Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 17 Útgefandi hf. Árvakur, Raykjavík. Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannassan, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. ! lausasölu 180 kr. . aintakið. Sama öng- þveitið áfram Þegar ríkisstjórnin var mynduð, átti það að verða hennar fyrsta verkefni að móta efnahagsstefnu til frambúðar. Hún hefur nú setið í tæpt ár og verið sjálfri sér samkvæm að því leyti, að enn á það að hafa algjöran forgang, að marka efnahagsstefnuna til langs tíma, draga úr verðbólgunni og stöðva verðhækkanir. Að vísu er hraði verðbólgunnar nú einhvers staðar milli 60 og 70% og talið að verðbólgan nemi 50—55% frá ársbyrjun til ársloka. Það gat því engum komið á óvart, þótt flokkur forsætis- og fjármálaráðherra stæði í ströngum fundar- höldum nú á mánudaginn. Þar lagði Tómas Árnason fram tillögur um nýjar skattahækkanir, þar sem gert mun ráð fyrir 2% hækkun söluskatts og verulegri hækkun verðjöfnunargjalds. Ætla verður, að framsókn- armenn hafi hug á að halda þessum tillögum til streitu, enda lagði fjármálaráðherra áherzlu á, að hann hefði ekki umboð til að fara út fyrir heimildir fjárlaga og fjáraukalaga, þótt það gæti valdið röskun á ýmsum mikilvægum þáttum í þjónustu ríkisins. Eins og á þessu má sjá, eru ríkisfjármálin nú í hinum mesta ólestri. Talið er, að fjárvöntunin sé ekki undir 10 milljörðum, en eins og fram kemur í Tímanum í gær, þvær fjármálaráðherra hendur sínar af þessu ástandi, en kennir samráðherrum sínum um. Þannig brigzlar hann þeim um það að gera allt í senn að neita að nýta heimildir til niðurskurðar á ríkisútgjöldum en mega þó ekki heyra nýjar skattahækkanir eða auknar lántökur nefndar. Lítil hrifning mun vera í Alþýðuflokki og Alþýðu- bandalagi yfir tillögum fjármálaráðherra. Bent er á, að fjárlagadæmið sé enn óuppgert, svo að engin trygging sé fyrir því, að ekki þurfi að koma til enn aukinnar skattheimtu fyrir jól, þótt fallist sé á hækkun söluskatts og verðjöfnunargjalds núna. Þess vegna munu þessir flokkar reyna að þæfa málin sem lengst og helzt fram að þeim tíma, er þing kemur saman á ný. Ef A-flokkarnir hafa sitt fram, verður fjármálaráðherra að sætta sig við, að fjárlagafrumvarpið verði aðeins til málamynda og verulegur halli á ríkissjóði í árslok. Enginn vafi er á því, að mestum taugatitringi í stjórnarflokkunum veldur sú staðreynd, að kjarasamn- ingar verða allir lausir um næstu áramót. Verkalýðs- hreyfingin hefur þegar sýnt ríkisstjórninni meira umburðarlyndi en dæmi er um í sögunni og því vafasamt, að Guðmundur J. Guðmundsson treysti sér til að halda áfram að sér höndum, einkum með tilliti til þess, að Alýðusambandsþing verður á næsta ári. A.m.k. meðan svo stendur, að ríkisstjónin kemur sér ekki saman um neina heildarlausn efnahagsvandans, heldur lætur danka frá degi til dags. Það má því með sanni segja, að ríkisstjórnin sé heillum horfin, — en þjóðin bíður þess að fá tækifæri til þess að gera upp sakirnar við hana. Reykjauk Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Davfð Oddsson. Fulltrúi Framsóknarflokksins í Æskulýðsráði: Afgreiðsla Sjafnar og fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins óheiðarleg TIL MJÖG HARÐRA orðaskipta kom á íundi Æskulýðsráðs Reykjavíkur í gær milli fulltrúa í ráðinu. Upphaf þessara orðahnippinga var bókun, sem fulltrúi Framsóknarfiokksins í ráðinu, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, óskaði eftir að færð yrði í fundargerð ráðsins. Segir þar að hann telji afgreiðslu Sjafnar Sigurbjörnsdóttur og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði á veitingu framkvæmdastjórastöðu Æskulýðsráðs óheiðarlega og Iýsa vanvirðu við Kristján Benediktsson borgarfulltrúa. Davíð Oddsson einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu lagði þá fram bókun þar sem hann vekur athygli á því að Kristinn Ágúst Friðfinnsson hefði sjálfur greitt atkvæði með ótvíræðri áskorun til