Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 13 Myndllst eítir BRAGA ÁSGEIRSSON sýningar Doktor Ulla og náttúran sjálf hjálpast að við að skapa hinar furðulegustu kynjamyndir. Þessi var með lokuð augu og munn áður en hann fór í ofninn. Tvær Alberto Carneiro í sýningarsalnum að Suður- götu 7 sýnir um þessar mundir Portúgali nokkur, Alberto Carneiro að nafni. Nefnir hann myndröð sína Body Art/ Art Body. Einkunnarorð sýningar- innar hljóða svo: „Náttúran um- sköpuð í líkingu okkar og mynd, við í henni og hún miðpunktur fegurðarskyns okkar“. Carneiro er fæddur 1937 og hefur unnið mikið af verkum sínum eftir áhrifum úr náttúrunni. Hér styðst Carneiro m.a. við minn- ingar frá æskuárum sínum, því að faðir hans var vínyrkjubóndi og tengsl hans við náttúruna því mikil og náin. Sýning Carneiros byggist á röð ljósmynda, og við hlið þeirra er jafnan jafnstórt spjald, þar sem á er ritað orðið Art, beint á miðjuna. Minnir þetta því fyrir sumt á bókaopnu, sem er endur- tekin í síbylju til að finna bestu lausnina. — Það er mjög lítill ferskleiki yfír þessu öllu, ljós- myndirnar alveg þokkalega teknar og útfærðar, en ekki er frumleikanum fyrir að fara í þessum verkum. Minnir þetta á þá athöfn að fletta albúmi, en mismunurinn er sá, að skoðand- inn gengur um og skoðar myndir á veggjum. Eftir að hafa heim- sótt þessa sýningu er undirritað- ur gjörsamlega afvopnaður sem listrýnir, — hér þarf skáld og áróðursmeistara slíkra vinnu- bragða til að úthella vizku sinni og andagift, og ég viðurkenni fúslega andleysi mitt, er ég stend frammi fyrir slíkri tegund listar í þúsundasta skipti. í stað þess að hrella lesendur með andleysi mínu langar mig til að segja litla sögu, er ósjálf- rátt kemur upp úr hugskoti mínu: Sagan fjallar um rússneskan bónda, er bjó í af- skekktu smáþorpi. Ivan þessi var bersýnilega mikill uppfinninga- maður, þvi að hann var stöðugt að bjástra við ýmsar nýjungar einangraður út í horni og leit vart upp úr verki, svo mikill var áhuginn og eldmóðurinn. Eitt sinn hafði hann smíðað sérstakt farartæki, sem gat flutt fólk úr einum stað í annann með beit- ingu fótaaflsins einvörðungu. Ivan lagði mikla elju og fórnfýsi í þessa framkvæmd sína og var vakinn og sofinn við að full- komna hana, og árangurinn varð farartæki á þrem hjólum, sem hægt var að knýja áfram með hjálp fótstigsins (pedalanna). Farartækið samanstóð af tré- bálkum, tannhjólum úr járni og var þung og klossaleg smíði, en það var þó hægt að mjaka því úr stað. Ivan var sannfærður um að uppfinning hans væri þvílíkt snilldarverk, að hann gæti örugglega selt það einhverjum framleiðanda í borginni með fjöldaframleiðslu fyrir augum. Því ákvað hann að halda til borgarinnar á farartækinu. Á leiðinni var stöðugt verið að fara fram úr honum af hjólandi fólki á glæsilegum og hraðskeiðum hjólhestum, og hve mjög sem Ivan hamaðist á fótstiginu, dróst hann alltaf afturúr og fólkið hvarf fljótlega úr augsýn, slíkur var hraðamunurinn. Að lokinni harðri en ójafnri baráttu varð hann að lokum, útkeyrður og vonsvikinn, að viðurkenna það fyrir sjálfum sér, að hann hafði ekki fundið neitt nýtt upp... Þannig orkar þessi sýning á mig, — einkunnarorð hennar eru forn sannleikur og ekki einu sinni frumleg né skilmerkilega sett fram, hrífa ekki né vekja til eftirþanka. Allt saman þunnur þrettándi, sem minnir óþyrmi- lega á, að þessi árstími gengur undir nafninu agúrkutíð.... Formanir bökunarofnsins I matstofu hollustufæðis úr ríki náttúrunnar, „Á næstu grös- um“ að Laugavegi 42, sem að öllum likindum verður lögð nið- ur á næstunni, stendur yfir frumleg sýning. Er hér um að ræða skúlptúrform gerð úr lif- andi korntegundum ðg án nokk- urra gerviefna. Deigið er hrært og hnoðað og þarnæst oftast mótuð úr því andlit og / eða grímur, og síðan er þessu stung- ið inn í ofn og hitastigið látið sjá um útkomuna. Þetta er ævaforn aðferð, sem er víða í fullu gildi enn þann dag í dag og tengist vissum hátíðardögum, helgisið- um og trúarathöfnum jafnframt því 'að vera bráðskemmtilegur leikur, er lífgar upp hvunndag- inn, Höfundur verkanna nefnir sig „Doktor Ulla“, en að baki þessa nafns munu vera fleiri en einn. Það sem athygli vekur hér, er mikil sköpunargleði og fjöl- breytni í skúlptúrformum ásamt eðlilegum og náttúruleg- um lit. Hér er enginn glans né gerfiefni, grunnfærðir og skreytikenndir litatónar, — áferðin er alfarið náttúrunnar gerð. Árangurinn er mjög hressilegur og gleður augað og hefur öllu öðru fremur náðst fyrir það, að hvort sem