Morgunblaðið - 23.03.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.1980, Blaðsíða 21
53 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1980 Jakob Magnússon heimsókn Jakob Magnússon var staddur hérlendis í síðastliðinni viku í skyndi- heimsókn og hitti blm. hann á hljómleik- um Þursanna í Bæjarbíói í Hafnar- firði. Jakob sagðist vera að fara í upptökur á næstu vikum ásamt sömu mönnum og á síðustu plötu, Carlos Rios (gtr), Steve Anderson (bs) og David Logeman (trm). Að sögn mun þessi plata fá meiri auglýsingaþrýsting af hálfu útgáfunnar Warner Brothers, en fyrri platan hefur án efa opnað það vel fyrir Jakobi að með góðri auglýs- ingu og góðri plötu ætti hann að ná betri árangri með væntanlegri plötu. Þess má geta að Jakob, sem er nú búsettur í Los Angeles, er formað- ur Islendingafélagsins í Kaliforníu, en þar eru víst búsettir þó nokkuð margir Islendingar nú orðið. — lan Hunter — Gerri Rafferty — 10 cc verða hafður á að hljómborðum verði bætt við þegar hinir hafa lokið sínu spili. Hún á að koma í júní. Beach Boys hafa bætt við nýjum liðsmanni Scott Matthews, en auk þess er Bruce Johnston að einhverju leiti með í hljómsveitinni á væntan- legri plötu þeirra, „Keeping The Summer Alive“ sem kemur út í næstu viku. Ian Hunter og Mick Ronson hafa ákveðið nafn á tvöfalda plötu sem er væntanleg frá þeim í byrjun apríl. „From The Knees Of My Heart" á hún að heita og verða þrjár hliðar „live“, en ein tekin upp í stúdíói, þar á meðal einn dúett með Ellen Foley. Paul McCartney hefur verið dug- legur upp á síðkastið, því síðan hann kom frá Japan hefur hann tekið upp heilá breiðskífu, með eigin lögum, leikið á öll hljóðfæri og sungið sjálfur. Þessi plata hans á að koma út í maí eða júní. Rolling Stones eru búnir að liggja tilbúnir með nýja plötu um nokkurt skeið, en eins og vanalega stendur á nafni, plötuhulstri og þess háttar, en platan ætti að sjást einhvern tímann í apríl engu að síður. Sögusagnir hafa gengið um heiti plötunnar, ýmist „Emotional Release" eða „Em- otional Rescue" sem á líklega að höfða til eiturlyfjamála Keith Rich- ards í Kanada. Þess má geta að þeir sem heyrt hafa spólurnar segja að efnið sé líkt „Exile On Main Street". Gerry Rafferty er á leiðinni með nýja plötu í byrjun apríl, „Snakes & Ladders" og er talin vera „markviss- ari“ en síðasta platan. „Bring It All Home“ hefur verið gefið út á smá- skífu. Grace Slick sem hætti í Jefferson Starship fyrir tveim árum er að gefa út sólóplötu í næstu viku, „Dreams", sem mun vera að mestu leikin á órafmögnuð hljóðfæri. 10 cc verða líka með nýja breið- skífu í næstu viku, „LOOK HEAR?“ en hún er fyrsta plata þeirra í tvö ár. „One Two Five“ hefur verið gefið út á litla plötu, en fengið slæma dóma. Eric Stewart hefur líka gefið út plötu með kvikmyndatónlist, sem heitir „Girls". Ýmsir fleiri áttu að vera tilbúnir með nýjar plötur um þetta leyti þ.