Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 45 fnar upp svo oft... að gárungar II best sé að setja á þær rennilás 7 w (SJÁ: Spilling) r V TOGVÍRAR VA VA 2“ 21/z 2% fyrirliggjandi. Hagstætt verö. Jónsson & Júlíusson, Ægisgötu 10 — Sími 25430. írar orðnir órólegir í eilífðarhjónabandinu í írska lýðveldinu geta hjón ekki fengið skilnað að lögum, og er það eina ríkið á Vesturlöndum, þar sem svo er ástatt fyrir utan smáríkið San Marino á Ítalíu- skaga. Nú vilja írar ekki una þessu óréttlæti lengur, og er svo komið. að stjórn landsins og stjórnarandstaða hljóta að gefa aukinn gaum kröfunni um lög- skilnað. Fyrir skömmu var stofnaður í Dyflinni starfshópur um hjóna- skilnaði. Hefur hann fengið hundruð stuðningsmanna frá öll- um stjórnmálaflokkum landsins, enda þótt fjölmiðlar hafi gert sér lítinn mat úr stofnun hans. Frumkvöðull þessarar hreyf- ingar er Mairie Bates. Hún er ekkja, lögfræðingur að mennt og starfar að félagsráðgjöf. Hún seg- ir, að hreyfingin hafi hlaðið utan á sig eins og snjóbolti. — Starfshóp- urinn var stofnaður á krá eftir óformlegar umræður um það grimmilega óréttlæti, að hjóna- skilnaður skuli vera bannaður samkvæmt stjórnarskrá landsins. Við pöntuðum sal fyrir 50 manns í Liberty Hall og 200 komu á stofnfundinn. Stuðningsbréfin streyma til okkar hvaðanæva af landinu og ekki einvörðungu frá fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu mikla óréttlæti. Samkvæmt írskum lögum mega hjón skilja að borði og sæng, ef um er að ræða hórdóm eða ítrekaðar líkamsmeiðingar af hálfu annars aðilans. Hvorugur getur gengið í hjónaband að nýju. Engar tölulegar upplýsingar um fjölda hjóna, sem slitið hafa sam- vistum, liggja fyrir á Norður írlandi. Við síðasta manntal ákvað ríkissjórnin, að ekki skyldi lengur vera gerð grein fyrir því, hvort fólk hefði slitið samvistum og væri aðeins heimilt að skrá fólk gift, einhleypt eða í ekkjudómi. þveiti. Síðustu tölur um misheppnuð hjónabön, sem fyrir liggja, eru frá árinu 1976. Samkvæmt þeim höfðu um 5.000 konur verið yfirgefnar af eiginmönnum sínum og á vegum þessara kvenna voru um 7.000 börn. Frú Bates segir, að bannið við hjónaskilnuðum hafi leitt til öng- þveitis. — Konur, sem fluttust frá eiginmönnum sínum og tóku upp sambúð við aðra gátu til skamms tíma skráð börn sín á nafn sambýlismannanna. Þetta er ekki hægt lengur. Börn þessara kvenna eru talin afkvæmi eiginmanna þeira, enda þótt sambúðarslit hafi farið fram löngu áður en börnin fæddust. — Þess eru mörg dæmi að síðari sambúð fari út um þúfur, og í þeim tilvikum fá konur hvorki ekknabætur né lífeyri eins og konur þær, sem löglegir eigin- menn þeirra hafa yfirgefið. Þetta er skelfilegt ástand. Starfshópurinn gerir sér grein fyrir því, að lögskilnaðarbannið í írska lýðveldinu er þröskuldur í vegi fyrir sameiningu ríkisins við Norður Irland, en þar eru hjóna- skilnaðir leyfilegir fyrir löngu. - DERMOT McEVOY SJÓMANNALÍF Fiskað eftir leyndarmálum Japanskir sjómenn, sem stunda veiðar við eyjar, er Sovétmenn hafa á sinu valdi, fiska nú eftir ieyndarmálum jafnt japönskum sem sovézkum. Starfsmaður lögreglunnar i Tokyo segir, að yfirvöldum sé ókunnugt um, á hverra handi allir þessir sjómenn séu. Það hefur hins vegar lengi verið opinbert leyndarmál i hafnar- bænum Nemuro á norðaust- urströnd eyjarinnar Ilokkaido, að japanskir sjómenn gjaldi Sovétmönnum gjafir og upplýs- ingar fyrir að fá að veiða á „sovézkum fiskimiðum". Þessar