Morgunblaðið - 23.03.1980, Page 18

Morgunblaðið - 23.03.1980, Page 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1980 Kynbætur á Reykhólafénu I norðan kalda 1.3. skreppur fréttaritari Morgunblaðsins út í Tilraunastöðina á Reykhólum því hann hefur fregnað að þar sé verið að taka af fénu og þegar inn í húsin er komið standa þrír fræðimenn í kringum heljarstórt borð og eru að skoða og meta ull. Einn af þeim er dr. Stefán Aðalsteinsson deildarstjóri í Rannsóknarstofnun landbún- aðarins og yfirmaður ullarmats í landinu. Einnig er hann sérfræðing- ur í húfjárkynbótum og erfðaíræði. Með honum er Jón Steingrímsson aðstoðarsérfræðingur, en hann hefur unnið með dr. Stefáni á Rannsóknastofnuninni í mörg ár. Hinn þriðji er Sigurður Oddur Rangarsson búfræðikandidat. en hann er ráðinn að Rannsóknastofn- uninni til þcss að vinna að þess’u verkefni og fylgist hann með ullinni á fénu frá hausti og þar til hún er tekin af fénu og síðar gegnum öll vinnslustig ullarinnar eða þar til að hún er komin í fat. Þar er Ingi Garðar Sigurðsson tilraunastjóri og Jónas Samúels- son ráðsmaður tilraunastöðvar- innar á Reykhólum. A þeim hvíla hin daglegu störf og eru þau sjaldnast ofmetin, en umgengni í fjárhúsum svo og fóðrun eru í ágætum gæðaflokki. Þarna eru tveir bændur að taka af, en það eru þeir Birgir Ha- llgrímsson Brekku í Geirdal og Vignir Jónsson Klukkufelli í Reykhólasveit, en sá þriðji var ekki við en það er Daníel Jónsson Ingunnarstöðum í Geirdal. Aðspurðir segja þeir Vignir og Birgir að þeir séu búnir að taka af rúmlega 100 kindum þennan dag- inn. Fréttaritari snýr sér að dr. Stefáni og fer að spyrja hann um sauðfjárbúið á Reykhólum og til- gang svona tilrauna. Spurn- ingarnar eru ekki fyrirfram hugs- aðar og lítið skrifað fyrr en kemur í ljós að dr. Stefán hefur smíöað ágætis skrifborð ofan á garða- böndunum og fréttaritari sest í þetta virðulega sæti og fer að punkta niður ýmislegt sem dr. Stefán segir. — Er nokkuð upp úr því að hafa að rækta hreinhvíta ull og er hún nokkuð betri en gula illhæruullin? — Á Reykhólum nálgast nú óðum að allt féð sé að verða hreinhvítt og það er t.d. 10% hærra verð í útflutningi fyrir úrvalsflokk en 1. flokk og 20% hærra verð til bænda fyrir úrvals- flokkinn en 1. flokkinn. Hjörtur Eiríksson fram- Sveinn í Miðhúsum ræðir við dr. Stefán Aðalsteinsson kvæmdastjóri iðnaðardeildar S.I.S. á Akureyri segir að þeir treini úrvalsflokkinn svo hægt sé að blanda honum saman við aðra ull. Af úrvalsflokk er það lítið magn að framleiðsla úr hrein- hvítri ull yrði mjög lítil og hún myndi skera sig úr annarri fram- leiðslu. Dr. Stefán sýnir fréttamanni ullarlagða sem hann hefur þvegið upp úr handlaug og eru þeir svo vel hvítir og silkimjúkir að herða- sjöl úr slíkri ull hefðu sómt sér vel á hvaða hefðarfrú sem væri. — Er ekki erfitt að rækta hvítan lit hjá sauðfé? Nei, erfðastuðull er um 50% og er því fljótlegt að rækta hvíta litinn inn í féð. — Hafið þið gert nokkuð hér til þess að ullin verði eins góð og kostur er? —I haust voru smíðaðar hér sérstakar slæðigrindur í garðana. Þær eru notaðar til þessa að loka görðunum á meðan að verið er að gefa og síðan eru þær lagðar ofan á heyið á meðan féð er að éta og slæða ærnar því ekki heyinu. Þessar grindur hafa reynst með ágætum. Það sést varla heymor í hálsull á nokkurri kind. (Hér vill fréttaritari skjóta því að að mikill merkingarmunur er á orðinu garði hjá Breiðfirðingum og Austfirð- ingum. Garði merkir fyrir austan sama og jata hér, en garði merkir hér sama og orðið kró fyrir austan.) Önnur nýjung er hér, en það er Fréttaritarinn við skrifborðið í fjárhúsinu. Ingi Garðar Sigurðsson vigtar þungt ullarreyfi. Jón Steingrímsson, aðstoðarsérfræðingur, til vinstri. Ráðsmaðurinn, Jónas Samúelsson, sópar jötuna fyrir gjöf. Grindurnar loka görðunum á meðan og eru svo lagðar yfir heyið. þegar búið er að gefa. loftræstiviftukerfi, sem sett var upp í haust, en því er ætlað að haída hita-og rakastigi innan hæfilegra marka og tryggja stækjulaust loft i húsunum. Ekki er komin reynsla á þetta ennþá hvernig tekist hefur til í vetur, en ullarlagðarnir