Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1979 53 y a Biðraðirnar sem myndast þegar * A-Þjóðverjar þurfa að kaupa algeng- ustu neysluvöru eru nú sagðar lengri en við lok seinni heimsstyrjaldar ( í (.Sjá: „Sæluríkin") SÆLURIKIN E «8 1 i i AF HVERJU ERU TVÆR HULSUR Á TORGRIP MÚRBOLTANUM VIÐMÆLANDI: B.B. byggingavörur h.f. Suðurlandsbraut 4 Sími 33331 „Spyrja viðsklptavlnlr þínir ekkl iðulega um af hverju séu tvær hulsur á TOR- GRIP múrboltanum frá WOIIjEKKCS?" „Jú, en það er yflrleitt öllum Ijóst að þessar tvær hulsur gefa helmlngi meiri festingu en aðrir boltar og þeir virðast hafa meiri togkraft. Og samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem ég sýni ávallt viðskiptavinum, þá eru boltarnir kaupa sýna þessum boltum mikinn áhuga og sérstaklega þegar þeir lesa um niðurstöður um álagsprófanir 'ÍJXEiaauIsES boltanna." „Hvernig er það, koma þeir sem byrja á að kaupa'OKMSuECB boltana yfirleitt aftur?" •JQHAN 51 Sundaborg mffj/í RONNING HF. Sfml: 84000 — Reykjavík Yfir Austur-Evrópu vofir efnahagskreppa. Það reyndist ómögulegt að halda þeirri hugmyndafræði við lýði, að engin dýrtíð og ekkert atvinnuleysi geti nokkurn tíma hrjáð kommúnista- ríki. í heimi síhækkandi orkuverðs, þar sem hráefnin eru aðeins seld hæstbjóðanda, koma hugsjónirn- ar einar að heldur litlu gagni við að hvetja fólkið til þeirra síauknu afkasta, sem nauðsynleg væru til þess að mæta vandanum. Rúmenía er hið síðasta í röð Austur-Evrópulanda, sem gripið hefur til þess ráðs að hækka verð á flestum algengum nauðsynjavör- um. Verð á ávöxtu .n, niðursoðnu græn’.neti, fiskafurðum, sultu, gervikaffi og kryddi var hækkað um 33% núna í vikunni. í Póllandi hefur verðlag einnig verið að hækka, en þar í landi hafa stjórnvöld þó farið mun varleg ;ar í sakirnar og valið ýmsar krókaleiöir við hækkanir vöru verðs. Áður höfðu meiri háttar verðhækkanir \ Póllandi komið af stað óeirðum víðs vegar um landið. verði á matvælum verið haldið niðri í Póllandi með feiknalegum niðurgreiðslum. Úrval matvöru á markaðnum hefur hins vegar verið einkar fátæklegt. Pólsk stjórnvöld hafa fundið leið út úr þessum ógöngum með því að koma á nýju verzlunarkerfi, það er að segja svokölluðum „sérbúðum", þar sem er hægt að kaupa ágætis kjötvörur á tvöföldu verði miðað við venjulegar búðir, en þær síðar- nefndu geta yfirleitt aldrei boðið viðskiptavinum sínum upp á úrvals kjötvörur. Tilraunin með „sérbúð- irnar“ virðist hafa tekizt prýðilega. Biðraðirnar við þessar sérstöku matvöruverslanir í öllum stærri borgum Póllands ná oft meðfram tveim-þrem húsaröðum. Þetta er ein af þeim leiðum, sem pólsk stjórnvöld reyna til þess að dreifa þunganum af hinni mikiu niðurgreiðslu-byrði, sem hvílir svo mjög á pólsku efnahagslífi. f Austur-Þýzkalandi, næsta nágrannalandi Póllands, hefur hinn stöðugi skortur á ýmsum algeng- um neyzluvörum náð því marki, að stjórnvöld landsins óttast upp- þot og óeirðir, ef ástandið í þessum efnum skyldi versna enn. Biðrað- irnar, sem myndast þegar Austur-Þjóðverjar þurfa að kaupa