Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 37 Sigrún Gísladóltir skrifar frá Stokkhólmi: Sænskir skóiar IV náminu ákveðinn tilgang. „Það er þá eitthvað að vinna að,“ sögðu margir þeirra. Þeim var bent á, að samkv. nýrri reglu- gerð á einkunnakúrfan að verða sveigjanlegri, en þau gáfu lítið fyrir þá breytingu. Aðalgalli kerfisins yrði samt sem áður áfram. Nefnilega sá, að nemend- ur væru metnir með samanburði hver við annan, en ekki eftir því hvernig þau sem einstaklingar hefðu staðið sig. Einkunnir eru aðeins gefnar á unglingastigi en á grundvelli þeirra byggjast síðar valmögu- leikar nemandans á framhalds- námi. Reyndar hefur verið slak- að mjög á einkunnakröfum fyrir ýmsar línur í menntaskólunum. Astæðan er sú, að atvinnuleysi unglinga hefur stóraukist. Um 10% af öllum atvinnulausum í landinu eru unglingar, þess vegna hefur verið þrýst á fram- haldsskólana að lækka kröfurn- ar og taka við enn fleiri nemend- um en áður. Einkunnir Sænskar skólabyggingar eru ekki tilkomumiklar að sjá. Á veturna er skautasvell við alla skóla og eru þau mikið notuð. Einkunnir og próf hafa einnig verið felld niður í öllum eldri deildum barnaskólans. Það er því ekki fyrr en á unglingastigi, sem einkunnir koma til sögunn- ar. Miklar umræður hafa farið fram um framtíð prófa og ein- kunna. Þegar kannanir eru gerð- ar, kemur greinilega í ljós að meirihluti nemenda og foreldra vilja að gefnar séu einkunnir, en þeir, sem eru á móti, hafa látið mun meira til sín heyra. Einkunnakerfið, sem notað er í dag, er all ólíkt því sem við flest þekkjum. Það er byggt á stærðfræðilegri kúrfu fyrir normaldreifingu, en það var tek- ið upp um 1960. Einkunnirnar eru frá einum (sem er lægst) og upp í fimm. Samkvæmt kúrfunni á dreifingin að vera þessi: 7% nemenda fá einkunnina 1, 24% fá 2, 38% fá 3, 24% fá 4 og 7% fá 5. Þetta einkunnakerfi hefur leitt til harðrar og neikvæðrar samkeppni milli nemenda hvers bekkjar, eins og það hefur verið framkvæmt í Svíþjóð. I reynd hefur kúrfan verið notuð fyrir einstaka bekki. Ef tekinn er sem dæmi bekkur með 28 nemendum verður dreifingin á eftirfarandi hátt: Einkunn Fjöldi 1 2 nem. 2 7 nem. 3 10 nem. 4 7 nem. 5 2 nem. Samtals 28 nem. Það sem er alrangt og órétt- látt, þegar kerfið er notað á þennan hátt, er að engu máli skiptir hvort bekkurinn sem heild stendur sig afbragðs vel eða mjög illa á prófi. Einkunn- irnar segja ekkert um það, þær verða alltaf þær sömu, jafn- margir nemendur fá fimm, fjóra o.s.frv. Kennari kemst oft í þá aðstöðu að verða að segja við nemanda: Eiginlega svaraðir þú prófinu upp á einkunnina 5, en ég hef ekki fleiri 5-um til að dreifa (samkvæmt kúrfunni geta aðeins tveir í bekknum fengið fimm). Við háskólann í Umeá var nýlega gerð athugun á afstöðu nemenda til einkunna í grunn-; skólum og framhaldsskólum. I ljós kom að níu nemendur af hverjum tíu vildu hætta að nota núverandi einkunnakerfi. Þau bentu á, að það hindraði sam- vinnu milli nemenda, þar sem þau væru metin með samanburði hvert við annað, þegar einkunnir væru gefnar samkv. kúrfunni. Þrátt fyrir það vildu langflestir hafa einkunnir áfram, í ein- hverju formi. Aðeins 11% af grunnskólanemendum og 22% í framhaldsskólum vildu leggja einkunnir niður. Nemendur voru sammála um, að einkunnir gáfu Gunnar Örn ísleifsson: Að eiga hross í útlöndum Menn heima á íslandi reyna oft að gera sér í hugarlund hvernig búið er að íslenska hestinum þegar hann kemur til í framandi landi. Ég hef undan- farið haft tækifæri til að kynn- ast aðferðum Þjóðverja hvað varðar meðhöndlun og fóðrun „þarfasta þjónsins" í megin- dráttum. Á veturna, sem standa yfir í 4 mánuði, desember til marsloka, eru hestar á „húsi“, eða er gefið úti eins og tíðkast heima á Fróni. Þau hross sem eru svo lánsöm að komast á „hús“ eru gjarnan brúkuð þegar Guð og veður leyfa. Þessi svokölluðu hesthús eru oftast í reynd óein- angruð skýli með gerði í kring- um sem þakið er sandi eða hellulögðu plani sem auðvelt er að hreinsa. Fóðrað er á heyi sem er orkumeira en hjá okkur, gróf- gerðum hafra- og hveitistöngl- um, sem kallast „strá“. Þau eru aðallega notuð sem uppfylling með öðru fóðri, eða til að bera undir hrossin, eins og við notum spæni. Kraftfóður er gefið í töluverðum mæli, þá gjarnan í formi hafra eða reiðhestablöndu, ekki má gleyma „desetnum" sem er alls konar grænmeti, t.d. epli, gulrætur og fl. Utan þessara fjögurra mánaða á „húsi“ eru hrossin á landspild- um sem á okkar mælikvarða mundu kallast tún. Hér eru tún venjulega slegin tvisvar á ári (í maí og um mánaðamót júlí/ ágúst.) Hestaeigendur skipta túnunum í tvennt, ef land leyfir, önnur sprettan er notuð til beitar en hin til heyverkunar. Margir hestaeigendur hreinsa upp hvern einasta taðköggul sem fellur til jarðar á túnum sínum til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Allt þetta umstang endurspeglar í reynd hin gífurlegu land- þrengsli sem setur mönnum og dýrum þröngar skorður hér í Þýskalandi. Gunnar örn ísleifsson 3504 Kaufungen 1 4. marz 1980. BITTE NICHT FUTTERN ■ KOLIKGEFAHR! ■ Hestaeigendur setja upp svona skilti til þess að vara menn við að fóðra hestana vegna hættu á meltingartruflunum, hrossasótt. „Hesthiis“ sem talið er nægja islenska hestinum á veturna i verstu veðrum. „Að moka flórinn“ í Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.