Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 35 SATT svar- ar STEFI Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Samtökum alþýðu- tónskálda og tónlistarmanna: Vegna greinargerðar frá Stefi, sem birtist undir fyrirsögninni „Háskaleg aðför að höfundar- rétti", telur SATT nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Forráðamönnum STEFs hefur um árabil verið fullkunnugt um óánægju ýmissa „popp-höfunda“ með skipan mála hjá STEFi. Hafa m.a. margir höfundar látið óánægju sína í ljós við lögfræðing STEFs, sem hefur reynt að róa menn með því að „þetta stæði allt til bóta“. Smávægileg leiðrétting hefur fengizt nýlega, eða sú, að tónlist- armönnum, sem ferðast um landið og leika eigin tónlist á skemmtun- um, líðst nú að taka STEFgjöldin beint, í stað þess að horfa á eftir þeim í hítina hjá STEFi, eins og menn hafa gert um árabil. Það kemur fram í upphafi greinargerðar STEFs að „eftir 30 ára harða baráttu STEFs er nú svo komið að um 600 rétthafar njóta góðs af starfsemi félagsins. I þessum stóra hópi eru aðeins 20 „popp-höfundar“, sem eitthvað hafa samið að marki“ og síðan er klikkt út með eftirfarandi: „hlut- ur íslenzkra „popphöfunda" í tekjuöflun STEFs er því óveru- legur og eins og samningum STEFs við tónlistarneytendur er háttað, mundi það engu breyta um tekjur félagsins, þótt flutn- ingur islenzkra „popp-iaga“ félli alveg niður“. ÞETTA ER EIN- MITT MERGUR MÁLSINS. Þrátt fyrir að íslenzkir „popp- höfundar séu margir hverjir með allra launahæstu rétthöfum i STEFi“, eins og kemur fram í upphafi greinargerðar STEFs, þá hefði það engin áhrif á afkomu STEFs þó þeir allir með tölu gengju úr STEFi. Sannleikurinn er sá, að Tón- skáldafélag íslands, er saman- stendur af aðeins 24 „æðri höfund- um“, bókstaflega einokar STEF og notar það sem apparat til að komast yfir allt það fé sem greitt er fyrir höfunda- og flutningsrétt á Islandi. Enginn af umræddum 20 „popp-höfundum“, hefur nokkru sinni verið boðaður á aðalfund STEFs, er þó skal haldinn árlega. Aðeins fáeinum þeirra hefur hlotnazt sá heiður að fá senda heim atkvæðaseðla, er ætlaðir eru til að kjósa einn fulltrúa í stjórn STEFs. STEF er ólýðræðislegt félag, þar sem tæplega 600 rétthafar búa við ofríki fárra manna úr Tón- skáldafélagi íslands. Þessu þarf að breyta. STEF á að vera lýðræðislegt, gefa rétthöfum sínum kost á að ráða sínum málum á lýðræðisleg- an hátt. Við í SATT erum persónulega ekki á móti Tónskáldafélagi Islands. Við teljum hins vegar óeðlilegt að Tónskáldafélagið hafi STEF í vasanum. Við teljum óeðlilegt að kosning- um í stjórn STEFs skuli háttað á þann veg að 24 meðlimum Tón- skáldafélagsins skuli tryggður formaður félagsins, jafnframt því sem 3 af 5 meðlimum stjórnar STEFs skuli vera úr Tónskáldafé- laginu. Þau tvö sæti sem þá eru eftir í stjórn STEFs eru ætluð Bók um þroska- hömlun barna eívr _______ _ ________ ÞROSKAHÖMLUN BARNA. í henni eru cllefu erindi, samin af jafnmörg- um íslenskum höfundum. Fjalla þau um þetta efni frá ýmsum hliðum, frá læknisfræðilegu, sál- fræðilegu og félagsfræðilegu sjón- armiði. Þá er því lýst hvernig hjálpa má hinum þroskaheftu til að njóta sín í samfélaginu eftir því sem aðstæður frekast leyfa. — Bók þessi er gefin út að tilhlutan Landssamtakanna Þroskahjálpar og er framlag þeirra samtaka til umræðu á barnaári. Margrét Margeirsdóttir félags- ráðgjafi, fyrrverandi formaður Þroskahjálpar, annaðist útgáfu bók- arinnar og ritar formála. Einnig á hún erindi í bókinni sem fjallar um unglingsár þroskaheftra. Aðrir höf- undar og viðfangsefni þeirra