Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Pétur Olgeirsson útgerdartækninemi: 15 Hugleiðingar um sjávarútveg Hvað er að gerast í sjávarútvegi okkar í dag? Sjávarútvegsráð- herra kemur með tillögur í olíu- málum, og er það vel, en er á sama tíma allsendis ófær að koma með nokkra fastmótaða heildarstefnu í fiskveiðum. Þess vegna vaknar sú spurning, hvort hann hafi lent í réttu ráðuneyti? Allar hans ráð- stafanir hafa verið tilviljana- kenndar og reynst haldlitlar í þeim vanda sem að sjávarútveg steðjar. Þegar talað er um algjört þorskveiðibann, þá eru 30—40 skuttogarar að veiðum, lítil friðun það. Hann heur barist fyrir fleiri skuttogurum til síns kjördæmis, til að bjarga því kjördæmi frá atvinnuleysi. En hvað gerist? Þessi skip landa lítið sem ekkert hér heima, heldur sigla með af- lann til höfuðandstæðinga okkar úr þorskastríðunum. Er þetta leið- in til að bjarga þessum fisktittum, sem eftir eru í sjónum? Við þurfum nú þegar fastmótaða stefnu, sem liggur fyrir ekki síðar en um miðjan desember, og mótar stefnuna allt næsta og næstu ár. Ekki stefnu, sem ákveðin er og gildir frá degi til dags og er öllum til ama, ekki síst þeim sem sjávarútveg stunda. Þær ráðstafanir, sem nauðsyn- legar eru og þola enga bið, eiga að vera markvissar og ákveðnar og eiga ekki að stjórnast af lands- hlutapólitík. Þetta eru ráðstafan- ir, sem varða framtíð þjóðarinnar allrar og þess vegna á þjóðin að standa að þeim sem ein heild, en ekki að láta þessar aðgerðir bitna eingöngu á sjómönnum og útgerð- armönnum og einnig talsvert á fiskvinnslufólki. Allar aflatak- markanir eru bein kjaraskerðing við sjómenn. Samt heyrist varla mótmælarödd úr þeirra röðum sem sýnir ótvírætt skilning þeirra á þessum vanda. Þá trú hef ég, að háværari hefðu mótmælaraddirn- ar verið, ef svona aðgerðir hefðu átt sér stað gegn hinum ýmsu forréttindastéttum í þessu sýkta þjóðfélagi. Það sem koma verður, er fast- mótuð heildarstefna í þessum málum, með góðri samvinnu stjórnmálamanna, fiskifræðinga og ekki síst fulltrúa frá sjómönnum og útgerðarmönnum. Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að hafa verndunarsjón- armið að leiðarljósi og fylgja þeim í grundvallaratriðum, hversu sár- ar sem þær kunna að verða í fyrstu, því við erum að reyna að byggja upp fyrir tilverurétt og framtíð lands okkar og þjóðar. Það er nú þegar ljóst að friðunar- aðgerðir fiskifræðinga okkar bera ávöxt, það sýnir síldarstofninn við S-land. Til þess að slíkar aðgerðir beri sem bestan árangur, þarf að stöðva allan flotann í einu á vissum tímum og leyfa fiskinum að hafa frið, en ekki eins og þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar nú undanfarið, þ.e. að stöðva bara hluta flotans í einu. Það sem nú þarf að gera er að stöðva allan flotann í einn mánuð yfir hásum- arið og í 3 vikur um jól og áramót, og leyfa sjómönnum að fá frí eins og öðrum þegnum þessa lands. Auk þess, og það er nauðsyn, verður að stöðva allar veiðar í apríl á hrygningarstöðvum þorsksins við SV-land, á meðan Pétur Olgeirsson. hrygning fer fram. Nú er vitað að þessar aðgerðir duga skammt, þess vegna verður að setja afla- kvóta á öll skip sem þorskveiðar stunda, þótt menn greini kannski á um leiðir til að ákveða hvernig sá kvóti eigi að vera. Það, sem mælir með aflakvota á skip, er sú staðreynd að það mun auðvelda alla skipulagningu veiðanna miklu betur en áður hefur þekkst. Til þess að finna aflakvóta t.d. fyrir togarana, er einfalt að reikna út þorskafla þeirra tvö síðastliðin ár, og finna meðalafla hvers skips þann tíma og ákveða svo niðurskurð í tonnum per skip. Þennan þorskafla geta menn svo ákveðið sjálfir hvenær þeir taka og hagað veiðum í aðra fiskstofna eftir því. Svona kvóti rýrir ekki hlut góðra aflamanna meir en hinna og gerir því öllum jafnt undir höfði. Eitt er það sjónarmið, sem aldrei er nefnt þegar rætt er um friðunaraðgerðir og stöðvun flot- ans og enginn virðist þora að nefna opinberlega. Það