Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.02.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 43 Urslitin óbreytt Njarðvík vann Val og spennan í hámarki ÚRVALSDEILDIN í köríuknatt- leik opnadist upp á gátt i gær- kvöldi er UMFN vann mjög verðskuldaðan sigur á Val i ljónagryfjunni í Njarðvík. Eru nú Njarðvík og Valur efst og jöfn i deildinni með 22 stig hvort félag og stefnir i mikið einvigi. Tap Vals þýðir einnig, að möguleikar KR og ÍR eru ekki endanlega úr sögunni. Lokatölur þessa spenn- andi leiks urðu 82—74 fyrir Njarðvík, eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 40—28 fyrir UMFN. Skíðamót framhalds- skólanna SKlÐAMÓT framhaldsskól- anna i Reykjavík fer að venju fram á vegum Skíða- félags Reykjavíkur við skíðaskálann í Hveradölum á öskudag. Allar upplýs- ingar um mótið er hægt að fá í síma 12371 hjá Ellen Sighvatsson. Gang leiksins þarf ekkert aö rekja, heimaliðiö var ávallt yfir, allt aö 12 stigum í hálfleik, en líka allt niður í 2 stig í upphafi síöari hálfleiks. Troö- fullt hús hvatti heimaliöiö til dáöa og var engu líkara en aö Valsmenn ættu aldrei möguleika. Jónas Jóhannes- son fékk þaö hlutverk aö gæta Tim Dwyer og fórst þaö svo vel úr hendi, aö Dwyer var oröinn heitur undir lokin. Lá við áflogum, ekki síst vegna þess aö besti maðurinn á vellinum, Ted Bee hjá Njarövík, stríddi honum undir lokin. Þá lentu Valsmenn í villuvandræöum, þannig missti liðiö Kristján Ágústsson út af þegar 7 mínútur voru til ieiksloka og Torfi fór sömu leið þegar 2 mínútur voru eftir. Munaöi um minna fyrir Val. Sem dæmi um hversu heitt var oröiö í ýmsum Valsmönnum má geta þess, l STAÐAN ÚRVALSDEILDIN hefur ngalopnastM eftir leikina í gærkvöldi: UMFM - Valur 82:74 lR - Fram 89:82 , UMFN 15 11 4 1241:1151 22 Valur 15 11 4 1305:1220 22 KR 15 9 6 1252:1184 18 tR 15 9 6 1320:1339 18 IS 14 212 1194:1275 4 Fram 14 2 12 1090:1215 4 aö undir lokin baö liösstjóri Vals- manna, John Johnson, um hlé. Dwyer var hins vegar ekkert á þeim brókunum og tók fram fyrir hendurn- ar á liösstjóranum. Ted Bee bar höfuö og herðar yfir aöra leikmenn á vellinum aö þessu sinni og hefur líklega ekki sýnt annan eins leik fyrir UMFN. Var hann frábær bæði í sókn og vörn, þrátt fyrir aö hann fengi þrjár villur á fyrstu mínútum leiksins. Guösteinn og Jón- as áttu einnig mjög góöan leik og þeir Gunnar og Júlíus traustan. Hjá Val var Kristján Ágústsson bestur, aörir áttu köflóttan dag, geröu góöa hluti annaö veifiö, en duttu niöur á milli. t stuttu máli: fslandsmótið i kðrfuknattleik. úrvalsdeild UMFN-Valur 82-74. STIG UMFN: Bee 36, Gunnar Þorvarftarson 14, Guðsteinn Initimarsson 13. Jónas Jó- hannesson 8, Július Valgeirsson, Valur Ingimundarson ok Jón Viða. Matthiasson 4 hver. STIG VALS: Dwyer 24. Kristján Ágústsson 16, Torfi Magnússon 8, Rlkharður Hrafn- kelsson 6. Jóhannes Mattnússon 4. Þórir Maitnússon 4. Siíturður HjOrleifsson 2 stijt. • Ted Bee átti stórleik og var maðurinn á bak við sigur UMFN. Leikinn dæmdu Gisli Gisiason og Jón Otti. áij/gg. Kðrfuknattleiksdómstóll