Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 • • Orn Sigurðsson vélstjóri Minning Hann Örn vinur okkar er dáinn. Þegar þessi harmafregn barst út setti okkur hljóða. Þessi síungi hrókur alls fagnaðar hafði verið hrifinn frá ástkærri fjölskyldu sinni og hinum fjölmörgu vinum, í miðri lífsskák gleði og tryggðar. Það er svo margt sem við skiljum ekki. Lífið er hverfult og slíkt fráhvarf vinar sýnir okkur hve vanmáttug við erum gagnvart flautu dómarans í lífshlaupinu. Örn var óvenju heilsteyptur maður, trygglyndur, réttsýnn og léttur í lund. Hann var lánsamur þegar hann valdi sér lífsförunaut, Sigríði Jónsdóttur, sem saman reistu fyrirmyndarheimili og það var á sterkum grunni. Lífsgleðin var þeim í blóð borin og geislaði góðvild þeirra og ánægja víða. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun á okkur og þeim hjónum vorum við í hlutverkum gamalmenna saman- borið við þau, sem virtust yngjast með ári hverju, slík var óvenjuleg samstilling þeirra, sem alltaf fyllti andrúmsloftið lífi og fjöri á góðra vina fundum. Við kynntumst Erni og Siggu fyrir mörgum árum og á vináttu okkar brá aldrei skugga. örn hafði mikinn áhuga á íþróttum, fyrst sem keppnismaður og síðan sem traustur liðsmaður knattspyrnudeildar Vals, þar sem hann lét ótal margt gott af sér leiða, tvíefldur af eiginkonu sinni, sem var stoð hans og stytta í öllum hans störfum. Þetta eru' fátæklegar línur um góðan vin. Elsku Sigga, minningin um frábæran mann veiti þér aukinn styrk, börnum ykkar og skyldmennum æðruleysi til þess að sætta sig við það sem við fáum ekki breytt. Við söknum Arnar, en þökkum góða og trausta vináttu á liðnum árum. Vinarkveðja, Dóri, Hemmi og Ingi Björn Fyrir nokkru hitti ég Örn Sig- urðsson vélstjóra á förnum vegi, glaðan og reifan eins og hans var vandi. Við rifjuðum upp saman fyrstu kynni okkar sem voru norður á Raufarhöfn, vorið 1964. Hann var þá vélstjóri hjá Síldar- verksmiðju ríkisins, ég nemandi í sumarvinnu. Nokkru síðar, hinn 10. febr. s.l. er Örn var á leiðinni til landsins á e.s. Skógarfossi andaðist hann. Þessar línur eru skrifaðar til minningar um þennan ágæta mann. Það var vani að nemendur úr Reykjavík sóttust eftir störfum úti á landi og á þessum árum var það síldin sem heillaði. Þess vegna fór ég, ásamt fjölda annarra félaga minna til Raufarhafnar. Þar kynntumst við mörgu góðu fólki, og þeirra á meðal Erni Sigurðssyni. Það var mikilsvert fyrir óreynda námsmenn úr Reykjavík að kynnast þessum glaðlynda og réttsýna manni, því ungt fólk mótast gjanan af því samferðafólki sem það kynnist í æsku og færir sér oft reynslu þess í nyt síðar meir eða reynir að temja sér mannkosti þess. Þau tvö sumur sem ég starfaði á Raufarhöfn kynntist starfshópur- inn vel, og var Örn þar vinsæll maður og naut trausts og trúnaðar allra sem þar voru. Örn var sérlega drenglyndur og átti auð- velt með að stjórna á þann hátt að allir gátu vel við unað, þótt verkefnin væru misjöfn að vin- sældum, eins og gengur og gerist á slíkum vinnustað sem síldarverk- smiðja er. Það átti fyrir okkur að liggja að starfa saman ári síðar á öðrum stað á landinu en þá var örn orðinn verksmiðjustjóri síldar- verksmiðjunnar Mjölnis í Þorláks- höfn, en þar starfaði ég með Erni um hríð. Síðan er ég hef hitt Örn, hafa þessi tímabil oft verið rifjuð upp, og jafnan einhverju skoplegu og spaugilegu slegið fram. Það var hans háttur. Örn var fæddur hinn 29. ágúst 1928 í Reykjavík. Faðir hans var Sigurður Norfjörð Sigurðsson og móðir Oddfríður Ingólfsdóttir. örn stundaði vélvikjanám í Hamri og síðar á vélaverkstæði Kaupfé- lags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hann tók Vélskólapróf 1953 og vann síðan sem vélstjóri á skipum Eimskipafélags íslands til ársins 1958 og síðar hjá skipadeild Sam- bandsins. Örn vann hjá Olíuverzl- un íslands 1960 til 1961, en hóf þá störf sem yfirvélstjóri Síldarverk- smiðju ríkisins á Raufarhöfn og starfaði þar til 1965. Verksmiðju- stjóri hjá Sildarverksmiðjunni Mjölni í Þorlákshöfn til 1967, er hann varð yfirmaður flutnings- deildar ÍSAL til ársins 1976. Þá varð hann vélstjóri hjá Eimskip að nýju. Árið 1952 kvæntist Örn eftirlif- andi konu sinni Sigríði Jónsdótt- ur, dóttur Jóns Eiríkssonar bónda og hreppstjóra að Skeiðháholti á Skeiðum í Árnessýslu og Jóhönnu Ólafsdóttur. