Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 Uthlutun starfslauna rithöfunda: Félagsmálaráðherra krefst könnunar menntamálaráðherra Miklar umræður urðu í Sameinuðu þingi í gær vegna ásakana 46 rithöfunda þess efnis, að pólitísk mismunun hafi komið við sögu úthlutunar starfslauna rithöfunda úr launasjóði þeirra. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) las Alþingi yfirlýsingu rithöfundanna og sagði augljóst mál, þegar nærri fjórðungur féiaga í rithöfundasambandinu bæri fram svo alvariegar ásakanir, að eitthvað hefði farið úrskeiðis, og bæri Alþingi skylda til að iáta málið til sín taka og kanna til hlítar, hvort ásakanir þessa f jölmenna hóps hefðu við rök að styðjast og bæta úr, ef svo væri. Vitnað til rök- stuðnings rithöfunda Sigurlaug Bjarna- dóttir vitnaði til blaðaviðtala við rithöfundana Ingi- mar Eriend Sig- urðsson og Baidur óskarsson, þar sem ásakanir um pólitíska misnotk- un í úthlutun starfslauna til rit- höfunda, í þágu tiltekins stjórnmálaflokks, hefðu komið fram. Ennfremur teldu þeir að ástæðan til þeirrar deilu, sem upp væri komin, væri óljós ákvæði í reglugerð um framkvæmd úthlutun- ar. Ef þessar ásakanir, sem 46 rithöfundar hafa borið fram, væru á rökum reistar, væri slík misnotkun hættuleg tjáningarfrelsi og lýðræði í landinu; en að því væri látið liggja, að rithöfundar „innan og utan á Alþýðubandalaginu" væru settir á hærri bekk en aðrir. Rakti Sigur- laug og nokkur dæmi sem hún taldi sýna að ungir rithöfundar væru sniðgengnir í úthlutun. Siguríaug sagði þessa úthlutun hafa farið fram fyrr á tíð án ágreinings eða athugasemda en nú- verandi úthlutunarnefnd væri hins vegar borin þungum sökum. Við slíka úthlutun þurfi að gæta sann- sýni, víðsýni, hlutleysis og þess, að pólitískar skoðanir höfundar hefðu ekki áhrif á afgreiðslu starfslauna. Minnti hún á að stjórn Rithöfunda- sambands væri skipuð 2 úr hópi rithöfunda en 1 1 skipuðum af menntamálaráðherra. Ef til vill mætti fyrirbyggja mismunun með viðlíka skipun úthlutunarnefndar. Loks las hún lokakafla í bók Jóns Óskars, rithöfundar, sem verið hefði sósíalisti, og væri máske enn, þar sem hann lýsti afstöðu sósíalista til bókmenna og menningarviðleitni, sem þeir teldu sér ekki þóknanlega. Þá réði pólitískt en ekki listrænt eða persónulegt mat á hugverki, afstöðu og niðurstöðu. Sé veilur í málflutningi Ingvar Gíslason, menntamálaráð- herra, kvaðst hafa lesið ásökun hinna 46 rithöfunda sem og blaðaviðtöl í framhaldi af yfir- lýsingu þeirra. Ég vil á þessu stigi ekki blanda mér í þær deilur, sem upp eru komnar, sagði ráðherra. Eðlilegt er að svo alvarlegar ásak- anir séu ræddar á Alþingi, en hins vegar sé ég veilur í rökstuðningi rithöfundanna. Má vera að hlut- drægni eigi sér stað, en naumast flokkspólitísk, enda k ;mur það ekki fram í hinu undirritaða plaggi, hvaða stjórnmálaflo'ckur hér á hlut Ólafur G. Einarsson: að máli. Ég sé ekki rökstuðning fyrir því að nefndin eða þeir, sem náðar nutu, séu innan Alþýðu- bandalagsins. Tveir nefndarmanna eru fornkunningjar mínir, sagði ráðherra, og mér er til efs að þeir séu einu sinni kjósendur Alþýðu- bandalagsins. Rétt er að bíða og sjá, hvort deilan jafnar sig ekki meðal rithöfundanna sjálfra. Ég mun leggja mig fram við að setja mig inn í málavexti, en ég vil ekki hlaupa eftir hvaða sögu