á m. Bruce Springsteen með stúdíó- plötu, sömuleiðis Jackson Browne. Monks eru ennþá að ganga frá tvöföldu hljómleikaplötunni sinni, Meat Loaf platan sem varð að Jim Steinman plötu, „Bad For Me“ er á dagskrá í apríl, Meat Loaf plata kemur svo í kjölfarið, Motors eru komnir með „Tenement Steps“ og hljómleikaplata Joni Mitchell hlýtur að fara að sjást. Fleetwood Mac er dugleg þessa dagana því þrátt fyrir mikið hljóm- leikahald á að koma ný breiðskífa í júní, hvort sem þar verður á ferðinni stúdíóplata eða hljómleikaplata hef- ur enn ekki spurzt. „Growing Up In Public" heitir ný plata frá Lou Reed en hún kemur í maí. Peter Green verður með nýja í apríl „Little Dreamer" og svo aftur aðra í haust. Strawbs hafa verið endurvaktir og „Heartbreak Hotel“ heitir plata sem kemur frá þeim í næstu viku og John Fogerty er líka á leiðinni með nýja eftir margra ára hlé. Og að lokum þá er Bob Dylan byrjaður á nýrri plötu til útgáfu í sumar, með aðstoð Jerry Wexler og Barry Beckett enn einu sinni, og fréttir hafa borist af John Lennon í stúdíóinu enn einu sinni, nú með Nicky Hopkins, en enginn hefur viljað segja neitt meira um það, síðasta plata Lennons kom út árið 1975. tí □ § § CQ S1 tfi JAZZ Niels-Henning meö hljómleika í apríl Þau tíðindi berast nú úr her- búðum Jazzvakningarmanna að danski bassasnilllingurinn, Niels- Henning Örsted Pedersen, sé væntanlegur til landsins í næsta mánuði og haldi hljómleika í Háskólabíói ásamt söngkonunni og píanóleikaranum Tania Maria. Verða hljómleikarnir þann 19. og hefjast að öllum líkindum klukkan 14.00. Að sögn Jónatans Garðars- sonar hjá Jazzvakningu hefur gengið erfiölega að koma þeim skötuhjúum til íslands og er slæmur fjárhagur félagsins aðal- orsökin. „Við njótum engra opin- berra styrkja en hins vegar fær hið opinbera frá okkur söluskatt og skemmtanaskatt,1' sagöi Jónatan. Er mesti kostnaðurinn við hljómleika sem þessa einmitt fólginn í leigu á húsi og greiðslum til hins opinbera, en kostnaðurinn viö ferðir gestanna og annaö er aðeins um 30% af heildarkostn- aöi. „Við höfum staöiö höllum fæti að undanförnu og við þurfum virkilega á því aö halda, að hljómleikarnir verði vel sóttir. Það vantar ekki áhuga erlendra hljómlistarmanna á aö koma hingað, en slæmur fjárhagur fé- lagsins hefur verið þrándur í götu okkar. ( dag eru félagar í Jazz- vakningu eitthvað á þriöja hundr- aö, en um 200 hafa greitt árs- gjöldin í ár.“ Blómlegt starf innanlands Af starfsemi Jazzvakningar að öðru leyti er það að segja að haldin hafa verið tvö jazz-kvöld á vegum félagsins, en ekki stendur til að hafa þau fleiri í bráð. En annars viröist sem mikil gróska sé í jazzinum þessa dagana. Á fjórum stöðum, Djúpinu, Stúd- entakjallaranum, Hótel Esju og Þjóöleikhúskjallaranum hafa ver- ið haldin jazz-kvöld aö undan- förnu, fyrir utan þá starfsemi, er fram fer í skólanum. Nú eru starfandi allmargar hljómsveitir, er sérhæfa sig í jazz og má nefna tríó Guðmundar Ingólfssonar, Musica Kvatro, Stormsveitina, Mezzoforte, Swing-bræðurna, Big-band horn- aflokks Kópavogs undir stjórn Gunnars Ormslevs og lúörasveit- in Svanur mun vera með big- band. Þá kom fram á Hótel Esju nýlega Dixieland-hljómsveit. Aðspurður sagöist Jónatan vera nokkuö uggandi um þessa miklu grósku, og kvað alltaf vera hættu á offramboði. En hann kvaöst fyrst og fremst líta á þessa blómlegu jazz-starfsemi, sem af- rakstur starfs Jazzvakningar, og að áhuginn á jazzi nú Væri aðeins upphafið á eðlilegri þróun í átt til meiri ræktar í jazzinum. - SA ínsœldarlistar BRETLAND Stórar plötur 1 ( 1) GET HAPPY...........Elvis Costello 2 ( 3) TOO MUCH PRESSURE......Selecter 3(4) TELL ME ON A SUNDAY...Marti Webb 4 ( 2) THE LAST DANCE .....