sem þú sást áðan eru ákaflega fallegir og togið virðist lítið hafa gulnað í vetur. Við ætlum að láta meginhluta ullarinnar í tilraunaþvott í ullar- þvottastöð og ef ullin reynist eins fífuhvít og lagðarnir úr handlaug- inni þá stendur til að vinna þessa ull í band og flíkur, þar sem miklu máli skiptir að ullin sé skjanna- hvít. Við höfum komist að pví hér á Rcykhólum að það er engan veginn nóg að eiga alhvítt fé að hausti, raki og stækja i húsum geta stórspillt ullinni. Við vitum ekki hve miklu má kosta til í húsakosti til þess að fá óskemmda ull, en hins vegar erum við að reyna að framleiða ull eins og hún getur orðið best í landinu. Með því að nota þessa ull í eftirsóttar vörur erum við að reyna að komast að því hversu góður besti ullarvarningur getur orðið. Mér finnst allmikið leggj- andi á sig til þess að komast að niðurstöðu um það. Með þessu móti setjum við markmið, sem við eigum að stefna að. — Hefur mikið áunnist í þessu efni? — Já, hér hafa komið fram hrútar sem hafa gefið svo miklar ullarbætur að dætur þeirra eru mað allt að einu kg þyngra reyfi en dætur annarra hrúta. Ef ullar- framleiðslan yrði aukin sem svar- aði þessari aukningu á Reykhól- um og þessi viðbót kæmist í verðmæta útflutningsvöru næmi aukaverðmætið hátt í þrjá millj- arða króna. Það eru verðmæti af þessari stærðargráðu, sem ég er að tala um í umbótum á ullarframleiðsl- unni. Mér finnst ástæðulaust fyrir landbúnaðinn að gefast upp og halda að sér höndum, þegar hægt er að benda á framfara- möguleika sem nema milljörðum króna. í sambandi við þessa spádóma mína má geta þess að fyrsta tilraunin með vetraraftekningu var gerð á Reykhólum 1958. Þá var ég varaður við að segja Búnaðarþingi frá tilrauninni vegna þess hve fáránleg tilraunin þætti. Þannig voru viðhorfin á þeim tíma. Menn sáu ekki hvers virði þessi nýjung gæti orðið fyrir landbúnaðinn. Ég ætla ekki að vera með neinn barlóm, en það þarf að skoða allar nýjungar og taka þær með varúð og nota þær með gætni, en nýta möguleikana sem í þeim felast. — Það kemst enginn langt, sem aldrei þorir að prófa neitt nýtt. — Hvað þarf að hafa í huga við ræktun á hreinhvítu fé? — Það er auðvelt að rækta alhvítt fé, en leggja ber áherslu á að fá mikla ull með jöfnu gljáandi og frekar fínu togi. Þessi einkenni gefa einnig eftirsóttar gærur. — Er ekki tímabært að huga betur að þessum málum? — Jú, það verður auðveldast með því að fá góða hrúta frá Reykhólum og dreifa afkvæmum þeirra um landið með sæðingum. Nú halda sumir vísir menn því fram að lærvöðvar séu of litlir á Reykhólafénu. Það hefur verið talað um það, að of lítil áhersla hafi verið lögð á vöðvafyllingu í lærum á Reykhóla- fénu og það er að vissu leyti rétt, en þó dæmast hrútar mjög vel á hrútasýningum og auðvitað vild- um við safna öllum góðum eigin- leikum í þennan stofn, en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Höfuðáherslan hefur verið lögð á ullarlit, magn og gæði. Einnig frjósemi, mjólkurlægni og fall- þunga. Það er ekki hægt að ná hröðum framförum í öllum þess- um atriðum i einu, en eins og málefnum landbúnaðarins er komið í dag er ég ekki i vafa að þessi stefna hefur verið rétt. Við getum gert stórvirki fyrir landbúnaðinn og iðnaðinn með bættri ullar-og gæruframleiðslu, en ég sé ekki hvernig hægt er að Ieysa þennan vanda með fleiri stjörnuskrokkum. — Hvað eru stjörnuskrokkar? — Það er sú gerð af dilka- skrokkum sem hefur eftirsótta lögun að mati kjötmatsmanna. Fita hóflega lítil, vöðvasöfnun mikil, en þyngd breytileg. — Hvað hefur þú unnið lengi við þessa ræktun hér á Reykhólum? — Allt frá fjárskiptum 1961 og hef ég haft sterkan áhuga á því að bæta ullargæðií og dreifa þessum árangri um landið. Ullarmagnið eftir vetrarrúna kind var 1979 2,8 kg, en hvað það verður í ár getur þú spurt Inga Garðar um á morgun en þá verður aftekningu lokið og samkvæmt upplýsingum frá Inga Garðari var meðalþungi reyfanna 1980 3,4 kg af hverri á. Fréttaritari þakkar dr. Stefáni Aðalsteinssyni fyrir samtalið og óskar tilraunastöðinni góðs gengis á komandi árum. Sveinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.