Suðurnesja dæmdi i gærkvðldi i kæru fBK gegn Ármanni. en Keflvikingar héidu þvi fram að karfa sem dæmd var Ármanni i leik liðanna á dðgunum hafi aldrei verið skoruð. Keflvík- ingar Iðgðu fram myndsegulband sem sönn- unargagn. en það dugði ekki til þvi dómstóll- inn dæmdi á þatleið að úrslitatölur þær sem stóðu á leikskýrsiu skyldu standa óbreyttar, en samkvæmt þeim vann Ármann með einu stigi. Telja verður likiegt að ÍBK áfrýji til æðri dómstóla. a|j ÍR á ennþá von ALLMIKIÐ verður um að vera I fslandsmótinu í handknattleik um helgina, má þar fyrst geta leiks FH og KR í Firðinum í dag. Einnig er stórleikur þar sem mætast lið Vikings og Fram. Fram er á sigurgöngu eftir afar magurt skeið og hinir ungu leikmenn liðsins fá að þessu sinni heidur betur að sýna hvers þeir eru megnugir. En litum á listann yfir leiki helgarinnar. Laugardagur: kl. LauKardaÍHhöll 1. deild karla Fram—VlkinKur 14.00 1. deild kvenna Fram-UMFG 15.15 1. deild kvenna Valur—Vik. 16.15 2. deild kvenna Þróttur—Týr 17.15 Dalvik 3. deild karla Daivík—ÍBK 15.00 Iiafnarijúrður 1. deild karla FH-KR 14.00 1. deild kvenna Haukar — Þór 15.15 Varmá 2. deild karla UMFA-Týr 15.00 SunnudaKur: LauKardalshöll 2. deiid karla Þróttur—Týr 14.00 1. deild karla lR—Haukar 19.00 1. deild kvenna KR-FH 20.15 SelfoNH 3. deild karla Selfoss—Óðinn 15.00 Seltjarnarnes 3. deild karla Grótta—ÍA 17.00 Keflavlk 2. deild kvenna ÍBK—Fylkir 15.00 Helgin verður róieg hjá körfuknattleiksfólki. aðeins einn úrvalsdeiidarleikur á dagskrá og þrir i 1. deild karla. Þessi eini i úrvalsdeildinni er vægast sagt úrslitaleikur. en það eru Fram og fS scm eigast við í iþróttahúsi Hagaskólans. Lið þessi eru lang neðst í úrvalsdeiidinni með fjðgur stig hvort fóiag og leikurinn þvi afar mikilvægur. Hann hefst klukkan 19.00. Þá fara fram þrir ieikir i 1. deild: Tindastóil—Ármann á Akureyri kl. 16.00 laugardaginn UMFS—ÍBK í Borgarnesi kl. 13.00 sunnudaginn Þór—Ármann á Akureyri ki. 14.00 sunnudaginn ÍR-INGAR unnu Framara í úrvals- deildinni í gærkvöldi 89:82 aftir aö staöan hafði veriö 42:37 í hólfleik. ÍR-ingar eiga því enn smó mögu- leika á því að hreppa íslandsmeist- aratitilinn fyrst Valur tapaði í g»r- kvöldi en Framarar eru áfram í botnssetinu. Þaö voru sviptingar í fyrri hálf- leiknum, ÍR var fyrst yfir en síöan náöi Fram átta stiga forystu 28:20. En þá fóru ÍR-ingar í gang aö nýju, náöu mest 9 stiga forystu og í hálfleik var staöan 42:37. í seinni hálfleik var leikurinn lengst af jafn en ÍR-ingarnir þó yfirleitt 2—4 stigum yfir. Skorti Framarana ætfð herzlumuninn til þess aö komast yfir og sigra. _ Hjá ÍR voru þeir Mark Christiansen og Kristinn Jörundsson í sérflokki en hjá Fram voru þeir beztir Darrell Shous, Símon Ólafsson og Þorvaldur Geirsson, sem náöi sér vel á strik eftir slakan f.h. Stig lR: Christiansen 34, Kristinn 25, Kolbeinn Kristinsson 8, Stefán Kristjánsson 8. Jón Jörundsson 6, Jón indriðason 4, Sigmar Karlsson 2 og Guðm. Guðmundsson 2 stig. Stig Fram: Shous 30. Simon 19, Þorvaidur 12. Ómar Þráinsson 6. Hilmar Gunnarsson 