar íslensku kirkjunni, þeas skrifar Íslendíngabók sína fyrir orðastað beggja stólbiskupanna, og þeir, ásamt Sæmundi presti, ritskoðuðu síðan verk hans fyrir hönd kirkjunnar. Það er ekki á hverjum degi sem við lesum bók sem hefur verið löguð af Sæmundi fróða þángaðtil hún var orðin rétt, einsog gert var við Íslendíngabók — að því er Ari hefur sjálfur skýrt frá í hinum stutta prólóg Íslendíngabókar. Og það er at- hyglisvert að sjálfir stólbiskuparnir Þor- lákur og Ketill sem fyrir sitt leyti ritskoð- uðu Íslendíngabók, vita ekkert um helgi Ólafs. Island er eitt meðal fárra landa í heimi sem skorðar upphaf sögu sinnar við kunna staðreynd; í okkar tilfelli er sú staðreynd dráp Eadmundar einglakonúngs og er nokkurneginn greinilega ársett. Af skilj- anlegum ástæðum höfðu norðmenn ekkert slíkt ártal að halda sér að þarsem þeir hafa búið í landi sínu síðan í grárri forneskju. Vegna tímatalsleysis áttu þeir óhægt um vik að ársetja burðarár konúnga sinna fornra frá þeim tíma áðuren bækur hefjast með þeim. Til dæmis er erfitt að finna burðarár Haralds hárfagra ef miðað er við frumártal landnámsaldar á íslandi, 874 skulum við segja, og við teljum sé vitað. Af þessum sökum nær ekki ætt þeirra Ólafanna, Tryggvasonar og Har- aldssonar, nógu fljótt fram að gánga til þess að þeir nái trúlega því hlutverki sem þeim er ætlað í fornsögum, þeas að fígúrera, vera til sýnis, sem afspreingi Haralds hárfagra. Ævi Haralds hárfagra sjálfs hefur semsé ekki tekist að ársetja, og raunar hvorki upphaf hans né endi. Af þessum rökum leiðir í raun réttri óvissu um hvaða menn þessir ólafar voru eða hvaðan þeir komu; fornsögur hafa einga viðhlítandi skýríngu á uppruna þeirra. Jafnvel Ólafur Tryggvason, sem Ari er þó hliðhollur og viðurkennir sem „rex“, — hann á aungvan sagnfræðilega trúlegan samastað. iafnvel er hann í sumum fornum kröníkum, bæði innan Skandínav- íu og utan, talinn rússneskur maður, — upprunninn fyrir austan Eystrasalt. Fall hans í Svoldarorustu er ekki heldur viðurkent af nútíma sagnfræði, meðal annars á þeim forsendum að staður og stund þar sem þessi orusta var háð hafi aldrei fundist. Þó við íslendíngar trúum Ara um að Ólafur Tryggvason hafi komið kristni á ísland, taldi sagnfræðíngur erkistólsins í Brimum, að Ólafur Tryggva- son væri blótmaður; og hefur Flateyarbók þýðíngu á þessum textum. Danir kölluðu hann Ólaf krákubein af því slík bein voru höfð til galdurs. Um Ólaf Haraldsson vitum við þó, hvað sem líður ætt hans og uppruna, að hann féll á Stiklarstöðum. En sagan um för hans til Rússlands, höfuð- stöðva grísku kirkjunnar í Kiev, til að safna liði gegn löndum sínum, einsog Snorri segir frá, er ekki nema í meðallagi til fallin að vekja sagnfræðilegt traust á þessum konúngi og dírlíngi úr Noregi. Ekki er þó ástæða til að reingja að Ólafur Haraldsson hafi fljótt eftir fall sitt breyst í yfirnáttúrlega vætti í hugum norðmanna, hvað sem veldur; enn eru til af honum myndir og líkneskjur í þá veru: nokkurskonar framhald átrúnaðar á rauð- hærða skeggkalla einsog þá Dónar og Vóden, (Þór og Óðin) sem noregsmenn höfðu tekið við af þjóðverjum skömmu fyrir kristnitöku. Hitt væri fjarstæða að ímynda sér að Ólafur hafi nokkurntíma verið settur í dírlíngatölu af þeirri stofnun í páfagarði sem þær kvaðir annast, þó ekki sé fyrir að synja að hugmyndin sé til í fornbréfum. Verður ekki betur séð en norska kirkjan sjálf hafi farið með löndum um helgi Ólafs á því méli sem þjóðkirkjum enn hélst uppi að búa sér til þjóðdírlínga, en slíkt var aftekið 1215; enda höfðu slíkir dírlíngar oft reynst þjóðsagnafígúrur einar eða kynjamenn. Aungvar spurnir eru heldur af því að norska kirkjan hafi reynt að fá Ólaf gerðan