Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 Af tiverju er dauðlnn „tabú“ ? Hver kannast ekki við að hafa einhverju sinni hugsað með kvíða til dauðastundarinnar? Mörg börn fara að brjóta heilann um dauðann þegar á unga aldri, en svörin vilja verða óljós og lítt til þess fallin að draga úr óvissunni. Algengust er kannski sagan um að leiðin liggi til himins þar sem öllum líði vel og allir séu góðir, sem Þarf ekki endilega að vera rétt. Svo eru sögurnar um góðu börnin, sem fara til himins, og óþekku krakkana, sem fá ekki aðgang, að ekki sé nú minnzt á virkilega vont fólk, sem hljóti að fara beinustu leið til vítis, þar sem Ijóti kallinn og púkarnir hans þrífist á því að gera íbúunum allt til miska. Góða fólkið, sem byrjar að setja markið á gullna hliðið strax í frumbernsku, þarf víst ekki aö hafa áhyggjur, en það er ekki gott að segja hvernig fer fyrir þeim, sem fá þá hugdettu, að kannski sé lítið varið í að sitja yfir stillingarljósunum til eilífðarnóns, og hvort ekki hljóti nú að vera til eitthvað mitt á milli hörpusláttarins og kvalaópanna í neðra. En hvað? Um það má gera sér endalausar hugmyndir, en bollaleggingum af því tagi lýkur ósjaldan í sama öngstrætinu — hvar byrjar heimurinn og hvar endar hann? Hvar vorum við áður en við fæddumst og hvað er það, sem gerist þegar við deyjum, það er að segja á þeirri stundu þegar augun hætta að vera spegill sálarinnar, hjartað hættir að slá og sálarfatið er ekki lengur fært um að gegna hlutverki sínu? Sumir treysta sér til að fullyrða að ekkert líf sé eftir þetta. Margir sætta sig við að vita ekkert um það, af því að guð hafi greinilega ekki ætlazt til að við værum að hnýsast í það, sem er utan venjulegs sjónmáls og seilingar. Enn aðrir halda því beinlínis fram að slíkt sé syndsamlegt athæfi, og gott ef ekki guðlast. En hvaða skoðanir, sem menn kunna að hafa á því hvers konar tilvera taki við þegar þessu lífi lýkur, þá má telja víst, að þeir séu mun fleiri, sem trúa á líf eftir þetta líf, en þeir sem telja að öllu sé lokið þegar við tökum síðasta andvarpið. Síðari kenningin hefur átt vaxandi fylgi að fagna á þeirri raunvísindaöld, sem við lifum á, en þrátt fyrir það benda niðurstöður nýrra skoðanakannana í Bandaríkjunum til þess að um 70 af hundraði telji að um framhaldslíf sé að ræða. Bókin „Life after Life“ eftir Raymon Moddy, sem út kom fyrir fáum árum, er safn frásagna fjölmargra einstaklinga, sem eiga það sameiginlegt að hafa gefið upp öndina, en síðan vaknað upp til lífsins að nýju. Þær upplýsingar, sem þar koma fram, hafa vakið óskipta athygli, ekki sízt þar sem hér er um að ræða tilraun til kerfisbundinnar og markvissrar athugunar á sviði, þar sem mikið hefur skort á að slíkum vinnubrögðum væri beitt hingað til. Það gefur líka auga leið, að erfitt er að koma við vinnubrögðum eins og þeim, sem venjulega er beitt við vísindalegar rannsóknir, því að hér er ekki hægt að ganga að neinum áþreifanlegum gögnum. Nýlega birtist í The Observer viötal viö bandarískan lækni, Elizabeth Ross, sem er þekkt fyrir störf sín í þágu dauðvona sjúklinga og ættingja þeirra, auk þess sem hún hefur lagt ríka áherzlu á aö fræöa starfsfólk sjúkrastofnana um þennan þátt í starfi þess, jafnframt því sem hún hefur mikið rætt og ritað um þetta efni opinberlega. Elizabeth Ross er ekki í vafa um aö líf sé aö loknu þessu, og segir þá skoöun sína grundvallast bæöi á eigin reynslu og umgengni viö mörg hundruð sjúkl- inga, sem staöiö hafi viö dauöans dyr. Hún ritaöi formálsorö aö bók Raymond Moody, þar sem segir frá fjöldamörgu fólki, sem hefur gefiö upp öndina, en síðan vaknað tll lífsins á ný. Hún staöfestir að nlöur- stööur Moody komi fullkomlega heim og saman viö þaö, sem hún hafi orðið áskynja, og fullyröir meira aö segja að niöurstööur hans muni sanna þaö, sem okkur hafi verið kennt síðastliöin tvö þúsund ár, — aö líf sé eftir þetta líf. John Ðavy, viömælandi Ross, vararektor í Emerson College í Sussex, sem lengi hefur ritað um vísindaleg málefni í The Observer, segir meöal annars: í þjóöfélagi okkar er nánast bann- aö aö ræöa um dauðann, og þessi óhjákvæmilegi þáttur mannlífsíns er þrunginn þvílíkri óvissu, að annað eins hefur kannski ekki þekkzt í nokkru öðru þjóöfélagi mannkyns- sögunnar. Þetta hefur oröiö til þess að sjúklingar annars vegar og starfs- fólk sjúkrahúsa hins vegar hafa króazt af í einangrun ótta og þagnar. Elizabet Ross hefur helgaö mikinn hluta ævi sinnar því verkefni aö rjúfa þessa þögn, og það er ekki sízt hennar verk, að hún viröist margt vera aö breytast í þessu sambandi. Við nokkra háskóla í Bandaríkjunum er fariö að halda reglulega fyrirlestra um þjónustu víö dauövona fólk, og Hospice-hreyfingin, sem þegar hefur fengiö miklu áorkað í Bretlandi, breiðist nú ört út í Bretlandi. Sjtínœstuopnu Slík var hugmynd hollenzka málarans Hieronymus Bosch um það sem koma skal að jarðvistinni lokinni. Hieronymus Bosch var uppi & árunum 1450—1516. Myndin er nefnd „Uppstigning íhæstu hæðir“ og er ídómhöllinni íFeneyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.