sem upp kemur úti í bæ. Ráðherra kvað nefnd, sem Vil- hjálmur Hjálmarsson hefði skipað 1975 til að kanna, hvernig bezt yrði staðið að stuðningi við listir í landinu, og Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, hefði veitt forystu, hafa verið leysta frá störfum eftir 3 ár, án þess að hún skilaði áliti. Hins vegar hefði formaður látið ráðherra í té langt bréf um ástæður þess, að þannig fór. EKki nægjanlegt fjármagn fyrir hendi Guðrún Helga- dóttir (Abl) kvað Vilmund Gylfa- son, þá mennta- málaráðherra, hafa endurgefið út þá reglugerð, sem eftir væri starfað við úthlutun starfslauna rithöf- unda. Deila um þetta efni hefði komið upp á aðal- fundi Rithöfundasambandsins — en menn sætzt á nefndaskipan, sem gera átti tillögur að hugsanlegri breytingu á viðkomandi reglugerð. Ég skil ekki, sagði Guðrún, þá afstöðu ráðherra að vilja ekki blanda sér í mál, sem spannar svo alvarlegar ásakanir. Sjálfsagt er að „Að kref jast auk- innar skattheimtu“ Stefna Alþýðubandalags ræður ferð ÓLAFUR G. Einarsson, formað- ur þingflokks sjálfstæðismanna, sagði i umræðu um skattstiga í neðri deild Alþingis í gær, að skattstefna Alþýðubandalagsins réði ferð í ríkisstjórninni, enda væru ríkisfjármálin falin forsjá þess flokks. Vitnaði hann til hreinskilins leiðara i málgagni Alþýðubandalagsins á Austur- landi. þar sem sú flokkspólitíska skoðun væri tiundið, að „laun- þegasamtökin og allur almenn- ingur eigi að krefjast aukinnar samneyzlu og þar með aukinna skatta“. Þessi skattastefna Al- þýðubandalagsins setti nú mark sitt á hækkun beinna og óbeinna skatta hjá ríkisstjórninni og hækkun útsvara hjá borgarstjórn Reykjavíkur. Allt frá 1978 er ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar fór frá hafa nýir skattar dembst yfir þjóðina, sagði ÓI.G.E. Allt miðar að því að draga úr ráðstöfunarrétti almenn- ings á eigin aflafé og koma fólki undir miðstýrða ríkisforsjá um hvaðeina. Engan þarf raunar að undra, hve fylgispök Framsókn er við þessa ríkisforsjár- og skattpín- ingarstefnu. Hún hefur smám saman gengið og í seinni tíð með vaxandi skreflengd, undir skatta- merki Alþýubandalagsins. En af- staða þeirra sjálfstæðismanna, sem styðja þessa ríkisstjórn og skattastefnu hennar, er mér óskiljanleg. Annaðhvort hafa þeir horfið frá skattastefnu Sjálfstæð- isflokksins, sem felur það í sér að ríkisskattar sem heild fari aldrei yfir ákveðið hlutfall af þjóðartekj- um, eða þá að þeir telja sig af einhverjum ástæðum knúða til að ganga á vit sjónarmiða, sem þeir hafa hingað til barizt gegn. Ól.G.E gerði síðan grein fyrir hækkunum beinna skatta (tekju- skatts, eignaskatts og sjúkra- tryggingargjalds) og óbeinna skatta (sem koma fram í hærra vöruverði) frá 1978 til 1980 og taldi að skattaukning í það heila tekið hefði ekki í annan tíma vaxið jafn mikið á jafn skömmum tíma. Skattaukningin í heild nemur tug- um milljarða króna, þó skattar viðmiðunarára (1978 og 1979) væru framreiknaðir til verðmætis nú. Hann vék og sérstaklega að skattheimtu ríkissjóðs á stofn- kostnað og rekstur bifreiða. Skatt- ar, sem kæmu fram í benzínverði, hefðu t.d. hækkað um 10 milljarði króna frá árinu 1978, umfram verðlagsþróun þessa tíma. Skatta á bifreiðaeigendur ættu hvergi sinn líka á byggðu bóli. Skattar í benzínverði hefðu hækkað um 20 milljarða króna frá 1978 eða