dírlíng í Róm eftir 1215. Afturá- móti voru, sem fyr segir, bæði á íslandi og í Noregi settar saman af múnkum helgi- sögur um ólafana tvo. Þessir höfundar höfðu reyndar ekki lag á að koma bók saman svo vel færi; vildu bækurnar verða opnar í báða enda hjá þeim; þó er ekki víst að þeir hefðu farið betur með tímann öðruvísi; og oft má raunar finna gullvæga staði hjá þessum köllum. Hinsvegar hafa norðmenn sjálfsagt samið um að mega setja Ólafskirkjur heima hjá sér; og kapellur með ólafsnafni er vitað um á nokkrum stöðum utanlands, einkum á slóðum sem voru fjölfarnar af norðmönn- um á miðöldum: eina í Einglandi, mig minnir í Lincoln, en hef á því fyrirvara, og var ætluð norskum farmönnum; aðra nálægt Hólmgarði í Rússlandi þar sem norskir grávörukaupmenn áttu tíðförult; hin þriðja í Miklagarði handa væríngjum sem þjónuðu keisaranum. Má að vísu segja að þetta sé vel af sér vikið fyrir Ólafs hönd og norskrar kristni; þó er athyglisvert að tvær af þessum kapellum hafa verið á svæði grísku kirkjunnar. Því miður, mundi margur segja, stóð þessi dýrð víst ekki leingi; en ég segi fyrir mig að ef enn stæði Ólafskapella í Konstantínópel, og væri ég staddur í þeirri borg, mundi ég fara í þessa kapellu jafnvel áður en ég færi að skoða kirkju Heilagrar Visku sem þar ku hafa staðið leingi. Einsog áður er ávikið reyndi norska kirkjan aldrei, svo vitað sé, að fá Ólaf Haraldsson tekinn formlega gildan sem dírlíng í Róm. Og meðan kaþólskar þjóð- kirkjur höfðu meira sjálfræði um ritúal, hefur nokkurt les verið leyft um Ólaf helga sumsstaðar á Norðurlöndum, sem sjá má m.a. af messusaungsbókum Niðaróss; meira að segja leyft að sýngja Credo á ólafsmessum eftir að komið er frammá 13du öld. Ég upphófst áðan með þeirri spurníngu sem reyndar hefur oft verið spurt: var Snorri Sturluson höfundur sagnfræðirita eftir þeim kröfum sem gerðar eru í gildri sagnfræði? Ég hef svarað því með þeim einföldum svörum sem bjóða sig fram sjálf. Hér stóð ekki heldur til að tína eina og eina frásögn útúr verki Snorra og sanna, tilamynda, að ein væri trúanleg, önnur héngi í því að vera rétt, og í enn einum stað færi Snorri bersýnilega villur vegar — samkvæmt hinu þýska skóladæmi „hier irrt sich Goethe". Örðin „rétt“ og „rangt“ verður í þessu sambandi, held ég, að setja í gæsarlappir einsog nokkurskon- ar barnamál. Ég fylli einfaldlega flokk þeirra sem telja Heimskrínglu, en einkum og sérílagi burðarás hennar, Ólafs sögu helga, óviðjafnanlegan vitnisburð um þann mann sem bókina samdi. Spurníngin um hvort Ólafs saga hins helga hjá Snorra sé sönn eða login, er þó kanski ekki frumstæðari en ýmsar þjóðir hinumegin á hnettinum mundu spyrja í líku tilfelli. Þegar vér lesum Ólafs sögu helga erum vér staddir í miðju heimsins. Og gleymum því ekki að Snorri Sturluson var svo skálda að ekki varð við minna unað en taka af honum höfuðið. Til er á erlendu máli orð sem heitir souverain, súveren, — franskt upphaflega. Þetta orð er haft um keisara og páfa, eri ekki vanalega konúnga. Maður sem lýst er með þessu orði hefur vald til að segja hverjum sem er fyrir verkum, einnig konúngum; en tekur ekki við skipun frá neinum. Einginn nema maður af þessari gráðu skrifar bók einsog Ólafs sögu ens helga. INNIMARKAÐUR í IÐNAÐARHÚSINU V/HALLVEIGARSTÍG Stórkostlegur markaður með fatnað plöturofl. í Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstíg Buxur á herra, Herraskyrtur — Plötur dömur og börn, dömublússur — bolir í glæsilegu úrvali Jakkar á herra, Peysur — kjólar og allt þetta á veröi, dömur og börn. - Pils. sem enginn fær staðist. Nýjar vörur bætast við á morgun INNIMARKAÐURINN V/HALLVEIGARSTÍG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.