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og bjuggu nú að Keldu- hvammi 5 í Hafnarfirði. Örn var nærgætinn og góður heimilisfaðir. Eftirlifandi börn eru Fríða Hrefna, f. 31. mars 1952, gift Jóni Matthíassyni, en þau eru búsett í Danmörku; dóttir Hrefnu er Erna Birna Símonardóttir. Önnur börn þeirra eru heima, en þau eru: Ingólfur, f. 3. mars 1957, starfs- maður í Útvegsbanka íslands; Jón Kristófer, f. 30. jan. 1962, nem- andi; Sigurður, f. 3. febr. 1966; Örn f. 9. apríl 1967 og Jóhanna Lilja f. 7. júni 1969. Ég sendi að lokum t Innilegar þakkir til allra er sýndu samúö og vinarhug viö fráfall bróöur okkar og mágs, PÉTURS FRIDFINNSSONAR, bryta. Ögmundur Fríöfinnsson, Clara Arneson, Sigríður Friðfinnsdóttir, Jón Ásgeirsson, Friðfinnur Friðfinnsson, Svava Jóhannesdóttir. t Viö þökkum af alhug auösýnda samúö og vinsemd vegna andláts og útfarar KARLS ÓLAFS ÓSKARSSONAR, flugvélstjóra, Austurbrún 39. Sérstakar þakkir færum við Flugleiöum og Flugvirkjafélagi íslands. Helga Lorenz, Magnús Karlsson, Jóhanna Ósk Karlsdóttir, Finnbogi Óskarsson, Jóhanna Jóhannesdóttir. eftirlifandi konu, börnum, tengda- börnum og barnabörnum innileg- ar samúðarkveðjur. Jóhann Briem Mér brá allillilega er mér var sagt, að vinur minn, örn Sigurðs- son, væri látinn. Ekki vissi ég að hann ætti við vanheilsu að stríða og því kom fregnin eins og reið- arslag. Ég kynntist Erni fyrst fyrir rúmum áratug en þá tók hann að sér formennsku í knattspyrnu- deild Hauka, þá alls ókunnugur félaginu, hafði að vísu stundað knattspyrnu hjá Val frá barn- æsku. Hann hafði á þessum árum verið ráðinn sem verkstjóri yfir flutningadeildinni hjá ISAL og bjó í Hafnarfirði, þar sem hann bjó síðan til dauðadags. Ég heid að á engan sé hallað þó ég segi, að á meðan Örn var formaður knattspyrnudeildar Hauka, hafi stjórn deildarinnar verið hvað líflegust, að minnsta kosti hafði hann lag á því að fá góða menn til starfa, sem unnu vel fyrir félagið. Örn vann mörg trúnaðarstörf fyrir félagið, sat meðal annars í Knattspyrnuráði Haf narfj arðar um nokkurra ára skeið, auk þess sem hann var fulltrúi félagsins á knattspyrnuþingum o.fl. o.fl. Eitt atvik er mér sérlega minn- isstætt frá fyrri árum er mér finnst lýsa Erni nokkuð vel, en það var á einu af stórafmælum Hauka, þá átti Örn sæti í nefnd, sem undirbjó afmælið, og var þá búinn að koma málum þannig fyrir, að hengdir voru verðlaunapeningar í hina og þessa menn verðuga og óverðuga, en hann sjálfur, sem ef til vill hafði mest til þess unnið, fékk ekki neitt. Eftir að Örn lét af störfum fyrir Hauka starfaði hann um nokkurra ára skeið í knattspyrnudeildar- stjórninni hjá Val og lágu þá leiðir okkar saman að nýju, er ég réðst sem þjálfari til félagsins. örn hafði mjög létt og glaðvært viðmót og var hrókur alls fagnað- ar á góðum stundum, hann var mikill vinur vina sinna og eru fáir menn, sem hafa reynst mér jafn vel og hann þegar á þurfti að halda. Nú hin seinustu ár hefur örn verið vélstjóri á Fossum Eim- skipafélagsins, og því hafa leiðir ekki legið saman sem skyldi, en alltaf gaf hann sér þó tíma til að fara á völlinn á meðan stoppað var í landi og ófáir voru þeir leikirnir, sem hann sá erlendis, og var hann eins konar viskubrunnur um allt er viðkom knattspyrnu, þannig að viðræðurnar gátu stundum orðið ansi langar þegar við hittumst. Að lokum vil ég votta Sigríði, eftirlifandi eiginkonu hans, og börnum mína dýpstu samúð. Jóhann Larsen. Kveðja írá Val. Sú harmafregn barst til Vals- manna að örn Sigurðsson hefði látist