Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 ÓLÖF Grímea Þorláksdóttir er 84 ára gömul en var þó önnum kafin við að ljúka við olíumálverk er blaðamaður heimsótti hana á heimili hennar fyrir nokkru. ólöf tekur nú þátt í sýningu 9 myndlistar- manna frá íslandi og Færeyjum í Listmunahúsinu í Lækjargötunni. „Það eru 15 ár síðan ég hóf að mála,“ sagði Ólöf. „Þá var ég 69 ára, en ég býst við að löngunin til að festa hugmyndir mínar á striga hafi alltaf búið innra með mér.“ Er Ólöf hafði helgað sig myndlistinni settist hún í Myndlistaskólann í Reykjavík og var þar við nám í 5 ár. Ólöf hefur síðan haldið tvær einkasýningar í Reykjavík, 1974 og 1975, og einnig tók hún þátt í samsýningu í Stokkhólmi í Gallery Pro Arte. Myndefni sitt sækir ólöf oftast í náttúruna. Blóm, tré, fólk og álfar er henni hugleikið myndefni. Talið berst síðan að uppvexti Ólafar í Fljótunum. „Ég man eftir sögu sem mamma mín sagði mér þegar ég var 4 ára. Nokkur börn voru að leika sér í sandi og teiknuðu fugla í hann. Síðan kom ljótur karl og eyðilagði teikningar barnanna en eitt barnið blés á fuglinn sinn sem flaug í burtu áður en karlinn náði að eyði- leggja hann. Barnið sem blés var Jesúbarnið en fuglinn varð að sandlóu. Ekki datt mér í hug Ljósm. Emilia. ólöf Grímea Þorláksdóttir er hér að ljúka við málverkið Laufferjur. Rætt við Olöfu Grímeu Þorláks- dóttur 84 ára listmálara „Sumt af því sem ég mála er mér minnisstætt úr æsku minni. En oft gríp ég þó á öðrum verkefnum. Nú er ég að ljúka við málverk sem ég mun kalla Laufferjur. Það er málað við kvæði Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar, „Draumkvæði um brú“. Þegar ég var um þrítugt fékk ég þá fullvissu að einhvern tímann yrði friður í heiminum. Síðar er ég heyrði kvæði Ólafs þótti mér það svo fallegt. Ég held jafnvel að ekki sé hægt að hugsa sér fegurra kvæði. Það samræmdist líka þessari vissu minni um frið á jörðu. Mér fannst ég því verða að mála þetta verk til að svala mér og miðla þessari fögru fullvissu. Er hægt að hugsa sér nokkuð fegurra en frið á jörðu?" En það er fleira en kvæði og náttúran sem gefa Ólöfu hug- myndir að verkum sínum. „Ég fæ oft hugmyndir að málverkum þegar ég hlusta á tónlist, sérstaklega verk eftir Beethoven og Bach. En flestar þeirra fæ ég samt sem áður frá minningu bernskuáranna í Fljótunum. Minn sælustaður var í blómaskálinni, eins og ég kallaði hana. Þar voru klettar á aðra höndina en tún og engi á hina. A vorin mynduðust krist- alstærir lækir sem runnu niður hlíðina og gerðu það að verkum að skálin var þarna eins og sett af mannahöndum. Og inni í henni var feikimikið blómahaf, alls konar tegundir í mörgum litum. Þarna átti ég margar góðar stundir en langt er nú síðan ég kom þangað síðast, líklega ein 40 ár.“ Mála það sem mér dett- urí hug þá að ljóti karlinn væri skratt- inn. Það var ekki fyrr en ég fór að lesa Helga kverið að mér hugkvæmdist sú skýring á ljóta karlinum. Ég er nú líka fegin því. Mér fannst þessi saga nógu sorgleg og tiíhugsunin um skrattann hefði gert hana enn verri.