Morgunblaðið - 23.03.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1980, Blaðsíða 20
 52 | | ÞURSAR ENGLAR?!? „í dag ætlum við að spila eins og englar" saði Karl Sig- hvatsson er hann fyrstur Þursa settist við orgelið sitt í Bæjar- bíói í Hafnarfirði laugardaginn síðasta, og bætti við „og þetta er að taka stórt upp í sig“, og svo leið hann inn í lagið á „Sögunni af Nínu og Geira“! Hvort Þursarnir hafa leikið eins og englar skulum við láta liggja á milli hluta, þar sem tónlist þeirra er allt annað en „englaleg", en hitt er annað að þeir skiluðu góðum hljómleik- um í Firðinum þrátt fyrir nokkuð strembna landreisu. Þursarnir hafa nú leikið saman í á þriðja ár og virðist hin sérkennilega rokktónlist þeirra hafa náð til margra, enda með því merkilegra sem fram hefur komið um langan tíma. Rúnar Vilbergsson er aftur kominn í hópinn, og líka Karl Sighvats- son, en þessir tveir setja óneit- anlega mjög sterkan svip á tónlistina, Rúnar með fagotti sínu og Karl með orgelleik og útsetningum. Á hljómleikunum léku þeir mest af síðustu plötunni, ef ekki bara alla plötuna, og er efnið enn jafn ferskt, en þeir hafa þróað þá tónlist að ein- hverju leyti afram. En inn á milli og þó nokkuð eftir hlé var á dagskrá þeirra nýtt efni sem þeir hafa verið að baka saman undanfarið og hefla á hljóm- leikum og eflaust eftir að koma á plöst. Mest þetta efni virðist vera léttara, þó þeir bregði sínum stíl inní til „bragðbætis". Eitt laganna minnti meira að segja á Stuðmenn, enda væri ekki undarlegt þó glensið þaðan sprytti að einhverju leyti upp á yfirborðið. Jazzívaf var í nokkrum lög- um og látbragðsleikur og hæðnisgrín var áberandi. Tónlist og framkoma Þurs- anna er dálítil ráðgáta, þar sem þeir klæða sig upp í skringileg föt sem gefa til kynna að allt sé þetta glens og grín, Þórður í köflóttum trúðsjakkafötum, Egill í forn- aldarklæðum, Ásgeir í hvítum samfesting, Rúnar í svörtum jakkafötum á rauðum loðnum inniskóm, Tómas með sólgler- augu, stuttklipptur í „fötum af afa“ og inniskóm, öllu of stóru, og Karl í jakka af Ólafi Gauk. Og þannig koma þeir til að leika alvörulega tónlist sem er ekki til nema í þeirra eigin flutningi, og fara fram á að þeir séu teknir alvarlega? Kannski ekki alveg svona, en þetta er spursmál. Allt eru þetta húmorískir menn og hafa eflaust sínar skýringar, en tónlist þeirra er líka að verða húmorískari að því er virðist. Hljóðfæraleikurinn hjá Þursunum er óaðfinnanlegur, orgelleikur Karls hugmynda- ríkur og trommuleikur Ásgeirs stílhreinni en nokkru sinni áður. Þórður og Tómas eru hljóðfæraleikarar sem halda alltaf sínu striki, og samspil milli Karls á orgelinu og Egils á píanóinu var skemmtilegt áheyrnar, eins og samspil þeirra allra. Rúnar varpar ekki bara blæ á tónlistina með fagottinu sínu heldur tekur hann nú í trommur á milli til að styrkja nokkur laganna. Lög eins og „Rangeygða fýsn upp á bekk“ eiga eflaust eftir að taka á sig mörg umbreyt- ingarstig áður en þau komast á plast en eins og áður þá er reglulega gaman að fylgjast með iögum eins og hægt hefur verið með lög Þursanna. Það væri ekki úr vegi að taka upp hljómleikaplötu með þeim fé- lögum þar sem eldri lög þeirra hafa í mörgum tilfellum þróast áfram eftir að þau komust á plast. HIA ;; I :'í I er eftir þá Magnús Kjartansson og Andrés Indriðason, og er eitt laganna, sem verða á „sóló- plötu" Pálma, sem væntanleg er síðar á árinu. „Veiðiferðin“ er eingöngu leikið, og er eftir Magnús Kjartansson, en einnig kemur stúlknakór úr Garðabæ þar við sögu. Þess má geta að Magnús Kjartansson sá algerlega um tónlistar- legu hlið kvikmyndarinnar. -SA eru gefin út á plötu og eru mörg dæmi um lög, sem hafa orðið vinsæl á þennan hátt. í vikunni kom út hjá Hljóm- plötuútgáfunni tveggja laga plata með lögum úr „Veiðiferðinni", en kvikmynd þessi er nú sýnd við góðan orðstýr hér- lendis. Á plötunni eru lögin „Eitt lítið andartak" og „Veiðiferð- in“ og er síðarnefnda lagið titillag samnefndrar kvikmyndar. Pálmi Gunnarsson syngur „Eitt lítið andartak", en lagið „Veiöi- ferðiná á hljóm- plötu Ósjaldan gerist það er- lendis að lög úr kvikmyndum Genesis — Beach Boys — Rolling Stones ALLIR MEÐ NÝJAR PLÖTUR Á NÆSTU TVEIM TIL ÞREM VIKUM Nýjar plötur eru væntanlegar á næstu mánuðum frá ýmsum merk- um listamönnum í poppinu eins og oft áður. Nýjastar eru fréttir af nýrri plötu frá Genesis, „Duke“, sem er fyrsta plata þeirra í tvö ár. Á plötunni eru 12 ný lög, þar á meðal „Turn It On Again" sem er þegar búið að gefa út á litla plötu. Þess má geta að Mike Rutheríord og Tony Banks eru fyrir skömmu búnir að gefa út sólóplötur. „Duke“ kemur út í lok mars. David Bowie er byrjaður að taka upp nýja plötu með Tony Visconti sér við hlið. Er gert ráð fyrir henni í búðir síðsumars, en meðal þeirra sem þegar hafa leikið á plötunni eru Jemmy Destri, orgelleikari Blondie, Roy Bittan, píanóleikari Bruce Springsteens, Tom Verlain (gítar), og gítarleikari Lou Reed, Chuck Heymar. Næsta plata Eric Claptons kemur út í maí og verður hljómleikaplata, með nýju bresku hljómsveitinni hans, en hann mun halda hljómleika í Bretlandi í maí og júní fyrir þá sem verða þar í heimsókn. Yes eiga í erfiðleikum með að taka upp plötu um þessar mundir þar sem Rick Wakeman á ekki afturkvæmt til Bretlands fyrr en skatt ári er lokið þar í apríl. Mun sá háttur Fréttir af athyglis- verðum væntan- legum breiðskífum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.