skyndilega á hafi úti sunnu- daginn 10. febrúar síðastliðinn. Það er vissulega skarð fyrir skyldi í röðum okkar Valsmanna. örn var á yngri árum markvörður bæði í handknattleik og knatt- spyrnu í meistaraflokksliðum fé- lagsins. Mér er persónulega minnistætt hve Örn var lítillátur og traustur félagi. Ég undraðist oft á bernskuárum mínum hvað Örn var mikill félagsmaður. Hann stóð í skugga eins frægasta markvarðar Vals fyrr og síðar, Hermanns Hermannssonar, sem þá var tekinn að reskjast. Aldrei æðraðist örn, þó „gamla mannin- um“ fataðist markvarzlan. Þetta lýsir mannkostum Arnar einna bezt. Lítillæti og drenglyndi voru snarir þættir í skapgerð hans. Þegar örn hætti keppni hjá Val hóf hann fljótlega starf hjá „Litla bróður" Vals, Haukum í Hafnar- firði, þar sem Örn var búsettur. En Valur átti því láni að fagna að fá örn til starfa að nýju. 1975 varð Örn varaformaður í knattspyrnu- deild Vals og gegndi því trúnaðar- starfi af mikilli samvizkusemi. Við Valsmenn minnumst Arnar með söknuði og þökkum honum áratuga tryggð við félag okkar. Ég veit að eiginkona og börn Arnar taka við samúðarkveðjum okkar, þó fátæklegar séu, af hlýj- um huga, því Valur skipaði önd- vegissess í lífi Arnar, öll hans góðu ár í faðmi hinnar stóru fjölskyldu sinnar. Ég von að góður Guð styrki aðstandendur Arnar í þeirri raun, sem hið sviplega fráfall hans er hans nánustu. Við Valsmenn kveðjum í dag einn af okkar traustustu og vin- sælustu félögum. Hliðarenda, Með Valskveðju, Bergur Guðnason. Ingibjörg Austfjörð — Minning Fædd 25. júní 1898. Dáin 8. febrúar 1980. Hinsta kveðja frá systrunum úr Goðabyggðinni og fjölskyldum þeirra. Elskuleg amma okkar er dáin. Með örfáum kveðjuorðum viljum við minnast hennar. Hún fæddist á Eskifirði 25. júní 1898. Foreldrar hennar voru þau hjónin Stefanía og Jón Austfjörð. Þeim varð þriggja barna auðið, og var amma elst þeirra, næstelstur er Gunnar og yngstur Ásgeir, hann lést árið 1952. Við systurnar vorum svo lán- samar að hafa þau Stefaníu ömmu og Jón afa hjá okkur í foreldra-! húsi uppvaxtarárin. Engar sögur voru að okkar dómi eins stórkost- legar og þær, sem þau sögðu frá sínum bernsku- og fyrstu hjúskap- arárum. Það voru ár erfiðrar lífsbaráttu. í þessum frásögum kynntumst við Ingu-ömmu strax sem lítilli stúlku. Saga þessa fólks er þó ekkert einsdæmi, en hún hrífur alltaf, og hún lifir áfram, við segjum hana börnum okkar. Frá Eskifirði fluttist Inga amma til Akureyrar árið 1918 og foreldrar hennar stuttu síðar. Átti hún þar heima æ síðan. Amma var tvígift. Fyrri eigin- maður hennar var Éinar Jó- hannsson, múrarameistari. Þau eignuðust þrjú börn, Áslaugu, móður okkar, Helgu, yfirkennara í Reykjavík, og Stefán, lögregluþjón í Ólafsfirði. Amma og afi slitu samvistum. Seinni eiginmaður hennar var Bjarni Jóhannesson iðnverka- maður. Hann lést á sl. ári. Þau eignuðust tvo syni. Eldri soninn misstu þau aðeins nokurra daga gamlan. Sá yngri er Ásgeir Rafn búsettur á Akureyri ásamt fjöl- skyldu sinni. Amma og Bjarni reistu sér hús við Þingvallastræti 37. Þangað var ætíð gott að koma, gestrisin voru þau, og amma lagaði svo góðan mat, að orð fór af. Hennar hel§tu áhugamál í gegn- um árin voru störf í stúkunni Brynju og einnig starfaði hún í Slysavarnafélagi íslands. Hún var líka sérstaklega söng- elsk kona, og okkur er það minn- isstætt, þegar við heimsóttum hana á sjúkrahús sl. sumar, þá mjög lasburða, að gamall vinur hennar átti leið hjá, þar sem við sátum, heilsaði hann ömmu og bað hana raula með sér smá-lagstúf. Gerði hún það af veikum mætti, en glöggt mátti sjá bros í augum hennar. Með þessum orðum þökkum við elskulegri ömmu samfylgdina, öll hin barnabörnin biðja einnig fyrir kveðju. Hún verður jarðsungin í dag, laugard. 16. febrúar kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Blessuð sé minning hennar. Afmœlis- og minningar greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.