Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979 45 s '< u’l ‘ «k 1 ? b 15 S ? TÍ^E^ /•* VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI * legum embættum og þótt menn láti störfin sitja á hakanum og það sé óopinbert leyndarmál að þar eigi Bakkus drjúgan þátt og ef menn komast upp með slíkt er þetta ekki lengi að sía út frá sér. Glataðar vinnustundir af völdum Bakkusar verða aldrei taldar og þótt talað sé um að fækkun þurfi á að verða, þá þora valdhafarnir ekki að taka þarna til hendi, þeir eru sennilega orðnir of margir í þjóðfélaginu sem þessu valda og í augum margra víkur stundum réttlætið þegar horft er á atkvæð- in og að lafa við næstu kosningar. Svona einfalt er þetta. Menn vita hvað veldur mestu hörmungunum en þora ekki að slást til þrautar við bölvaldinn heldur er hálfkákið látið nægja. Og jafnvel vísað til skóla, kirkju og uppeldisstofnana sem hafa einnig við sinn vanda að glíma. Jón Trausti segir í einu sinna eftirminnilegu kvæða: Oft er það með ákefð varið eymd og neyð sem stafar frá fram það logna blákalt barið blindir þeir sem eiga að sjá. Þessir hringdu . • Hagkvæm lausn Hringt var til Velvakanda í gær vegna tilkynningar fjármála- ráðuneytisins um nafnabrenglið á hinum nýju skuldabréfum ríkis- sjóðs, sem ráðuneytið hefur nú orðið að fresta sölu á þar sem í ljós er komið að nafn Tómasar Arnasonar fjármálaráðherra er raunar alls ekki undir þeim eins og lög gera ráð fyrir heldur bera þau undirskrift Matthíasar Á. Mathiesen fyrirrennara hans. Símhringjandi vildi vekja athygli réttra aðila á því, að langtum hagkvæmara væri að skipta ein- faldlega í snatri um fjármálaráð- herra heldur en að þurfa að láta prenta alla gommuna upp aftur! SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á svæðamóti Austur-Evrópu í Varsjá í vetur kom þessi staða upp í skák Búlgaranna Radulovs, sem hafði hvítt og átti leik og Inkiovs. 47. h7+! og svartur gafst upp því. að hann er mát í næsta leik hvort sem hann leikur 47. ... Hxh7 eða 47.... Kf8 eftir 48. Dc8+. Þeir sem komust áfram í milli- svæðamótinu voru Ungverjarnir Liggur hér ekki meinsemdin? Þetta skulum við hugleiða. Við getum rekið þennan bölvald af höndum okkar með breyttu hugar- fari og ef við getum fengið fólkið með okkur í þessa baráttu er sigurinn vís. Vilji er allt sem þarf. Margar hendur vinna létt verk og því fleiri sem koma í lið við reglusemi og heilbrigða hollustu- hætti, því fyrr bjarmar yfir okkar blessaða landi. Við eigum indælt land og góða þjóð og því er sárgrætilegt að láta Bakkus og aðra eins hræfugla vinna hér eyðilegginarstarf. Því segjum við: Góðir Islendingar. Fram til starfa fyrir heilbrigt þjóðlíf. Árni Helgason. • Þrjú smá- atriði varðandi sjónvarp Nokkur fyrstu ár sjónvarps- ins mátti segja, þó að það láti kannski einkennilega í eyrum, að besta og skemmtilegasta efni sjónvarpsins væri flutt utan dag- skrár. Þetta var tónlistin sem flutt var síðasta korterið fyrir klukkan átta eða áður en hin eiginlega dagskrá hófst. Þessi tónlist var oftast, jafnvel alltaf frábærlega góð, valin af mikilli smekkvísi og menningu. Á seinni árum hefur þetta breytzt og mjög til hins verra. Um það þarf ekki að hafa nein stór orð, sjálfsagt liggja til þeirra breytinga ástæður og rök. En nú er það tillaga mín að aftur verði tekinn upp fyrri siður, og þessar mínútur fyrir kl. átta verði flutt úrvalstónlist, smálög sem henta þessum tíma, eftir meistara heimsins, Schubert, Schumann, Mozart, Beethoven, Copin og alla hina. Af nógu er að taka af frábærum verkum fluttum af snillingum. Þetta er að sjálf- sögðu ekkert stórmál en margir opna fyrir sjónvarpið vel í tæka tíð til að sjá dagskrána og klukk- una. Þá skiptir það máli hvort það er eitthvað verulega gott og fal- legt sem flutt er af tónlist, eða hið gagnstæða. Ýmsir munau opna aðeins til að hlusta sér til ánægju og sálubótar þessa stuttu stund ef ætíð væri von á einhverju veru- lega góðu. Kannski gæti það líka verið þáttur í tónlistaruppeldi þjóðarinnar, og mundi ekki af veita. Svo var það annað atriðið: Stundum eru fluttir stuttir þættir í sjónvarpinu, svona inn á milli. Þetta hefur oftast verið einsöngur eða tónlist af einhverju tagi, stundum góð og stundum ekki. Ég legg til að tekinn verði upp í sjónvarpinu stuttur þáttur með upplestri, einkum ljóða, svona einu sinni eða tvisvar í mánuði, og fengnir til hinir bestu fáanlegu lesarar. Ég hef hlustað nokkuð á útvarp siðan það byrjaði, fyrir næstum hálfri öld, og að mínu mati hefur enginn lesið ljóð jafn- vel og Ingibjörg Stephensen, þó að margir hafi gert það ágæta vel. Ýmsir mundu áreiðanlega hafa gaman af að sjá og heyra Gísla Halldórsson lesa. Þriðja triðið, sem ég vildi minn- ast á, er stundvísin, eða öllu heldur óstundvísin sem er allt í senn yfirgengileg, óþolandi og óþörf, bæði hjá sjónvarpi og út- varpi, hér er aðeins um að ræða fyrirkomulagsatriði, sem auðvelt er að kippa í lag. Og vil ég eindregið mælast til að svo verði gert. J.I.J. HÖGNI HREKKVÍSI /, Kujru^ 06 ó'i-DAörA 83? S\G6A V/GGA £ \lLVtmi Kðpavogskaiipstaöir n cWj Kópavogsbúar — Gustsfélagar — Hesthús Tómstundaráö og hestamannafélagiö Gustur vilja hér meö gefa ungumKo avogsbúum og Gustsfél- ögum allt aö 18 ára kost á aö hafa hest á fóörum í sameignarhesthúsi þessara aðila. Umsóknarfrestur er til 25. sept. n.k. og skal umsóknum skilaö á félagsmálastofnunina, Álfhóls- vegi 32, en þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar í síma 41570. Félagsmálastjórinn í Kópavogi. Sími 82266.: Kvennatímar í badminton 6 vikna námskeiö aö hefjast. Einkum fyrir heimavinn- andi húsmæöur. Holl og góö hreyfing. Leiöbeinandi Garöar Alfonsson. mro vWVÝA? VíNNoH f/ftyVíR mcfsr. J t/l /w fom víR 7 WINM, wmt\ w MMlV/N mr)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.