“ Manstu eftir fyrstu mál- verkasýningunni sem þú sást? „Já, það var Kjarvalssýning. Þetta er ekkert fyrir mig, hugsaði ég er ég kom inn í salinn. En síðan er ég fór að horfa betur á verkin sá ég svo mikið í þeim. Ég setti mig því fyrir framan nokkur þeirra og hefði getað setið þar í marga daga, svo heilluð var ég. Það kemst enginn málari nálægt Kjarval. Hann bókstaflega gaf okkur landið og þjóðina í myndum. Hann skildi bæði náttúruna og þjóðlífið og gaf okkur þann skilning í málverk- um.“ Hvernig fellur þér sýningar- salurinn? „Mjög vel, salurinn er vist- legur og ég er hrifin af þessu framtaki sem mér finnst vera mjög menningarlegt." Hefur þú orðið vör við að fólki fyndist það einkennilegt að þú skyldir byrja að mála orðin nær sjötug? „Nei, ég hef aldrei orðið vör við það enda væri mér alveg sama. I málverkum mínum fæ ég útrás fyrir ýmislegt sem kemur upp í huga mínum. Ef ekki væri svo er ég viss um að mér myndi ekki líða eins vel og raun er á,“ sagði Ólöf að lokum. rmn. Fiðluleikur Wolfgang Schneiderhan og Helmut Deutsch léku saman Sónötur eftir Schubert, Beet- hoven og Brahms. í sjónvarps- viðtali taldi Schneiderhan, að tónleikar þeir sem hann hélt hér í Reykjavík er hann var 11 ára, hefðu í rauninni verið fyrstu tónleikar hans með sam- spili píanós. Sannarlega hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma, frá 1926 til dagsins í dag. Tónleikar Tónlistarfé- lagsins voru nú eins konar kveðjutónleikar, sem bæði marka ákveðinn niðurlagsþátt í skapandi starfi Tónlistarfé- lagsins og einnig, að Schnei- derhan var ekki miklu lengra frá niðurlaginu og hann var nærri upphafinu er hann kom hingað í fyrra skiptið. Schnei- derhan er samkvæmt fiðluleik- aratalinu kominn úr hópi sem rakinn er til Georg Hellmes- berger (1800—’73) og þar í hópi eru Morawec, Rostal, Brodsky og Kreisler. Hann er því einn af síðustu klassisku einleikur- unum og áttu hljómleikagestir von á góðum klassiskum tón- leikum. Bæði er að ekki má til samjafnaðar nota hljómplötur og aldurinn er farinn að segja til sín í ónákvæmu tóntaki og því var ekki það bragð að leik fiðlusnillingsins, er vonast hafði verið eftir og hlustendur margir þekktu frá fyrri tíð. Það má vera að draumur manna um klassikina hafi jafnvel breyst og þar með túlkun hennar og í því efni, sem öðru, verði ekki litið aftur um öxl. í Schubert-sónötuna op. 162, vantaði mikið á þann syngjandi glæsileik er verkinu hæfir og í Beethoven-sónötunni op. 30, nr. 2, sem er að innihaldi stór sveifla á milli Hiibner, Petrosjan og Portisch komust áfram Um síðustu helgi lauk keppni á millisvæðamótinu i Rio de Janeiro. Þrir skákmenn urðu jafnir og efstir, þeir Robert Hiibner, Tigran Petrosjan og Lajos Portisch, og komast þeir áfram i áskorendaeinvígin, þar sem þeir tefla einnig Korchnoi, Spassky, Tal, Polugajevsky og einu sæti er enn óráðstafað, en um það tefla Ungverjarnir Ribli og Adorjan, en þeir deildu þriðja sætinu á millisvæðamót- inu í Riga um daginn. Hinn ungi hollenski stór- meistari Jan Timman, sem spáð hafði verið mikilli velgengni á millisvæðamótinu, varð hins vegar að bita i það súra epli að lenda í fjórða sæti, aðeins hálf- um vinningi á eftir sigurvegur- unum. Spennan fyrir siðustu umferðina var reyndar raf- mögnuð, en þá var staðan þessi: 1. Htlbner 11'/2 v. 2. Portisch 11 v. 3.