6, Guðm. Hallsteinsson 3, Björn Jónsson 2 og Björn Magnússon 2 stig. Ungir dómarar Björn Ólafsson og Gunnar Valgeirsson lofa góðu. _ SS. Gullin flugu austur og vestur KEPPT var í þremur greinum á gær og var hart barist eins og Ólympíuleikunum í Lake Placid i vænta mátti. Eric Heiden frá Bandaríkjunum sigraði í 500 metra skautahlaupi Arni hefur enn nauma for- ystu í einkunnagjöfinni Hand- og körfubolti um helgina ÞAU liðí 1. deild íslandsmótsins i handknattleik, sem flesta leik- ina hafa að baki, hafa leikið 9 leiki. íslandsmótið er þvi óðum að styttast og aðeins fimm um- ferðir eftir. Það væri því ekki úr vegi að líta á stöðuna í einkunna- gjöf Morgunblaðsins svona rétt áður en lokaspretturinn hefst. Ef litið er á listann má sjá, að Víkingurinn Árni Indriðason er enn með forystu. Til þessa er það ekkert skrýtið, hann hefur enn ekki fallið niður á pian meðal- mennskunnar í leikjum sínum með hinu afgerandi liði Víkings. En margir eru skammt undan og ekkert má út af bregða hjá Árna svo að einhver annar skjótist ekki fram úr honum. Hér fer á eftir listi yfir stigahæstu ein- staklingana, en talan i svigunum merkir leikjafjölda viðkomandi leikmanns. Þess ber að geta, að það cr ekki endilega stigahæsti maðurinn sem hreppir titilinn nLeikmaður íslandsmótsins“, maður með færri stig gæti sigrað ef hann hefur leikið færri leiki. það er sem sé meðaleinkunnin sem gildir. Árni Indriðas. Vík. 29 (9) Páll Björgvinss. Vík. 24 (8) Sæmundur Stefánss. FH 21 (7) Jens Einarss. Vík. 26 (9) Haukur Ottesen KR 26 (9) Atli Hilmarss. Fram 25 (9) Friðrik Þorbjörnss. KR 24 (9) Þorbergur Aðalsteinss. Vík. 24 (9) Bjarni Bessas. ÍR 24 (9) Sigurður Gunnarss. Vík. 23 (9) Jóhannes Stefánss. KR 23 (9) Einar Þorvarðars. HK 23 (9) Kristján Aras. FH 22 (8) Bjarni Guðmundss. Val 22 (8) Erlendur Hermannss. Vík. 22 (9) Steinar Birgiss. Vík. 22 (9) Stefán Jónss. Hauk. 22 (9) Andrés Bridde Fram 22 (9) Pétur Ingólfss. FH 21 (8) Þorbjörn Guðmundss. Val 21 (8) Ólafur Jónss. Vík. 21 (9) Þórir Flosas. ÍR 21 (9) Ársæll Hafsteinss. ÍR 21 (9) Valgarður Valgarðss. FH 20 (8) Brynjar Kvaran Vai 20 (8) Ragnar Ólafss. HK 20 (9) Kristján Þ. Gunnarss. HK 20 (9) Sigurður Svavarss. IR 20 (9) Andrés Kristjánss. Hauk. 20 (9) Hannes Leifss. Fram 20 (9) Birgir Jóhannss. Fram 20 (9) Svo mörg voru þau orð. Vert er einnig að geta Jóns Einarssonar, hornamannsins sprettharða hjá HK. Hann hefur aðeins leikið 4 leiki með liði sínu á þessu keppn- istímabili, byrjaði seint að æfa, en hefur hlotið 12 stig í þessum fjórum leikjum, eða slétta þrjá að meðaltali. Frábær frammistaða það og ekki síst skýringin á velgengni HK í síðustu leikjum liðsins. Það verður hart barist um stigin í síðustu umferðunum, bæði stig fyrir jafntefli og sigra og stig í einkunnagjöfinni. En hver treystir sér til þess að spá því hver fær hæstu meðaleinkunnina? Árni hefur 3,2 í meðaleinkunn, en þeir Páll og Sæmundur, „gömlu karl- arnir", eru með slétta þrjá. Jón kemur því miður ekki til álita, því þó hann leiki alla leiki HK sem eftir eru, hefur hann samt ekki leikið