Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 27. apríl Bls. 33—64 Þegar hægt verður að segja allt af létta, er ég viss um að framlag þitt mun verða talið meðal þess, sem mest- an þátt átti í að tryggja málstað hinna sameinuðu þjóða end- anlegan sigur, skrifaði Edgar Hoover, fyrrum yfirmaður ríkisrann- sóknarlögreglunnar í Bandaríkjunum, FBI, þegar hann óskaði sir William Stephenson til hamingju er hann var sleginn til riddara í marz 1945, skömmu fyrir uppgjöf Þýzka- lands nazismans. Það var að tillögu sir Winstons Churchills, forsætisráðherra i Kanadamaðurinn Breta, að sir William var dubbaður til ridd- ara og þegar hann mælti með því að Will- iam yrði aðlaður þá sagði hann: „Þessi er mér kær.“ Edgar Hoover var á stríðsár- unum í þeirri aðstöðu að hann þekkti til hlítar það starf, sem Kanadamaðurinn sir William Stephenson vann á stríðsárunum. Sir William var ekki þekktur meðal al- mennings en á þeim árum sem liðin eru síðan stríðinu lauk, hefur sífellt meira komið fram í dagsljós- Sir William Stephenson var yfirmadur leyniþjón- ustu Breta. Hann er af íslenzku bergi brotinn, módir hans var íslenzk ið um feril hans. Kvik- mynd hefur verið gerð, svo og sjónvarpsþætt- ir. A stríðsárunum gekk sir William Stephenson undir dulnefninu Interpid — eða óragur, hinn hug- aði. Hann var yfir- maður brezku leyni- þjónustunnar í Banda- ríkjunum á stríðsár- unum, British Security Co-ordination, BSC. Hann vann við að afla stuðnings Bandaríkj- anna við málstað Breta á fyrstu árum stríðsins þegar útlitið var sem svartast og talsverð andstaða var í Bandaríkjunum við því að fara í stríð. Hann vann við að afla nauðsynja til stríðs- rekstrarins frá Banda- ríkjunum. En eftir því sem á styrjöldina leið varð umfang BSC sí- fellt meira. Undir stjórn sir Williams braut BSC á bak aftur leyniþjónustu öxul- veldanna í Bandaríkj- unum. Dulmálssér- fræðingar hans náðu og lásu úr loftskeytum fj andmannakaf báta. Þeir komust yfir dul- málslykla Vichy— Frakka og ítala í Bandaríkjunum. Leyniþjónusta sir Williams teygði anga sína til S-Ameríku og Evrópu, raunar um allan heim. SJA GREIN UM SIR WILLIAM STEPHENSON Á BLS. 46 OG 47 99 Þegar fyrri heints- styrjöldinni lauk hafði Stephenson skotið niður 26 óvinaflugvélar ... 99 99 Sjaldan hefur kyrrlátur maður beitt eins miklu valdi með eins ríkum árangri...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.