er hinn mikli fjöldi „sportveiðimanna" allt í kringum landið, það eru þeir menn, sem hafa aðra atvinnu en sjómennsku að lifibrauði. Sá afli sem þeir taka er örugg- lega nokkrir togarafarmar af þorski á ári. Þetta eru þeir menn sem algjör- lega á að útiloka frá veiðum, meðan takmarka þarf veiðar sjómanna sjálfra. Það hlýtur að vera skýlaus krafa sjómanna, að þeir menn sem eru í fastri atvinnu í landi geti ekki gert út á fiskveið- ar í öllum sínum fríum og rýrt þar með hlut sjómannsins í ofveiddum þorskstofni. Eitt er það sennilega, sem margur sjóm. hugsar þegar hann sér þetta, það er, á eg að vera kauplaus þennan tíma, eða á útgerðin að borga mér kaup. Þetta er ekki bara vandamál stjóm. og útg.manna, þetta er vandamál þjóðarinnar allrar. Því tel ég það skyldu allra þegna þjóðfélagsins að axla þessa byrði og því eigi að greiða sjóm. kaup fyrir þennan banntíma úr opinberum sjóði, því nóg er til af þeim og margir þeirra með lítinn sem engan tilgang. Hvað skyldi ríkið greiða mikið í lánasjóð handa okkur námsm. eða er það ekki kaup? Það sjónarmið, sem ráðið hefur ansi miklu í flestum aðgerðum til þessa, er það sjónarmið „fisk- vinnslunnar" að fyrirtæki með mörg skip geti ekki stöðvað þau öll í einu. Þessu sjónarmiði verður að vísa á bug, meðan þessar ráðstaf- anir miðast einungis af friðun- arsjónarmiðum. Því er það eðlileg krafa, að þetta komi líka niður á fiskvinnslunni, því ekki verður mikið þar að gera ef enginn fiskur fæst úr sjónum. Einnig þarf, og það er brýn nauðsyn, að veita miklu meira fé, og hvergi til spara, til hvers konar fiskirannsókna og veiðarfæratil- rauna. Allar rannsóknir á fisk- stofnum þarf að efla að miklum mun bæði á þorski sem og öðrum stofnum. Einnig þarf að auka, og það mjög verulega, allar veiðar- færatilraunir og reyna að fá sem hagkvæmust veiðarfæri til sem flestra veiða, ekki síst til t.d. djúphafsrækjuveiða, kolmunna- veiða, kúskelsveiða o.fl. og reyna þannig að hvetja menn til að gera út á aðra stofna en þorsk. Eitt er það atriði, sem nú hamlar öllum tilraunum sjóm. og útg.m. sjálfra til fiskileitar og veiðarfæra tilrauna, en það er hin fádæma vitlausa olíuuppbót, sem ákveðin var s.l. sumar og er að mínu mati ein sú vitlausasta uppbótarregla sem fyrir finnst í þessu reglugerðar-þjóðfélagi. Margt fleira væri hægt að segja um þessi mál, en læt ég þetta nægja í bili, því þessum hugleið- ingum er fyst og fremst varpað hér fram til að vekja menn til umhugsunar um þennan vanda og ekki síst að fá sjómenn til að láta í sér heyra og koma fram með sín sjónarmið. Jólin nálgast óö- um og því rótti tíminn nú til að huga að auka- kílóunum. Línan gæti aðstoðaö ykkur. Uppl. í síma, 22399 frá kl. 19 - 22.30 mánud. — fimmtud. Spónlagðar viðarpiljur Odýrar, en fyrsta flokks 4m/m Álmur 122x244 cm kr. 2.120.- pr. fm 4m/m Gullálm. 122x244 cm 122x244 cm 122x244 cm 20x248 cm 4m/m Eik 4m/m Hnota 12m/m Koto 12m/m Álmur 30x248 cm 12m/m Fura 20x248 cm 12m/m Askur 20x260 cm 12m/m Eik 20x260 cm 12m/m Fura 20x260 cm kr. 2.160.- pr. fm kr. 2.190.- pr. fm kr. 2.680.- pr. fm kr. 5.300.- pr. fm kr. 5.600.- pr. fm kr. 5.600.- pr. fm kr. 5.990.- pr. fm kr. 5.990.- pr. fm kr. 6.270.- pr. fm Ofangreind verð pr. fm meö söluskatti. Þiljurnar lakkaðar og tilbúnar til uppsetningar. Greiðslu- skilmálar. Geriö verðsamanburð Það borgar sig. '^il4£)ÍNj)iaL<i>rui'ertlumx-. BJÖRNINN, Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavík KERAMIK SÝNING STEINUNNAR Lögreglumenn í New York draga mótmælendur nauðuga viljuga af götunni framan við kauphöllina. Fólkið var að mótmæla notkun kjarnurku til rafmagnsframleiðslu. (AP-mynd). (Ljónm.. Emiiia) Steinunn Marteinsdóttir heldur sýningu á verkum sínum að Smiðjustíg 6, Reykjavfk. Opið alla virka daga kl. 9—18 og kl. 9—16 laugardaga. Sýningin stendur frá 3:—17. nóvember. KRISTJflfl SIGGEIRSSOn HF. GJAFAVARA — LAMPAR ~ HÚSGÖGN. SMIÐJUSTlG 6 - REVKJAVlK - SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.