algengustu neyzluvörur, eru nú sagðar lengri en við lok seinni heimsstyrjaldar. I nýrri reglu- gerð, sem stjórnvöld Austur- Þýskalands hafa sett, er vestrænum blaðamönnum bannað að spyrja vegfarendur í austur-þýzkum borgum um álit þeirra á þessu ástandi. Vandamál efnahagslífsins hafa verið opinberlega viður- kennd í Ungverjalandi. Efnahags- líf Ungverjalands hefur bæði verið hið traustasta og með mestu vest- urlandasniði af öllum löndum Austur-Evrópu. Ungverskur landbúnaður hefur um langt skeið staðið með miklum blóma, sem aftur þýðir, að matvöruverzlanir í landinu eru betur birgar af matvæl um, og viðskiptavinirnir geta valið úr fleiri tegundum í matvöru. Hafa Ungverjar því að þessu leyti getað unað hag sínum betur hingað til, heldur en íbúar nágranna landanna. Efnahagskreppan í Austur- Evrópu hefur versnað enn verulega við hinn síaukna orkuskort. Austur- Evrópuríkin eru aðallega háð Ráð- stjórnaríkjunum, að því er varð- ar innflutning á olíu og jarðgasi. Pólland og Tékkóslóvakía hafa þó yfir að ráða talsverðum kolanám- um, og bæði þessi lönd hafa uppi áætlanir um að reisa fjölda kjarn- orkuknúinna raforkuvera. Olíuútflutningslöndin hafa þegar minnkað til muna sölu á olíuvörum til Comecon-landanna í Austur-Evrópu, því að olíufram- leiðslulöndin vilja síður draga úr útflutningi sínum til Vesturlanda og fórna þannig dýrmætum gjald- eyristekjum í vestrænni mynt. Þegar Rússar reyndu að hækka verulega verð á olíu og gasi, brást Ungverjaland hart við og „felldi gengi“ rúblunnar til þess að hamla gegn vaxandi verðbólgu. Annars eru litlar líkur á, að benzín-og olíuskorturinn muni hafa eins al- varleg áhrif á efnahagslíf Austur- Evrópulandanna eins og á efna- hagslífið á Vesturlöndum einfald- lega vegna þess, að það eru svo ofur fáir einkabílar í löndum Austur- Evrópu. En samdrátturinn í efnahagslífi Evrópu er hins vegar þegar tekinn að gera greinilega vart við sig handan járntjaldsins. Sue Masterman & Anton Koene Enn harðnar f a dalnum eystra HJÓNAVIKA ÚRVALS Brottför 13. júlí. Nýtið sumarleyfið betur, verið virkari og njótið sólar og sumars um leið og þið byggið upp sál og líkama. Af hverju tekst okkur oft ekki að slaka almennilega á í sumarleyf- inu, fyrr en líður að lokum þess? Ef til vill erum við of bundin okkar daglega lífi. Til að koma til móts við þörf allra að slaka almennilega á f sólar- landaferðinni, efnir ÚRVAL til hjónaviku í uþþhafi ferðarinnar á Mallorka eóa Ibiza. Áhersla veróur lögð á slökun, létta hreyfingu og þjálfun í tjáskiþtum. Meginmarkmiðið er aö gera fólk hæfara til aö takast á við streitu. Dagskráin er stutt þannig að nógur tími verður til að sóla sig. Til aðstoðar verða Jóhann Ingi Gunnarsson, þaulvanur farastjóri og þjálfari og Páll Eiríksson, sem stýrt hefur svipuðum hvíldarnám- skeiðum í Noregi. Þátttakendafjöldi miðast við 10 hjón og fá börnin að vera með í hluta dagskrárinnar. Kynnið ykkur strax þessa stór- kostlegu nýjung á aðalskrifstofu okkareða hjá umboðsmönnum. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.