Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 SPB rœðir við Guðrúnu Þórðardóttur heiðursborgara Húsavíkur, sem varð 100 ára sl. mánudag 100 ára varð s.l. mánudag, 10. september, Guðrún Þórðardóttir Mararbraut 9, Húsavík. Guðrún er ekkja Friðgeirs Magnússonar útvegsbónda á Húsavík, sem er látinn fyrir allmörgum árum. Þrátt fyrir þennan háa aldur er Guðrún vel ern og býr við góða heilsu og hún heldur enn heimili með sonum sínum Hjálmari og Þórhalli. Á afmælisdaginn var Guðrún gerð að heiðursborgara Húsavíkur. Fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavík, Sig- urður P. Björnsson, hefur átt samtal við Guðrúnu í tilefni af þessum tímamótum í lífi hennar. — Hver er nú þín fyrsta minn- ing? — Ég man fyrst eftir mér í Skógargerði, sem var ein hjáleig- an frá prestssetrinu. Þá var fátæktin mikil og húsakostur lítill og lélegur. Kýr var undir bað- stofulofti. Við krakkarnir fengum ekki að fara niður í plássið, nema sjaldan og þá þurfti nú foreldra- leyfi til hlutanna. Þetta þótti í afdölum þó það sé komin byggð upp fyrir það nú. Það getur verið að við höfum ekki fengið að fara vegna þess að við áttum lítil föt, við áttum ekki til skiptanna. Þegar þvo þurfti af okkur þá |Í vorum við í rúminu þann daginn. — Nú hefur margt á daga þína drifið á svona langri ævi, hvað er þér minnisstæðast? — Og það er nú auðvitað sá sorglegi atburður, sem hér varð í janúar 1914, þegar húsið okkar Sunnuhvoll brann, og mágur minn ;; Hjálmar komst ekki út úr eldinum með eitt barna sinna í fanginu, — það var hörmulegt og erfitt til J þess að hugsa, þó langt sé um liðið. Konan hans og 3 börn kom- | ust af. Ég vil sem minnst um það tala. fjf Svo man ég eftir svo miklum j jarðskjálfta í Skógargerði að bær- | inn okkar hálf-hrundi. Við kom- f; umst ekki út um bæjardyrnar, svo að pabbi braut okkur leið út um skjáinn og vorum við dregin þar I út. Hefur alltaf verið heilsuhraust — Þú hefur alltaf verið heilsu- hraust um dagana? — Já, svo er nú Guði fyrir að þakka. Það þurfti nú reyndar að gera við kviðslit í mér einu sinni og svo fór ég einu sinni til pabba þíns vegna þykkildis í brjósti. Það stóð nú ekki vel á. Eg var í slátrum og hafði nóg að gera. En pabbi þinn (Björn læknir) gaf mér ekki grið og sagði mér að koma strax, því að hann ætlaði að taka af mér brjóstið. Mamma þín svæfði mig og þetta gekk allt vel. Ég hef alltaf haft góða sjón. Sé til dæmis lækinn hérna vestur í Naustavíkinni þegar bjart er. — Hverju þakkar þú þitt lang- lífi? — Ég hefi verið léttlynd. Reynt að taka lífinu létt og ekki látið erfiðleikana yfirbuga mig, þó að þeir hafi auðvitað mætt mér á svona langri leið. En ég er svo sem södd lífdaganna. Æfiskeiðið er á enda runnið, og má þakka fyrir þá heilsu sem ég hefi haft, þó að margt sé farið að bila. — Hefurðu alltaf átt heima á Húsavík? — Nei, ég var nokkur ár á Seyðisfirði. Ég var einmitt að fara til Seyðisfjarðar með Kong Ingva, þegar hann strandaði á Bakkafirði 1904 (22. marz). Það var nátt- myrkur og hríð. Ég var aldrei sjóveik. Við komumst í land í stól sem dreginn var. Skipið náðist út aftur og svo strandaði það löngu seinna hérna við Flatey og komst aldrei þaðan. „Höfðum bara kvistinn“ — ÞegaSeyðisfjarðardvölinni lauk. — Hvað tók þá við? — Ég hóf minn búskap í Jörfa, þá bjuggu þar fjórar fjölskyldur. Nú búa þar fjórar manneskjur. Við Friðgeir minn höfðum bara kvistinn, og svo hafði ég eldunar- aðstöðu í kompu inn af herbergi, sem annar hafði leigt. En það var ofn á kvistinum, og ég gat svolítið eldað ofan á honum. Þarna leið mér vel. og var ábyggilega ekki síður hamingju- söm en ungu konurnar nú. Ja, það er nú meiri vitleysan að verða í þessum hjónaböndum nú að mér skilst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.