Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 g 3 Trú og vísindi Vísindahyggja Vsindalegar framfarir á 20. öld hafa verið svo gífur- legar, að í gjörvallri sögu mannkyns þekkist ekki ann- að eins. Niðurstöður margs- konar vísindalegra athugana hafa bylt hugmyndum fyrri tíma um efnisheiminn þann- ig að margt það sem áður voru „sannindi“ er nú álitið rangt. Það er því engin furða þótt maður 20. aldarinnar hafi fyllst þeirri bjartsýni að vísindin gætu svarað öllum spurningum mannsandans um lífið og tilveruna. Þetta hefur leitt til þess að fjöldi fólks, ekki síst í röðum menntamanna, er sannfærð- ur um að trúarbrögðin heyri fáviskunni og forfiðinni til og túlkun þeirra á mannlegri tilveru sé óbrúkleg fyrir upp- lýst fólk. Þetta viðhorf kem- ur gjarnan fram í könnunum sem gerðar hafa verið á afstöðu manna til trúar og vísinda. Fullyrðingum eins og þessari: Náttúruvísindin hafa leitt í ljós að kristin túlkun á tilverunni er úrelt, er þá gjarnan svarað játandi. Hvað er trú (religion)? Trú eða trúarbrögð hafa verið skilgreind með ýmsum hætti. Ein skilgreining er t.d. þessi: Trúarbrögð (religion) eru trú (sannfæring um) að til séu yfirnáttúruleg, pers- ónuleg og ópersónuleg öfl, sem maður telur sig háðan og reynir að nalgast eða gera sér hliðhollan. Trúin birtist í hugsun, tilfinningum, vilja og breytni. (Glasenapp). Það sem veldur erfiðleik- um við að skilgreina trúar- brögð í stuttu máli er meðal annars það að í eðli sínu gerir hið trúarlega kröfu til þess að spanna alla tilver- una, vera allt í öllu. Trú manns birtist ekki einungis í afstöðu hans til hins trúar- lega, heldur í afstöðu hans til tilverunnar yfirleitt. Hið trúarlega er ekki einn þáttur af mörgum í veru hans og afstöðu heldur þáttur í allri veru hans. Það er sem sagt eðli trúarbragðanna að vilja túlka tilveruna sem heild. Öll trúarbrögð fela því í sér heildarsýn varðandi tilver- una. Á sama hátt má segja að allt sem felur í sér heildarsýn í ilverunni sé trúarlegs eðlis. Annað einkenni trúar- bragðanna — það fólst reyndar líka í skilgreining- unni hér að framan — er að trúarbrögðin leita skýringa sinna utan hins veraldlega og áþreifanlega, til þess sem er handan við mannlega til- veru. Svörin við því, hvað það er sem er „handan við“ eru síðan með ólíkum hætti eftir eðli trúarbragðanna. Það sem ákvarðar afstöðu mannsins til allrar tilver- unnar í öllum greinum, hlýt- ur að skipta hann meira máli en nokkur einstakur hluti hennar. Trúarbrögð (relig- ion) er það því kallað, sem skiptir manninn meira máli en nokkuð annað. Paul Til- lich nefnir það ultimate concern. Þetta má einnig segja með orðum Lúthers úr fræðunum meiri: „Við köll- um Guð einn, af honum væntum við alls og til hans flýjum við í hverri neyð. — Það, sem hjarta þitt er bund- ið er Guð þinn.“ Ef maður væntir sín alls af fé og eignum, þá er fé og eignir Guð hans eða trúarbrögð hans. Viðfangsefni visinda Það er ef til vill ekki á leikmanns færi að gera í stuttu máli grein fyrir við- fangsefni vísindanna og til- gangi þeirra. Þó skal það reynt á mjög einfaldaðan hátt. Vísindin fást vð athug- un á einstökum þáttum veru- leikans, sem eru þess eðlis að hægt er að beita þá vísinda- legri skoðun. Vísindaleg athugun er ætíð háð þeim tækjum og aðferðum sem beitt er hverju sinni og takmarkast af þeim. Af þeim sökum er viðfangs- efni vísindanna ætíð það sama sem er „hérna megin“, það sem hægt er að virða fyrir sér, vega, mæla o.s.frv. Vísindamaðurinn getur t.d. haft líkama mannsins og starfsemi hans að viðfangs- efni og skýrt starfsemi hans en hann svarar því ekki hvers vegna maðurinn er eins og hann er, en ekki einhvern veginn öðruvísi. Fé- lagsfræðingar og trúar- bragðafræðingar geta rann- sakað og skilgreint félagslegt og trúarlegt atferli mannsins án þess að vera færir um að svara nokkurn tíma spurn- ingunni um tilgang mann- legs lífs eða sannleiksgildi átrúnaðar. Þeir sem eru þeirrar skoðunar að vísindin geti leyst trúarbrögðin af hólmi hugsa ekki á vísinda- legan hátt heldur trúarlegan. Þeir hafa gert vísindin að trúarbrögðum sinum. Að- ferðum vísindanna er með öllu ókleift að nálgast við- fangsefni trúarbragðanna. Trúarbrögðin leita þess sem er utan sviðs mannlegarar tilveru en varðar hana miklu, vísindin fást við það sem er innan seilingar. I hópi vísindamanna er því að finna jafnt guðsafneitara sem heittrúarmenn. Þeir starfa hlið við hlið að sömu athugunum, geta komist að sömu niðurstöðu, en viðhorf þeirra til niðurstöðunnar geta verið ólík. Guðleysing- inn getur sagt „skemmtileg tilviljun" en trúmaðurinn „mikil er viska skaparans". Ég trúi Kristinn maður játar