Ýmsir Motown 5 ( 5) PRETENDERS..........Prentenders 6 (—) OFF THE WALL.......Michael Jackson 7 (—) REGATTA DE BLANC..........Police 8 ( 9) STRING OF HITS ........Shadows 9 ( 6) SHORT STORIES..Jon & Vangelis 10 ( 8) KENNY..............Kenny Rogers BRETLAND Litlar plötur 1 ( 1) ATOMIC ................Blondie 3 ( 4 ( 6 7 8 9 10 2JTOGETHER WE ARE BEAUTIFUL Fern Kinney 4)TAKE THAT LOOK OFF YOUR FACE Marti Webb 8)GAMES WITHOUT FRONTIERS Peter Gabriel ( 3) CAN’T STAND UP FOR FALLING DOWN Elvis Costello SO LONELY ......................Police ALL NIGHT LONG...............Rainbow ( 9) (-) (—) TURNING JAPANESE...........Vapors (—) HANDS OFF . . . SHE’S MINE ..Beat (-) AT THE EDGE..........Stiff Little Fingers Stórar plötur THE WALL .................Pink Floyd DAMN THE TORPEDOES.......Tom Petty PHOENIX..............Dan Fogelberg PERMANENT WAVES...............Rush MAD LOVE.............Linda Ronstadt BABE LE STRANGE..............Heart THE WHISPERS..............Whispers FUN AND GAMES .......Chuck Mangione KENNY................Kenny Rogers OFF THE WALL.........Michael Jackson Litlar plötur CRAZY LITTLE THING CALLED LOVEQueen LONGER ................Dan Fogelberg ANOTHER BRICK IN THE WALL .Pink Floyd DESIRE....................Andy Gibb ON THE RADIO...........Donna Summer WORKING MY WAY BACK TO YOUSpinners YES l’M READY........Teri De Sario/K.C. HIM....................Rupert Holmes SECOND TIME AROUND.........Shalamar TOO HOT................Kool & The Gang Country listi 1 ( 1)MY HEROES HAVE ALW. BEEN COWBOYS Willie Nelson 2 ( 2)WHY DON’T YOU SPEND THE NIGHT Ronnie Milsap 3 ( 6)I’D LOVE TO LAY YOU DOWN Conway Twitty DAYDREAM BELIEVER .....Anne Murray USA 1 ( D 2 ( 2) 3 ( 3) 4 ( 4) 5 (-) 6 (-) 7 ( 8) 8 (10) 9 ( 9) 10 ( 5) USA 1 ( D 2 ( 3) 3 ( 6) 4 ( 4) 5 ( 5) 6 ( 8) 7 ( 2) 8 ( 9) 9 (10) 10 (-) USA 4 5 6 7 8 9 10 ( 3) (—) SUGAR DADDY .............Bellamy Brothers ( 7) LYING TIME AGAIN ...............Mel Tillis ( 8) MEN......................Charley McClain (10) BETTER THAN I DID THEN Statler Brothers ( 5)l AINT LIVING LONG LIKE THIS Waylon Jennings ( 4)NOTHING SURE LOOKED GOOD ON YOU Geoe Watson USA Jazz listi 1 ( 2) FUN & GAMES ........Chuck Mangione 2 ( 1) EVERY GENERATION.......Ronnie Laws 3 ( 3) ONE ON ONE .... Bob James & Earl Klugh (—) SKYLARKIN.......Grover Washington Jr. ( 4) ANGEL OF THE NIGHT......Angela Bofill ( 6) HIROSHIMA..................Hiroshima ( 9) HIDEAWAY .............David Sanborn 5) PIZZAZZ ..............Patrice Rushen 7) AMERICAN GARAGE . .Pat Methany Group 8) RISE.....................Herb Alpert 4 5 ( 6 ( 7 ( 8 ( 9 ( 10 (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.