eru sem hér segir: Hörður Bergsteinsson barnalæknir: Súrefnisskortur hjá nýburum; Haukur Þórðarson yfir- læknir: Um hreyfingaágalla og hreyfilömun barna; Anna Þórarins- dóttir sjúkraþjálfari: Sjúkraþjálfun fyrir þroskaheft börn; Hörður Þor- leifsson augnlæknir: Sjóngallar sem geta leitt til þroskahömlunar; Mar- grét F. Sigurðardóttir blindrakenn- ari: Kennsla blindra og sjónskertra barna; Guðlaug Snorradóttir heyrn- leysingjakennari: Kennsla heyrna- skertra; Huldar Smári Ásmundsson sálfræðingur: Barnaeinhverfa; Ólafur Höskuldsson lektor: Tannheilsugæsla barna; Ásta Sigurbjörnsdóttir fóstra: Leikfangasöfn (lekotek); Jón Sævar Alfonsson varaformaður Þroska- hjálpar: Réttindi þroskaheftra, ný viðhorf. — Bókin Þroskahömlun barna er 125 bls., auk fjögurra myndasíðna. Steinholt hf. prentaði. fulltrúa forleggjara og fulltrúa utangarðsmanna STEFs. Meira að segja er kosningafyr- irkomulagið þannig að mestar líkur eru á að það komi í hlut Tónskaldafélagsins að velja full- trúann fyrir okkur utangarðs- mennina. í ofanálag er svo þannig gengið frá hnútum, að á fundum STEFs „skulu félagsmenn Tónskáldafé- lags íslands aldrei fara með minna en % hluta atkvæða“. Það hljóta að vera töluverðir hagsmunir í húfi fyrir Tónskálda- félagið að haga málum á svö ólýðræðislegan hátt. Ef ekki, þá breytið skipulaginu: OPNIÐ STEF og bjóðið upp á lýðræðislegri stjórnarhætti en fram að þessu. Rökin gegn þessu verða eflaust eitthvað á þá leið: að þið í Tónskáldafélaginu hafið barizt harðri baráttu í 30 ár fyrir rétti tónskálda og eigenda flutnings- réttar og í staðinn beri ykkur að njóta töluverðra forréttinda. Sá maður, sem ötullega barðist fyrir þessum réttindum, stofnaði Tónskáldafélag Islands og var einn aðalstofnandi STEFs, var Jón Leifs. Við í SATT höldum að sú barátta hafi verið til að tryggja sanngjarnan rétt tónskálda ög eigenda flutningsréttar, án tillits til hvers konar tónlist um er að ræða. Alla vega ætti Tónskáldafélag- inu að vera fært að tryggja rétt sinna manna, án þess að einoka STEF. Við í SATT vonum innilega að það takist að leysa þessi mál á farsælan hátt og að það sem kom fram um vilja STEFs, í greinar- gerðinni, til að ræða málin, sé annað og meira en orðin tóm og mun reyna á það innan skamms. Sú þróun sem STEF minnir á og kallar „Háskaleg aðför að höfund- arrétti" á að meira eða minna leyti rætur að rekja til sambands- leysis við STEF. Punktakerfið, sem notast er við til að skipa tónlist í verðflokka, er að okkar mati úrelt og þarfnast lagfæringa, svo og skipting höf- undariauna skv. hlutfallsreglu um spilun í útvarpi. Að öðru leyti sjáum við ekki ástæðu til að eltast við fleiri atriði í greinargerð STEFs, en tökum fram að SATT er ekki einungis stofnað til að knýja fram breytingar á STEFi, heldur almennt til að bæta að- stöðu íslenzkra alþýðutónlistar- manna á sem flestum sviðum — og er ekki seinna vænna. Rvík, 17. okt. 1979. SATT Samtök Alþýðutónskálda og Tónlistarmanna. Siemens-eldavélin erfrábrugðin... Hún sameinar gæði og smekklegt útlit, sem grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri framleiðslu SIEMENS- verksmiðjanna. SIEMENS-eldavélar hafa verið á markaði hérlendis frá 1930. Á þeim tíma hafa þær fengið orð fyrir framúrskarandi gæði og endingu. SIEMENS-eldavélin er sú eina, sem hefur bökunarvagn og steikingarsjálfstýringu, sem aðlagar hitann þunga og ástandi kjötsins. Leitið upplýsinga um SIEMENS-eldavélar og sannfærist um kosti þeirra SIEMENS -eldavélarsem endast SMUH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Simi 28300 Diðrik