yfir 220%!! Síðasta benzínhækkun, fyrir nokkrum dögum, hefði num- ið 6o krónum á benzínlítra — þar af hefði ríkissjóður hirt 42 krón- ur. Af 430 króna benzínverði fengi ríkissjóður 57.6%, eða rúmlega helming þess, en þó færi aðeins 21.2% benzínverðsins til vega- framkvæmda, enda vegaáætlun 1980 skert um 4,5 milljarði frá fyrri ákvörðun, þvert á gefin heit. Það er því ofur skiljanlegt sagði ól.G.E að BSRB og ASÍ mótmæli hækkunum tekjuskatts, útsvars og söluskatts nú, sem ásamt gengis- lækkunum „eru olía á verðbólgu- eldinn", eins og segir í samþykkt ríkisstarfsmanna. Loks gerði ól.G.E. grein fyrir breytingartillögum sjálfstæð- ismanna við skattstigann, sem fæli í sér verulega tekjuskatts- lækkun, og væri í samræmi við stefnumótun flokksins í skatta- málum og þann sáttmála við kjósendur hans, sem gerður var í kosningabaráttunni í desember- mánuði sl. kanna málið til hlítar. Það er grundvallaratriði íslenzkrar menn- ingar, að fullkomið tjáningarfrelsi eigi sér stað. Guðrún sagði merg málsins þann að Alþingi ætlaði of lítið fjármagn til starfslauna, sem þýddi, að of fáir fengju en of margir yrðu utan garðs við deilingu fjárins. Viðurkenning augljós Halldór Blöndal (S) sagði m.a. að sú staðreynd, að 46 rithöfundar teldu sig knúna til að ýta úr vör með svo álvarlegar ásakan- ir um pólitíska mismunun í út- hlutun starfs- launa, segði sína sögu. Sú viðbótarstaðreynd að aðal- fundur Rithöfundasambandsins, hvar deila um þessa mismunun hefði komið upp, hefði talið nauðsyn til að skipa nefnd til að endurskoða úthlutunarreglur, sem gagnrýnend- ur úthlutunar voru til kvaddir til að starfa í, fæli í sér viðurkenningu og staðfestingu. Halldór sagði Guðrúnu Helga- dóttur hafa spurt, hvort þeir er starfslaun hlutu, væru óverðugir þeirra. Ég spyr Guðrúnu, voru þeir, sem synjun fengu, allir óverðugir? Alþingi ber að fara ofan í saumana á framkomnum ásökunum. Leggja þarf öll plögg á borð, skrá um umsækjendur sem útvalda. Taka málið réttum tökum — af réttsýni og einlægum vilja til að koma málum þann veg fyrir, að mismunun eigi sér ekki stað, og allir hafi sama rétt til starfslaunanna, hvað sem pólitískri afstöðu viðkomenda líður. Kalda stríðið og „Félagi Jesú“ Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra, sagði mál- flutning þennan komin úr löngu liðinni tíð „kalda stríðsins", þegar „íhaldið" réði styrkveitingum til lista í landinu. Þessi umræða minnir á aðra umræðu um bókina „Félaga Jesú“. Fór Svavar síðan hörðum og stórum orðum um af- stöðu „íhaldsmanna" á vettvangi menningar og lista og vék sérstak- lega að Halldóri Blöndal. Ráðherra sagðist ekki sem al- þýðubandalagsmaður geta legið undir ásökunum um pólitíska mis- notkun á starfslaunum rithöfunda. Krafðist hann þess að menntamála- ráðherra kannaði málið til hlítar. Ef flugufótur er fyrir ásökunum ber að vísa viðkomandi stjórnarmönnum frá. Hins vegar sagði ráðherra að hér byggi að baki sú ofsókn á hendur róttækum rithöfundum, sem „íhaldið" stæði jafnan að, og væri hættuleg málfrelsinu í landinu. í gömlu gervi Sverrir Her- mannsson (S) sagði að eitt væri þó félagsmálaráð- herra kæmi fram í gervi Einars 01- geirssonar annó 1930 — en annað, að skylda bæri til að kanna fram- komnar ásakanir, sem naumast væru bornar fram af svo mörgum rithöfundum nema af brýnustu nauðsyn. Sverrir