Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.03.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 HORöJN-* KAff/no ; P il í’2____ HJÁLP! Það var aldrei honum brá? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft borgar sig að tryggja sér slag á einhvern hátt í ákveðnum lit. En þó ekki ef það gefur um leið andstæðingunum færi á að ná slagnum til baka í öðrum lit og þá jafnvel með rentum. Norður gaf allir á hættu. Norður S. K85 H. 6 T. Á65 L. Á109752 Vestur Austur S. D97643 S. G H. D1072 H. K954 T. 94 T. KG1083 L. 6 Suður S. Á102 H. ÁG83 T. D72 L. K84 L. DG3 Norður opnaði á einu laufi, austur sagði einn tígul og suður eitt hjarta. Norður sagði þá tvö lauf og sögnum lauk með þrem gröndum suðurs. Eðlilega spilar vestur út tígulníu og suður sá, að auðvelt var að tryggja sér tvo slagi á litinn með því að láta lágt frá blindum. En lengra hugsaði hann ekki og átti það eftir að koma honum í koll. Austur tók slaginn og sá, að litlir möguleikar fólust í tíglinum. Útspilið og sögn suðurs sýndu greinilega hver átti drottn- inguna. Ennfremur var hann smeykur við lauflitinn í blindum. Hann skipti því í lágt hjarta. Suður reyndi áttuna, vestur fékk á tíu, spiiaði tvistinum, kóngur og ás. Og þegar austur fékk á lauf- drottninguna tók vörnin tvo á hjarta til viðbótar. í allt fimm slagir til varnarinnar, einn niður. Það var heldur fljótfærnislegt að tapa þessu spili. Að vísu var tígulkóngurinn örugglega á hendi austurs, en það skipti bara alls engu máli. Svo fremi að fimm slagir fengjust á lauf þurfti suður ekki að fá slag á drottninguna. Og að auki var bara hættulegt að gefa andstæðingunum færi á að ráðast á hjartað áður en búið var að fríspila lauflitinn. Þannig hefði tígulásinn og laufsókn strax í upphafi tryggt vinning. Félagi tíu sígarettur. — Flokksleiðtogastærðina! Varnaðarorð Þrjár ungar stúlkur úr Keflavík, þær Hjördís Þórhallsdóttir, Ágústa Guðrún Gylfadóttir og Helga Magnúsdóttir komu til Velvakanda með tvær blaðaúr- klippur frá norskum veitingahús- eiganda, Otto Tokvam og sögðu farir sínar ekki sléttar af viðskipt- um við hann. Við fórum eftir sams konar auglýsingum til Noregs í fyrra- sumar og störfuðum hjá þessum manni við hótel hans í Noregi. Sams konar vildarkjör voru þá í boði, góð laun og gott umhverfi og aðstaða. Reynslan varð sú, að það endaði með að lögreglan á staðn- um sagði okkur að fara hið fyrsta heim, því við fengum aðeins brot af þeim launum sem okkur bar. Húsnæðisaðstaðan var það slæm að heilbrigðisyfirvöld á staðnum hótuðu lokun, salernisaðstaða engin, einn vaskur og lélegur aðbúnaður í alla staði. Eina mál- tíð fengum við á sólarhring, sem var skömmtuð og oftast tvær kjötbollur á mann. Fyrstu þrjár vikurnar létum við bjóða okkur að vinna í 10—16 klst. á sólarhring án frídaga og eigum við enn þá inni hjá honum sem svarar þrjú til fjögur hundruð þúsund kr. í laun hver okkar, þ.e. heil mánað- arlaun ásamt aukavinnu. Við höfðum samband við lögregluna á staðnum, eins og áður greinir, sendiráðið í Noregi og fleiri aðila. Það eina sem hægt var að gera var að ráðleggja okkur að flýja hið fyrsta, sem við gerðum að lokum. Við teljum okkur heppnar nú, að bíða aðeins fjárhagslegt tjón af, en við viljum vegna þessarar reynslu okkar ráðleggja öllum að taka ekki mark á gylliboðum þessa COSPER t 8280 Ég held að hann standi lengst til hægri. — Nei, reyndar