Jóhannsson: Leiðrétting á kosninga- rétti landsmanna? Undanfarið hefur margt verið rætt og ritað um að endurskoða þurfi núverandi kjördæmaskipan, en eins og nú er komið hefur engin breyting verið gerð og dregist getur, að kosið verði eftir nýjum lögum til ársins 1987. Eftirfarandi hugleiðingar halda að mestu í núverandi kosningafyr- irkomulag. Með breytingunni, sem lýst er hér að neðan, er reynt að bæta nokkra galla á núverandi kjördæmaskipan: of mikið mis- vægi atkvæðisréttar eftir búsetu í kjördæmum, of fjölmenn og of stór kjördæmi utan Reykjavíkur. Gengið er út frá því, að almennt sé viðurkennt nokkru hærra vægi atkvæða úti í dreifbýlinu en í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. 1,80 í öðrum kjördænum. Þessar tölur liggja ofangreindum út- reikningi til grundvallar, en það eru notaðar kjósendatölur frá síðustu alþingiskosningum. Athuga ber, hvort það þarf að fjölga eða fækka þingmönnum frá því að áður var, til að fá þann fjölda þingmanna, er gefur hlut- fallstölu sem næst viðmiðunartöl- unni (1,30 eða 1,80). Tala_kjör; dæmakjörinna þingmanna verður breytileg, til að ekki þurfi að kollvarpa öllum hlutfallstölum, þó breyting yrði í kjördæmi. Mætti hugsa sér að kjósa 49 til 53 þingmenn í kjördæmunum og 7 til 11 landskjörna þingmenn til jöfn- unar eftir einhverjum ákveðjum Kjördæml kjÓHendurkjörd. konnir kjósendur/ hlutf. 1978 þingm. þingmann tala 1. Reykjavík 55.691 14 3.978 1,00 2. Reykjanes syðra 14.381 5 2.876 1,38 3. Reykjanes nyrðra 13.282 4 3.321 1.20 4. Vesturland 8.398 4 2.100 1,89 5. Vestfirðir 5.953 3 1.984 2,00 6. Norðurland vestra 6,343 3 2.114 1,88 7. Eyjafjörður 10.576 5 2.115 1,88 8. Þingeyjasýslur 4.219 2 2.110 1,89 9. Múlasýslur 6.242 3 2.081 1.91 10. Skaftafellssýslur 2.077 1 2.077 1,92 11. Suðurland 10.620 5 2.124 1,87 Samtals 137.782 49 Hér er nokkrum núverandi kjördæmum skipt eða þau jöfnuð að stærð. I „syðra“ Reykjaneskjör- dæmi eru Hafnarfjörður, Gull- bringusýsla og kaupstaðirnir á Reykjanesi, í „nyðri“ hlutanum eru Garðabær, Kópavogur, Sel- tjarnarnes og Kjósarsýsla. í Eyja- fjarðarkjördæmi eru kaup- staðarnir Akureyri, Dalvík og Ólafsfjörður og Eyjafjarðarsýsla. Önnur heiti skýra sig sjálf. Fyrir hverjar þingkosningar verður að reikna út fjölda kjós- enda á hvern þingmann í hverju kjördæmi og hlutfallstölur þeirra miðað við þann þingmannafjölda, sem síðast var kostinn. Eru notað- ar nýjustu tölur um fjölda kjós- enda, sem fyrir liggja. Til þess að fjöldi kjósenda og þar sem hlut- fallstalan bak við hvern þingmann í kjördæmunum breyttist sem minnst milli kosninga, mætti ákveða að hafa hlutfallstöluna í Reykjavík ætíð 1,00. Hún gæti hugsanlega verið sem næst 1,30 í Reykjaneskjördæmunum og um reglum, sem ég tek hér ekki afstöðu til. Ef ekki tekst að raða 49 til 53 þingmönnum í kjördæmin skal fækka eða hækka þing- mannatölu Reykjavíkur, þar til áðurgreind viðmiðun næst. í hverju kjördæmi ætti ávallt að kjósa a.m.k. 1 þingmann. Næsta hugsanlega breytingin gæti orðið í Reykjaneskjördæmi „nyrðra". Þar vantar nú 500 kjósendur (miðað við óbreyttar tölur í Reykjavík) til þess að þingmenn verði 5. Hlut- fallstalan hækkar í 1,44 við 5 þingmenn og 13.782 atkvæði, sem er nær viðmiðunartölunni 1,30 en hlutfallstalan 1,15, sem 4 þing- menn með 3446 kjósendur bak við sig mundu hljóta. Ofangreindar leiðréttingar á kjósendafjölda á hvern þingmann eiga að koma í veg fyrir misræmi á kosningarétti landsmanna eftir að slíkt kosningafyrirkomulag væri komið á. Diðrik Jóhannsson Hvanneyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.