Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 19 Hraunið flæddi frá gígaröð nyrst á gossprungunni í átt til Gæsafjalla rétt fyrir kl. 7 á sunnudagskvöld, þegar ljósmyndari Mbl. RAX tók þessa loftmynd. Jarðfræðingarnir, sem safnast höfðu norður, virðast ekki telja að Kröflueldar þurfi að enda með stóru gosi, þótt Mývatnseldar hafi gert það. Einkum þegar það ætlar að verða svo langvinnt. Eða eins og Sigurður Þórarinsson orðaði það: Einhvern tíma minnkar að- streymið að neðan og þá hættir þetta. Kröflueldar hafa nú staðið síð- an í desember 1975 og vantar því rétt ár upp á að vera jafn langlífir og Mývatnseldar, sem stóðu 1724—1729. Þó kom ein goshrina löngu seinna, eða 1746 og taldist til Mývatnselda. — Þetta þarf ekki að enda með stórgosi, sagði Axel Björnsson eðlisfræðingur við fréttamann Mbl. Það er fleira, sem gerist í þessum Kröflueldum og merki- legra. Land rís á einum stað og hjaðnar á öðrum. Kvikan gengur fram og aftur í jörðinni. Þessi gos eru bara fyrir blaðamenn og til skrauts. Sigurður Þórarinsson vakti at- hygli á því að minna landsig hefði í þetta sinn orðið heldur en 1977. Það virtist vera fyrirstaða í Bjarnarflagi, þegar kvikan fór að leita suður um. Ef til vill væri kvikan þar nú á meira dýpi. Þarna vitnaði hann til þess, sem hafði verið að gerast næstu klukkutíma á undan. Samkvæmt hallamælingum var land komið í mestu hæð við Leirhnjúk áður en goshrinan hófst. En tók þá að síga hratt, frá kl. 3 á sunnudag. Um kl. 10 var talið að sigið væri orðið um 60 sm. Og var þá reiknað með að kvikan væri að sækja í suður í átt til Bjarnarflags. En eftir miðnætti tók land aftur að rísa við Leir- hnjúk. Létti mönnum þá verulega og töldu hættuna liðna hjá Kísil- verksmiðjunni. Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur sagði að sigið væri nú orðið meira við Kröflu en í apríl og september 1977. Og væri hann ekki alveg ánægður með það. En jafðskjálftar hefðu haldið áfram stöðugt frá því' byrjaði og væru Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur gægist ofan í stærsta gíginn á mánudagsmorgun, en gígurinn sá spúði mest eldi kvöldið áður, svo sem sjá má á baksíðumynd- inni. Þangað gekk hann yfir nýja hraunið og á hælum hans blaðamaður Mbl. E.Pá, sem tók myndina. Vísindamenn streymdu á vettvang, þegar fréttist af eldgosi í Mývatnssveit. Hér koma þeir Axel Björnsson, Sigurður Þórarinsson og Páll Einarsson á Húsavíkur- flugvöll á hraðferð á gosstöðvarnar. Ljósm. RAX. enn, þótt þeir hefðu verið mestir fyrir miðnætti á sunnudag. — Við vitum að langmestur hluti kvikunnar hefur farið neð- anjarðar, þó eitthvað af henni hafi komið upp, sagði hann. í gær var búið að mæla og afmarka svæðið, sem gliðnun hafði komið fram á í umbrotun- um. Náði það frá Hrossadal sunn- anverðum, eða línu 3—4 km norð- an við veginn í Bjarnarflagi og síðan allt norður að Leirhnjúk, þar sem gosið byrjaði. Þegar Mbl. hafði í gærkvöldi samband norður, sagði Karl Grönvold jarðfræðingur að hrinan væri að hjaðna. Jarðskjálftunum færi hægt fækkandi á mælunum. Og engir eldar hefðu sést á sprungusvæðinu. Gufur stigju enn upp af sprungunni, en hversu áberandi þær væru, færi eftir veðri. Og erfitt að segja hversu hratt þær minnkuðu. Land héldi líka áfram að hækka við stöðvar- húsið í Kröflu og hefði gert það allt frá miðnætti. Þetta væri sem sagt allt að færast í fyrra horf. -E.Pá. Kröfluvirkjun missti holu út í gosinu í ELDGOSINU sem varð í nánd við Kröfluvirkjun á sunnudag, missti virkjunin út eina borholu, holu 6, en við það minnkaði orkufram- leiðslan úr 7 megavöttum, eins og hún hefur verið, í tæp fimm megavött. Einar Tjörfi, yfirverkfræðingur Kröflu- virkjunar, sagði að þessi hola væri ákaflega viðkvæm og hefði oft dottið út áður, þótt ekkert gos væri. En þegar gosið byrjaði, varð aflsveifla, og hún hvarf út. Spurður að því hvort um þetta munaði í raforkuframleiðslunni sagði hann að um allt munaði þegar lítið væri til. Aftur á móti vakti athygli þeirra, sem komu á gosstöðv- arnar á sunnudagskvöld, að þrjár holur uppi á dalbrún- inni, hola 5, 8 og 10, voru allt í einu farnar að gjósa fögrum öflugum strókum, en þær holur eru ekki tengdar virkj- uninni. Datt mönnum í hug að þær kynnu að bæta raf- magnsframleiðsluna. En Einar Tjörfi sagði að svo væri ekki. Þessar holur hefðu alltaf verið lokaðar, þegar gos hefði orðið í Kröflu. Þær hefðu verið dauðar, en væru notaðar til þess að mæla jarðvatnsstöðuna og gefa upplýsingar um hvernig svæðið bregst við orkutöku. Var verið að mæla í þeim og því voru þær opnar þegar byrjaði að gjósa. Áður hefur alltaf orðið í þeim þrýsting- ur, en af því þær voru opnar nú, gjósa þær. Síðdegis í gær var hola fimm þegar hætt að gjósa aftur. og sagði Einar Tjörfi að borin von væri að hinar væru hægt að nýta og þetta mundi ekki endast Nr. 10 væri full af úifellingum og ekkert gagn í nr. 8. Þessi gos í borholunum bæta því ekkert aðstöðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.