-4. Petrosjan og Timman IOV2 v. 5. Ivkov 9'/2 v. Htibner hafði lokið skákum sinum, hann sat hjá í siðustu umferðinni, en hinir stóðu allir í eldlínunni. Portisch tók enga áhættu og samdi snemma jafn- tefli við bandariska stórmeist- arann Shamkovich og fylgdist síðan af áhuga með skákum hinna. Ekki tókst að ljúka þeim í fyrstu setu, skák þeirra Petr- osjans og Ivkovs fór i bið svo og skák Timmans og kúbanska stórmeistarans Garcia. Ivkov hafði reyndar stjarnfræðilegan möguleika á þvi að komast áfram. Hann þurfti að sigra Petrosjan og ef Timman tapaði einnig fengi hann aukakeppni við þá tvo. í biðstöðunum stóðu þeir Petrosjan og Timman þó báðir betur, en annaðhvort taugar eða úrvinnslutækni hol- lenska stórmeistarans hafa brugðist, þvi að hann varð að láta sér nægja jafntefli á meðan Petrosjan vann sína skák. Vafalaust hefur þeim Hiibner og Portisch létt mjög við þessi málalok, en ýmsir voru farnir að búast við aukakeppni fjögurra um öll þrjú sætin, sem hefði óneitanlega orðið mjög forvitni- leg fyrir skákáhugamenn. Úrslit mótsins urðu annars þessi: 1.—3. Petrosjan (Sovétr.), Htibner (V-Þýzkal.) og Portisch (Ung- verjal.) 11V2 v. af 17 mögulegum. 4. Timman (Hollandi) 11 v. 5.-6. Ivkov (Júgóslavíu) og Sunye (Brazilíu) 9% v. 7.-9. Sax (Ungverjal.), Balashov (Sovétr.) og Torre (Filippseyjum) 9 v. 10.—11. Shamkovich (Band- aríkjunum) og Smejkal (Tékkó- slóvakíu 8% v. 12. Vaganjan (Sovétr.) 8 v. 13.—14. Velimiro- vic (Júgóslavíu) og G. Garcia (Kúbu) 7V2 v. 15. Harandi (íran) 6% v. 16. L. Bronstein (Arg- entínu) 6 v. 17.—18. Hebert (Kanada) og Kagan (ísrael) 4'Æ v. Það sem mest kom á óvart á mótinu var frammistaða heima- mannsins Sunye, en hann er 22ja ára gamall verkfræðistúdent og fékk að vera með í mótinu vegna þess að mótið var haldið í heimalandi hans. Landi hans, Henrique Mecking, varð hins vegar að hætta keppni þegar í upphafi mótsins, en Mecking mun vera haldinn alvarlegum hrörnunarsjúkdómi. Er óttast að skákferill hans sé á enda, en Mecking, sem er aðeins 27 ára gamall, hefur þegar unnið sigur á tveim millisvæðamótum og var undrabarn á sínum tíma. Þetta skapaði nokkurn ójöfnuð í dreif- ingu lita á miili þátttakendanna, auk þess sem um tvær yfirsetur var að ræða, sem gerði áhug- amönnum mjög erfitt um vik með að meta stöðuna á mótinu. Við skulum nú virða fyrir okkur nokkur af mikilvægustu augnablikunum á millisvæðam- ótinu í Rio: Lajos Portisch gekk illa með minni spámennina á mótinu, hann tapaði fyrir þeim Sunye og Kagan. Skák hans við Hebert var einnig lengi vel í jafnvægi, þar til eftir bið að Ungverjanum tókst að finna snöggan blett: Svart: Portisch Hvítt: Hebert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.