borgarráðs um að afgreiða ráðningu framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs undanbragðalaust á borgarráðsfundi s.l. föstudag. Fundur Æskulýðsráðs í gær var fyrsti fundur ráðsins með hinum nýráðna framkvæmdastjóra þess, ómari Einarssyni. Bókun Kristins Ágústs Frið- finnssonar fer hér í heild á eftir: „Vegna veitingar borgarráðs á framkvæmdastjórastöðu hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur, óska ég eftir, að eftirfarandi verði fært til bókar: Þar sem samþykkt æskulýðs- ráðs um, að borgarráð hraðaði afgreiðslu á veitingu fram- kvæmdastjórastöðu Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur var gerð án vitundar um beiðni og loforð samstarfsmanna borgarfulltrúa Kristjáns Benediktssonar um að fresta afgreiðslu málsins þar til hann væri viðstaddur og borg- arfulltrúa Sjöfn Sigurbjörns- dóttur var þetta kunnugt á borgarráðsfundi, þá tel ég að heiðarleg og eðlileg vinnubrögð hennar hefðu verið að stuðla að því, að við það loforð yrði staðið. Ég tel því afgreiðslu Sjafnar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á máli þessu óheiðarlega og lýsa vanvirðu við borgarfulltrúa Kristján Benediktsson." Vegna bókunar Kristins ósk- aði Davíð Oddsson eftir að eftirfarandi yrði bókað: Ég vek athygli á því að Kristinn Ág. Friðfinnsson, full- trúi Framsóknarflokksins, greiddi sjálfur án athugasemda atkvæði með ótvíræðri áskorun til borgarráðs um að afgreiða ráðningu framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Reykjavíkur und- anbragðalaust á borgarráðs- fundi s.í. föstudag. I ljósi þessa er bókun þessa fulltrúa ótrúleg og óskiljanleg og honum vægast sagt ekki til sórna." Þá óskaði Kristinn Ágúst Friðfinnsson að eftirfarandi yrði bókað: „Vegna bókunar Davíðs Oddssonar vil ég benda á að í bókun minni kemur fram að samþykkt Æskulýðsráðs Reykjavíkur var gerð án vitund- ar um það að borgarfulltrúa Kristjáni Benediktssyni hefði verið lofað frestun á máli þessu, þar til hann yrði viðstaddur borgarráðsfund." Ekki voru lagðar fram fleiri bókanir vegna þessa máls en í lok fundarins urðu harðar deilur milli fulltrúa meirihlutaflokk- anna í ráðinu vegna þessa máls. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi: Verðum enn að bíða og vona að Guðrún og Adda Bára „nenni að gera eitthvað af skynsemi” Sjofn VEGNA fréttar í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, þar sem því er haldið fram að við Guðrún Helgadóttir höfum báðar mætt á borgarráðsfund sl. föstudag, vil ég taka fram eftirfarandi. Samkomulag er um að ég sé varamaður Björgvins Guðmunds- sonar í borgarráði, en Adda Bára Sigfúsdóttir varamaður Sigur- jóns Péturssonar, eða einhver annar Alþýðubandalagsmaður, að henni forfallaðri. Þar sem Kristján Benediktsson, borgar- ráðsmaður, er eini borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, ræður varamannalistinn hver tekur sæti Kristjáns í borgarráði, þegar hann er fjarverandi. Adda Bára Sigfúsdóttir er fyrsti vara- maður, ég annar og Guðrún Helgadóttir er þriðji varamaður samkvæmt kosningu í borgar- stjórn sl. vor. í umræddu tilviki föstudaginn 24. ágúst sl. sat Adda Bára Sigfúsdóttir borgarráðs- fund, sem varamaður Sigurjóns Péturssonar, sem er í sumarleyfi. Af skiljanlegum ástæðum gat Adda Bára því ekki mætt fyrir Kristján Benediktsson, var ég því daginn áður boðuð á þennan borgarráðsfund sem varamaður Kristjáns Benediktssonar, sem einnig er í fríi. Það er hins vegar rétt, sem segir í umræddri frétt, að Guðrún Helgadóttir mætti til leiks, en hún mætti hins vegar óboðuð, varð Guðrún því frá að hverfa, en ekki „himinlifandi", eins og hún segir í viðtali við Morgunblaðið, sem birtist í gær. í þessu viðtali slettir Guðrún mjög úr klaufunum, eins og hún á vanda til. Eftir að hafa hrakyrt mig, Björgvin Guðmundsson og lög- menn borgarstjórnarskrifstof- unnar, sem hún telur ófæra um að gegna hlutverki sínu, klykkir Guðrún Helgadóttir út með þessu: „Meira er ekki um það