sagði afstöðu menntamálaráðherra til er- indis rithöfundanna loðna í meira lagi. Málflutningur hans minnti á mann í stórsvigi, sem félli í hverju hliði. Ráðherra segðist ekki vilja gerast dómari, ekki hlaupa eftir söguburði, — síðan kæmi dómurinn í formi gagnrýni, ekki á úthlutun- ina, heldur málflutning hinna 46 rithöfunda. Kanna þarf málið strax Friðrik Sóphus- son (S) sagði nefnd þá, er Rithöfunda- sambandið kaus til að fara ofan í saumana á við- komandi reglu- gerð, ekki eiga að skila áliti fyrr en að ári. Þá væri Rithöfundasam- bandið búið að kjósa nýja 3ja manna úthlutunarnefnd til 3ja næstu ára. Ef breytinga er þörf, til að tryggja réttlæti og fyrirbyggja pólitíska mismunun, þá þarf að byrgja brunninn áður en aftur er dottið ofan í. Ásökun Guðrúnar Helgadóttur um ónógt fjármagn stendur fyrst og fremst í holdi fyrrverandi mennta- málaráðherra og núverandi fjár- málaráðherra, sem er einn og sami stefnuviti Alþýðubandalagsins í menningar- og fjármálum. Friðrik sagði og að sá, sem væri formaður stjórnar starfslaunasjóðs, væri sami maðurinn, sem við sögu hefði komið hjá norræna rithöf- undasjóðnum varðandi styrkveit- ingu til bókarinnar „Félagi Jesú“. Sönnunarbyrði hjá ásakendum Vilmundur Gylfa- son (A) sagði sönnunarbyrði hjá þeim 46, sem ákærðu. Ákærðir væru saklausir unz sök væri sönnuð. Og á það skorti enn. Þar um væri hann sammála menntamálaráð- herra. Ef hins vegar minnsta sönn- un þess að ranglega hafi verið að málum staðið kemur fram, skal ég vera fyrstu til að krefjast breyttrar reglugerðar. Og ég tek undir með frummælanda, að umbeðnar upplýs- ingar fáist, a.m.k. sem trúnaðarmál, til menntamálanefnda þingsins. Ekki alþýðu- bandalagsmenn Páll Pétursson (F) sagði fjölmarga sýsla við menning- arstörf á bók- menntasviði. Væri það vel. Ekki vildi hann þó láta ómót- mælt að Björn Teitsson, sem væri framsóknarmaður, væri dreginn í dilk Alþýðubandalags. Og Sveinn Skorri hefði að minnsta kosti í eina tíð verið framsóknarmaður, hvað svo sem um hann væri nú, því fyrir hans orð gekk ég í Framsóknarflokkinn, sagði PP. Að leita hins rétta í hverju máli Sigurlaug Bjarnadóttir (S) sagði m.a. að hvorki ráðherrar né þing- menn ættu að gerast dómarar í þessu máli. Hins vegar eiga 46 rithöfundar, sem telja rangindum beitt rétt á að mál þeirra sé skoðað hér á Alþingi, enda um ráðstöfun opinbers fjár að ræða. Ráðherra svaraði mér ljúfmannlega, eins og hans er vandi, sagði SBj. en heldur fannst mér hann óákveðinn, loðinn og langt frá því að taka af skarið. Ég vona hins vegar að þessi umræða verði til þess að hið sanna í málinu komi fram, að leiðrétting fáist og sættir náist. Tek undir með Sigurlaugu Ingvar Gíslason, mcnntaniála- ráðherra, kvaðst geta tekið undir síðustu orð Sigurlaugar. Ég mun beita mér fyrir því að listi yfir þá, sem sóttu um starfslaunin en fengu ekki, komi á borð þingmanna. Sá listi sker ekki úr þrætunni, en hefur upplýsingagildi og á ekki að vera launungarmál. Ég tek og undir að málið á að kanna til hlítar, þó ég sjái veilur í rökflutningi hinna 46 rithöfunda. Ég mun nota vald mitt og aðstöðu, sagði ráðherra, til að koma upplýsingum til þingmanna, en þetta mál er vandmeðfarið og ég tel mig þurfa tíma og frest til að kanna, hvern veg bezt verður að staðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.