trú á Guð skapara alls sem er. Engin vísindaleg niðurstaða getur raskað þeirri trú. Það hefur oft verið reynt að nota vísindin til að hrekja þessa trúarjátningu. Eins og fyrr segir er slík notkun vísind- anna trúarlegs eðlis en ekki vísindalegs. Hvað sem vísindin kunna að álykta um uppruna heims og manns verður svar trúarinnar ætíð hið sama: Allt sem er kemur frá Guði og hefur orðið vegna vilja hans og lýtur stjórn hans. „Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“ Kristinn maður játar trú á Jesú Krist sem Drottinn og frelsara. Sú játning felur í sér að Guð hafi opinberað sjálfan sig í Jesú Kristi með einstæðum hætti mönnum til hjálpræðis. Til þess að sanna eða afsanna þessa játningu eiga vísindin engin tæki. Sagnfræði og rannsókn fornra texta geta sagt um það með fullri vissu að Jesús Kristur var uppi á ákveðnum hætti og var tekinn af lífi á dögum Pontíusar Pílatusar. Trúin ein getur játað hann sem Drottin. Kristinn maður játar trú á upprisinn Jesú, sem lifir og ríkir. Kristinn maður lifir í samfélagi við þennan Jesú, tilbiður hann, lofsyngur hon- um, þiggur af honum fyrir- gefningu og náð, kærleika og kraft. Trúarbragðafræðin getur athugað atferli hins kristna manns og borið sam- an við atferli annarrar trúar manna, dregið ályktanir og túlkað það sem er líkt og ólíkt. En þau fræði hafa engin tök á að svara spurn- ingunni: Er þetta satt? Það getur hinn trúaði einn, sem lifir þennan sannleika. Kristinn maður játar trú á heilagan anda, sem huggar, sannfærir, vekur og viðheld- ur trúnni og starfar í kirkj- unni þar sem Guðs orð er boðað og sakramentin um hönd höfð. Engin fræðigrein er þess megnug að sanna eða afsanna þá sannfæringu hins trúaða manns. Kristinn maður fagnar vísindalegum afrekum, þau vekja gjarnan lofgjörð til skaparans fyrir dásemdir sköpunarverksins. Jafnframt biður kristinn maður um visku til að nota vísindin til heilla mannkyni en ekki óhamingju. Hann fagnar þeim sem tæki en lýtur þeim ekki í trú. Skelfist ekki I heiminum hefur alltaf borið mikið á skelfing- unni. Hvort sem við athugum tímaskeið liðinna alda eða líðandi stund. Það er líka margt sem veldur skelfingunni meðal mannanna og verður ekki reynt að nokkru marki að kafa í það hyldýpi í þessum fáum orðum. Að vísu eru ýmsir hlutir í umhverfi mannanna sem áður ollu hræðslu og skelfingu en í dag hafa afhjúpast vegna aukinnar þekkingar og vísindalegra athugana. Samt sem áður finnum við mikla skelfingu í nútíma þjóðfélagi og ef til vill meiri nú en oft áður. Nú á tímum kemur það glögglega í ljós hvað við mannanna börn erum takmörkuð og vitum í rauninni lítið. Hið óþekkta minnkar ekki heldur vex. Nútíma vestræn þjóðfélög hafa leitt yfir sig mikla tækni og hagsæld sem vissulega hefur auðgað samfélag manna, en jafnframt valda þessi sömu gæði tómleika og kvíða hjá ótal mörgum. Spurningarnar: hver er ég eigninlega?, hver er tilgangurinn með lífinu?, hvað er bak við djúp dauðans?, verða alltaf þungbærar, líka á öld þekkingar og tækniþróunar. Það er ástæða til að gefa orðum meistarans gaum í guðspjalli þessa sunnudags: Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist, trúið á Guð og trúið á mig. Þetta orð er gjarnan lesið á stund sorgar og ástvinamissis, þegar skelfingin nær oft hámarki í lífi einstaklinga. Margir eru þeir sem geta borið vitni um áhrif orða sem þessara. Fátækleg huggunarorð okkar mann- anna megna oft lítið. En þegar Jesús Kristur talar þá talar sá sem einn hefur forsendurnar til að tala á slíkum stundum. Hans er mátturinn og valdið á himni og jörðu. Hann er upprisan og lífið, hann hefur gengið veg þjáningarinnar á enda og sigrað dauðans veldi. Hann bendir á lausn sem er að mati kristinna manna eina raunverulega lausnin í lífi og dauða: Trúið á Guð og trúið á mig. Lausnin á gátu lífsins er aðeins í Guði skapara alls lífs, og hann mætir okkur í Jesús Kristi á þann veg að hægt er að skilja. Trúin á Guð er meira en einhver heimspekileg skoðun. Trúin á Guð er líf í samfélagi við hinn upprisna Drottin, þess vegna tölum við um trúarlíf. Sá sem reynt hefur þetta líf veit að það gefur ótrúlegan styrk á vegi lífsins, það gefur huggun og þor þegar skelfing og kvíði mæta og það gefur von um eilíft líf í ríki Guðs, þar sem hvorki er grátur, þjáning né skelfing. Bíblíulestur Vikuna 27. apríl — 3. maí. Sunnudagur 27. apríl Jóh. 16:16—22. Mánudagur 28. apríl Eíes. 4:17—24. Þriðjudagur 29. apríl Efes. 4:25—32. Miðvikudagur 30. apríl I. Jóh. 4: 7—14. Fimmtudagur 1. maí Post. 17:22—23. Föstudagur 2. maí II. Kor. 5:16—21. Laugardagur 3. maí Róm. 1:18—25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.