að segja, enda önnur mál á stunda- töflu þeirra borgarfulltrúa, sem nenna að gera eitthvað af skynsemi“. Hér mun Guðrún væntanlega eiga við „Laufás- borgarmálið, sem hún stofnaði til og ber abyrgð á, en það er ljótasta mál, sem upp hefur komið síðan ég settist í borgar- stjórn. Það má vel vera, að þær stallsystur Guðrún Helgadóttir og Ádda Bára Sigfúsdóttir, „nenni að gera eitthvað af skyn- semi“. Við hin, sem með þeim sitjum í borgarstjórn, verðum því að halda áfram að bíða og vona. Stjórnarnefnd dagvistunarstofnana: Gerður vill Sjöfn burt Guðrún stendur með Gerði en Sjöfn gefur sig ekki Gerður Guðrún Sjöfn ÞEGAR Reykjavíkurborg tók við rekstri dagvistarstofnana af Sumargjöf var ákveðið að sá málaflokkur kæmi undir félags- málaráð, sem skipaði þó sérstaka undirnefnd til að fara með dagleg stjórnunarmál og tryggja gott samband við hinar einstöku stofn- anir. Upphaflega voru tveir full- trúar úr félagsmálaráði (einn frá meirihluta og annar frá minni- hluta) kosnir f þessa nefnd ásamt embættismönnum, fulltrúa for- stöðumanna heimilanna og full- trúa frá Sumargjöf. Eftir síðustu kosningar gerðu fulltrúar hins nýja meirihluta tillögu um að hinum pólitísku fulltrúum í stjórnarnefndinni yrði fjölgað um einn, yrðu tveir frá meiri- hluta og einn frá minnihluta. Kjörnar voru Guðrún Helgadótt- ir, sem er formaður stjórnar- nefndarinnar, Sjöfn Sigurbjörns- dóttir og Bessí Jóhannsdóttir. Mun ákvörðun um fulltrúa meiri- hlutans f nefndina hafa kostað mikil illindi milli þeirra Gerðar Steinþórsdóttur og Guðrúnar Helgadóttur annars vegar en Sjafnar Sigurbjörnsdóttur hins vegar. Hafði Gerður sem formað- ur Félagsmálaráðs og fulltrúi Framsóknarflokksins þar mikinn áhuga á að taka sæti f stjórnar- nefndinni. Sjöfn hafði hins vegar sitt fram. Nú hefur Gerður enn á ný gert kröfu til að taka sæti í þessari nefnd og vill koma Sjöfn í burtu. Sjöfn vill ekki gefa sig og hefur þetta mál verið á dagskrá félags- málaráðs nokkrum sinnum en oft- ar en einu sinni verið frestað að beiðni meirihlutans. Hafa þær stöllur þó haft frumkvæði að því að ræða þessi innbyrðis vandamál sín fyrir opnum tjöldum á fundum félagsmálaráðs. Þannig hefur Gerður Steinþórsdóttir haldið því fram, að Sjöfn hefði aðeins tekið sæti í stjórnarnefndinni til eins árs í fyrra og málið ætti því að koma til endurskoðunar nú. Þessu hefur Sjöfn harðlega mótmælt og sagzt vera komin í stjórnarnefnd- ina til að sitja þar út kjörtímabil borgarstjórnar þ.e. næstu þrjú árin. Guðrún Helgadóttir útskýrði það einnig á fundi félagsmálaráðs, að eftir kosningar í fyrra hefði oddviti þeirra alþýðubandalags- manna og aðalsamningamaður um myndun meirihluta vinstri flokk- anna þriggja, Sigurjón Pétursson, gert flokksmönnum sínum grein fyrir því, að svo hefði um samizt um skipan fulltrúa meirihlutans í undirnefndir einstakra ráða borg- arinnar, þar sem einungis tveir eða einn yrðu kosnir, að Alþýðu- bandalagið ætti tilkall til for- mennsku sakir yfirburða sinna yfir hina meirihlutaflokkana tvo en hinn fuiltrúinn skyldi jafnaðar- lega vera formaður þess ráðs, sem undirnefndina kysi. Vill Guðrún því halda því fram, að Gerður Steinþórsdóttir eigi tilkall til sæt- is í stjórnarnefnd dagvistunar. Ekki er enn ljóst hvernig málinu lyktar en á fundi félagsmálaráðs lýstu þær Guðrún og Gerður því yfir að málinu yrði áfrýjað til oddvita flokkanna, þeirra Sigur- jóns Péturssonar, Björgvins Guð- mundssonar og Kristjáns Bene- diktssonar, sem nú munu líklega vera komnir úr sumarfríi. Norbmenn v. Sams^sJI [grundvÖll\tfj BnrTíró^™ . “““ —.......... okkur vio svou» 4Bur bois.» '•*•”“,£ wí-sswsSí; ss aftur. elns og ta„s. haftn „Vonlaust að treysta þessum samstarfs- aðilum lengur” — segir formaður fulltrúaráðs Framsóknar- félaganna um samstarf meirihlutaflokkanna „GREINILEGT er að vonlaust er að treysta þessum samstarfs- aðilum lengur“, sagði Jón Aðal- steinn Jónsson, formaður full- trúaráðs Framsóknarfélaganna f Reykjavík, meðal