þann leikjafjölda sem þarf til þess að vera gjaldgengur í einkunnagjöfina. — gg. karla, fékk tímann 38,03 sekúndur sem er olympíumet. Handhafi gamla metsins, Evgeni Kulikov frá Sovétríkjunum, varð annar og Liewe Döber frá Hollandi þriðji. í 500 metra skautahlaupi kvenna sigraði hin 18 ára gamla Karin Enke frá Austur-Þýska- landi og í 5 km skíðagöngu kvenna sigraði Reisa Smetania frá Sovét- ríkjunum. STAÐAN STAÐAN í 1. deild karla er nú þannig: Víkingur 9 9 0 0 210:165 18 FH 8 5 2 1 178:163 12 Valur 8 4 0 4 168:158 8 KR 9 4 0 5 199:198 8 ÍR 9 3 1 5 177:190 7 Fram 9 2 3 4 179:181 7 Haukar 9 2 1 6 181:200 5 HK 9 2 16 151:181 5 Staðan í 2. deild STAÐAN í 2. deild karla er nú þessi: Fylkir 10 7 1 2 203-190 15 KA 9 5 2 2 193-182 12 Þróttur 8 5 1 2 180-168 11 Ármann 9 4 2 3 227-214 10 UMFA 7 4 1 2 140-134 9 Týr 8 3 1 4 162-167 7 Þór Ak. 9 2 0 7 192-206 4 Þór Ve. 9 1 0 8 174-220 2 Bergur endurkjörinn formaður Vals AÐALFUNDUR knatt- spyrnuíélagsins Vals íór fram í fyrrakvöld. Bergur Guðnason var endurkjörinn formaður félagsins. Pétur Sveinbjarnarson, sem einnig var í kjöri til formanns hlaut 27 atkvæði en Bergur 34. Fjórir menn voru kjörnir í aðalstjórn sem aðalmenn. Heildarvelta félagsins á siðasta ári var yfir 100 milljónir króna og sýnir hún best þá umfangsmiklu starf- semi sem þar á sér stað. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á félagssvæðinu og mikil gróska er í öllum deildum félagsins. Anton Örn formaður Víkings AÐALFUNDUR knatt spyrnuféiagsins Víkings fór fram í fyrrakvöld. Jón Aðal- steinn Jónsson lét af störf- um sem formaður eftir sjö ára farsæit starf fyrir félag- ið. Anton Örn Kjærnested var kjörinn í hans stað. Á aðalfundinum kom fram að deildum félagsins hefur fjöfgað mjög á síðustu árum og að félagsstarfið stendur i mikfum blóma og fjárhagur- inn er góður. Afmælismót Víkings 40 ára afmælismót skíða- deiidar Vikings í svigi verð- ur haidið við skáia Vikings 16. og 17. febrúar. Dagskrá Laugardaginn 16.02.80 Nafnakall kl. 10.00 Mótið hefst kl. 11.00 i flokki stúlkna og drengja 10 ára og yngri. KI. 12.30 flokkur stúlkna og drengja 11 og 12 ára. Kl. 15 flokkur drengja 13— 14 ára. Kl. 17 verðlaunaafhending og veitingar. Sunnudag 17.02.80 Nafnakall kl. 10.00 Mótið hefst kl. 11.00 í flokki stúlkna 13—15 ára. Kl. 13.00 flokkur drengja 15—16 ára. Kl. 15.00 verðlaunaafhend- ing og veitingar. Nánari upplýsingar hjá mótsstjóra í síma 23269. Hringhlaup UBK Á SUNNUDAGINN kl 10 hefst annað hringhlaup Frjálsþróttadeildar Breiða- bliks og Kópavogstiðinda, en það fyrsta var fyrir hálf- um mánuði. Alls verða hlaupin fimm. Þátttakendur eru á aldrinum f. 1964 og síðar. bæði strákar og stelp- ur, og er þeim skipt í aidursflokka. Veitt eru stig í hverju hlaupi og gildir sam- anlögð stigatala úr fjórum af fimm hiaupum tii verð- iauna — svo að enn er hægt að byrja í stigasöfnuninni. þótt eitt hlaup sé búið. í fyrsta hringhlaupinu voru um 70 hlauparar. Hringhlaupið er á íþrótta- velli Kópavogs í Kópavogs- dal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.