upplýsingar urðu fleyg- ar fyrir skömmu. Þá bar svo við að japanskur embættismaður var kvaddur til yfirheyrslu vegna þess að sá grunur lék á, að hann hefði látið sjómönnunum í té upplýsingar um japanska hægrimenn og þeir látið þær berast til Rússanna. Meðan rannsókn málsins stóð yfir, stytti embættismaðurinn sér aldur. Lögreglan handtók nýlega níu manna áhöfn á fiskibáti einum, en hneppti aðeins þrjá í varð- hald. Þeim hefur einnig verið sleppt en eiga yfir höfði sér málssókn fyrir að hafa sniðgeng- ið tollalög. Þeim er gefið að sök að hafa selt sovézkum embættis- mönnum ritvélar. Þessir em- bættismenn starfa á einni af fjórum eyjum, sem hafa tilheyrt Japan frá fornu fari, en komust á vald Rússa í síðari heimsstyrj- öld. Japanir hafa gert stöðugt tilkall til þessara eyja og hafa þær verið þrætuepli sovézkra og japanskra stjórnmálaleiðtoga frá því í stríðslok. Flestir Japanir eru gífurlegir þjóðernissinnar. Hins vegar hef- ur lífsbarátta sjómannanna frá Nemuro slævt þjóðernistilfinn- ingar þeirra og þeir eru fúsir til að leggja ýmislegt í sölurnar fyrir að fá að veiða í grennd við eyjarnar, sem Rússar hafa á sínu valdi. Eftir því sem fregnir herma hafa sjómennirnir átt blómleg viðskipti við Rússana árum sam- an. Japanir bjóða Rússum allt frá nokkrum vínflöskum upp í næturlangar svallveizlur með hispursmeyjum frá Nemuro. Út- gerðarmenn í Nemuro greiða stúlkunum allt að því kr. 2.5 milljónir fyrir að stytta stundir 10 eða fleiri blóðheitum Rússum, sem verða að dveljast á þessum afskekktu eyjum í eitt ár í senn án þess að njóta samneytis við konur sínar eða vinstúlkur. Yfirvöldin í Nemuro voru fús til þess að leiða hjá sér slíkt athæfi, þar til fregnir um það, að sjómennirnir létu Rússum upp- lýsingar í té, fóru að berast út. Sagt er að þessar upplýsingar snerti japönsk stjórnmál og hernaðarleyndarmál, en á Hokk- aido er mikið vopnabúr og loft- varnir, sem miðast við það að verja Japan gegn árásum Rússa. Hins vegar herma sumar heimildir í Japan, að sjómenn- irnir leiki tveimur skjöldum. Þeir láti Rússum í té upplýs- ingar, sem engin leynd hvíli yfir, en afli sjálfir upplýsinga um hagi og ferðir Rússanna. - DONALDKIRK Meyjarn- ar fá ailt upp í háifa þriðju milljón fyrir við- vikið. BMW gæðingurinn sem allstaðar vekur athygli BMW sameinar kosti sportbíls og þægindi einkabíls, kraftmikill, öruggur, stöðugur í akstri, bjartur og rúmgóður, með þægilegum sætum. Það þekkja allir akstursciginleika þessa vandaða bíls, en þeir halda flestir að hann sé mun dýrari en hann er. BMW er meira en samkeppnisfær í verði, auk þess sem þú eignast betri bíl en verðið segir til um. BMW - ÁNÆGJA í AKSTRI AKUREYRARUMBOÐ: Bilaverkst. Bjarnhédms Gísltisonar. Sími: 96-22499 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 0 LORIA ^Feuerlöschei' ABC-Pulver Eigum slökkvitæki fyrir allar aðstæöur 1, 2, 6, 12 og 50 kg dufttæki fyrir einkabíla, hjólhýsi, almennings- vagna, heimili, stiga- ganga, skóla, fyrirtæki, frystihús, skip, báta o.fl. o.fl. 2, 6 og 30 kg kolsýru- tæki fyrir fyrirtæki, bíla- verkstæöi, skip, báta o.fl. 10 Itr. vatnstæki fyrir skip, báta, skóla o.fl. Veitum upplýsingar um val á tækjum fyrir hinar ýmsu aðstæöur, auk þess að veita þjónustu á flestum tegundum slökkvitækja. 30 ára reynsla. Duft- og kol- sýrutæki skrásett. GLORIA Kolsýruhleðslan s.f. Seljaveg 12 • Reykjavik • Simi 13381

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.