aðstand- endur gera sér það ljóst eður ei, þá eru þessi vinnubrögð, óþving- uð og náttúrulega framan sprottin, einmitt undirstaða og kvika allrar sannrar listsköpun- ar. Vildi maður óska þess, að margur listamaðurinn virkjaði slíkt upprunalegt sköpunarafl í stað þess að hlaupa eftir erlendri forskrift harðsoðinna „fræð- inga“ í útlandinu. Ein aí myndum Albertos Carneiro. Sigurbjörn Guðmundssori verkfræðingur: Kaupmáttur launa og verðbólga Hr. ritstjóri. Morgunblaðið hefur undanfarið flutt fréttir og viðtöl í tilefni af nýrri framfærsluvísitölu í byrjun ágúst og verðbótavísitölu, sem taka skal gildi þann 1. september n.k., m.a. rætt málið í leiðara. Haft er eftir nýjum framkvæmda- stjóra ASÍ, Ásmundi Stefánssyni, að þessar tölur sýni lækkun kaup- máttar launa um rösk 4%, og þeirri fullyrðingu er haldið fram sem algildum sannleika í málinu, enda í samræmi við hefð liðins tíma. Hins vegar tel ég eðlilegt að farið verði að huga að forsendum slíkrar fullyrðingar og segja, hvað þurfi að gerast í framtíðinni til þess að hún standist dóm reynsl- unnar. Hvað er kaupmáttur launa? Fyrst væri ekki úr vegi að kanna, hvað felst í hugtakinu kaupmáttur launa. Stutt skil- greining gæti verið: „Kaupmáttur tiltekinna launa er magn skil- greindra lífsgæða, sem kaupa má fyrir launin." Lífsgæðin hafa al- mennt verið talin hér þær vörur, þjónusta og annað, sem liggur til grundvallar útreikningi fram- færsluvísitölu. Framfærsluvísital- an sýnir í reynd aðeins breytingu verðgildis þessara lífsgæða frá einum tíma til annars miðað við íslenskar krónur, og kaupmáttur- inn sem slíkur hefur ekki verið mikið til umræðna heldur breyt- ingar á honum. í þessu sambandi er rétt að benda sérstaklega á að kaupmáttur fyrirframgreiddra launa er almennt meiri en launa, sem greidd eru eftirá vegna hækk- andi verðlags. Miðað við núver- andi verðbólgu jafngildir það sem 3% kaupmáttarauka að fá launin sín greidd fyrirfram í byrjun mánaðar í stað þess að fá þau eftir á í lok mánaðarins. Spáð í verðbólguna Ég hefi ekki haft í frammi neina tilburði til að finna fullyrðingu framkvæmdastjóra ASÍ stað með samanburði á launum og verðlagi á tímabilinu júní-ágúst annars vegar og mars-maí hins vegar, enda fyllilega gefið í skyn að kaupmáttarskerðingin verði sam- tímis um 9% kauphækkun 1. sept. n.k. Hins vegar hafi ég reynt að meta, hvað þarf að gerast í verð- lagsmálum næstu 3—4 mánuði til þess að fullyrðingin fái staðist, með þeirri niðurstöðu, að frekar þurfi að bæta í verðbólguna en hitt á næstu mánuðum. Til glöggv- unar á forsendum útreikninga skal þess getið, að ég notaði launaupphæðina 100 í hverjum mánaðanna júní-ágúst og 109 í hverjum mánaðanna sept.-nóv. Framfærslukostnað reiknaði ég samkvæmt meðfylgjandi töflu, þar sem dálkur I sýnir óbreytt verðlag eftir ágústmánuð, dálkur II um 9% verðhækkun frá ágúst til nóvember og dálkur III um 13.5% hækkun (áframhaldandi óbreytt verðbólga frá maí-ág.). Ýmislegt má eflaust segja um þessa túlkun verðlagsþróunar (verðbreytingar milli útreiknings- daga framfærsluvísitölu), en þó býður mér í grun, að önnur túlkun breyti litlu um meginniðurstöður, sem eru þær, að haldist verðbólga óbreytt næstu þrjá til fjóra mán- uði frá því sem hún var síðustu þrjá, skerðist kaupmáttur launa um 3,5%. Hækki verðlag næstu þrjá mánuði aðeins um 9% skerð- ist kaupmáttur launa 0,5—1,5% (hærri talan gildir fyrir þá, sem fá launin sín greidd fyrirfram). Komist hins vegar á algjör verð- stöðvun vex kaupmáttur launa um 4,5—7,5% (hærri talan íyrir þá, sem fá launin sín greidd eftir á). maí júní júlí ágúst september október nóvember desember Til eftirþanka Ég eftirlæt ritstjóra Mbl. og öðrum, ef ritstjórinn telur þessa ritsmíð birtingarhæfa, að draga sínar ályktanir af framanskráðu. Ég get þó ekki stillt mig um að varpa fram einni fullyrðingu og einni spurningu í lokin. Fullyrðingin: Framkvæmda- stjóri ASI telur líkur á fremur vaxandi verðbólgu á næstunni og hefur vonandi eitthvað fyrir sér í þeim efnum. Spurningin: Er hugsanlegt að 2% kauphækkun 1. september með samsvarandi minni verðbólgu framundan komi launafólki betur en þau 9%, sem ákveðin hafa verið? Hér kann óafgreiddur verð- hækkanahalli að vega þungt. Reykjavík, 21. ágúst 1979 Sigurbjörn Guðmundsson (verkfræðingur. Álftamýri 47, 105 Reykjavík) 100,0 100,0 100,0 104,5 104,5 104,5 109,0 109,0 109,0 113,5 113,5 113,5 113,5 117,0 118,5 113,5 120,5 123,5 113,5 124,0 128,5 113,5 127,5 133,5 I II III

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.