frekar annar frá hægri! ■J^arfnsvmi.c. viö norsKu Uröina^ - reyðslumann, dV' maí n, oktober. sumarbmabikO hver), ^ ^ SkrifiO og semW< ™ NuHield Boad, Norskur veitinga- staður í London óskar eftir aö ráöa sem fyrst hjón, sem eru reglusöm og meö reynslu til aö sja um sttórhun og rekstur vel þekkts veitingastaöar 1 í Surrey. Einnig óskast yfirmatreiöslumaöur oq matreiöslumaöur. Getum útvegaö hus- næöi. Veitingastaöurinn er skemmtilegur, og um- hverfið fallegt. Gott kaup. Skrifiö og sendiö meömæli og mynd til: Otokvam, Littie Norway, 31. Nutfield Road, Merstham, Surrey, England. Maigret og vínkaupmaöurinn 73 niður lendi ekki í því. — Ég var alveg á mörkunum að fara inn á Quai des Orfevres og biðja um samtal við yður. En ég var svo hræddur um að ég fengi aðeins að tala við ein- hvern lögreglumann og fengi ekki að hitta yður. Þess vegna kom ég hingað. — Eg sá yður. — Ég veit það. Ég ætlaði að koma strax. en svo grcip mig ótti og ég hraðaði mér á braut. I nokkra klukkutíma eigraði ég um. Fimm, sex sinnum fór ég hér fram hjá og sá að nú var búið að slökkva ljósið. — Andartak. Hann hringdi aftur á stöðina. — Láttu mig fá Lapointe aftur. Ilalló. Eru mennirnir farnir? Hverjir eru þarna auk þín? — Lucas er á vaktinni og Janvier var að koma. — Komið hingað báðir til iriin. Takið bíl. — Fara þeir með mig? spurði Pigou, þegar Maigret hafði lagt tólið á. — Það cr nauðsynlegt. — Auðvitað skil ég það. Samt er ég hræddur — eins og ég sé að fara til tanniæknisins. Hann hafði drepið mann. Hann hafði komið til Maigrct aí sjálfsdáðum en ráðandi tilfinn- ing hjá honum var ótti. ótti við líkamlegt ofbeldi. Maigret varð hugsað til Sticrnets unga sem hafði drepið ömmu sína á viðurstyggilegasta máta og sagði svo eins og ekkert væri: — „Ég gerði það ekki vilj- andi.“ Hann horfði stöðugt á Pigou. eins og hann væri að reyna að lesa hugsanir hans. Bókarinn varð vandra-ðalegur. — Þér hafið ekki fleiri spurningar? sagði hann. — Nei. það held ég ekki. Hvað þýddi að spyrja hann, hvort hann sæi eítir því sem hann hafði gert? Hann yrði spurður þessarar spurningar síðar í málinu og ef hann segði sannleikann myndu viðbrögð sjálfsagt verða á ýmsa vegu. Þeir sátu þegjandi nokkra hríð og Maigret lauk úr glasinu sínu. Svo heyrði hann bíl stað- næmast fyrir utan húsið og bíihurðum var skellt. Hann kveikti sér enn í pípu og fann þó að hann hafði takmarkaða lyst á henni. Fóta- tak í stiganum. Hann gckk fram og lauk upp. Lögreglu- mennirnir tveir horfðu forvitn- ir á svip inn í stofuna. — Þetta er Gilbert Pigou. Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristiónadóttir sneri á islensku yið höfum nú átt langt samtal. Á morgun verður hin opinbera yfirheyrsla. Bókhaldarinn leit á þá og virtist sefast. Þeir virtust ekki ógnvekjandi. — Farið með hann til Quai des Orfevres og látið hann sofa í nokkra klukkutíma. Ég kcm fyrir hádegið. Lapointe gaf honum merki en hann skildi það ekki að bragði. Svo að Lapointe tautaði: — Á ég að setja á hann handjárn? Maigret sneri sér að Pigou: — Það er ekki vegna þess að við treystutn yður ekki. En við verðum að fara að reglum. Úti á pallinum leit Pigou um öxl. Það voru tár í augum hans. Hann Icit enn einu sinni á Maigret eins og til að hleypa í sig kjarki. En væntanlega tár- aðist hann yfir sjálfum sér. SÖGULOK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.