annars í viðtali við Tfmaann í gær. Jón Aðal- steinn á þá við samstarfsaðila Framsóknarflokksins í meiri- hluta borgarstjórnar Reykjavfkur. I viðtalinu sagði hann einnig að „það sé þá alveg eins gott að láta íhaldið hafa stjórnina á borginni aftur, eins og að láta Sjöfn ráða ferðinni." Tildrög viðtals Tímans við Jón Aðalstein er afgreiðsla borgarráðs á skipun framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Reykjavíkur síðast- liðinn föstudag. En þá skipaði borgarráð Ómar Einarsson í stöð- una, en einnig hafði sótt um hana Gylfi Kristinsson stjórnarmaður í Sambandi ungra framsóknar- manna. í viðtalinu er greint frá því að áður hefði verið búið að taka málið fyrir í borgarráði, án þess að samkomulag hefði náðst þá um skipan í stöðuna. Jón Aðalsteinn segir í Tímanum að Björgvin Guðmundsson hefði þá sótt um að málinu yrði frestað. Kristján Benediktsson hefði fallist á frest- un með því skilyrði, „að afgreiðsla færi þá ekki fram fyrr en hann kæmi aftur úr sumarleyfi nú í byrjun september, og það verði samþykkt af öðrum borgarfulltrú- um,“ segir í Tímanum. „Ég tel þetta því algert ofbeldi og þar með, að sá grundvöllur sem samstarfið hefur byggst á, sé brostinn", sagði Jón Aðalsteinn við Tímann og bætti því við, að vegna þess samkomulags sem flokkarnir þrír höfðu gert með sér um röðun varamanna hefði Björgvin Guðmundsson enga heimild haft til þess að boða Sjöfn Sigurbjörnsdóttur sem varamann á fund borgarráðs þar sem skipan framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs var ákveðin. „Það var Guðrún Helgadóttir sem átti að sitja fundinn", sagði Jón Aðalsteinn. „Þarna er um að ræða að verið er að taka fram fyrir hendurnar á löglega kjörnum borgarráðs- manni. Þetta hlýtur að verða tekið upp í samstarfsflokkunum, því svona vinnubrögð er útilokað að við Framsóknarmenn getum sætt okkur við. Samstarf gengur ekki nema að hægt sé að treysta sam- starfsaðilunum," sagði Jón Aðal- steinn að lokum í viðtalinu við Tímann. Skemmdir í skrúðgörðum MIKLAR skemmdir hafa í sumar verið unnar á skrúðgörðum og gróðurreitum í Reykjavík, að sögn Theódórs Ilalldórssonar hjá Skrúðgörðum borgarinnar sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Sem dæmi nefndi hann skemmdarverk sem unnin voru á Miklatúni f fyrrinótt. Þar voru rifin upp blóm úr beði á stóru svæði og þeim dreift um grasflötina. Fleiri dæmi sagði Theódór að hægt væri að nefna, svo sem að heilu trén væru snúin niður og brotin, stórir bekkir væru teknir og þeir snúnir í sundur og bornir langar leiðir, þá var í fyrrinótt brotist inn í hús Skrúðgarðanna í Hljómskálagarðinum, þar voru verkfæri tekin og notuð til að brjóta upp lás á báti við Tjörnina og svo mætti lengi telja. „Austurvöllur er eins og svínastía, hvað sem við reynum að laga, og þar halda til rónar og alls kyns utangarðsmenn" sagði Theódór. „Það er í raun og veru furðulegt að við skulum ekki vera búnir að gefast upp fyrir löngu síðan.“ Theódór Halldórsson við beðið á Miklatúni sem skemmdarvargar létu til sín taka í fyrrinótt. Blóm hafa verið rifin upp á stóru svæði og þeim dreift um nágrennið. Átburðir af þessu tagi eru mjög al- gengir í Reykjavík, og virðist sem skrúðgarðar og gróðurreitir hafi sér- stakt aðdráttarafl á skemmdarvarga. Margeir annar NÚ STENDUR yfir í London skákmótið Lloyds Bank Masters og er alþjóðlegi meistarinn Margeir Pétursson meðal þátttakenda. Þegar lokið er 6 umferðum er Englendingurinn Botterill í efsta sæti með 5 vinninga en í 2.-5. sæti eru Margeir, van Baarle, Westerinen, Crough og Jensson með 4Vz vinning. í 6. umferðinni vann Mar inni Slupsk. Lokið er tveimur geir Hodgson, van Baarle umferðum og gerði Jón jafn- vann Balinas en Westerinen tefli í báðum skákum sínum. og Botterill gerðu jafntefli. Á FIDE-þinginu í Puerto í Póllandi teflir Jón L. Rico var Jón útnefndur al- Árnason á skákmóti í borg- þjóðlegur meistari í skák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.